Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 Eftir dvölina í Jóhannesarborg, sem lýst var í fyrstu grein þessar- ar ferðasögu, var hún kvödd með söknuði og flogið frá Ian Smuit flugvelli rakleiðis til Nairobi í Kenya. Lent var á flugvellinum þar, skömmu eftir hádegi og ekið inn í borgina, að Hótel Serena, þar sem við áttum pöntuð her- bergi. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu, fóru flest- ir að skoða borgina. Hitinn í Nairobi var svipaður og í Jóhannesarborg, eða tæplega 30 gráður á eelsíus, enda stendur borgin á hásléttu, ekki langt frá fjallinu Kilimanjaru, sem margir Islendingar þekkja af spurn. Kenya er eins og flestum mun kunnugt stjórnað af forseta lands- ins Mzee Jomo Kenyatta og stjórn hans, en öll stjórnin er þar skipuð svörtum frumbyggjum landsins og hvíti minnihlutinn á þar engan fulltrua. En ástæðan mun vera sú að mjög fáir hvftir menn búa í landínu og heyrði það til undan- tekninga að við sæjum hvítt fólk þar. Nairobi bar það með sér, að hún tilheyrði vanþróuðu ríki. Þar vat; míkill fjöldi betlara hvar sem við fórum og lifnaðarhættir inn- fæddra voru vægast sagt mjög frumstæðir. Vegakerfi landsins var einna likast því, sem við búum við hér heima, úti á lands- byggðinni. Holóttir vegir og ryk- mettaðir, og jafnvel þeir vegir sem voru malbikaðir voru með stórum holum, sem virtust hafa verið þar um áraraðir án þess að hirt væri um að fylla í þær. I miðborg Nairobi voru þó nokkrar glæsilegar byggingar, en þar bar mest á alþjóðaráðstefnu- höllinni og byggingum sem henni tilheyrðu. Stungu þær mjög í stúf við umhverfið og hafa vafalaust verið rándýrar í byggingu. En all- ar höfuðborgir verða víst að geta státað af einhverju fallegu, sama hversu fátækar þær eru. bá var þar einnig mjög faileg og skraut- leg moska, en Múhameðstrúar- menn munu vera allmargir í land- inu. Kom það okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir, að sjá svert- ingjana ganga að moskunni, fara úr skóm og sokkum utangarðs. Ganga síðan að laug í miðjum garði moskunnar, þvo sér þar um fæturnar og krjúpa siðan á kné í garðinum. Þar ákölluðu þeir guð sinn og féllu fram á hendur sínar þannig að enni þeirra snerti jörðina. En sinn er siður í Iandi hverju og Kenya var engin und- antekning. GRÁIR fyrir _________JARNUM_____________ Það vakti athygli okkar hversu mikið var af lögreglumönnum og hermönnum í Nairobi. Þeim nægði ekki að bera skammbyssur, heldur voru þeir allflestir einnig með í höndunum hinar þekktu ísraelsku hríðskotabyssur ,,U.Z.“ og virtust til alls visir. Eftir hádegi næsta dag var áformað að fara til Mombasa við Indlandshaf og dvelja þar f eina viku. Er við komum út á flugvöll- inn beið okkar þar Fokker flug- vél, eins og notuð er hér heima í innanlandsfluginu. Þegar við gengum um borð, stóð fáklæddur villimaður við innganginn í stjórnklefa vélarinnar og gerði sitt bezta til að telja kjark i tilvon- andi farþega. FuIIyrti hann að hann væri mjög fær flugmaður, enda þótt hann væri ný útskrifað- ur sem slfkur og sagðist ábyrgjast að hann gæti komið okkur heilum til Mombasa. Við settumst inn með hálfum huga og spenntum beltin. Akfeit flugfreyja (og að sjálfsögðu biksvört) sem átti fullt i fangi með að smeygja sér á milli sætaraðanna, bauð okkur dagblöð á arabísku, enda heyrði hún að Með Junior Chamberá Afríkuslóðum GREIN konar skorkvikindum, sem ég bar ekki kennsl á. Þeim fækkaði þó fljótlega, þvf að stór, græn eðfa settist að f herbergi minu og borð- aði nægju sina af þeim, áður en hún yfirgaf mig aftur, mér til sárra vonbrigða. Enginn sími var f herberginu né heldur útvarp en hins vegar var þar ágæt loftkæl- ing, sem á fullri ferð gat haldið hitanum niðri f 28 gráðum á celsíus. VOPNAÐIR HÓTELVERÐIR Hótelsins var vandlega gætt allan sólarhringinn af 40 vopnuð- um vörðum, sem hleyptu engum óviðkomandi inn á svæðið. Var mér tjáð af starfsmönnum hótels- ins, að ástæðan væri sú, að á þessu ágæta hóteli byggju allir ráðherrar Kenya sem erindi ættu til Mombasa. A þriðja kvöldi dvalarinnar í Mombasa var ég i óðaönn að berjast við nokkrar ógeðslegar þúsundfætlur, sem höfðu skyndilega fengið áhuga á því að deila mqþ mér herberginu, trúlega vegna úrhellisrigningar og eldingaveðurs sem geisaði úti. Skrímslí þessi voru nokkru stærri en digrasti Churchill-vindill, kol- svört og slímug. Þegar ég var rétt nýbyrjaður að tortíma