Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 KA OG ÞOR SKULU REYNA MEÐ SÉR AFTUR DÆMT hefur verið f kærumáli, sem kom upp að loknum leik KA og Þórs f 2. deildinni f handknattleik fyrir nokkru. Niðurstaða dómsins var sú að leikurinn skyldi fara fram að nýju og gæti hann orðið um miðja næstu viku. Leikur sá er hér um ræðir var æsispennandi og urðu lyktir þær að dómarar sögðu úrslit hafa orðið 14:14, en KA-menn töldu hins vegar að úrslit hefðu orðið 15:14 og þeir hefðu skorað sfðasta mark sitt f venjulegum leiktfma. Var úrskurður dömaranna kærður og hefur nú verið dæmt f málinu. KRÓNAN FÉLL FRAM í HAG HM U&UCrOAY- MENN TAICA TIL. MC.N0'iNMI . fc Mc>RTevÍDc.o ee.i5A n>sí<2- MÍkÍNH L6ctc- vam h , jew vEeeuiz srocr þ3Í>eAe./NNAI2.| Tí-Kue. 70 þós 'i íacti o Or tcosTAe. HA.FAW ANNaS MÍUOAEf) KfcöNA ÓLAFUR H. Jónsson hefur leikið 101 landsleik fyrir tsland f handknattleik. Hann hefur verið fyrirliði fslenzka landsliðsins f fjölmörgum leikjum og hann var einn af aðalmönnum landsliðsins f HIVl f Frakklandi 1970 og f A-Þýzkalandi 1974. Þegar fslenzka landsliðið hleypur inn á völlinn f Iþróttahöllinni í Árósum 26. janúar næstkomandi verður Ólafur H. Jónsson væntanlega meðal áhorfenda. Þá verður leikið á móti Rússum og þó Ólafur verði ekki f landsliðspeysunni f þessari heimsmeistarakeppni þá mun hann örugglega fylgjast með af Iffi og sál og taka þátt f leiknum með fslenzku leikmönnunum þó utan vallar sé. Við slógum á þráðinn til Ölafs i gær, en hann býr i Minden í V- Þýzkalandi og i byrjun vikunnar hófust æfingar hjá Dankersen að loknu jólaleyfi. Sagði Ólafur að engir opinberir leikir yrðu í V- Þýzkalandi fram yfir heims- meístarakeppnina, en hins vegar leikur Dankersen nokkra æfinga- leiki og meðal annars við þrjú erlend félagslið. — Því er ekki að neita að það fer fiðringur um mann, þegar maður hugsar um heimsmeistara- keppnina, sagði Ölafur. — Vissu- lega væri gaman að vera með í henni, en ýmislegt gerir það að verkum að ekki var hægt að koma því við að ég kæmi til æfinga með landsliðinu. Ég hef hins vegar mikinn hug á að bregða mér yfir til Danmerkur og fylgjast með strákunum í einhverjum af leikjunum. — Hverja telurðu möguleika ís- lenzka liðsins vera. — Um það er náttúrulega erfitt að segja, þar sem ég hef ekkert séð til liðsins i vetur. Af því sem ég hef heyrt þá finnst mér ýmis- legt við landsliðsundirbúninginn að athuga, en óþarfi er að rekja það hér. Verst að Janus skyldi ekki vera meira með strákunum, því hann hafði einstakt lag á að fá það bezta út úr hverjum manni og virkaði örvandi á mannskapinn f fyrravetur. — Islenzka liðið er, ef ég þekki það rétt, algjörlega óútreiknan- Iegt. Stákarnir geta komizt á átta- liða úrslitin og það getur lfka far- ið þannig að þeir fari beint heim að lokinni keppninni i riðlinum. Ég hef þó ekki trú á að sú verði raunin og þó við t.d. töpum fyrir Dönum og Rússum í tveimur fyrstu leikjunum þá held ég að stákarnir tvíeflist og komi eins og grenjandi Ijón á móti Spánverjun- um. Takist a.m.k. að vinna þá og komist þannig i keppnina um 9—12. sætið ef ekki fer betur. — Er mikið rætt um heims- meistarakeppnina í Vestur- Þýzkalandi? — Það er gffurlegur áhugi á keppninni hér og menn heimta að V-Þýzkalandi verði f einu af fjór- um efstu sætunum. Sumir eru jafnvel svo harðir að krefjast þess að Þjóðverjar verði heimsmeistar- ar. Eg hef nú persónulega ekki trú á þvf, en Stenzel þjálfari hef- ur náð langt með sinn mannskap og það er aldrei að vita hvað hann gerir i HM. — I vetur hefur liðið leikið fjölmarga æfingaleiki og lands- leiki og vann m.a. Pólverja nieð 10 marka mun rétt fyrir jól. Hins vegar hefur þýzka liðið verið óvenju lítið í æfingabúðum þang- að til núna. Það var ekki fyrr en á mánudaginn að Stenzel fékk mannskapinn til fullra yfirráða og verður liðið í æfingabúðum fram yfir HM. Kvartaði Stenzel yfir þvf í vikunni að leikmenn væru ekki f nægiiega mikilli þrek- þjálfun og sagði að úr því yrði að bæta þó tíminn væri naumur. Án nægilegs úthalds ætti V- Þýzkaland ekki möguleika á móti liðum A-Evrópu. — Hvaða lið heldurðu að verði efst í heimsmeistarakeppninni? — Það er alltaf erfitt að gerast spámaður, en ég hef þá trú að Rúmenar fari langt meðképpnina og verji titil sinn. Sfðan eru náttúrulega lið eins og Rússland og A-Þýzkaland, sem eru iíkleg til afreka. Ungverjar, Danir og V- Þjóðverjar eru að mínu mati stóru spurningamerkin í þessari keppni og gætu komið á óvart. sagði Ölafur H. Jónsson að lokum. — áij. 