Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ll. JANUAB 1978 Magnús Þorkelsson skrifar frá Nottingham: Helzt börn, sem urðu eldi að bráð — Um verkfall slökkviliðsmanna í Bretlandi ÞESSA dagana litur England nýtt ár og 9. viku verkfalls slökkviliósins. 29. des. var sátt- um hafnað af sambandi þeirra. Samt var komið af stað fundi milli deiluaðila sem kom saman 3. og 4. þ.m. Tala dauðsfalla hækkar og það sorglegasta er að það eru helst börn sem verða eldinum að bráð. Herinn ... Hvernig ætli átján ára unglingi liði að vaða gegn eldi, eftir 2.—3. daga þjálfun, með léleg tæki? Framan af stóðu þeir einir og undir miklum þrýstingi frá almenningi og blöðum. Lítt þjálfaðir og tækja- fáir fóru þeir gegn eldinum, og leið þá yfir margan hraustan drenginn. Og mörgum þessara vösku pilta sem eru þjálfaðir til að drepa í nafni föðurlandsins, lá við að kasta upp, er fréttist af barni i eldinum, sem engin von var til að bjarga. Slökkviliðið... Upphaflega kaupkrafan var upp á 30% hækkun launa, stytt- ingu vinnutíma o.fl. Semsagt langt fyrir ofan 10% viðmiðun stjórnarinnar eins og allir hin- ir. Framanaf var lagt blátt bann við því að notuð yrðu nokkur þeirra tækja ' sem geymd eru á slökkviliðsstöðv- um. Það þýddi t.d. að lögreglan gat ekki skorið slasað fólk úr bílflökum ef þurfti. Þó komu þeir oft til hjálpar, einkum þegar líða tók á verkfallið. Einnig er líða tók á verkfallið kom varaslökkviliðið til hjálpar og verkfallsverðir máttu hjálpa ef mannslíf var í veði. Svo hafa bæst við heraflann sérþjálfaðir menn frá flugher og flota, en þeir hafa aðeins 15 stöðvar á Bretlandseyjum öllum. Hvern ... Hvern á að láta vita ef kvikn- ar í? Auðvitað herinn. En á líka að láta slökkviliðið vita? 28.12 kviknaði í húsi í London. Tvö börn fórust, 7 ára og 9 ára. Rúmlega km í burtu er slökkvi- liðsstöð, þar sem sex menn voru við verkfallsvörslu. Þeir vissu ekki af brunanum fyrr en kollegi þeirra fór hjá og sagði þeim frá því. Þó að þeir næðu á staðinn rétt á undan hernum var allt of seint að reyna að bjarga börnunum. Scotland Yard játti því að hafa ekki reynt að láta þá vita, og jafn- framt var sagt að slíkt væri ekki fyrirhugað. Slökkviliðið væri í verkfalli og að herinn ætti að sinna þessu. Reis nú upp deila milli slökkviliðsins og Scotland Yard. Sagði slökkvilið- ió að þarna væri verið viljandi að reyna að sverta slökkviliðið og um leið ætti að færa þær fórnir sem færa þyrfti, þess vegna mannslffum. Otkallið var hálftima áður en nokkur komst á staðinn. Foreldrarnir sluppu, en deilan er óleyst. 9 vikur án kaups. Eftir að hafa verið kauplaus- ir í 9 vikur, eru flestir slökkvi- liðsmenn komnir á Guð og gaddinn. Lítið var um dýrð og gjafir hjá þeim um jólin. Flest- ir voru upp á náð ættingja og vina komnir, enda var reiknað út að kauptap frá því að verk- fallið hófsf 14.11 ’77 til áramóta sé £ 300,— og er þá ekki reikn- að með hugsanlegri aukavinnu. Því áttu fæstir hinn ómissandi kalkún. Flestir lifðu sultarlifi og enginn lýsti því yfir opinber- lega að hann sæi eftir nokkru eða hefði hug á að hætta fyrr en samið yrði. En þó að sjónvarp og blöð hafi hitt á menn sem voru svona fastir í trúnni, sýna tölur annað. Töluverður hópur hafði einhvers konar aukavinnu, og komið hefur í ljós að u.