Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 + Eiginmaður minn, HELGI NALLING ANDREASEN mjólkurfræðingur, Sunnuvegi 14, Selfossi, andaðist 31 desember Verður jarðsunginn frá Selfosskirkju 7 janúar kl 2 fyrir hönd barna og tengdabarna, Aftaiheiður Andreasen. + Bróðir okkar, ÁRMANN KRISTJÁNSSON, frá Breiðabólstað, andaðist í Kaupmannahöfn, 4 janúar Ingvar Kristjánsson, Óskar Kristjánsson. Þorkell Kristjánsson. Hallur Kristjánsson. + Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓN HALLUR, lezt af slysförum, miðvikudaginn 4 janúar Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson. Stefán Karlsson. Kristín Karlsdóttir Björn Karlsson. Faðlr okkar tengdalaðir og afi, BJÖRN BJORNSSON fyrrum kaupmaður i Neskaupstað er látínn. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna Björn Björnsson Guðlaug Ingvarsdóttir, Ari Björnsson. Sigriður Jónsdóttir Þorsteinn Björnsson, Emy Björnsson. Jóhanna Björnsdóttir Jónas Jónasson. Ágúst Björnsson Elin Magnúsdóttir. og barnabörn. + Faðir minn, GUÐMUNDUR GUNNARSSON frá Brautartungu Stokkseyri. verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 7 janúar kl 2 Fyrir hönd vandamanna, Fjóla Guðmundsdóttir. + IVIóðir okkar, tengdamóðir og amma, JÚLÍANNA GÍSLADÓTTIR Króki. Akranesi, sem andaðist 30 desember verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 7 janúar kl 13 30 Vandamenn + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð, styrk og vináttu við fráfall. AGNARS AGNARSSONAR Inga Ólafsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, | Agnar Guðmundsson, systkini og aðrir ættingjar hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, SIGURGÍSLA KJARTANSSONAR, Völlum Gíslína Gisladóttir, Sigríður Kjartansdóttir og Björn Jónasson + Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR Sérstakar þakkir færum við læknum, starfsliði og vistmönnum á Reykjalundí, svoog stjórn og starfsfólki SÍBS Jón Þ. Olafsson, Brynja Ingimundardóttir, Ólafur Örn Jónsson, Kjartan Ingi Jónsson. Björn Björnsson fyrrum kaupmaður Norðfirði — Minning í gær var gerð frá Fossvogs- kirkju útför Björns Björnssonar, fyrrum kaupmanns á Norðfirði. Hann andaðist sfðastliðinn að- fangadag 88 ára að aldri. Með Birni er fallinn í valinn mikil kempa, sem háði harða lífsbar- áttu en sigraðist á öllum erfiðleik- um með óbiiandi þreki. Björn fæddist að Þverdal í Saurbæ i Dalasýslu árið 1889 og voru foreldrar hans hjónin Björn Björnsson og Jóhanna Stefáns- dóttir. Þeim varð tveggja sona auðið. Annar þeirra var Björn, en hinn var Júlíus Björnsson, raf- virkjameistari, sem lengi rak raf- tækjaverzlun í Austurstræti. Björn ólst upp í sárustu fátækt. Frá Þverdal fluttist hann með foreldrum sínum á örreytiskot í Staðarsveit á Snæfellsnesi en síð- ar til Stykkishólms. Rétt fyrir aldamótin flutti fjölskylda Björns til Reykjavíkur og þar vann Björn um skeið sem verzlunarsveinn í verzlun Brynjólfs H. Bjarnasonar við Aðalstræti. En frá Reykjavík flutti Björn til Seyðisfjarðar, það- an til Djúpavogs og loks til Norð- fjarðar. Þar stofnaði hann eigin verzlun haustið 1919 og réðst hann þar með á garðinn þar, sem hann var ekki lægstur, því fyrir voru á flestum fjarðanna austan lands stórbrotnir athafnamenn og vaxandi kaupfélög, sem höfðu náð allri verzlun undir sig. En með þrotlausum dugnaði og þraut- seigju tókst Birni að afla verzlun sinni fylgis unz hún smám saman skóp honum efnalegt sjálfstæði. Hann kvæntist ágætri konu Katrínu Málfríði Arngrímsdóttur, og átti miklu barnaláni að fagna. En árið 1945, þegar Björn var ekki nema 56 ára, varð sá undar- legi atburður, að hann sneri baki við búðinni á Norðfirði, þ.e.a.s. elzti sonur hans, Björn, tók við rekstri