Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 23 Minning: Þórunn Siguröardótt- ir frá Seyðisfirði I dag verður til moldar borin Þórunn Sigurðardóttir frá Seyðis- firði, en hún andaðist á Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði að morgni hins 30. desember, á 89. aldursári. Með henni er gengin góð kona og göfug, og saknar vissulega margur vinar í stað, þegar hún er horfin. Þórunn var ein af þessum sérstæðu islenzku konum, sem bera með sér eitthvað það í fari sínu sem minnir á neistann af sjálfum guðdómnum, og með breytni sinni og mildu, vitru hjarta hafa gert þessa þjóð auð- uga af miklum óforgengilegum verðmætum. Það var enginn ein- mana og yfirgefinn, sem átti Þór- unni að, því útrétt hönd hennar gat alltaf sefað og var jafnan fús til að brúa torfærur í mannlegum samskiptum. Þann mikla styrk, æðruleysi og sálarró sem hún bjó yfir, tók hún ekki frá sjálfri sér en þáði frá Drottni, því hún var einlæg og óhvikul í trú sinni og guðsótta. Þórunn Björg Sigurðardóttir var fædd á Eyvindará í Eiðaþing- há hinn 3. desember árið 1889, dóttir hjónanna Sigurðar Jakobs- sonar og Elínbjargar Arnbjörns- dóttur. Faðir Þórunnar var kominn af gamalli ætt, sem um langan aldur hafði setið á Finnsstöðum, og var Sigurður kominn i beinan karl- legg af Finnboga lögmanni Þor- steinssyni á Asi i Kelduhverfi í Þingeyjarsýslum og konu hans Málfríði, dóttur Torfa Arasonar hirðstjóra í Klofa. Elinbjörg Arnbjörnsdóttir, móðir Þórunnar, var fædd á Þor- valdsstöðum i Breiðdal, en fluttist ung að Heydölum, þar sem hún ólst upp til fullorðinsára. Kornung fluttist Þórunn með foreldrum sínum til Jórvíkur í Hjaltastaðaþinghá og fáum árum síðar til Unaóss, en þar ólst hún upp til 19 ára aldurs. Um það leyti sem Þórunn er í.bernsku i föður- húsum voru ekki beinlínis góðæri á íslandi, lífsbaráttan var vægast sagt hörð og mjög margir bjuggu við bág kjör. Það greip um sig vonleysi hjá fólki og vantrú á þetta land; margir flosnuðu upp af Fljótsdalshéraði og fluttust vestur um haf til Kanada og Bandarikjanna. Börn þeirra Elínbjargar og Sig- urðar Jakobssonar á Unaósi voru átta: Jón, elzti bróðir Þórunnar, fluttist 22ja ára að aldri vestur um haf árið 1905 og býr í borginni Vancouver í Washingtonfylki i Bandaríkjunum; hann er nú orð- inn 95 ára. Magnús, yngsti bróðir- inn sem nú er kominn um sjötugt, býr í Keflavik. Hin systkinin Jak- ob, Páll, Arni, Guðný og Bóas Eydal eru öll látin. Arið 1908 vistast Þórunn, þá 19 ára að aldri, hjá þeim frú Ragn- heiði og síra Þórarni Þórarinssyni á Valþjófsstað, en í þá daga þótti þar eitt hið virðulegasta menning- arheimili á Austurlandi. Varð dvölin á Valþjófsstað Þórunni hinn ákjósanlegasti skóli og bar hún ætíð sérstakan hlýhug til þessa góða heimilis. Árið 1913 fer Þórunn til Sylviu Guðmundsdótt- ur og Ölafs læknis Lárussonar á Brekku í Fljótsdal og var hjá þeim í tvö ár, en 1915 fluttist hún til Seyðisfjarðar, þar sem hún kynntist mannsefni sinu Eiríki Sigmundssyni, hinum ágætasta drengskaparmanni. Þá var atvinnulíf mjög blómlegt og mik- ið menningarlíf á Seyðisfirði, og afkoma manna var í flestum til- vikum betri þar en víðast annars staðar á landinu. Eirikur og Þórunn gengu í hjónaband á Spyðisfirði árið 1917, og gaf sira Björn á Dvergasteini brúðhjónin saman; reyndist það band traust og farsælt, þvi hjóna- bandið stóð i 53 ár eða þar til Eiríkur andaðist árið 1970. Fyrstu þrjú árin bjuggu hjónin á Hrauni á Hánefsstaðaeyrum, og þar fæddist þeim árið 1918 fyrsta barnið, sonur sem skírður var Guðbjartur. A þessum árum hafði Vilhjálmur útvegsbóndi Árnason mikið útræði frá Hánefsstöðum og hafói jafnan margt fólk í vinnu. Eiríkur vann við útgerð hans í nærri fjögur ár og líkaði mjög vel vistin úti á Eyrum. Árið 1920 fluttust þau hjónin aftur inn í kaupstaðinn og bjuggu næstu 8 árin á ýmsum stöðum í bænum. Eldri