Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1978 Háskólasvæðið: Langan tíma tekur að koma þar upp húsnæði í stað leiguhúsnæðis víða um bæ Leiguhúsnæði Háskóla Islands er nú orðið svo dreift um bæinn, að það torveldar samræmda kennsluskrárgerð, grefur undan heilsteyptri stjórn skólans og spillir markvissri þróun í upp- byggingu rannsóknaaðstöðu. Þannig hljómar ein setning I upp- lýsingariti sem fjölmiðlar fengu nýverið frá forráðamönnum Há- skóla íslands er starfsemi háskól- ans og þáttur Happdrættis Há- skóla tslands í henni voru kynnt. Þrátt fyrir tilbúnar áætlanir um byggingaframkvæmdir er Ijóst að langur tfmi mun Ifða þar til starf- semi Hí verður öll á sama af- markaða svæðinu og hefur í þvf tilefni verið rætt um að taka f notkun sérstaka strætisvagna fyrir skólann. Það strætisvagna- kerfi mun auðvelda ferðalög milli kennslustaða og auðvelda kennsluskrárgerð. Á fjárlögum fyrir árið 1978 er g’ert ráð fyrir því að 337 milljón króna hagnaður verði af happ- drættisrekstrinum og af því munu 280 milljónir renna til framkvæmda Háskóla islands. Heildarverðmæti vinninga á ár- inu verður rúmur þrfr milljarðar, sé miðað við 100% sölu happ- drættismiða, en hér er um að ræða eins milljarðs hækkun á milli ára. Verð happdrættismið- anna var um áramótin hækkað um 40%, eða úr 500 krónum í 700 krónur. Vinningshlutfall verður áfram 70%, sem er hið hæsta i heimi, að því er forráðamenn happdrættisins segja. Lægstu vinningar hafa verið hækkaðir úr 10 þúsundum í 15 þúsund og bætt hefur verið við nfu 5 milljón króna vinningum. Frá upphafi Happdrættis Há- skóla íslands hefur þáttur þess i uppbyggingu skólans verið mikill. Af helztu framkvæmdum sem kostaðar hafa verið af hagnaði þess má nefna aðalbyggingu há- skólans, íþróttahús, Arnagarð rfhluta Hí), Lögberg, Raunvís- indastofnun Hf (nema gjöf . stjórnar Bandaríkjanna), Verk- fræði- og raunvfsindadeildarhús, hús Náttúrufræðistofnunar við Hlemmtorg, hús Reiknistofnunar. Auk þessara hefur framlag happ- drættisins náð til innréttinga á leiguhúsnæði víða um bæ, til stú- dentaheimilis og hjónagarða, auk ýmissa annarra framkvæmda. í upplýsingum Háskóla islands segir um skipulag háskólasvæðis- ins, framkvæmdaþörf og stú- - dentafjölda: Snemma á þessu ári samþykkti háskólaráð skipulagshugmynd fyrir háskólalóðina, sem hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alv: ar Aalto lauk við áður en hann lézt árið 1976. Hugmynd sú hefur verið kynnt í fjölmiðlum. Teikni- stofa Aaltos gerði einnig líkan af VerðnBeti seldra miða í Happdrættl Háskóla Islands 1968-1978. 1968 112,5 raillj. kr. 1969 142,6 n 1970 212,2 " n 1971 236,3 ” n 1972 379,3 " " 1973 405,8 " n 1974 638,1 " " 1975 876,7 " n 1976 1212,4 " n 1977 1515,0 " n Aætlun nú. 1978 1770,0 n FJárlagaáætlun. Heildarhaísnaður af rekstri Happdrættis Háskóla Islands 1068-1078. 1968 21,9 millj. kr. 1969 25,9 " tt 1970 40,8 " tt 1971 46,6 " tt 1972 66,0 " tt 1973 78,4 " tt 1974 111,8 ” n 1975 174,6 " 1976 213.9 " tt 1977 290,0 " n Aætlun nú. 1978 337,0 " n FJárlagaáætlun. skipulagshugmyndinni, sem nú hefur verið í skoðun hjá Reykja- víkurborg í nærfellt eitt ár. I viðamikilii ályktun háskóla- ráðs frá 3. nóvember s.l. er gert ráð fyrir því, að tvær næstu bygg- ingar á háskólalóðinni rfsi hvor sínu megin Suðurgötu. Önnur byggingin á að vera almennt kennsluhúsnæði fyrst og fremst fyrir hugvisindagreinar austan Suðurgötu, en hin kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir verk- fræði og önnur raunvísindi vest- an Suðurgötu. Alyktun háskóla- ráðs, sem felur í sér forgangsröð- un