Morgunblaðið - 07.01.1978, Side 1

Morgunblaðið - 07.01.1978, Side 1
36 SÍÐUR OG LESBÓK 5. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjölmennt innrásarlið Víetnams í Kambódíu Carter forseti á fundi með Luns í gær Sfmamynd AP. Phnom wf I! Penh CAMBODI'! Tay JTAYNINH |Ninh,-X Saigon VIETNAM SVAY RIENG Briissel, 6. janúar. AP — Reuter. JIMMY Carter Bandarfkjaforseti var væntanlegur heim til Washington, skömmu eftir mið- nætti að ísl. tfma, að lokinni nfu daga velheppnaðri för til sjö ríkja. Carter flaug frá París til Briissel i morgun, þar sem hann átti rúmlega klukkustundar fund með Roy Jenkins, framkvæmda- stjóra Efnahagsbandalags Evröpu, snæddi hádegisverð með belgísku konungshjónunum og ræddi sfðan við Josef Luns, aðal- ritara Atlantshafsbandalagsins og fulltrúa NATO-ríkjanna 15 áð- Carter kominn heim úr velheppnaðri för ur en hann lagði af stað heimleið- is. Á fundinum í aðalstöðvum EBE lagði Carter áherzlu á að banda- riskt efnahagslff stæði traustum fótum og að gengi dollarans væri sterkt. Þetta endurspeglaðist í góðum hagvexti í Bandaríkjunum og lækkandi verðbólgu, frá því að Ieiðtogar helztu iðnríkja Vestur- landa hittust á fundi f London i mai s.l. Roy Jenkins sagði á blaða- mannafundi í dag, að Carter hefði engu viljað spá um framtíðar- stöðu dollarans, en sérfræðingar segja að bandaríski seðlabankinn muni ekki gripa inn i með þeim hætti að möguleiki sé fyrir spá- kaupmenn að hagnast á. Er þetta skilið þannig að seðlabankirin muni ætla að halda gengi doll- arans alla vega til að byrja með svipað þvi og það er nú eða 1.86—1.93 dollarar í hverju sterlingspundi, og verði gengis- hækkun, muni hún gerast hægt og sigandi. Jenkins sagði að við- ræðurnar við Carter hefðu verið mjög ítarlegar og gagnlegar og hefði afstaða forsetans verið já- kvæð. Gengissig dollars hefur að undanförnu valdið ráðamönnum EBE miklum áhyggjum, þar sem innfluttar vörur i Bandaríkjunum hafa hækkað verulega, en þeirra eigin vörur notið sérlega hag- stæðrar samkeppnisaðstöðu á er- lendum mörkuðum. A fundi sínum í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins itrekaði Carter forseti fyrri yfirlýsingar sínar og yfirlýsingar Cyrus Vance utanrikisráðherra um að Banda- rikin muni á engan hátt fórna hagsmunum bandamanna sinna i Evrópu í samningaviðræðunum við Sovétríkin um nýjan SALT- samning. Yrði á allan hátt gengið þannig frá samkomulagi að öryggi Evrópu yrði tryggt. Carter átti einnig stuttan fund með Leo Tindemans forsætisráð- herra Belgíu og ræddu þeir eink- um ástandið í Miðausturlöndum. Sagði Tindemans, að Carter hefði sagt að hann væri ekki hlynntur tvíhliða samningi ísraela og Egypta, þvi að hann væri bjart- sýnn á möguleika alhliða lausnar deilunnar. Fréttamenn i föruneyti Carters eru á einu máli um að för hans hafi verið mjög velheppnuð i Framhald á bls. 20 Hanoi vill samningaviðræður Kortið sýnir afstöðuna á landa- mæruin Kambódfu og Vietnams. Bangkok, Hong Kong og Peking, 6. janúar. AP—Reuter. ASTANDIÐ á landamærum Kambódfu og Vfetnams er enn mjög óljóst og telja stjórnmála- fréttaritarar erfitt að segja um hve alvarleg átökin milli þessara þjóða séu. Þó er talið vfst að Víet- namar séu komnir með verulegt herlið inn i Kambódfu og í til- kynningu yfirvalda Kambódfu f útvarpsstöð landsins í dag segir að vietnamskar hersveitir séu komnar 30 km inn fyrir landa- mæri Kambódíu og séu aðeins f um 55 km fjarlægð frá höfuðborg- inni Phnom Penh. Sagði útvarpið að Kambódfuher hefði hafið gagnsókn á mörgum stöðum og hefði frá þvf f september fellt eða sært um 40 þús. vfetnamska her- menn f landamæraátökum. Vest- rænir hernaðarsérfræðingar segja að þessar tölur hafi ekkert við að styðjast og flestir eru sam- mála um að þrautþjálfaður her Vfetnams geti farið sfnu fram að vild í átökum við Kambódfuher. Segja sérfræðingar ólfklegt að Vfetnamar hafi í hyggju að leggja Kambódfu eða hluta landsins undir sig, en ætli með þessari