Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 36
AL’ÍÍI/VSINÍÍASÍMINN ER: 22480 JHarflun'Mflöií) LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 Dómsmálaráduneytid: Blaðaútgáfá Sovét- ríkjanna varðar við ís- lenzk lög um útgáfurétt Dómstnálaráðuneytið hefur nú f umsögn sinni til utanrfkisráðuneytisins lýst þeim skilningi sfnum á lögum um prentrétt, að erlendu rfki sé ekki heimil útgáfa rita f dagblaðs- formi, heldur verður að vera fslenzkur aðili sem gefur slfk rit út og ritstjóri Milljóna kartöflutjón NÆRRI 600 pokar af kartöflum skemmdust f eldsvoða f fyrrinótt á bænum Hrauki f Þykkvabæ og er hér um nokkurra milljóna króna tjón aó ræða. Bóndi á Hrauki er Ágúst Karl Sigmunds- son. Talið er að eldur hafi komið upp út frá rafsuðu þegar unnið var við viðgerð I kartöflugeymsl- unni kvöldið áður en eldurinn kom upp. Þegar bóndinn opnaði kartöflugeymsluna að morgni dags varð gassprenging í geymsl- unni og eldurinn magnaðist skyndilega. Voru kartöflurnar keyrðar á haug f gær. verður að vera fslenzkur, sagði Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri dómsmála- ráðuneytisins í samtali við Mbl. f gær, en þessarar um- sagnar óskaði utanrfkis- ráðuneytið f framhaldi af nýhafinni útgáfu Novosty- fréttastofunnar á „Frétt- um frá Sovétrfkjunum“ f dagblaðsformi frá og með sfðustu áramótum. Í umsögn sinni fer dómsmála- Framhald á bls. 21 Fjársvikamálið í Landsbanka: Rannsakað hvort fé var flutt til útlanda Fyrrverandi deildarstjóri tengdist okurlánamáli 1954 KAPPSAMLEGA er unnið að rannsókninni á meintu misferli fyrrverandi deild- arstjóra ábyrgðadeildar Landsbanka tslands. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, beinist hluti rannsókn- arinnar að því hvort for- stöðumaðurinn hafi flutt fé til útlanda. Hið meinta misferli mun við stöðu rannsóknarinnar nú nema 34 milljónum króna. Það hefur nú upplýst að deild- arstjórinn. Haukur Heiðar, hafði orðið uppvís að því í marz 1954 að vera milligöngumaður í okurlána- Enn óheimilt að nota er- lend lánakort N(I ÞEGAR tslendingum hef- ur verið heimilað að opna gjaldeyrisreikninga hér heima fyrir, hefur sú spurning vakn- að hvorl eigendum gjaldeyris- innstæðna hér sé nú ekki leyfi- legt að fá erlendis lánakort, t.d. hjá American Express, en slfk kort eru mikið notuð er- lendis, t.d. af þeim sem eru tfðum f ferðalögum milli landa. Hingað til hefur tómt mál verið að tala um slfkt, þar sem gjaldeyrisyfirfærslur hafa ekki fengizt til að greiða skuldir sem stofnað hefur ver- ið til með þessum hætti er- lendis. Morgunblaðið leitaði álits Davfðs Ölafssonar seðla- bankastjóra á þessu atriði, en hann kvað þetta óbreytt, þvf að samkvæmt gildandi gjaldeyr- isrcglum væri Islendingum enn óheimilt að stofna til skulda erlendis. Hins vegar kynni þetta atriði einnig að vera tekið tíl endurskoðunar þegar frekari reynsla væri komin á gjaldeyrisreikning- ana hér heima. starfsemí. Tengdist Haukur Heið- ar máli, sem ákæruvaldið höfðaði á hendur manni nokkrum fyrir okur, en dæmt var í málinu í Hæstarétti árið 1959 og var við- komandi dæmdur i 570 þúsund króna sekt fyrir okur. Um þátt Hauks Heiðars í málinu segir svo I dómi Sakadóms Reykjavíkur 1958, sem staðfestur var í megin- atriðum í Hæstarétti 1959: „1 marz 1954 stóð þannig á, að Haukur Heiðar bankafulltrúi, Tómasarhaga 