bygginga á háskólalóðinni og tillögu að byggingaáætlun fram til 1986 ásamt áætlun um fjár- mögriun hefur verið send fjár- málayfirvöldum til skoðunar og mun verða kynnt betur síðar. í áætlun háskólaráðs, sem bygg- ist m.a. á ýtarlegri könnun nefnd- ar á húsnæðisþörfum Háskólans, er ekki gert ráð fyrir viðbótar- framlagi ríkissjóðs við happ- drættisféð árin 1978—1980 vegna framkvæmda á háskólalóðinni, en um nokkurra ára skeið hefur það verið 50 millj. kr. eða rúmlega það. Frá og með 1981 er hins vegar gert ráð fyrir viðbótarfram- lagi ríkissjóðs, sem yrði mismun- andi eftir því hvaða leið yrði valin af þeim leiðum, sem háskólaráð bendir á. Framkvæmd áætlunar- innar er því háð viðbrögðum fjár- veitingarvaldsins, en í greinar- gerð háskólaráðs með forgangs- röðun verkefnanna og áætluninni i heild er eftirfarandi tekið fram: „Tillögur þessar fela í sér tvö meginatriði, sem vert er að hafa sérstaklega í huga: 1. Afangaskiptingu samkvæmt fyrirframgerðri áætlun í fram- kvæmdum í þágu Háskóla islands sem við íslenzkar aðstæður er bæði skipulagslega og fjárhags- lega hagkvæmari en stórátök með löngu millibili. 2. Forgangsröðun verkefna á há- skólalóð næstu 7—8 árin, sem unnin hefur verið i víðtæku sam- starfi milli deilda og sérfræðinga innan skólans. Slík vinnubrögð gera það auðveldara að einbeita sér að fáum, ákveðnum verkefn- um hverju sinni." i inngangi ályktunar háskóla- ráðs um forgangsröðun bygginga á háskólalóð og tillögu að bygg- ingaáætlun fyrir árin 1978—1986 segirm.a. „Skýrsla um húsnæðisþarfir Háskóla Islands 1977 — 1981, sem unnin var af sérstakri nefnd á vegum háskólaráðs og birt í júni 1977, ber glögglega með sér brýn- ar þarfir fyrir stóraukið húsnæði fyrir starfsemi stofnunarinnar á næstu árum. Þessar þarfir eru m.a. vegna 1) fjölgunar nemenda, kennara og annars starfsliðs í greinum, sem þegar eru kenndar, 2) nauðsynjar á aukinni og bættri rannsóknaað- stöðu þessara greina, en hana skortir viða algjörlega, 3) áforma um nýjar kennsiu- og rannsókna- Launadeildin um launamál hjúkrunarnema: Bakfærzla látin bíða þar til málið væri til lykta leitt MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá launadeild f jármálaráðunevtis- ins: Vegna blaðaskrifa nú að undan- förnu varðandi launamál' hjúkrunarnema, telur launadeild fjármálaráðuneytisins rétt að taka fram eftirfarandi: Laun hjúkrunarnema eru akveðin með samningum milii skólanefndar Hjúkrunarskóla is lands annars vegar og stjórnar- nefndar ríkisspítalanna óg stjórn- ar borgarsjúkrahússins hins vegar. Hjúkrunarnemar hafa því ekki sjálfstæðan samningsrétt. 1 nóvember mánuði siðast liðn- um var gert uppkast að samningi um laun hjúkrunarnema af full- trúum launadeildar og skrifstofu ríkisspítala, sem síðan átti að bera undir samningsaðila. A sama tíma var verið að endurreikna kaup- hækkanir til félaga BSRB í launa- deild fjármálaráðuneytisins, en vegna misskilnings var uppkast þetta tekið með og umreiknað með öðrum gögnum. Strax og þetta varð ljóst var haft samband við samningsaðila og boðist til að bakfæra launatilfærslu þessa. Uppkast það sem áður er greint frá hafði í för með sér aukin útgjöld fyrir rikissjóð, þannig að bakfærsla hefði þýtt launafrá- drátt hjá flestum hjúkrunarnem- um. Var þvi tekin sú ákvörðun að láta bakfærslu bíða þar til málið í heild væri til lykta leitt. Fyrri samningur við hjúkrunar- nema fylgdi launaflokkahækkun- um BSRB á þann hátt, að nemar fengu ákveðna prósentu af byrjunarlaunum hjúkrunarfræð- inga, en á undanförnum árum Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.