Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 • • Markús Orn Antonsson: Margþætt starf Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur Borgarstjórn ræðir úttekt hagsýslu- skrifstofu á starfsemi félagsmálastofnunar „Félaíismálastofnun Reykjavíkurhorííar viröist aö fíestu leyti vel rekin stofnun og jafnvel betur en húast hefói mátt við, miðaö við verulega útþenslu hennar um tíma, ör starfsmannaskipti og erfið viðfangsefni,“ segir í úttekt hagsýslustofnunar á Félagsmálastofnun borgar- innar, sem var til fyrri umræðu í horgarstjórn sl. fimmtudag. Þorbjörn Broddason, horgarfulltrúi Alþýðu- bandalags, sagði skýrsluna bera vott ágætu starfi stofn- unar og starfsfólks hennar — og væri það áreiöanlega verðskuldað. 1 skýrslunni kemur fram að starfsemi stofnunarinnar er í aðalatriðum fjórþætt: 1) Húsnæðismiðlun, en stofnunin ráðstafar um 700 íhúðum, sem eru í eigu borgarinnar, auk annarrar fyrirgreiðslu á þessum vettvangi. 2) Rekstur dagvistunarheimila. 3) Heimilisþjónusta, sem er vaxandi þáttur í starfi stofnunarinnar, við aldraöa, sem búa á eigin heimil- um, og við sjúka, sem ekki eru vistaðir utan heimilis. 4) Leiöbeiningar og fyrirgrciðsla fjölskyldudeildar, sem er margþætt starf, m.a. fjárhagsleg aðstoð sem hcfur farið ört minnkandi. Helztu niðurstöður Markús Örn Anlonsson (S), borgarfulltrúi, formaður félags- málaráðs, gerði grein fyrir viða- mikilli „Athugun á Félágsmála- stofnun Reykjavíkurborgar", sem hagsýsluskrifstofa Reykjavíkur- borgar hefur unnið. Hér á eftir fara kaflar úr máli hans: Um helztu niðurstöður hag- sýsluskrifstofunnar af þessari athugun er einkum ástæða til að vekja athygli á eftirfarandi: 0 1) — Veruleg aukning hefur orðið á fjölda skjólstæðinga félagsmálastofnunar síðan 1968. Frá 1971 hefur fjölgunin aðallega verið hjá þeim hluta skjólstæð- inga, sem fá annars konar fyrir- greiðslu en styrki eða lán. Þannig voru það 19% allra skjólstæðinga fjölskyldudeildar á aldrinum 16—67 ára sem nutu aðstoðar án fjárhagsfyrirgreiðslu árið 1975 en þetta hlutfall af heildinni var að- eins 6,5% árið 1971. Séu skjól- stæðingar 68 ára og eldri taldir með verður hlutfallstala allra skjólstæðinga, er fengu leiðbein- ingar eða aðstoð án fjárhagsfyrir- greiðslu árið 1975, hins vegar 38% af öllum skjólstæðingum stofnunarinnarí Eins og fram kemur í skýrslunni eru viðtöl við skjólstæðinga talin úrræði í sjálfu sér en ekki aðeins undirbúningur að annarri fyrirgreiðslu. Þessi viðtöl eru mismunandí tímafrek, allt frá stuttum upplýsinga- og leiðbeiningaviðtölum upp í mörg og tímafrek viðtöl við fjölskyldur um flókin félagsleg vandamál. # 2) Heildarútgjöld Reykja- víkurborgar til félagsmála fóru mjög vaxandi á árunum 1968—1971 en hafa lækkað veru- lega síðan. Frjáls framlög til félagsmála fóru vaxandí frá árinu 1969 til 1974 en lækka milli ár- anna 1974 og 1975. Skýringar á þessu felast m.a. í því að með lagabreytingum hefur dregið úr hlutverki sveitarfélaganna á sum- um sviðum félagsmála. 0 3) Ráðstöfunarfé félagsmála- stofnunar óx verulega árin 1968—1972 að undanteknu árinu 1971 en frá 1972 hefur ráðstöfun- arfé stofnunarinnar lækkað frá ári til árs miðað við verðlag ársins 1975 og tekið skal fram, að tölur í greinargerðinni miðast yfirleitt síðast við árið 1975. 