Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1978 15 Moores hardur í horn að taka New York, 10. janúar. AP Hvaða telpa mundi fúlsa við sllku dúkkuhúsi? Hér sést aðeins hluti af dýrðinni, en gripurinn fór á 55 milljónir fsl. króna á uppboði hjá Christie’s t Lundúnum í gær. (AP-s(mamynd) 55 milljónir fyrir „dúkkuhús” London, 10. jan. Reuter. AP. VANDAÐASTA dúkkuhúsið sem búið hefur verið til i heiminum var selt á uppboði hér I dag á 135 þúsund pund eða um 55 mílljónir islenzkra króna. Verðið er 10 sinnum hærra en á venjulegu fbúðar- húsi f Bretlandi. Sir. Neville Wilkinson lista- maður og barnabókahöfundur, teiknaði dúkkuhúsið árið 1907, en það tók 15 ár að fullgera það. Hann gaf dóttur sinni Guendol- en siðan húsið, en hún gaf hon- um hugmyndina að því þegar hún var þriggja ára gömul. Þá sagði hún honum einn daginn að hún hefði séð álfa dansa i kringum ræturnar á einu trénu í garðinum fyrir utan heimili þeirra f úthverfi Dublin. Þá ákvað hann að byggja hús fyrir konungsfjölskyldu Álfalands þar sem Titania drottning rikti. Hann byggði 16 herbergja höll, þ.á m. kapellu og krýn- ingarherbergi. Dúkkuhúsið er tveir metrar á hæð, með raf- magnshitun og Ijósaútbúnaði. I þvi eru skrautleg húsgögn og á veggjum hanga málverk. Fröken Wilkinson lét selja húsið á uppboði árið 1967 og þá seldist það á V4 þess verðs sem það seldist á hjá Christie í dag. Tilboðin i „höll Titaniu" voru fjörleg, en kaupandi hússins er óþekktur. Þó hefur kvistast að kaupandinn sé evrópsk stofnun sem ætli sér að hafa það til sýnis fyrir börn. Ummæli Jack Lynch draga dilk á eftir sér MEÐ niðursuðudósir af selskjöti og brot úr höfuðkúpu kóps f höndum til að leggja meiri áherzlu á mál sitt, hóf forsætis- ráðherra Nýfundnalands, Frank Duff Moores, varnarræðu sína á mánudag fyrir selveiði undan austurströnd Kanada. „Þeim mannlegustu og þeim sem best eftirlit er haft með f heiminum," að hans sögn. Soyuz 27. á braut Moskvu, 10. jan. AP. Reuter. SOVÉTMENN skutu I dag á loft 17. Soyuz geimfari sfnu, klukkan 13.26 að fs- lenzkum tfma. Geimförun- um Vladimir Janibekov, 35 ára, og Oleg Makarov, 44 ára, er ætlað að tengja far sitt Salyut-6 geimvfsinda- stöðinni og takist það munu tvö geimför f fyrsta sinn f sögunni vera tengd sömu geimvfsindastöðinni samtfmis, en nú dvelur áhöfn Soyuz 26. f Salyut-6. Geimförunum í Soyuzi 27. er ætlað að framkvæma ýmsar rann- sóknir i Salyut-6, sumar i sam- vinnu við geimfarana Romanenko og Grechko sem þar eru fyrir, en reiknað er með að Soyuz 27. teng- ist Salyut-6 um kl. 14 á morgun. Þeir Romanenko og Grechko hafa dvalið í rúman mánuð í geimvís- indastöðinni og er þeim ætlað að dvelja lengur I geimnum en nokkrir geimfarar hafa áðurgert. Tass-fréttastofan sovézka skýrði frá þvi i kvöld að allt gengi að óskum hjá geimförunum í Soyuzi 27. SVARTIR skæruliðar gerðu á mánudag árás á bóndabæ um 50 mflur suðvestur af Salisbury og myrtu fjóra hvfta menn, 74 ára gamla konu, son hennar, barna- barn og annan ungling að sögn talsmanns herstjórnarinnar. Mikil leit er þegar hafin að skæruliðunum, en í árásinni særðist einnig 12 ára gamall drengur, þó ekki alvarlega. Ekki er vitað hversu margir skæru- liðarnir voru sem gerðu árásina. Moores gagnrýndi ályktun Bandaríkjaþings frá í fyrra, þar sem það fordæmdi dráp á kópum við strendur Kanada. Hann sagði að erfitt væri að skilja hræsni þingsins, þar sem Bandaríkja- menn hefðu drepið 30—40 þúsund seli undan ströndum Alaska á síðasta ári. „Það veldur okkur reiði, þegar þeir sam- þykkja ályktanir gegn okkur um mál, sem þeir vita sjálfir upp á sig.