Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1978 Púkkað í Eyjum Þessar líflegu spilamyndir tók Sigurgeir í Eyjum f einu áramóta- samkvæminu í Eyjum þar sem spilað var púkk að gömlum og góðum sið. Það er söngfólk úr Kirkjukór Vestmannaeyja sem er þarna með spilin og eldspýturnar á lofti en kórfélagar halda púkkkvöld um hver áramót heima hjá einhverjum kórfélaga. Að þessu sinni komu 60 manns til leiks, kórfélagar og makar og var slegið í púkkið fram eftir nóttu, kórkonur komu með tertur í hrönnum með kaffinu og að lokum var sungið við gítarundirspil fram á rauða nótt á heimili Svanhildar Sigurjónsdóttur og Jóhanns Friðfinnssonar. A annarri myndinni standa gestgjafarnir og fylgjast með Geir Jóni gefa tóninn, en á hinni myndinni eru nokkrir kórfélaga og makar þeirra. .. t.f. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Kg hef aldrei notið kærleika um ævina. Jafnvel móðir mín hefur ekki kysst mig sfðan ég var 12 ára giimul, og hún hefur komið inn hjá mér voðalegri hræðslu við karlmenn. Eg er tóm og köld og mig þyrstir í kærleika. Getið þér hjálpað mér? Sumir foreldrar vilja drottna yfir tilfinningum barna sinna, hvernig sem á því stendur, og láta þær allar beinast aö sér. Því miður hefur móðir yðar ekki einu sinni veitt yður sjálf þann kærleika, sem hún hefur bannað öðrum að sýna yður. Ég skil, hvers vegna þér eruð beygð, því að ég get ekki hugsað mér lif án kærleika eiginkonu, kærleika barna og kærleika foreldra. Þér eruð 24 ára gömul. Ég legg til, að þér farið frá móður yðar, svo að þér séuö ekki undir hennar verndarvæng. Það er satt, að í heiminum eru margir slóttugir karlmenn. En líka eru til góðir og heiðar- legir menn, sem þér hafið rétt til að hitta. Meðan þér búið við ofurvald móður yðar, komizt þér aldrei úr þessum vanda. Þér eruð nú orðin fullorðin stúlka, og þó að móður yðar taki sárt, aó þér farið frá henni, eigið þér ekki annars úrkosti, enda aukast erfiðleikar ykkar mæðgnanna beggja, ef þessi sambúð heldur áfram. Ég hef þá reynslu, að ekkert dregur eins úr einmanaleika og að gera sér grein fyrir, að Guð elskar okkur. Kannski hefur yður sézt yfir þá stað- reynd í glímu yðar. „Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður“ (1. Pét. 5,7). Það heldur okkur uppi í hinum mestu erfiðleik- um. Elín Pálmadóttir: Athvörf—merk ný jung 1 skólum borgarinnar UPPLYSINGARIT um athvörf í skólum hefur nýlega verið unniö á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og var lagt fram á fundi fræðslu- ráðs 12. des. sl. ásamt skýrslu sálfræðideilda skóla. Vegna þeirr- ar fundargerðar kvaddi Elfn Pálmadóttir, borgarfulltrúi sér hljóðs á borgarstjórnarfundi og ræddi um athvörfin sem nú er búið að koma upp í fimm skólum i borginni og sem hún kvað merka nýjung, sem hefði þegar reynst ákaflega vel við að koma til að- stoðar þeim börnum, sem erfitt eiga af einhverjum orsökum. En þar væri möguleiki til að grfpa inn í nógu snemma og rétta kúrs- inn, sem er farinn að vera misvis- andi. Elín kvað nokkurs ókunnug- leika og jafnvel misskilnings gæta á því hvað skólaathvörfin í raún væru og vildi þvf vekja athygli borgarfulltrúa og annarra á þess- um bæklingi. En þar segir m.a. að vistun barns i athvarfi sé tfma- bundin ráðstöfun, yfirleitt gert ráð fyrir 2—3ja mánaða dvöl þar til reynslu í upphafi. En reynslan þá metin. Vistun er ákveðin af sálfræðideild skóla i samráði við skólastjóra, kennara barnsins, starfsfólk i athvarfi og foreldra. Þann tima sem börnin dvelja í athvarfi, en þau eru þar hálfan daginn meðan þau ekki eru i sköl- anum. Er reynt að hafa viss upp- eldisáhrif á þau, sem miðar að því að auka andlega og likamlega vel- — Kambódía Framhald af bls. 1 legt sé á útvarpssendingum Kam- bódíuútvarps, að mikil örvænting ríki í Phnom Penh. Hefur því verið haldið fram i útvarpssend- ingum að Sovétmenn aðstoði