Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 13 Undirbúa ferd til Israels A VEGUM Nessóknar í Reykja- vík er nú verið að undirbúa ferð til ísraels, en það er sr. Frank M. Halldórsson sóknar- prestur i Nessókn sem hefur skipulagningu ferðarinnar með höndum. Sr. Frank hefur áður farið með hópa í ferð sem þessa og er þetta í fjórða sinn sem hann er fararstjóri til landsins helga. I ráði er að gefa kost á tveim- ur möguleikum í ferðinni sem tekur alls 15 daga, frá 12.—26. marz. Önnur ferðin er einkum ætluð þeim er vilja leita hvíldar og hressingar, nefnd baðstrand- ar- og sólarferð, en hin ferðin er aðallega á söguslóðir Biblíunnar. Boðið er uppá ýms- ar skoðunarferðir í báðum til- vikum og geta þá t.d. þeir er velja baðstrandai- og sólar- ferðina farið á merka sögu- og helgistaði. I stuttu máli er ferðatil- högunin þannig skv. upplýsing- um sr. Franks að flogið er beint til Tel Aviv. Þar er hópnum skipt og dvelst annar hópurinn í Eilat, sem er baðstrandarbær við Rauðahafið (Akabaflóa). Eftir vikudvöl þar ferðast hópurinn yfir Negev- eyðimörkina og lendur Bedúína til Miðjarðarhafsins. Hinn hópurinn dvelur í viku í Júdeu þar sem eru hinar helgu borgir Jerúsalem og Betlehem, og ferðast síðan um landið. Mun hann dvelja við Genesaretvatn- ið og koma til Nazaret og síðan til Nathanya. A myndinni lil vinstri má sjá Jerúsalem, en myndin lil hægri er frá Nathanya við Miðjarðarhafið Meðal þeirra staða sem hægt er að heimsækja í skoðunar- ferðunum sem sérstaklega verða skipulagðar má nefna Sínaífjall, Olíufjallið, Jerikió, Haifa, bátsferö um Genesaret- vatn og dagsferð um Golanhæð- ir. Ferðir þessar eru ýmist hálfsdags- eða heilsdagsferðir. Sr. Frank M. Halidórsson sagði aö um 100 rnanns gætu komizt í ferð þessa og hefði hann þegar orðið var við mik- inn áhuga meöal safnaöarins. Einnig má nefna að uin 20 manns úr guðfræðideild Háskölans verða með í förinni sem veröur farin um söguslóðir Biblíunnar. Nýjar 1000 kílóa fiskmjölspakkn- ingar á markað I FYRSTA sinn hérlendis er nú að hefjast útflutningur fiskmjöls f stærri pakkningum en hinum hefðundnu 50 kflóa sekkjum, en það er fyrirtækið Olafur Glslason sem hefur hafið innflutning á 1000 kflóa pokum frá Noregi, sem forráðamenn fyrirtækisins telja mjög hagkvæma til útflutnings á lausu mjöli, en hin seinni ár fer það mjög í vöxt að mjölkaupend- ur vilji fá mjölið f laust. Breytingin sem verður við notk- un þessarar stóru pakkninga er þannig háttað að fyrst er innri pokinn blásinn út í ytri poka og þeir siðan fylltir. Þá eru þeir fluttir í þessum pakkningum að skipshlið, en þegar pokinn er yfir lestaropinu er skorið á botninn og mjölið látið falla laust f lestina. sagði Richard Hannesson fram- kvæmdastjóri Ölafs Gislasonar á blaðamannafundi í gær, þar sem hinir nýju pokar voru kynntir. Það eina sem fiskvinnslufyrir- tækin þurfa að gera til þess að geta nýtt sér þessa tækni er að þau verða að kaupa sér sérstaka