Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 7. JANUAR 1978 Halldór Gunnarsson, Holti undir EyjafjöUum: Um málefni landbúnaðarins Bændafundir I rúmt ár hafa málefni landbún- aðarins verið í brennidepli. Síðdegisblöð þjóðarinnar hafa aftur og aftur fjallað um þessi mál með sérstæðri tölvisi, þar sem hamrað er einhliða á gjöldum fjárlaga til landbúnaðarins, en tekjum alveg sleppt. Þar sem þessi málflutningur hefur eink- um birzt í leiðurum þessara blaða, hefur áróðurinn dunið yfir alþjóð i gegnum útvarp, án möguleika til andsvara á jafnréttisgrundvelli. Þessi staðreynd, ásamt vissum vandamálum atvinnuvegarins sjálfs, sem bændur horfast í augu við, urðu þess valdandi að bænd- ur komu saman og ræddu sin mál á opnum bændafundum. Fyrsti fundurinn var haldinn á Hvolsvelli seinni hluta nóvember- mánaðar 1976 og síðan voru haldnir fundir um allt land, allir sóttir af miklum meirihluta bænda í viðkomandi héruðum. Á þessum fyrstu fundum voru eink- um rædd vandamál sölufyrir- tækja bænda. Það urðu ekki deiidar skoðanir og bændur skipt- ust ekki i stjórnmálaflokka, heldur kom þar fram sameinuð bændastétt. Á s.l. ári var sýnt að neyzla landbúnaðarvara dróst saman innanlands með þeím afleiðing- um að útflutningsuppbætur sam- kvæmt fjárlögum nægðu ekki. Eftir gildandi lögum verða bænd- ur að bera þann skaða einir. Ut frá þeirri staðreynd reyndu for- ystumenn bænda á Stéttarsam- bandsþingi að jafna niður fyrir- sjáanlegum halla. En það eru einnig önnur lög í gildi. Að bændur njóti sömu kjara og viðmiðunarstéttirnar. Núgild- andi lög fara því ekki saman og því þarf öðrum hvorum lögunum að breyta. Þegar stefna Stéttarsambands- þingsins varð ljós, þ.e. hollusta við stjórnmálaflokka í ríkisstjórn og þá lagagreinina, sem ranglát- ari var, komu bændur enn saman. Bændafundir voru haldnir á Suðurlandi, að Borg í Grímsnesi, á Kirkjubæjarklaustri og á Hvols- velli með þátttöku um 600 bænda, sem mynduðu sérstæða samstöðu. Þar var komin saman sameinuð bændastétt. Það væri með ólíkindum ef stjórnmáiamenn myndu ekki hiusta á sanngjarnar óskir þessar- ar stéttar. Það væri óskiljanlegt, ef forystumenn bænda, sem um málefni Iandbúnaðarins fjalla, myndu ekki allir taka eindregna afstöðu með sinni stétt, eins og Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, hefur gert. Vegna þeirrar framvindu sem orðið hefur, svo og að rikisstjórn- in sem um 90% bænda hefur stutt til stjórnar, hefur nú vandamál landbúnaðarins til sérstakrar með ferðar, eins og sagt hefur verið, tel ég rétt að undirstrika sam- þykktir bænda á þremur bænda- fundum á Suðurlandi, jafnframt því sem ég leyfi mér að leggja út frá þeim samþykktum í anda þeirra umræðna, sem á bænda- fundunum urðu. Núverandi hag- kerfi landbúnad- ar hefur gengid sér til húðar I samþykktum bændafundanna var sagt „að núverandi hagkerfi landbúnaðarins hafi gengið sér til húðar“. Ég vil leyfa mér að vekja at- hygli á 5 eftirfarandi atriðum því til sönnunar: 1. t fyrstu lögunum um Fram- leiðsluráð 1947 var sett ákvæði um að tekjur bænda yrðu sam- bærilegar tekjum annarra vinn- andi stétta. Með því áttu tekjur bænda að verða lögbundnar og bændastéttin að hljóta jafnrétti við aðrar vinnandi stéttir með lög- um. Þrátt fyrir þessi lög, hefur vantað nær öll ár síðan um 25 til 30% upp á að kaup bóndans næði launum viðmiðunarstétta. Á síðasta ári er talið af Hagstofu Islands, að vantað hafi 32% upp á að bændur næðu þessu lögbundna kaupi, sem þýðir að bóndinn vinn- ur tæpa fjóra mánuði ársins kauplaust. 2. Verðskráning landbúnaðar- afurða er nú í höndum Sexmánna- nefndar. Að framanrituðu er ljóst að sú nefnd er með öllu óábyrg. Framvindan hefur orðið sú, að Framleiðsluráð, sem var stofnað til að verðleggja landbúnaðaraf- urðir, kemur þar ekki nærri, að öðru leyti en því, að það fær að kjósa einn fulltrúa af sex i þessa umtöluðu nefnd. Með stofnun Framleiðsluráðs var t.d. stefnt að því, að viss sveigjanleiki væri í verð- skráningu landbúnaðarvara eftir markaðshorfum hverju sinni. Þetta hefur ekki orðið í verð- skráningu Sexmannanefndar til mikiis óhagræðis fyrir landbúnað- inn í heild. 