27, hafði áhuga á að ávaxta sem ríkulegast kr. 70.000.00 fyrir J.P. húsvörð, Ing- ólfshvoli. Þetta tjáði hann ákærða, sem hann segir, að áður hafi látið í ljós við sig, að hann gæti ávaxtað fé, ef svo byði við að horfa. Varð það úr, að ákærði hafói milligöngu um það, að fé þetta ávaxtaðist, með því að kaupa fyrir það 70.000.00 króna víxil, út gefinn af G.H. og sam- þykktan af R.B. h/f, dagsettan 21. maí 1954 og með gjalddaga 21. nóvember sama ár. Voru afföll að sögn ákærða 17'A%, þar af 2% lántökugjald til ákærða. Víxli* þessum var síðar skipt í þrjá víxla, sem allir lentu í skuldaskil- um R.B. h/f og voru greiddir með 40% afslætti." Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, er unnið Framhald á bls. 21 Landsbankinn skadabótaskyldur 1 KASTLJÖSI f sjónvarpinu í gærkvöldi var Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans spurð- ur um það hvort Landsbankinn væri skilyrðislaust skaðabóta- skyldur ef viðskiptavinir bankans yrðu fyrir tjóni vegna misferlis starfsmanna bank^ns. Kvað Jónas bankann bera fulla ábyrgð í slfku tilfelli. Elding kurlaði 11 raf- magnsstaura við Heklu 18 bæir rafmagnslausir 1 gær MJÖG öflug elding kurlaði niður II rafmagnsstaura f uppsveitum Rangárvallasýslu nálægt Heklu í gærmorgun og einnig skemmdust fleiri staurar lftiliega. 18 bæir á svæðinu urðu rafmagnslausir, en fyrr hefur elding aldrei eyðilagt jafnmarga rafmagnsstaura hjá Rafmagnsveitu rfkisins sam- kvæmt upplýsingum Guðjóns Guðmundssonar skrifstofustjóra sem kvað mest þrjá staura hafa eyðilagst áður í eldingu. Elding- unni laust niður kl. 5.30 í gær- morgun á svæðinu milli Brúar- lundar f Landsveit og Fellsmúla. Reiknað var með að viðgerð lyki á svæðinu f gærkvöldi með því að reisa annan hvern staur til bráða- birgða. Þá urðu rafmagnstruflanir á norðurlínunni um kl. 9 í gær- morgun þegar sló út á lfnunni frá Vatnshamrastöðinni í Andakil í Borgarfirði til Akureyrar. Ekki var vitað í gær hvað olli raf- magnstruflununum. Einnig varð Sigalda óvirk á tímabili er rofi Framhald á bls. 21 (Ljósm. Mbl. Frióþjófur). HREINN HALLDÖRSSON var í gær kjörinn íþróttamaður ársins og er þetta annað árið í röð, sem Hreinn hlýtur þetta sæmdarheiti í kjöri íþróttafréttamanna. Hlaut Hreinn nú 70 atkvæði, en það þýðir að hann var f efsta sæti hjá öllum þeim fjölmiðlum, sem atkvæðisrétt höfðu. Á blaðsíðu 34 er greint frá kjöri fþrótta- manns ársins og á blaösíðu 35 er viðtai við Hrein Halldórsson. Arnarflugsvél neydd til að lenda á Entebbe 1 Uganda 140 farþegar urðu að bíða í 3klst. vegna æfinga flughers Idi Amins FLUGVÉL frá Arnarflugi með 140 farþega var skipað að lenda á Entebbe-flugvelli f Uganda fyrir nokkrum dögum, en flugvélin var þá í Ieiguflugi fyrir Kenya Airways á flugleiðinni Lusaka- Nairobi. Voru flugstjóranum gef- in mjög ákveðin fyrirmæli um að lenda tafarlaust á Entebbeflug- velli af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, var farþegum skipað að fara frá borði og flugstjórinn var tekinn til yfir- heyrslu. Þá fyrst fékk flugstjór- inn Önundur Jóhannsson þá skýr- ingu á skipuninni um lendingu að vélin hefði verið kölluð niður vegna heræfinga flughers Idi Am- ins á flugleið vélarinnar milli Lusaka og Nairobi. Þá hefur Morgunblaðið fregnað Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.