áfyllingarvél, sem kostar i dag um 1.2 milljónir króna í innkaupi, en hver poki kostar rúmlega 2000 krónur, sagði Richard ennfremur. Fiskimjölsverksmiðjan i Vest- mannaeyjum hefur þegar fest kaup á 3000 slfkum pokum, sem duga undir 300 þúsund tonn eða um það bil W af þeirra heildar- framleiðslu. Ólafur Gíslason bað i þessu sambandi Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins að kanna hvort hætta væri á að geymsluþol mjöls í slík- um pokunt væri eitthvað minna en i þeim sem í notkun eru. — Við fengum nokkra poka til athugun- ar og gerðum með þeim nokkuð grófa könnun á eiginieikum þeirra. Að því loknu sáum við ekkert þvi til fyrirstöðu að geyma fiskmjöl i þeim, sagði Helgi Þór- hallsson efnaverkfræðingur á blaðamannafundinum í gær. Við athuguðum i þvi sambandi hvort ekki yrði óeðlileg ildun i mjölinu 1000 kflóa poki fylltur í áfyllingarvél, síðan er pokanum rennt á bretti á sinn stað. þannig að það hitnaði í svo stór- um pakkningúm. þá var athugað hvort óeðlileg kögglamyndun kæmi fram og að lokum var at- hugað hvort ekki yrði óeðlilega mikill raki i svo stórum pakkning- um, en pokarnir stóðust þetta próf alveg. sagði Helgi að lokum. Að lokum kom fram að slíkir pokar eru einnig rnikið notaðir við áburðarflutning i landbúnaði. Kennsla hefst þriðju- daginn 10. janúar. Upplýsingar í síma 32153 SIGRIÐAR ÁRMANN BAUETSKOLI ISKÚLAGÖTU 32 — 34| DANSKENNARASAMBAND ISLANDS Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki jSv- VESTURBÆR Reynimelur 1—56 Neshagi, Ægissíða, Hjarðarhagi frá 1 1 —42. AUSTURBÆR Miðtún, Sóleyjargata Ingólfsstræti, Samtún Lindargata, Hverfisgata 4- Skipholt 54 —70 Hverfisgata 63—125 62 Upplýsingar í sima 35408 wgnttÞIiijþHtí Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi miðað pr. kr. 100 - viS innlausnarverS 1967 1 . flokkur 2091 02 30 2% 1967 2 flokkur 2076 79 12 4% 1968 1 flokkur 1810 56 47 6% 1968 2 flokkur 1703 54 46 8% 1969 1 flokkur 1270 95 46 7% 1970 1. flokkur 1 168 50 29 9% 1970 2 flokkur 854 84 45 9% 1971 1 flokkur 806 16 29 4% 1972 >1 . flokkur 702 61 45 5% 1972 2. flokkur 601 38 29 4% 1973 1 flokkur A 464 49 1973 2 flokkur 429 37 1974 1 flokkur 298 21 1975 1 flokkur 243 80 1975 2 flokkur 186 05 1976 1 flokkur 1 76 82 1976 2 flokkur 143 58 1977 1 flokkur 133 36 1977 2 flokkur 1 1 1.70 VEÐSKULDABRÉF:X) Kaupgengi pr. kr 100 - 1 ár Nafnvextir 12% — 23% p a 75 00—80 00 2 ár Nafnvextir 12%—23% p a 64 00—70 00 3 ár Nafnvextir 23% p a 63 00—64 00 HLUTABREF: « Verslunarbanki íslands h f Sölutilboð óskast Iðnaðarbanki íslands h f Sölutilboð óskast x) Miðað er við fasteignatryggð veðskuldabréf Höfum seljendur að eftir töldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr 100 - 1972— A 481 53 (10%afföll) 1973— B -\13 12 (10% afföll) 1 974—D 312 40 (1 0% afföfir PJÁRPESTinGARPClAG iflAnDl HP. VERÐBRÉFAMAFfKAÐUR Lækjargötu 12 — R (iðnaðarbankahúsinu) Simi 2 05 80. Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.