3. Þegar fyrst komu upp vanda- mál i landbúnaðinum gagnvart umframframleiðslu og verð á inn- anlandsmarkaði var hækkað vegna þess, þá fóru neytendur í Sexmannanefnd í mál við Fram- ieiðsluráð 1958. Það mál vannst bændum í hag, bæði fyrir undir- rétti og Hæstarétti. Hins vegar vildu stjórnvöld þá ekki una slíkri framvindu og sömdu við bændur um breytingar á Framleiðsluráðs- lögunum í þá átt, að verðjöfnun- argjaldi yrði ekki bætt á innlenda verðið, heldur yrðu greiddar út- flutningsuppbætur sem næmu allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar hverju sinni. Dómstólar höfðu dæmt bænd- um þann sjálfsagða rétt að fá sitt verð fyrir afurðir sínar, þannig að þeir næðu lögbundnu kaupi. Sam- komulag um útflutningsuppbæt- ur átti aldrei að geta hindraó það grundvallaratriði. Eins var ekki búist við að ríkisvaldið myndi hindra sölu kjötframleiðslunnar með því að leggja á 20% söluskatt og auka þannig stórlega á þörf útflutningsuppbóta. Það eitt út af fyrir sig, má segja að sé brot á gerðu samkomulagi frá 1960. Það sem á hefur skort, að bænd- ur næðu sínu lögbundna káupi, allt frá árinu 1960, þegar útflutn- ingsuppbætur komu fyrst til, er til muna meira en allar greiddar útflutningsbætur á þessum tíma. Væri það fært til gengis krónunn- ar í dag, væri hér um marga milljarða að ræða og eðlilegt að spurt sé: Á bændastéttin ekki rétt á þeirri upphæð samkvæmt Iögum? 4. Allt frá þvi að niðurgreiðslur á kindakjöti komu fyrst til og fram á þennan dag, hafa þær ver- ið ákveðnar af ríkisstjórn, ann- aðhvort einhliða eða i samningum við verkalýðsforystuna. Aldrei hefur verið leitað til Framleiðslu- ráðs eða bændastéttar um niður- greiðslurnar eða hvernig það yrði landbúnaðinum til hagsbótar. Með þessum hætti hafa niður- greiðslur skapað sveiflur í land- búnaðarframleiðslunni, sem oft hafa komið bændum mjög illa. Þeir hafa lagt út í kostnaðarmikl- ar framkvæfndir við að breyta búskaparháttum sínum, miðað við það sem væri arðbærast í það og það sinnið, en ekki borið annað úr býtum en kostnaðinn einan. Einn- ig hafa niðurgreiðslurnar komið Frá bændafundi á Hvolsvelli. óréttlátlega niður á bændum og aukið á aðstöðumun milli búgreina. Af þessum ástæðum hafa bænd- ur talið að niðurgreiðslurnar væru stuðningur við neytendur, en ekki við bændur. Ilins vegar væri öðru vísi á litið ef leitað væri til Framleiðsluráðs og bænda- stéttarinnar um hvernig ætti að haga niðurgreiðslunum til beinna hagsbóta fyrir landbúnaðinn. 5. Stefnan i landbúnaðarmál- um, sem ríkisstjórn og Búnaðarfé- lag Islands marka t.d með ráðu- nautaþjónustu er skýr og afdrátt- Halldór Gunnarsson arlaus: Bændur, framleiðið meira, stækkið búin og aukið fituna. Ef önnur stefna hefur komið fram í landbúnaðarmálum, hefur hún tekið mið af þessu sama: Stækkið búin ennþá, ennþá meira og framleiðið þeim mun meira. Svo hart hefur þessi stefna ver- ið rekin undanfarin ár, að bænd- ur hafa nauðbeygðir orðið að stækka sín bú, oft umfram fjár- hagsgetu og oftar umfram starfs- 'getu, vegna þess að þeir hafa fengið árlega minna fyrir afurðir af sömu bústærð. I prósentum hefur grundvallarbúið stækkað um 56% á síðustu 16 árum. Þetta er ekki lítil aukning, sem jafn- framt hefur kallað á aukinn véla- kost, ný útihús að viðbyggingu útihúsa og aukna vinnuhag- ræðingu, allt án aukinna tekna, nema stækkunin væri umfram þessa grundvallarbússtækkun. Þetta þýðir, að eftir því sem t.d. kúabóndinn hefur fengið meiri mjólk, þá hefur aðeins mjólkur- fatan stækkað. Allir ræktunar- og byggingar- styrkir og öll lán í landbúnaðin- um hafa miðað við þetta sama, allt fram á þennan dag: Ræktið meira, byggið stærra og framleið- ið meira. Um verðjöfnun- argjald