0 4) Rekstrarútgjöld félags- málastofnunar I hlutfalli við heildarrekstrarútgjöld borgarinn- ar voru 6,2% 1968, um 8.6% árin 1970 og 1972 en 8,1% 1975. Starfsmannahald Félagsmálastofnunar Um starfsmannahald hjá félags- málastofnun segir í greinargerð hagsýslustjóra meðal annars: — Ekkert bendir til þess, að skrifstofa félagsmálastjóra sé of mönnuð, fremur virðist vera of fámennt í rekstrar- og fjármála- deild og fjölskyldudeild til þess að þær deildir valdi þeim verk- efnum, sem til félagsmálastofn- unar berast. I þessu sambandi vil ég minna á, að félagsmálastofnunin hefur gert tillögu um að fjölgað verði starfsmönnum í rekstrardeild til þess m.a. að ná þeim markmiðum, sem hagsýsluskrifstofan leggur áherzlu á í skýrslu sinni m.a. varð- andi uppsetningu spjaldskrár og afgreiðslur lána, sem ekki hafa verið í nægilega föstum skorðum að dómi hagsýsluskrifstofunnar en félagsmálastjóri hefur hins vegar gefið sínar skýringar á eins og fram kemur af athugasemdum hans. Sé litið á heildarstarfsmanna- fjölda félagsmálastofnunar og hann metinn í mannárum, kemur í ljós, að rúmleg tvöföldun hefur orðið frá árinu 1969. Talið í mann- árum var starfsmannafjöldinn 84,15 árið 1969 en 185,4 1975. Starfsmannafjölgunin hefur fyrst og fremst orðið við heimilishjálp aðallega við aldraða og vegna heimila og stofnana á vegum félagsmálastofnunar, en mun minni á skrifstofu félagsmála- stjóra. Starfa nú um 76% alls mannafla félagsmálastofnunar við heimilishjálp og á heimilum og gistiskýlum. Starfsmannafjölgun hefur ver- ið misjöfn milli ára mest 28% i mannárum talið árin 1970—71 en minnst árin 1971—1972 og 1972—1973, 7%. Milli áranna 1974—1975 varð aukningin 12% en um það bil helmingur af fjölg- un starfsfólks er vegna starfa í þágu aldraðra. Heimilishjálp og öldrunarþjónusta Aberandi er, að heimilishjálp til aldraðra hefur vaxið miklum Markús örn Antonsson, borgar- fulltrúi, formaður Félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar. mun meira en önnur heimilis- hjálp, eða um 246% á móti 32%, ef miðað er við heimili, sem fá þjónustuna, og um 311% á móti 77% ef miðað er við fjölda klukkustunda í veittri aðstoð frá 1970—1975. Kostnaður vegna heimilishjálparinnar hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Arið 1969 var hlutur Reykjavíkurborg- ar í honum rúmar 10 milljónir, árið 1974 33,8 milljónir en verður á næsta ári 232,4 millj samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun 1978 og nú stendur Reykjavík al- farið að þessum rekstri eftir að hlutdeild ríkisins er úr sögunni. Mjög mikil aukning hefur einn- ig orðið í tómstundastarfi aldr- aðra. Árið 1968 voru mætingar um 4000 í tómstundastarfinu en árið 1975 var þátttakan tæplega 25000 mætingar. Þessi starfsemi er að verulegu leyti rekin með aðstoð sjálfboðaliða og hefur þátt- taka sjálfboðaliðanna einnig auk- izt nokkuð í takt við áhuga eldra fólksins. REYKJAVlKURBORG • HAGSÝSLUSKRIFSTOFA 2500 f x ) ■jr- j? T.S7 _jF jtj. AjS£*ij^STCgmiNAK 2000 1500 1000 500 o L Afgreiðsla og racóferð án fjárhags- eóa lánveitingar. 1971 1972 '1973 1974 1975 frAr Á þessari skýringarmynd er sá talinn skjólstæðingur, er nýtur aðstoðar fjölskyldudeildar (að undanskilinni dagvistun barna á einkaheiniilum) og aðstoðar deildar um málefni aldraðra. þó ekki tómstundastarf. Myndin sýnir að vaxandi hópur skjólstæðinga nýtur eingöngu leiðbeininga og aðstoðar (stuðningsviðtala), þ.e. aðstoðar án fjárhagsfyrirgreiðslu eða 19% skjólstæðinga fjölskyldu- deildar (16—67 ára) árið 1975 á móti 6.5% árið 1971. Hlutfallstala allra skjólstæðinga. sein fengu leiðbeiningar eða aðstoð 1975 eru hins vegar 38%. Skjólstæðingar 67 ára og eldri, sem njóta stuðningsviðfala. eru því helmingur þeirra, sem njóta annarrar fyrirgreiðslu en fjárhagsfyrirgreiöslu árið 1975. Vinnuálag í Félagsmálastofniin Vert er að geta