Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 Sigursveitin í Evrópukeppni SVEITAKEPPNI Jódósambands Islands verður háð á morgun, sunnud. 8. janúar f fþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 2 s.d. Sveitakeppnin er tslandsmeist- aramót og fer nú fram í fimmta sinn. Hver sveit er skipuð sjö júdómönnum, einum úr hverjum þyngdarflokki sem keppa svo við jafnþunga menn í hinum sveitun- um. Sigurvegararnir i Sveitakeppni JSÍ öðlast rétt til þátttöku í Evr- ópubikarkeppni meistarasveita, en það er árleg keppni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Sveitakeppni í júdó nýtur hvar- vetna mikiila vinsælda. Þetta er algengasta fyrirkomulagið á keppni milli tveggja landa, og ár- lega er haldið Evrópumeistara- mót f sveitakeppni landsliða. Júdófélag Reykjavikur hefur borið sigur úr býtum I Sveita- keppni JSl sfðustu fjögur árin, en búast má við sérlega harðri keppni á sunnudaginn þar sem bestu júdómenn landsins leiða saman hesta sína. Keppt er um stóran verðlaunaskjöld. Hann vinnst til eignar af því félagi sem vinnur hann oftast á 10 árum. Valsmenn helm- sækja toppliöiö í Njarðvíkunum Þau urðu meðal 10 efstu í kjöri íþróttafréttamanna, f aftari röð: Gísli Þorsteinsson, Norðurlandameistari i júdó, Gústaf Agnarsson, iyftingar, Ingi Björn Albertsson, fyrirliði bikarmeistara Vals í knattspyrnu. t fremri röð: Guðmundur Sigurðsson, Norðurlandameistari f lyftingum, Hreinn Halldórsson, Evrópumeist- ari í kúluvarpi, Ingunn Einarsdóttir, frjálsíþróttakonan snjalla. Þeir Asgeir Sigurvinsson, Vilmundur Vilhjálmsson og Björgvin Þorsteinsson eru erlendis, en Geir Hallsteinsson gat ekki komið því við að mæta. (Ljósm. Friðþjófur). Hreinn Halldórsson íþróttamaöur ársins annað áriö í röö Var alls staðar A sama tima hefst leikur ÍR og Þórs I íþróttahúsi Hagaskólans, og má þar einnig búast við spenn- andi leik. ÍR-ingar hafa styrkt lið sitt með endurkomu Jóns Jör- undssonar og Þorsteins Hall- grímssonar og eru heldur sigur- stranglegir, en Þórsarar með Mark Christensen í fararbroddi ætla sér sjálfsagt ekkert nema sigur. Að loknum leik ÍR og Þórs eða kl. 15.30 leika í Iþróttahúsi Haga- skólans Armann og Fram. Ár- menningar hafa verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og stefna eflaust að því að ná sér í sín fyrstu stig i dag. Framarar hafa ekki staðið undir þeim von- um, sem við þá voru bundnar í upphafi mótsins og hafa aðeins hlotið 2 stig. Það má þvi fastlega búast við spennandi leik hjá botn- liðunum. íefstasætinu ALLS HLUTU 26 fþróttamenn stig f kjöri fþróttafréttamanna um hver hlyti sæmdarheitið „Iþróttamaður ársins 1977“. Skiptust þeir þannig að 5 knattspyrnu- menn hlutu stig, 4 frjálsfþróttamenn, 3 lyftingamenn, 3 handknattleiksmenn, 2 júdómenn, 2 körfuknattleiksmenn, 2 skfðamenn, 2 sundmenn, 1 kylfingur, 1 fimleikamaður og f fyrsta skipti einn fatlaður fþróttamaður. 1 DAG hefst Islandsmótió f körfuknattleik að nýju eftir jólafrí með þremur leikjum í 1. deild karla. Stórlcikur helgarinnar verður í Njarðvík, þar sem heimamenn, toppliðið í deildinni, fá Val í heim- sókn. Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í mótinu og verða að sigra f dag til þess að missa ekki af lestinni, en Njarðvfkingar hafa ekki tapað leik til þessa. Er ekki nokkur vafi, að hart 'ærður barizt i Njarðvfkunum í dag, en leikurinn hefst klukkan 14.00. STAÐAN UMFN 6 6 0 560:452 12 ts 6 5 1 515:491 10 KR 5 4 1 449:335 8 Valur 6 4 2 522:475 8 IR 6 2 4 490:538 4 Þór 5 1 4 369:403 2 Fram 6 1 5 467:533 2 ISLANDSMÓTIÐ f handknattleik hefst af krafti um helgina eftir jólaleyfi og verður leikið f 2. og 3. deild karla, 1. og 2. deild kvenna, auk yngri flokkanna. Leikir helgarinnar verða sem hér segir: LAUG ARDAGUR: Akureyri kl. 15, 1. d. kvenna: Þór — Valur Akureyri kl. 16, 2. deild karla: Þór — Leiknir Armann 6 0 6 465:592 0 Stigahæstu menn: stig Rick Hockenos Val 165 Erlendur Markússon IR 158 Dirk Dunbar lS 154 Mark Christensen Þór 147 Sfmon Olafss. Fram 144 Þorsteinn Bjarnason UMFN 141 Kristinn Jörundss. tR 140 Atli Arason Armanni 121 Laugardalshöll kl. 17.30, 1. d. kvenna: Vfkingur— KR. SUNNUDAGUR: Akureyri kl. 14, 2. d. karla: KA — Leiknir Garðabær kl. 18.30, 2. d. karla: HK — Þróttur Garðabær kl. 20, 2. d. karla: Tjarnan —Grótta Laugardalshöll kl. 20, 2. d. kvenna: Fram — Armann. Hreinn Halldórsson hafði mikla yfirburði i þessu kjöri og hlaut samtals 70 stig, en það er sá fjöldi stiga, sem mest var mögulegt að fá. Voru iþróttamenn því óvenju sammála um hver hlyti hnossið að þessu sinni. I 10 efstu sætunum urðu eftirtalin: Hreinn Halldórsson, KR, frjálsar íþróttir, 70 stig. Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, knattspyrna 53 stig. Vilmundur Vilhjálmsson, KR frjálsar íþróttir, 52 stig. Geir Hallsteinsson, FH, hand- knattleikur, 39 stig. Gústaf Agnarsson, KR, lyftingar, 24 stig. Gisli Þorsteinsson, Ármanni, júdó, 21 stig. Ingunn Einarsdóttir, frjálsar iþróttir, 20 stig. Guðmundur Sigurðsson, Ár- manni, lyftingar, 18stig. Björgvin Þorsteinsson, Golf- klúbbi Akureyrar, golf, 11 stig. Ingi Björn Albertsson, Val, knatt- spyrna, 10 stig. I kjörinu hlutu einnig atkvæði: Jón H. Karlsson, Val, handknatt- leikur, Janus Guðlaugsson, FH, knattspyrna og handknattleikur. Jóhannes Eðvaldsson, Celtic knattspyrna, Kristinn Jörunds son, IR, körfuknattleikur og knattspyrna, Öskar Jakobsson. IR, frjálsar iþróttir, Skúli Öskars- son, UlA, lyftingar, Sigurður Jónsson, Isafirði, skíði, Hörður Barðdal, IFR, iþróttir fatlaðra, Jón Sigurðsson, Ármanni, körfu- knattleikur, Gísli Torfason, IBK, knattspyrna, Sonja Hreiðarsdótt- ir, Ægi, sund, Björgvin Björgvins- son, Víkingi, handknattleikur, Halldór Guðbjörnsson, JP'R, júdó, Steinunn Sæmundsdóttir, Ar- manni, skiði, Berglind Pétursdótt- ir, Gerplu, fimleikar, Þórunn Al- freðsdóttir, Ægi, sund. Hinn glæsilegi farandgripur, sem nú var afhentur iþrótta- manni ársins í 22. skipti, var veitt- ur i hófi Iþróttafréttamanna á Hótel Loftleiðum í gær. Viðstadd- ir auk fréttamanna, íþrótta- manna, stjórnarmanna i ISl og sérsamböndum, voru nú nokkrir þeirra íþróttamanna, sem hlotið hafa sæmdarheitið frá þvi þessi viðurkenning var fyrst veitt. Var það fyrir árið 1956 og hiaut Vil- hjálmur Einarsson titilinn i fyrstu skiptin. Steinar J. Lúðviksson, formað- ur Samtaka íþróttafréttamanna, afhenti verðlaunin og sagði hann meðal annars í ræðu sinhi: „lþróttafréttamenn hafa oft velt því fyrir sér hvort frambæri- leg afrek væru að baki titlinum „Iþróttamaður ársins". Þegar að valinu nú kom gafst tækifæri til þess að rifja upp frammistöðu ís- lenzkra íþróttamanna á árinu 1977. Þau voru þannig að hægt er að kynna þau fyrir hverjum sem er með stolti. Evrópumeistaratit- ill í frjálsum iþróttum, tveir Norð- urlandameistaratitlar í júdö, tveir Norðurlandameistaratitlar í lyft- ingum, sigur i leik í heimsmeist- arakeppni i knattspyrnu, staða meðal hinna fremstu í baráttu um heimsmeistaratitil I handknatt- leik.“ Að lokinni ræðu Steinars og af- hendingu verðlauna tók til máls Ásgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Veltis hf. og Volvo á Islandi. Öskaði hann iþrótta- manni ársins til hamingju og til- kynnti að Volvo myndi greiða ferð Hreins Halldórssonar til ein- hvers hinna Norðurlandanna er íþróttamenn ársins á Norðurlönd- um verða heiðraðir og valinn Iþróttamaður ársins 1977 á Norð- urlöndum. Sagði Ásgeir að það væri fyrirtæki hans ánægja að bjóða einnig konu Hreins með í þessa ferð. Þau 10 sem urðu i efstu sætun- um fengu öll áritaða af íþrótta- fréttamönnum bókina „Hamar Þórs“ en Veltir hf. greiddi allan kostnað. Þá var Hreini afhentur eignarbikar til minningar um að hann varð einnig iþróttamaður ársins 1976. Sveinn Björnsson, varaforseti ISI, tók þessu næst til máls og lýsti ánægju sinni með kjörið. Sagðist hann hafa góð persónuleg kynni af Hreini, hann væri dreng- ur góður, þægilegur i umgengni og mikill íþróttamaður. Loks' tók örn Eiðsson formaður Frjálsíþróttasambandsins til máls. Afhenti hann Hreini m.a. minnispening, sem Frjálsíþrótta- sambandinu var sendur frá Stokkhólmsborg. Kastaði Hreinn 21.09 m á aðalleikvanginum þar i. sumar og um leið og það var nýtt Islandsmet var það vallarmet á þessum mikla íþróttaleikvangi. Þess má geta að leikvangurinn var byggður fyrir Ölympiuleikana 1912 og hafa verið sett þar 60 heimsmet í frjálsum iþróttum. -áij- íslandsmótið í handknattleik af stað á nýí dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.