dóttirin fæddist 1921. Hún var skírð Elín, en flestum vinum hennar, Seyðfirðingum sem öðr- um, er þó mun tamara að kalla hana Stellu Eiríks. Yngri dóttir þeirra hjóna, Guðbjörg, fæddist árið 1931, en þá var fjölskyldan flutt '\ embættisbústað Rafveitu Seyðisfjarðar í Fjarðarseli, innan við kaupstaðinn. Var Eiríkur þá orðinn stöðvarstjóri rafveitunnar en því starfi gegndi hann i meira en áratug. Arið 1939 keyptu þau Þórunn og Eiríkur af Guðlaugi Þorsteins- syni húsið nr. 44 við Austurveg á Seyðisfirði, og þar bjó fjölskyldan æ siðan eða þangað til þau kvöddu Seyðisfjörð árið 1954 og fluttust til Hafnarfjarðar þá orðin roskin. Festu þau kaup á húseign- inni Vitastíg 5 og áttu þar heimili sitt til æviloka enda kunnu þau hjónin strax frá því fyrsta vel við sig í Hafnarfirði og eignuðust þar brátt marga góða vini. Þórunn var kona há vexti, tígu- leg í framkomu og fríð sýnum; það sópaði að þessari höfðinglegu konu og athygli manna beindist eins og ósjálfrátt að henni, hvar sem hún fór. Allt hennar viðmót var einstaklega ástúðlegt og að- laðandi. Hún var stolt að eðlisfari og skaprík eins og hún átti kyn til, en hún fór aldrei hvorki með há- vaða né geip, það var henni fjærri. Þórunn hafði til að bera sterkan persónuleika og mikinn sjálfsaga; henni var því ekki tamt að verða uppnæm yfir smámun- um og hversdagslegu kífi um- hverfisins. Hún taldi sig sjálf gæfusama konu, — börn hennar eru gjörvulegt fólk og nýtir borg- arar, og var alla tíð mjög kært og náið samband milli hennar og barnanna. Hún unni þeim öllum mikið, en Stella var henni þó ein- stök stoð og stytta allt til hins síðasta. Barnabörnin þrjú, Magnús Pálsson og Þórey Dan, börn Guð- bjargar, og Jóhanna, dóttir Guð- bjarts, voru yndi þeirra Þórunnar og Eiríks og eftirlæti á efri árum. Hjúkrunarlið og læknar Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði eiga miklar þakkir skilið fyrir góða umönnun á meðan Þórunn lá hinztu leguna á sjúkrahúsinu 1 rúmlega eitt ár, oft sárþjáð. Fjölskylda min og ég vottum þessari Iátnu frændkonu virðingu og öllum nánustu aðstandendum hennar einlæga samúð okkar. Halldór Vilhjálmsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er kominn yfir miðjan aldur, er vel fjáður og í góðri stöðu. Undanfarin ár hefur óttinn við dauð- ann sótt að mér í vaxandi mæli. Eg er óöruggur, og ég er hræddur um, að ég deyi fyrir aldur fram. Er nokkur leið að sigrast á þessu? Trúin á Guð er eina ráðið til að sigrast á ótta við dauðann. Guð er sá, sem stjórnar lífinu og hefur sigrað dauðann. Biblían segir okkur, að Jesús Krist- ur varð maður, ,,til þess að hann, fyrir dauðann, gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn, og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.“ (Hebr. 2,14—15). Trúin á Krist frelsar okkur frá óttanum við dauðann, af því að trúin gefur okkur eilíft líf. Það er í rauninni ekki dauðinn, sem við skelfumst, heldur það, sem bíður okkar eftir dauðann. Ef við gjörum iðrun og setjum von okkar á Krist, þá eigum við þá vissu, að eftir líkamsdauðann bíði okkar betri líf með Guði, en ekki vist í víti. Á þennan hátt er dauðinn sviptur valdi síni. Hann er ekki lengur óttalegur. Við getum einmitt lifað í friði og trausti, þar sem við vitum, að við tilheyrum Kristi, hvort sem við lifum eða deyjum. Einungis þá getum við hrópað með fögnuði: „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur! Dauði, h.var er sigur þinn! Dauði, hvar er broddur þinn?“ (1. Kor. 15,55.) Opið til kl. 8 á föstudögum Lokað á laugardögum Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A. Matvörud. S. 86-111. | Húsgagnad. S 86-112. VefnaSarvörud. S. 86-113. TOÝOTA Slysalaust komandi ár óskum við öllum ökumönnum. Sýnum tillitssemi í umferðinni. •TOYOTA - umboðið NýbýlavegMO Kópavogi Sími 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.