þ.b. 400 manns hafa hætt starfi. Sumir hafa'farið og gert aukavinnuna að aðalstarfi eða leitað annarra starfa, allir vegna vonar um hærri laun eða hreinnar sjóð- þurrðar. Þessum liðhlaupum hefur verið bannað að taka til starfa aftur við slökkviliðsstörf af sambandi slökkviliðsmanna, en fæstir segjast hafa áhuga. Tölur... Siðastliðna 3 mánuði hafa orðið 30.000 tilfelli sem slökkvi- liðið hefói átt að vinna. Líkast til flest brunar. I þeim hafa farist 366 manns. Verkfalls- vikurnar fórust um það bil 126 manns sem er færra en á sama tíma 1976. Þá fórust 182. 1 Skotlandi er talan 19 á móti 23 1976. Hver ástæðan er fyrir lægra hlutfalli er óvíst. Líklegt er að fólk hafi sýnt meiri var- kárni en venjulega. Samt er það ekki nógu góð ástæða þvi að á sama tima hækkaði tala tjóns á verðmætum. Nóvember 1976 brunnu verðmæti að andvirði £ 19,3 millj. Meðaltal á mánuði jan.—okt. 1977 er £ 18,5 millj. í nóvember 1977 var talan £ 42. millj. þar af eru aðeins tvær vikur verkfallsins meðtaldar. Hvernig desember kemur út er ekki víst ennþá, en menn bíða spenntir eftir þeim tölum. Þess má geta, að fyrstu verkfalls- vikurnar voru dátarnir frekar áhorfendur en nokkuð annað. Kostnaðurinn við að reka slökkvilið Bretlandseyja var ár- ið 1976 £ 226 millj. Um það bil 80% fóru í laun. Þær vikur sem slökkviliðið var í verkfalli, hafa sparast um £ 25 millj. Að vísu er reikningur frá hernum ókominn, en laun þeirra eru mun lægri og þar að auki eru þeir færri en þeir sem venju- lega sinna störfum þessum. Afleiðingar? Þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fer í verkfall. Af- leiðingarnar eru að sýna sig. Hverju breytir það öðru en kaupi? Síðustu vikurnar hefur það sýnt sig, að líklega er hægt að komast af með minna lið en áóur hefur verið. Það hefur komið í ljós, að öllum líkindum er hægt að fækka um helming til sveita, ef sá helmingur sem hættir sinnir störfum sem vara- lið. Og líka má fækka slökkvi- liðsmönnum í borgum. Hve mikið er ekki víst, en öruggt er að fleira breytist en talan í launaumslaginu. Framhald á bls. 21 Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri: Audlindaskattur er skatt- lagning á sjávarútveg til styrktar öðrum atvinnugreinum SVO AUGLJÓSAR staðreyndir, ætti ekki að þurfa að skrifa um í blþð. É{? tel þó nauðsynlegt, því svo virðist sem margir geri sér þetta ekki ljóst. Helst hafa nokkrir framagosar I stjórnmálum, svo og forráðamenn hagsmunasamtaka, sem vonast til að fá auknar styrkveitingar frá sjávarútveginum, skrifað um auð- lindaskatt. Þau rök hafa komið fram, að aðrir atvinnuvegir séu ekki sam- keppnisfærir við sjávarútveg og þvi sé skattlagning nauðsynleg, auk þess þrengi hún svo að hag fyrirtækja í sjávarútvegi, að þá muni mörg þeirra hætta starfsemi og sókn i fiskistofnana því minnka. Þessi rök eru falsrök. Ég tel alveg óeðlilegt að ein atvinnugrein greiði með annarri. Sjávarútvegurinn hefur, öfugt við það sem margir halda, gert alltof mikið af sliku. Með lækkandi að- flutningsgjöldum fer sú meðgjöf minnkandi og er það m.a. ástæðan fyrir auknum áróðri fyrir áuð- lindaskatti nú. Eðlilegt hlýtur að teljast að hver atvinnugrein búi við sem líkust kjör. Greiði sín gjöld og njóti sinna tekna. Þannig hlýtur nýting fjármagns aó vera bezt og möguleikar til aukinna launagreiðslna meiri. Sjálfsagt er að vernda innlenda framleiðslu gegn undirboðum er- lendis frá og stjórna