þeirra upplýs- inga, sem fram koma i töflu á fylgiskjali nr. 8 en hún sýnir meðal annars, að árið 1968 voru það 16 af hverjum þúsund íbúum, Reykjavíkur er leituðu aðstoðar hjá Félagsmálastofnun en 29 af hverjum 1000 árið 1975. Árið 1968 voru skjólstæðingar 98,8 á hvern starfsmann en 109,8 á hvern starfsmann 1975. Hagsýsluskrifstofan bendir á, að starfsmannaskipti séu tíð hjá félagsmálastofnun og sé jafnmikil hreyfing og um'er að ræða óæski- leg, „þar sem viðfangsefni krefj- ast bæði nokkurrar festu svo og samræmis í afgreiðslum og í meðferð rnála" eins og það er orð- að. Félagsráðgjafar eru færri á skrifstofu félagsmálastjóra, en hagsýslan telur að ætla mætti, en í október 1976 voru þeir 5 af 43 starfsmönnum. Félagsmálastjóri hefur bent á, að vinnuálag í stofnuninni sé mik- ið og viðfangsefnin, sem starfs- fólk_glimir við af alerfiðasta tagi, þannig að i því sé fólgin aðalskýr- ingin á þeim öru breytingum er á starfsmannahaldi verða. Þetta er hins vegar talsvert vandamál, sem borgarstjórn þarf að taka til sér- stakrar athugunar og í þvi sam- bandi vil ég minna á, að gerð hefur verið tillaga um fjölgun fulltrúa í fjölskyldudeild, þar sem mestur þunginn af meðferðar- málum stofnunarinnar hvílir. Það er stefna borgarinnar að aðstoða þá, sem aðstoðar eru þurfi, til sjálfsbjargar og í þvi skyni ber að leggja höfuðáherzlu á öll tiltæk úrræði áður en gripið er til beinnar peningaaðstoðar. Mörg þeirra atriða, sem gerð eru að sérstöku umfjöllunarefni i skýrslunni hafa verið til umræðu hjá félagsmálaráði. Nýlega voru endurskoðaðar reglur um afgreiðslu fjárhagsaðstoðar, leiguhúsnæðismál borgarinnar og innheimta á húsaleigu hefur verið til sérstakrar umræðu. Svo er einnig um kynningarmál félagsmálastofnunar, þ.e. þá kynningu gagnvart almenningi sem eðlilegt getur talizt að félags- maðlastofnun reki um sína eigin starfsemi. 1 undirbúningi er nú alménnur kynningarbæklingur um hina fjölþættu starfsemi stofnunarinnar og ennfremur sér- stakt rit um starfsemi í þágu aldr- aðra og aðstoð við þá, er Reykja- víkurborg veitir. Ábendingar um skipulegt kynningarstarf, sem fram koma í skýrslu hagsýslu- skrifstofu, eru athyglisverðar og ástæða til að ræða þær nánar. Athugun er leiði til tiliögugerðar og endurskipulagningar. Eins og ég tók fram áður er skýrsla hagsýsluskrifstofu mjög gagnlegt upplýsingarit um veiga- mikinn þátt í starfsemi Reykja- víkurborgar, sem kostar mjög um- talsverðar fjárhæðir. Ég veit, að borgarfulltrúum þykir fengur að því að hafa slíkt heimildarrit með höndum og jafngóðar ábendingar til úrbóta og þar er að finna. 1 upphafi þessa kjörtímabils efnd- um við til sérstakrar kynningar fyrir borgarfulltrúa á starfsemi félagsmálastofnunar og með þeirri athugun sem nú er lögð fram, tel ég að borgarfulltrúar ættu að vera tiltölulega vel búnir undir umræður um starfsemi Félagsmálastofnunar og félags- mál Reykvíkinga almennt. Félagsmálaráð mun nú á næstunni taka athugun hagsýslu- skrifstofunnar til ítarlegri meðferðar og gera tillögur sínar til borgarstjórnar út frá henni. Ég vil láta í ljós sérstakar þakkir til fyrrverandi hagsýslustjóra, Ás- geirs Thoroddsen, og Geirs Thor- steinssonar, samstarfsmanns hans og síðar eftirmanns í embætti hagsýslustjóra, fyrir mikið og vel unnið starf, svo og öðrum sem að verki þessu hafa unnið. Þessi skýrsla er hér með lögð fram í borgarstjórn og ég geri að tillögu minni að henni verði vísað til annarrar umræðu og fram- haldsumfjöllunar félagsmálaráðs á milli umræðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.