og fóður- bætisskatt Bændafundirnir mótmæltu framkomnum hugmyndum frá Stéttarsambandsþingi um lausn á núverandi vanda landbúnaðarins, fyrst og fremst vegna þess, að bændur bera ekki ábyrgð á þeirri stöðu, sem fram er komin í dag, eins og áður er að vikið. Verðjöfnunargjald á kjöti og allt að 25% fóðurbætisskattur getur aldrei orðið annað en kjara- skerðing fyrir bændur. Verðjöfn- unargjaldið eitt jafngildir það að fjárbóndinn þurfi að vinna fimmta mánuðinn kauplaust við sitt bú. Talið er að fóðurbætis- skatturinn geti þýtt tveggja milljarða króna tekjutap hjá mjólkurbændum, sem áreiðan- lega yrði fimmti ef ekki einnig sjötti mánuðurinn þeirra í kaup- lausri vinnu við búið. Að auki eru hvorugar þessara ráóstafana til þess fallnar, að breyta núverandi land- búnaðrstefnu til hagsbóta fyrir bændur og neytendur, sem hlýtur að vera forsenda breytinga, hverj- ar svo sem þær verða. Um áródur gegn landbúnaði Bændafundirnir mótmæltu rakalausunm áróðri gegn bænd- um og landbúnaði, sem fram hef- ur komið næstum dag eftir dag undanfarna mánuði og útvarpað hefur verið í lestri frá leiðurum dagblaða. Þessum illskeytta áróðri hefur ekkí verið hægt að svara á sama vettvangi og því má álykta að fjöldi fólks sé farinn að trúa að satt sé. Þessi áróður er næstum ekki svaraverður, svo rætinn eða heimskulegur sem hann er. Þó vil ég leyfa mér að víkja að eftirfar- andi auk þess sem þegar hefur verið sett fram í þessari grein. Rætt er um að landbúnaðurinn kosti þjóðina 10 milljarði eða meira, og það væri hin bezta bót að láta blessaða bændurna hætta og hefja smáiðnað í bílskúrum og flytja inn landbúnaðarvörur. Hvernig á að svara þessu? Niðurgreiðslur eru áætlaðar 6 milljarðir. Eins og að framan er sagt telja bændur að fram til þessa hafi þessari upphæð verið varið til hagstjórnar, til þess að greiða niður kaupgjaldsvísitölu, og þannig sparað ríkisstjóði þessa sömu upphæð á einn eða annan hátt, og sömuleiðis hefur aldrei verið tekið mið af óskum bænda. En lítum fram hjá því. Hvað kem- ur á móti í beinum tekjum til ríkissjóðs frá landbúnaðinum? Alltaf 3 milljarðir I 20% sölu- skatti af kjötvörum. Um 1 milljarður í tollum og söluskatti af innfluttum landbúnaðarvélum. Þá eru eftir 2 milljarðir og ætli þeir greiðist ekki að stórum hluta í beinum sköttum til ríkisins af bensíni og olíum á vélar, svo og í 20% söluskatti af öllum viðgerðarkostnaði á landbúnaðar- vélum. Utflutningsuppbætur eru áætl- aðar tæpir 3 milljarðir á þessu ári. Fyrr í þessu máli er vikið að því, að útflutningsuppbætur voru samningur milli bænda, neytenda og ríkisstjórnar eftir að Hæsti- réttur hafði dæmt bændum rétt til þess að verðleggja afurðir sín- ar þannig að þeir fengju sitt lög- bundna kaup. Ætli þessir 3 milljarðir ásamt 1 milljarði til styrkja og framlaga í landbúnaðinum teljist ekki lág upphæð þegar hugsað er til þess að ein fjölskylda i landbúnaði er talin útvega fjórum fjölskyldum öðrum atvinnu í úrvinnslu á land- búnaðarafurðum. I framhaldi af þessu er sýnt, að landbúnaður er grundvallarat- vinnuvegur þessarar þjóðar enn þann dag í dag og hagkeðjan má ekki við að einn hlekkurinn veik- ist. Atvinnuvegir landbúnaðar og sjávarútvegs standa hlið við hlið og þurfa að hlúa að uppbyggingu iðnaðar. Á þessum þremur hlekkjum hagkeðju þjóðarinnar ríður mestu um styrkleika, og ef einhver þessara hlekkja er veikt- ur, er þjóðarvá fyrir dyrum. Það er skoðun bænda að verði staða landbúnaðarins ekki styrkt og ríkjandi stefnu breytt, bresti landbúnaðarhlekkurinn. Síðustu ár hafa árlega um 100 bændur hætt sínurrl búskap, af augljósum ástæðum. Samfélag í sveit byggist á lágmarksfjölda fjölskyldna, að þar sé hægt að halda uppi skóla og félagslífi, ásamt þeirri samfélagsvitund að eiga annan til hjálpar að. Víða í sveitum er komið að þess- um mörkum og ef ekki verður sanngjörn breyting á, leggjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.