hennar, hélt til Reykjavík- ur og undi þar síðan við hugðar- efni sin allt til æviloka. Það er sjaldgæft, að menn taki slíkar ákvarðanir og Iengi þar með líf sitt og lífsfyllingu í stað þess að slíta sér út fram í rauðan dauðann með seigdrepandi vinnuálagi. Það mun hafa verið 1911, sem Björn byrjaði að taka myndir. Ahugi hans á myndatökum, sem fór sívaxandi, mun að einhverju leyti hafa stafað af löngun hans til að festa á myndum dásemdir náttúrunnar, en Björn var ein- hver sá mesti náttúruunnandi, sem ég hef kynnst, enda var hann ferðamaður mikill og fjallgöngu- maður. ^ Ég kynntist Birni ekki svo heit- ið geti fyrr en eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur, en þá urðu sameiginleg áhugamál til þess, að kynni okkar urðu allnáin. Arið 1939 eignaðist Björn myndavélar til töku á fuglamyndum og eftir það tók áhugi hans á því efni mjög að aukast. Þetta varð til þess, að við efndum til margra sameiginlegra ferða. Ég sinnti minni hlið málanna en Björn tók myndirnar. Frá þessum ferðum á ég margar skemmtilegar endur- minningar, hvort sem við lágum í tjaldi í Þjórsárverum uppi við Hofsjökul, úti í Drangey eða á öðrum þeim stöðum þar sem við áðum. Að lokum var svo komið, að Björn hafði náð myndum af nær öllum íslenzkum varpfuglum. Þetta stórmerka safn ánafnaði Björn, með samþykki erfingja sinna, Náttúrufræðisstofnun ís- lands með því skilyrði, að það yrði varðveitt sér og ósundrað og að- eins notað í þágu stofnunarinnar sjálfrar. Hér er um að ræða 8 albúm með stækkuðum úrvals- myndum og tilheyrandi filmum. Þessi veglega minningargjöf er náttúrufræðisstofnun ákaflega dýrmæt og verður seint ofmetin. En auk fulgamyndanna átti Björn sæg af öðrum framúrskar- andi myndum, svo sem myndum af atvinnuháttum, landslags- og mannamyndum o.fl. Einkum er safn hans af Austfjarðamyndum mikið að vöxtum og væri mjög mikilvægt gð Minjasafn Austur- lands stuðlaði að þvi, að þetta safn sundraðist ekki. Mér mun Björn Björnsson ávallt verða mjög minnisstæður maður. Hann var hár, grannur og beinvaxinn og mun sjaldan hafa Ragnheiður Jónsdóttir Ream - Síðbúin kveðja „Emigravit" is the inscription on the tombstone where he lies, Dead he is not, but departed, — for the artist never dies. (Longfellow —„Nuremberg") Síðasta áratug höfum við þurft að sjá á bak nokkrum af okkar mætustu listakonum, öllum á besta aldri. Ég var staddur í flug- vél yfir miðjum Atlantsálum er ég las minningargrein um Ragn- heiði Jónsdóttir Ream listmálara sem látist hafði 22. desember og kom sú grein eins og reiðarslag. Allar gleði og jólaóskir virtust nú hjóm eitt við tilhugsunina um svo ótímabæra burtför trausts sam- starfsmanns og ágæts listamanns. Það eru varla nema nokkrar vik- ur siðan að Ragnheiður hringdi í mig úr sjúkrahúsi þar sem hún, hafði lengi legið, þjáð af kvala- fullum en ekki banvænum kvilla, til að skenkja mér málverk eftir sig sem hún vissi að ég hafði hrifist af, fyrir eitthvað lítilræði sem ég hafði gert fyrir hana. Mér er minnisstæð tilhlökkunin í rödd hennar er hún talaði um að hefj- ast handa við að mála á næstunni. Það er öllum raun að þurfa að liggja aðgerðalaus í langan tíma en einkalega þó skapandi lista- fólki sem á allt sitt undir linnu- lausri æfingu og starfsemi. Sjúkralegan hlýtur að hafa verið Ragnheiði sérstakt kvalræði, list- málari af Guðs náð sem hún var, þótt hún gerði Iítið úr því and- streymi. Sjálfur er ég sannfærður um að hún var einn albesti málari sem við höfum átt, — örugglega sá jafnbesti. Listamönnum leyfast gloppur öðru hverju í listsköpun sinni en ég man ekki eftir slæmri mynd frá hendi Ragnheiðar. Mis- góðar myndir gerði hún að vísu, en aldrei slæmar. Styrkur hennar og yfirburðir