“ Moores kom til Bandaríkjanna á sunnudag með hópi kanadiskra fiskifræðinga „til að skýra málin“ varðandi selveiðarnar, sem hefj- ast hvert ár um miðjan mars, en í ár hefur kvótinn verið ákveðinn 180 þúsund selir í Norðvestur- Atlantshafi. 1 fyrra var sá kvóti 170 þúsund selir. Veiðar fiskimanna á Nýfundna- landi hafa vakið reiði fólks um allan heim, bæði dýraverndunar- aðila og fiskifræðinga. í fyrra gerði franska leikkonan Birgitta Bardot auk hundruða fólks sér ferð á hendur að ströndum Kanada til að mótmæla seladráp- inu. Hætta er á að einstakar selateg- undir deyi út, ef rányrkjunni verði ekki hætt að sögn virts fiski- fræðings á ráðstefnunni. Forsvarsmenn Greenpeace- samtakanna voru viðstaddir á ráð- stefnunni og sögðu eftir ræðu Moores, að meðlimir samtakanna myndu halda áfram mótmæla- aðgerðum gegn seladrápinu I vor, en á síðasta ári vörðu samtökin 90 þúsund dollurum í baráttu sinni gegn rányrkju þeirri á selum sem þeir telja að viðgangist í heimin- um. Þeir létu hafa það eftir sér að það væri ekki á valdi Kanada- stjórnar að segja þeim að þeir hefðu engan rétt til að skipta sér af auðlindum, sem tilheyrðu öll- um heiminum. Á laugardag var garði þar sem villt dýr leika lausum hala lokað vegna frétta af veru skæruliða þar í nágrenninu. Arásarmennirnir eru taldir vera þeir sömu og myrtu þrjá almenna borgara og þrjá öryggis- verði i Norton I siðustu viku og konu og unga dóttur hennar i grennd við Norton, sem er um 20 mílur frá Salisbury, en aldrei áð- ur hafa skæruliðar verið að verki svo nálægt höfuðborginni. Dublin. 10. jan. AP. Reuter. YFIRLYSING Jack Lynch for- sætisráðherra trlands um helg- ina, þess efnis að Bretar ættu að gefa út yfirlýsingar um hvenær þeir yfirgefa Norður-trland og að stjórn trlands fhugi ef til vill að létta refsingu dæmdra hryðju- verkamanna, hefur valdið reiði meðal ráðamanna f Bretlandi. Þá hefur hinn pólitfski armur frsku hryðjuverkasamtakanna Sinn Fein, sem berst gegn brezkri stjórn f N-lrlandi, sagt ummæli Lynch hafa Iftið gildi fyrir þróun mála. Yfirlýsing Lynch veitti fyrystu- mönnum mótmælenda á Irlandi tækifæri til að hætta viðræðum við Roy Mason Irlandsmálaráð- herra brezku stjórnarinnar. Við- ræðurnar gengu út á endurreisn einhvers konar takmarkaðrar sjálfstjórnar a Norður-írlandi, en frá 1974 hefur héraðinu verið stjórnað frá London. Mason hefur sagt yfirlýsingar Lynch N-Irlandi til lftillar hjálpar en hryðjuverka- mönnum til liðveizlu, á sama tfma og þeir ættu erfiðara og erfiðara uppdráttar með að framkvæma hryðjuverk sin. Mason lýsti þvf ennfremur yfir að Norður-lrland mundi tilheyra brezka konung- dæminu svo lengi sem meirihluti ibúa þar óskaði þess. Aðstoðarutanrfkisráðherra Breta, Frank Judd, hafði í gær- kvöldi samband við sendiherra Ir- lands i London og bað um skýr- ingar á afstöðu Lynch og merki voru um það f dag í London og Dublin að ráðamenn vildu ólmir koma f veg fyrir frekari ágrein- ing. Ummæli Lynch hafa verið gagnrýnd af helstu stjórnarand- stöðuflokkunum i trlandi. Helzti talsmaður stjórnarandstöðunnar, dr. Garret Fritzgerald, sagði að siðferðiskraftur hers og lögreglu væri nú þegar litill og því ónauð- synlegt að veikja hann frekar með óákveðnum og óljósum yfir- lýsingum um sakaruppgjöf hryðjuverkamanna i svari við spurningu i útvarpsviðtali. Skákmótió í Hastings: Sax með verra gegn Fedorowicz Ródesía: Árás á bóndabæ Salishurv, Ródesfu. 10. jan. AP. Jarðlífið og flensan hing- að með halastjörnum? HVERNIG er líf tilkomið á jörðinni? Þetta er spurning sem menn hafa spurt um lang- an aldur. Á öllum tfmum hafa menn verið með kenningar uppi um hvernig lffið á jörð- inni sé tilkomið og nýverið bættist ein f hópinn. „Það kom með halastjörnum," segja stjörnufræðingarnir Sir Fred Hoyle og Chandra Wickrama- shinge f brezku vfsindariti fyr- ir skömmu. 