innrás að knýja Kambódíustjórn til samningaviðræðna, eða hugs- anlega velta stjórn Pol pots leið- toga kommúnistaflokks Kam- bódfu úr sessi. Segja sérfræðingar að hersveit- ir Kambódíu við landamæri Víet- nams og Kambódíu hafi um margra mánaða skeið haldið uppi villimannlegum árásum yfir landamærin til Víetnam, svipað og gerzt hefur við landamæri Thailands og að stjórn Víetnams hafi að lokum ákveðið að una þvi ekki lengur, en gripa til aðgerða. Leyniþjónustuheimildir í Thai- landi hermdu í dag að Víetnamar mundu hafa náð á sitt vald hinni mikilvægu borg Neak Luong við Mekongfljót, sem er í um 55 km fjarlægð frá Phnom Penh og muni hafa stöðvað framsókn sína þar. Segja heimildirnar að greini- Frarnhald á bls. 20 Lítils- háttar lækkun dollars London, 6. janúar. AP 6 Reuter. GENGI Bandarfkjadollars lækkaði heldur á gjaldeyris- mörkuðum f dag þrátt fyrir að Carter Bandaríkjaforseti full- vissaði leiðtoga Efnahags- bandalagsrfkjanna um að doll- ar væri traustur gjaldmiðill, á fundi í aðalstöðvum banda- lagsins f Briissel í dag. Lækk- un dollars var þó mjög lítil og hélt hann f flestum tilvikum þeirri stöðu, sem hann náði í gær eftir að bandarfsk stjórn- völd höfðu tilkynnt að þau myndu gera ráðstafanir til að stöðva gengissigið, sem hrjáð hefur bandaríska gjaldmiðil- inn undanfarið ár. Gengi doll- ars gagnvart sterlingspundi var í kvöld 1.91, en 1.96 f gær. Gagnvart þýzka markinu var það 2.135 og 2.005 gagnvart svissneska frankanum. Framhald á bls. 20 Nýjar tillögur í Rhódes- íu viðraeðum Salisbury, 6. janúar. AP — Reuter. SAMNINGANEFNDIR hvítra manna og blökkumanna í Rhódesíu komu saman til 11. fundar síns í dag os skiptust á skoðunum um nýjar tillögur til lausnar ágreiningsmálunum, sem lagðar voru fram. Stóð fundurinn i um 2 klukku- stundir, en síðan var fundi frestað fram yfir helgi til að aðilum gæfist tækifæri til að kanna málin frekar. Um þessar mundir er eink- um um það rætt meðal aðila hvernig réttindi hvítra manna verði tryggð í nýrri stjórnar- skrá landsins, en heldur litið mun hafa miðað í samkomu- lagsátt um þetta atriði. Samkomulag í nánd um Sinai? Kairó, Tel-Aviv og New York, 6. janúar. AP — Reuter. KAlRÓBLAÐIÐ Al Ahram, sem er hálfopinbert málgagn egypzku stjórnarinnar, sagði í dag að nefnd handarískra, fsraelskra og egypzkra hernaðarráðgjafa mundi koma saman til fundar f Kafró á mánudag til að semja áætlun um brottflutning Israela frá Sinaiskaga og öðrum hertekn- um svæðum. Frétt þessi kemur f framhaldi af frétt bandarfsku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, sem Bill Sternoff fréttamaður hennar f Kafró sendi, en f fréttinni greindi frá þvf að samkomulag hefði náðst um brottflutning Isra- ela frá Sinaí í þremur áföngum og að sameiginleg nefnd Banda- rfkjanna, Israels og Egyptalands myndi annast öryggisgæzlu á svæðinu þar til brottflutningnum væri lokið. Bar hann „áreiðanleg- ar egypzkar og aðrar diplómata- heimildir" fyrir fréttinni. Frétt þessi hefur ekki verið borin til baka, en f henni sagði að á þessu ári yrðu öll byggðasvæði tsraela á Sfnai, nema 6, lögð niður og egypzki fáninn blakta yfir öllu svæðinu jafnframt þvf sem Egyptar tækju að sér borgaralega yfirstjórn þess. Israelar mundu hins vegar hafa hernaðarsérfræð- inga á nokkrum mikilvægum stöðum. Á öðru ári yrðu sfðan 5 fsraelsk byggðarlög til viðbótar lögð niður og á þriðja ári hið sfðasta, sem er á Gazasvæðinu og jafnframt yrðu allir hermenn tsraela á brott af svæðinu. t frétt NBC sagði að þegar nefnd hern- aðarsérfræðinganna hefði gengið frá samkomulaginu yrði það lagt fyrir fund ráðamanna landanna f Jerúsalem og Kafró sfðar f jan- úar. Þar verða í forsæti Cyrus Vance utanrfkisráðherra Banda- rfkjanna Moshe Dayan utanrfkis- ráðherra Israels og Ibrahim Cam- el utanrfkisráðherra Egypta- lands. Að sögn A1 Ahram var það egypzka stjórnin, sem lagði fram þessa tillögu og afhenti Kamel Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.