Víet- nama og tölur, sem útvarpið send- ir út um mannfall í Iiði Víetnama, séu út í hött. Heimildir í Washing- ton herma að Vietnam hafi 600 þúsund manna her búinn nýtízku vopnum, en Kambódíuher hafi að- eins 100 þúsund manns og sé illa vopnum búinn. Vo Dong Giang, aðstoðarutan- ríkisráðherra Vietnams, hélt i dag blaðamannafund í Hanoi, þar sem hann skoraði á „bræðra- og vina- þjóðir“ að aðstoða við að setja niður skærur Kambódíumanna og Vietnama. Giang sakaði Kam- bódíumenn um að hafa átt sök á átökunum og að hafa skapað mikla spennu milli þjóðanna með grimmdarlegum hryðjuverkum á landamærunum, sem hafi kostað fjölda Vietnama lífið og valdið miklu eignatjóni. Hafi verið óhjá- kvæmilegt fyrir her Víetnams að grípa til gagnaðgerða. Hann skor- aði einnig á bræðraþjóðir að koma í veg fyrir að heimsvalda- sinnar færðy sér í nyt ástandið milli þjóðanna. Hann sakaði Kam- bódíustjórn um mikla rógsher- ferð á hendur Vfetnam og sagði að stjórn Vietnams hefði gert allt sem hún gat og héldi áfram að reyna að koma á samningaviðræð- um æðstu manna til að leiða deil- una til lykta. Kambódíustjórn hefur sakað hersveitir Víetnams um mikil hryðjuverk og segir að stjórn Vietnams ætlaði að neyða Kam- bódíustjórn í þjóðabandalag Indó- kína. Sagði útvarpið að Kam- bódiustjórn myndi ekki hefja við- ræður við Víetnama fyrr en þeir hefðu kallað allt herlið sitt til baka inn fyrir eigin landamæri. Fremur óliklegt er talið að Kín- ; verjar muni láta til sín taka í ! deilunni og hefur ekkert verið sagt opinberlega um málið frá þvi 31. desember sl. er talsmaður Pekingstjórnarinnar lét i ljós von um að hægt yrði að finna skjóta friðsamlega lausn á henni. Dipló- matar í Peking segja hins vegar að enginn vafi geti leikið á þvi að Pekingstjórnin hafi verulegar áhyggjur af þessum átökum og stjórnmálaslitum rikjanna. Hún vilji ekki sjá sterkt Indókína sam- einað undir forystu Víetnams né heidur vilji hún með aðgerðum þrýsta Víetnam nær Sovétríkjun- líðan þeirra og gera þau færari um að njóta sín og ná sem bestum árangri í starfi og leik, þannig að þau geti, eftir sem skemmstan tima, notið sin í skólanum og ann- ars staðar án athvarfsins. Fjallað er um hvaða börnum athvörfin eru ætluð? Þau eru fyrst og fremst ætluð börnum er sýna hegðunarvandkvæði eða geð- ræn vandkvæði i skóla eða á heimili nema hvort tveggja sé, en ekki álitin það afbrigðileg að nauðsyn beri til að gripa til rót- tækari ráðstafana, svo sem fóst- urs, vistunar að meðferðarheimili eða barnageðdeild. Athvarfsvist- un getur einnig verið bráða- birgðaráðstöfun. Líka eiga at- hvörfin að geta tekið við börnum sem verið hafa í meðferð á barna- geðdeild eða meðferðarheimili, og veitt þeim eftirmeðferð og stuðn- ing við að laga sig aftur að skólan- um og heimili sínu. Þá eru þau athugunarstaður. En athvarfið er ekki kennslustaður, dagheimili eða gæslustaður fyrir börn al- mennt, ekki mötuneyti fyrir önn- ur börn en þau sem valin eru til vistar. Athvarf er í stuttu máli staður, þar sem takmarkaður fjöldi barna dvelur utan skóla- tíma á tímabilinu kl. 8—17 i um sjá kennara og/ eða fóstra og leit ast er við að koma til móts við þarfir hvers barns sem þar dvelui með einstaklingsumönnun o^ hópvinnu. Sagði Elín að athvörfin hefðu þegar reynst ákaflega vel. Fyrstu „Selvogsbanka- þorskur” til Siglufjardar SiglufirAi. 