'I TIMA 6N HAMH VAe. TÍUXÓNN ig-JÖÚ, ÞJÓÐ H^TÍOAIíOALíINN. ÞAÐ VAR krónan, sem réð úrslitum í Reykjavíkurmót- inu f knattspyrnu innanhúss. Eftir framlengdan leik stóðu lið Fram og KR jöfn að vígi, hvort lið hafði skorað 6 mörk. Var þá kastað upp og það leyndi sér ekki þegar Ásgeir Elfasson fyrirliði Fram fagnaði innilega að lið hans hafði unnið. Ottó Guðmundsson, fyrirliði KR, gekk hins vegar heldur ókátari frá miðju vallarins, en hann og félagar hans f KR-liðinu geta þó vel unað við þann árangur að komast f úrslit, þvf KR-ingar hafa verið þekktir fyrir allt annað undanfarin ár en góða innan- hússknattspyrnu. Reykjavíkurmótið innanhúss hefur farið fram í Laugardalshöil- inni og á þriðjudaginn var leikið til úrslita í yngri aldursflokkun- um, en í gær voru síðan leikir meistaraflokks og var leikið í tveimur riðlum. Framarar komu sterkastir út úr þessu móti og fengu sigurvegara í þre'mur flokk- um, Valur vann á tveimur víg- stöðvum og Þróttur í eínum flokki. t 1 5. flokki fór úrslitaleikur Vals og KR þannig :ð Valspiltarnir höfðu nokkra yfirburði og unnu 5:1. I 4. flokki sigraði Valur einn- ig, nú Víking með 5 mörkum á móti 2. Er greinilegt að gott starf er unnið í yngri flokkunum hjá Val. Víkingar áttu einnig Iið í úrslit- um í 3. flokki, en tókst ekki áð verða sér úti um meistaratitil í þessu móti. Fram vann Víking 4:3 eftir spennandi leik í 3. flokki. 1 2. flokki var um spennandi leik að ræða eins og í 3. flokki og unnu Þróttarar sigur á KR-ingum, 3:2. í kvennaflokki léku síðan Fram og Valur og unnu Framstúlkurnar 4:2. 1 meistaraflokki léku í a-riðli lið Þróttar, KR, Víkings og Leiknis og var mikil barátta á milli þriggja fyrstnefndu liðanna. Ur- slit leikja í riðlínum urðu þessi: Víkingur—Leiknir 10:2 Þróttur—KR 6:9 KR — Leiknir 11:5 Þróttur—Víkingur 7:6 Víkingur — KR 6:6 Leiknir — Þróttur 2:14 Staðan í riðlinum varð því þannig að KR fór í úrslitin með 5 stig, Þróttarar fengu 4 stig og léku um 3ja sætið, en Víkingar sátu eftir með sárt ennið, en þeir fengu 3 stig. Leiknismenn hlutu ekki stig í riðlinum. I b-riðli léku Ármann, Fram, Valur og Fylkir og eins og við inátti búast voru það lið Fram og Vals, sem börðust um sigurinn. I innbyrðis leik þessara liða fengu F’ramarar óskastart og komust í 5:1, en á sama tima gekk allt á afturfótunum hjá Val. Lokatölur urðu 7:3 fyrir Fram. urslitin í riðlinum urðu þessi: Valur — Fylkir 8:4 Ármann —-Fram 2:8 Fram — Fylkir 10:3 Ármann — Valur 5:9 Valur — Fram 3:7 Fylkir — Ármann 7:2 Var þá komið að úrslitaleiknum um 3 sætið og unnu Valsmenn sigur á Þrótti, 9:7. I úrslitaleiknum sjálfum var míkil barátta allt frá fyrstu mín- útu til hinnar síðustu. Skiptust leikmenn Fram og KR á um að skora, en að loknum venjulegum leiktfma var staðan jöfn 4:4. Var nú framlengt í 2x4 mínútur og enn skoruðu liðin sama fjölda marka, 2:2, og nú var jafnt 6:6. Eftir að hlutkesti hafði verið varpað kom upp hlutur Framara og þeir urðu því Reykjavikur- meistarar að þessu sinni. Þjálfari Frani er kempan . Guðmundur Jónsson, en með KR er Magnús Jónatansson. 1 þessu möti stjórn- aði Theódór Guðmundsson liði Fylkis og mun hann verða með liðið í 2. deildinni f sumar. Ekki verður hjá komist að minnast Iftillega á dómgæzluna í mótinu. Var hún upp og niður eins og gengur og gerist, en verst var. hversu grátlega lítið sam- ræmi var í dómgæzlunni. Engu líkara en dómarar hafi lesið hver sína bókina um innanhússknatt- spyrnu. — áij. „Ætla að reyna að sjá strákana spila í Danmörku" — Ólafur H. Jónsson, fyrrum landsliðsfyririiði og með 101 landsleik að baki, áhorfandi í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.