kvikindun- um, með kústi, og sópa þeim út söríiu leið og þau komu inn, þ.e. undir hurðina, sem sneri að garðinum, skeði það versta sem fyrir gat komið í hita bardagans. Öll ljós slokknuðu og það^ leyndi sér ekki að rafmagnið var farið af. Og annað eins svarta myrkur og er í Afríku þekkist varla annars staðar. An þess að hugsa hentist ég að dyrunum og fann að ég slátraði nokkrum slímugum þús- undfætlum, undir skósólum mín- um, á leiðinni. Skrikaði mér fótur i hvert sinn er mér varð á að stíga á einhverja þeirra pg Iá mér oft við falli í blóðpollunum. Ekki er mér kunnugt um hvað kvikindi þessi heita, en þau líktust einna helst blóðsugum, nema hvað þau voru miklum mun stærri. Ég tók síðan á rás gegn um skóginn í átt að hótelbyggingunni og reyndi að rata í gegnum myrkrið eftir beztu getu, þrátt fyrir aðvaranir við komuna á hótelið um að eitur- slöngur gætu alltaf leynzt í skóginum eftir að dimma tæki. Ég linnti ekki hlaupunum fyrr en á afgreiðslu hótelsins. Þar hafði verið kveikt á kerti og í skini frá ljósi þess sagði ég svörtum af- greiðslumönnunum (sem varla sáust í rökkrinu) frá ástandinu í herbergi mínu og bað þá jafn- framt um að vísa mér á betra hótel, þar sem ég gæti fengið að vera í einrúmi. Varð nú uppi fót- ur og fit og mér ítrekað tjáð að ég byggi á bezta hóteli í allri Kenya. Eftir nokkrar umræður tókust samningar og var mér vísað til herbergis á annarri hæð aðal- byggingar hótelsins, en starfs- menn hótelsins fullyrtu að ekkert skorkvikindi kæmist upp stigana né nennti að príla þangað upp. Ekki vildu starfsmennirnir sækja farangur minn í myrkrinu, en sögðust mundu koma með hann morguninn eftir. Nýja herbergið var all þokkalegt með svölum á móti suðri og þar reyndist vara simi, en skordýr sáust þar ekki utan nokkurra marglitra fiðrilda við töluðum eitthvert annarlegt tungumál og sá að við vorum út- lendingar. Vélin rann nú af stað eftir flugbrautinni, sem er með þeim lengri sem ég hef séð. Flug- stjórinn ógnvekjandi jók hraðann meira og meira og sjálfsagt verið á góðri leið með að komast gegn um hljóðmúrinn, en vélin hélt sig sem fastast við flugbrautina og virtist ekki vilja yfirgefa fóstur- jörð sína. Við sáum nú að brátt mundi þessi langa flugbraut vera á enda, og hvað tæki þá við, ef villimanninum tækist ekki að koma okkur á loft áður. Jæja, kraftaverkin ske yfirleitt þegar þeirra er þörf, og þegar við kom- um á ógnarhraða út á bláenda brautarinnar hóf vélin sig lóðrétt í loft upp. Ögleymanlegt flugtak, sem ó sér fáar hliðstæður í flug- sögunni var nú að baki. EINSKONAR MAGALENDING Moska múhamðestrúarmanna í höfnðhoreinni. FJugið til Mombasa tók okkur aðeins eina klukkustund . . . enda flogið niður á við, ofan af háslétt- unni eins og einum farþeganna varð að orði. Við lentum sfðan i Mombasa og var lendingin svo harkalcg að hún Ifktist helst magalendingu. En öll stigum við heil út úr flugvélinni, fegin að vera nú lent þó að ekki tæki betra við þegar við stigum út. 40 stiga hiti var í skugga og töluvert meira undir sólinni, en verstur var þó rakinn í loftinu. Var lfkast því að við gengjum inn í gufubaðstofu, enda urðu allir gegnblautir á svipstundu. Við skiptum okkur nú í þrjá höpa, þar sem ætlun okkar var að búa á þremur hótel- um. A einu hótelinu átti að búa hópur sem fyrirhugað hafði að fara I safariferð á bifreiðum frá Mombasa til Nairobi en sú ferð Ráðstefnuhöllin í Nairobi. Menn baða fætur sfna áður en gengið er til hænagerðar. átti að taka þrjá daga og áætlaði sá hópur að leggja af stað eftir fjögurra daga dvöl í Mombasa, en síðan ætluðum við öll að hittast aftur að viku liðinni í Nairobi. I safariferðina fóru 11 manns og þar á meðal var landsforseti Junior Chamber Islands, Fylkir Ágústsson, þannig að eftir í Mombasa var höfuðlaus her Junior Chamber manna. Eg þóttist meira en lítið heppinn þeg- ar mér var tjáð að hótelið sem ég ætlaði að dvelja á, Hótel Nialy Beach, væri það bezta í allri Kenya. Hótelið var staðsett við ströndina sex kilómetra austur af Mombasa í skógarþykkni. Ut frá hótelinu var lengja af „bungalow" byggingum, sem náðu langt inn í skóginn. Ég lenti I endanum, sem var að þvf er mér virtist langt frá hótelbyggingunni og inni í myrkviðnum. Herbergið var mjög fábrotið og iðaði af alls Hríðskotabyssnr og þúsnndfætlnr Sigurður S. Bjarnason: ÖNNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.