6. j«n. STÁLVlK var að landa 150—160 tonnum af stórþorski hér í dag af Vestfjarða- og Norðurmiðum. Þetta er feikn fallegur þorskur, sannkallaður Selvogsbankaþorsk- ur. Þá var Börkur að landa 300 tonnum af loðnu I dag, en annars er hér leiðindaveður, hreinlega af öllum áttum, sunnan, suðvestan norðan og norðvestan. Þó er ekki , ýkja mikill snjór á okkar mæli- kvarða, allar götur færar og ekki nema ítí—2 metra djúpur snjór með veginum út á flugvöll. Það er nú ekki mikið á norðlenzkan mælikvarða. Þessa stundina er hrfð hér en annars ekkert að Veðr‘ —m.j. — Víetnam og Kambódía Framhald af bls. 19 raunin hafi orðið önnur I Kam- bódíu, enda þótt valdhafar þar viðurkenni ekkert af því tagi. Flóttamenn frá Kambódíu flytja fregnir um að þar eigi almenningur ekki málungi mat- ar. Fjöldaflótti er talandi dæmi um ástandíð í Indókína, en til þess að komast að suðurströnd Víetnams þar sem flestir leggja upp á lélegum fleytum þarf flóttafólkið m.a. að komast yfir landamæri Kambódíu þar sem jarðsprengjur eru við hvert fót- mál, og framhjá landamæra- vörðum Laosstjórnarinnar við Mekong-fljótið. (Byggt á fréttaskýringu AP) merki um að eitthvað væri að fara úrskeiðis kæmu yfirleitt fram I lélegri skólasókn I upphafi náms og væru þau því i rauninni aðili, sem gæti bætt barni erfiðar heim- ilisaðstæður, er væru að verða því ofviða og rétt við uppeldiserfið- leika, en af skýrslu sálfræðideilda sæist að sú væri langalgengasta fstæðan til athvarfsvistunar. Benti Elin á að fyrir utan það hvers virði það er að gripa svo fljótt inn í vegna barnanna sjálfra, þá sé það beinlínis mikill sparnaður fjárhagslega séð, þvi aðgerðir seinna væru miklu dýr- ari jafnframt því sem þær eru erfiðari. Benti hún á að heimilin að Jaðri og Hlaðgerðarkoti hefðu verið lögð niður, en keðja af ann- ars konar aðstoð komin í staðinn og þar væru skólaathvörfin mjög mikilvægur hlekkur. 10 skip með loðnu ÞEGAR lægði á loðnumiðunum norður af Melrakkasléttu í fyrra- kvöld náðu flest skipin að kasta, sum oftar en einu sinni. Loðnan stóð frekar djúpt og gekk skipun- um illa að ná henni. Þó fengu 10 skip afla, samtals um 200 tonn og fóru með hann til Siglufjarðar, Krossaness og Raufarhafnar. Ekki höfðu skipin verið lengi að veiðum í fyrrakvöld er brældi á ný og urðu skipin að hætta veið- um kringum miðnættið. Skipin sem tilkynntu um afla í fyrrinótt eru þessi: Huginn VE 280 lestir, Öskar Halldórsson RE 150, Freyja RE 100, örn KE 280, Pétur Jónsson RE 220, Skarðsvik SH 150, ísafold 280, Harpa RE 200, Börkur NK 300 og Guðmundur RE 200. — Carter Framhald af bls. 1 heild og orðið til að auka virðingu hans meðal bandamanna og ann- arra þjóða, sem ætti að geta gefið honum sterkari stöðu i samskipt- um við þingið, einkum í sambandi við orkumál, er hann snýr heim. — Samkomulag Framhald af bls. 1 utanríkisráðherra bandariska sendiherranum í Kaíró hana í gær. Sagði blaðið að í heild gerðu tillögurnar ráð fyrir brottflutn- ingi Israela frá öllum herteknu landsvæðunum og sjálfstjórn til handa Palestinumönnum, en blaðið talaði ekki um sjálfstætt ríki þeirra. Sadat forseti sagði eftir viðræð- urnar við Carter Bandaríkjafor- seta í Aswan á miðvikudag, sem kunnugt er af fréttum frá í gær, að verulega hefði miðað i viðræð- unum og lítið bæri orðið í milli Egypta og ísraela. Sagði hann jafnframt að ekki yrði skýrt frá viðræðunum í smáatriðum fyrr en 15. janúar er utanríkisráðherrar landanna þriggja hittast í Jerúsal- em. Stjórnmálafréttaritarar í Kairó telja einsýnt að ákveðið hafi verið að einbeita sér að þvi nú að ganga frá samkomulagi um Sinaiskaga, þótt Egyptar haldi fast við kröfur sinar um brottflutning Israela frá öllum hernumdu svæðunum. — Dollarinn Framhald af bls. 1 Fjármálasérfræðingar segja að varkárni hafi gætt á gjald- eyrismörkuðum, meðan menn reyndu að gera sér raunhæfa grein fyrir þýðingu tilkynning- ar bandaríska seðlabankans, hvort bankastjórnin myndi grípa inn í, ef gengið sigi. Ekki varð i dag vart við að hún gerði það, en hún keypti verulegt magn í gær, sem varð til þess að gengi dollars hækkaði veru- lega. Carter forseti lagði áherzlu á að stjórn sin myndi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja stöðugt gengi dollarans. Kom þetta m.a. fram i viðræðum hans við Frakk- landsforseta í París i gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.