sem listkmálari lágu í því að málningin var henni ekki einvörðungu dautt efni úr túbu til áburðar á strigann, til að fylla upp i frumteikningu, heldur virt- ist Ragnheiði eðlislægur fullkom- inn skilningur á eðli og duttlung- um þessa miðils, — þyngd, áferð og samverkan litanna og hvernig hver stakur litartónn kæmi henni best að gagni. Saman fóru svo hugur og hönd og ber hver slóði, hvert pensilfar í málverkum Ragnheiðar vott um þroskaða leikni þar sem hvergi er bruðlað með liti og línur, — og reyndar verða litur og lina gjarnan eitt í meðförum hennar. öll vinna hennar stefndi að sama marki: orðið misdægurt. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir í flestum mál- um og hvikaði hvergi þótt um væri deilt. Hann var sparneytinn eins og flestir samaldrar hans, sem ólust upp í sárri fátækt, en brutust áfram til bjargálna af eig- in rammleik. Mér er t.d. minnis- stætt, að í útilegum lifði hann stundum nær einvörðungu á rúg- brauði, smjörlíki og harðfiski, en slíkt mataræði mun sennilega hafa stuðlað mjög að líkamlegu heilbrigði hans. Hann var ekki félagslyndur, enda nokkuð sér- lundaður og einrænn, en það er ég líka, og gegnir því nokkurri furðu, að okkur skuli hafa lynt saman. Björn var hlédrægur og hampaði myndum sinum lítið, nema um nána kunningja væri að ræða, og aldrei var hann fáanleg- ur til þess að gefa út bók með fuglamyndum sínum. Þótt Björn væri í eðli sínu sparneytinn horfði hann ekki í kostnað við kaup á myndavélum, bifreiðum og öðru sem til ljósmyndunar og ferðalaga þurfti. Á sumrin undi hann líka sjaldan lengi i Reykja- vík, en var í þess stað að eltast við að ná myndum af þeim fuglum, sem vantaði í safn hans. Þá gat maður vænzt þess, að sjá tjald hans úti í mýrum og móum, hvar sem var á landinu. A síðustu árum hafa nokkrtr menn, auk Björns, fengist við myndatökur af fulgum og hafa sumir þeirra náð mjög góðum árangri. En Björn Björnsson var og verður brautryðjandinn á þessu sviði. Finnur Guðmundsson heilsteyptri og sjálfstæðri túlkun á því umhverfi sem hún unni mest, heiðum, afdölum, fjöllum og fjörðum. Ég er einnig á því að landslagsmálverk Ragnheiðar og stallsystur hennar og vinkonu, Lovísu Matthíasdóttur, marki timamót innan þeirrar hefðar hér á landi. Ný hrynjandi og annars konar litanotkun einkenna verk þeirra, ólíkt þvi sem Kjarval og Ásgrímur eftirlétu síðari kynslóð- um og stafar þessi mismunur að hluta til af hinni amerísku skólun þessara tveggja listakvenna. Mál- verk Ragnheiðar eru frjálslega máluð og sindra af tilfinningu, en eru þó í föstum skorðum þegar betur er að gáð. í litum hennar er sérstök glóð, hver litur magnar annan og við sjáum íslenzkt lands- lag allt í einu sem nýtt ævintýri og erum jafnframt sannfærð um sannindi þessarar nýju sýnar. Það er aðeins á valdi hinna ágætustu listamanna að stuðla að slíkum hugarfarsbreytingum. Og listin er maðurinn. 1 hinu nýja listaráði að Kjarvalsstöðum sat Ragnheiður um tima og var í framkomu henn- ar allri að finna þá eiginleika sem áreynslulaust má Iesa úr málverk- um hennar: festu, sanngirni og hlýhug samfara innilegri og græskulausri kímnigáfu. Sömu sögu hafa sagt mér þeir starfs- bræður Ragnheiðar sem störfuðu með henni að félagsmálum mynd- listarmanna. Við munum öll sakna hennar mjög. Það er ekki ofsagt að eiginmaður Ragnheiðar, Donald Ream, hafi allar götur verið henni stoð og stytta, sérstak- lega þessa síðustu mánuði. Ekki þurfti gestur að staldra lengi við á heimili þeirra hjóna við Hóla- vallagötu til að verða var við þá gagnkvæmu virðingu og elsku sem þar rxkti. Donald sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Áðalsleinn Inuólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.