samkeppnis- aðstöðu innlendrar og erlendrar framleiðslu, eftir því sem þaó er talið heppilegt frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Hægt er að stjórna sókn í fiski- stofnana með því að hafa áhrif á stærð fiskiskipaflotans. Til þess eru margar leiðir. Lánasjóðir sjávarútvegsins og ekki síður viðskiptabankar geta haft afgerandi áhrif í þessum efn- um. Fyrirtækjum sem er stjórnað þokkalega og fyrirtæki í sjávar- þorpum, þar sem atvinnulíf bygg- ist alfarið á sjávarútvegi, ættu að hafa einhvern forgang. En allar takmarkanir eru vandasamar, því verða ákvarðanir að vera teknar af mönnum, sem hafa þekkingu á sjávarútgegi, ef ekki á illa að fara. Rétt er að muna, að f járfesting í sjávarútvegi hefur ævinlega sætt gagnrýni. Síldarverksmiðjur Norðurlands þóttu á sínum tíma orðnar allt of stórar, sama var með verksmiðjur sunnan- og austanlands. Nú er talað um að afkastageta verk- smiðjanna, sé of lítil. Síldveiðiflotinn þótti orðinn alltof stór I lok síldaráranna. Þessi floti hefur siðan haft næg verkefni og varla væri veidd mik- il loðna nú, ef ekki væri þessi floti fyrir hendi. Svona má lengi telja. Staðreyndin er sú að fjárfesting í sjávarútvegi hefur nýst furðu vel og án efa betur en orðið hefði ef hagspekingar lærðir og ólærðir hefðu ráðið meiru. Afkoma fiskverkunar hefur verið mjög slæm hin síðari ár og mun verri en fyrirtækja í iðnaði. Rekstrarskilyrði eru reiknuð út af þjóðhagsstofnun og síðan leit- ast stjórnvöld við, að sjá svo til með efnahagslegum aðgerðum, að rekstur meðal fyrirtækis sé sem næst núlli, þ.e. hvorki. um tap eða hagnað að ræða. Eðlilegt er að • Olafur Gunnarsson verulegur munur sé á afkomu ein- stakra fyrirtækja, þar sem að- stæður eru breytilegar. Svona knappt hefur verið skammtað undanfarið, að mörg fyrirtæki starfa nú i óhentugum húsakynnum, með úreltum vél- um, eða' eru hreinlega að hætta starfsrækslu. Það virðist vera stefna stjórn- valda að fækka fyrirtækjum i sjávarútvegi og er markmið þeirra að því leyti sama og for- mælenda auðlindaskatts. Stjórn- völd ná því marki einfaldlega með því, að ákveða rekstrargrundvöll fiskvinnslu þannig, að mörg fyrir- tæki hafa enga möguleika til starfsrækslu. Þessi stefna er stórhættuleg. Fyrirtæki sem hætta starfrækslu, hefja hana ekki aftur, þegar að því kemur að nægur fiskur verð- ur i sjónum. Eg tel þvert á móti að eftir nokkur ár þurfi að auka afkasta- getu fiskvinnslustöðva. Jafnframt þarf að fá fleira fólk til starfa. Til þess þurfa störf við fisk- vinnslu að verða eftirsóknarverð- ari, en þau eru nú. Það er ekkert annað en nútíma þrælahald, að flytja inn útlend- inga til að vinna störf sem við viljum ekki vinna við sjálfir. Vilji menn meiri fiskfriðun en orðin er, þá held ég að byrja ætti á því að banna vinnu í fiskvinnslu eftir kl. 20.00. Þá munu þeir sem of mikinn fisk hafa, selja öðrum fisk sem lítið hafa. Þannig minnkar þrýstingurinn á aukningu fiskveiðiflotans. Auk þess sem það að vinna eftir kl. 20.00 er ekki sérlega skynsamlegt, hvorki fyrir atvinnurekandann né launþegann. Fram hefur komið sú hugmynd að auðlindaskattur skuli nema álíka upphæð og tolltekjur ríkis- sjóðs. Þær voru um 12 milljarðar 1976. Með gengisbreytingu fái síð- an sjávarútvegurinn tekjur á móti auðlindaskattinum. Sama ár nam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.