1 sömu grein brydda þau upp á þeirri alda- gömlu hjátrú að ýmsir sjúk- dómar og farsóttir séu frá öðr- um geimhlutum komnar, með þvf að halda fram að inflúens- ur, spánska veikin, sem kostaði 30 milljónir mannslffa, geti hafa orsakast af vfrusum utan úr geimnum. Þau Hoyle og Wickramash- inge eru kunn fyrir ýmsar „djarfar” kenningar sínar á sviði stjarnfræði og geimvís- inda. Næsta kenning þeirra á undan kenningunni um tilurð lífsins á jörðinni var á þá leið að líf væri til úti f geimnum, á milli stjarnanna. Þau Hoyle og 1 aldaraðir hafa menn fmyndað sér að pestir og farsóttir hafi > komið frá vondum verum úr geiminum. Nú hafa tveir st jörnufræðingar komið með fræðikenningar þess efnis að influenza sé til jarðar komin með halastjörnum utan úr geimnum. Wickramashinge segja í hinni nýju kenningu sinni að líkleg- asti upphafsmaður lífs i al- heiminum sé á halastjörnum fjarri jörðu, en það síðan borist hingað með halastjörnum við árekstur. Þau segja líklegt að halastjörnurnar hafi verið. efnalega samansettar eins og ytri reikistjörnur í sólkerfi okk- ar, þ.e. með kjarna úr ís sem umlukin var hvolfi af gasi og ýmsum efnum. A ellipsulaga braut sinni um sólu hafa hala- stjörnurnar tekið upp ýmsar sameindir og frumeindir í hvolfi sólarinnar. 1 sólnánd segja þau ískjarna halastjarn- anna hafa bráðnað, og „þá fóru sérkennilegir hlutir af stað“ í halastjörnunni, segja þau. Með myndun frumstæðra efnaein- inga segja þau keðjuverkandi þróun lifssköpunar hafa farið af stað. A halastjörnunum varð þannig til frumstætt líf, að mati stjörnufræðinganna tveggja. Fyrr eða síðar varð slík hala- stjarna að rekast á jörðina, segja þau, og frjóvga hana frumstæðu lífi, sem sfðan hafði hér öll skilyrði til að þróast í hið flókna líf sem nú fyrir- finnst á jörðinni. Hvað snertir kenningu Hoyle Framhald á bls. 18 Hastings, AP. Reuter. HELZTU tiöindi tólftu umferðar Hastingsskákmótsins. sem tefld var í gær, urðu þau a8 Sax fékk verra tafl gegn Fedorowicz og er biðskákin talin honum töpuð. Hort og Petrosj- an sömdu um jafntefli eftir 11 leiki. StaSan er þá sú. aS Sax er meS 8 vinninga og biSskák. Dzindzihas- hvili. sem sat yfir i gær. er með 8 vinninga, Hort og Petrosjan eru með lVi vinning, Mestel er me8 7 vinn- inga og biSskák, Tarjan 6'/2 vinning og biSskák, Sveshnikov er me8 6Y2 vinning, Speelman 5 vinninga og biSskák. Nunn er me8 S vinninga, Fedorowicz er me8 4'/2 vinning og biSskák. Webb 4 vinninga, Botterill 3V2, en skák hans og Shamkovichs, sem er me8 3 vinninga. var frestaS, Tisdall er me8 2V2 vinning. og Tarjan er me8 1V2 vinning og biSskák. Önnur úrslit úr tólftu umferð; Sveshnikov vann Tisdall, og Nunn vann Webb, en aðrar skákir fóru i bið. Ellefta umferð Hastingsmótsins var tefld á mánudag. Efstu mennirnir, Sax og Dzindzihashvili, áttust við, en viður- eignin varð heldur snubbótt. þvl þeir sömdu um jafntefli eftir aðeins 10 leiki. Hort, sem hafði svart á móti Simon Webb, lenti i timahraki og máni þakka fyrir jafntefli. John Nunn vann Shimon Kagan og Sveshnikov vann Shamkovich, Petrosjan vann Tarjan, Speelman og Fedorowicz gerðu jafn- tefli og Mestel vann Botterill. Tiunda umferðin var tefld á sunnu- dag Sax, sem til þessa hafði leitt mótið, sat yfir og náði Dzindzihashviii honum þá að vinningum með þvi að vinna Speelman Hort vann Kagan og Tarjan vann Webb Petrosjan fékk verri stöðu á móti Fedorowics. en þeim siðarnefnda tókst ekki að hagnýta sér Framhald á bls. 18 Ráðherra- skipti í Noregi Ósló. 10. janúar. Reuter ODDVAR Nordli forsætisráð- herra Noregs gerði ( dag grein fyrir verulegum breytingum á stjórn sinni. Bjartmar Gjerde, sem hingað til hefur verið iðnaðarráðherra, tekur við forráð- um I nýstofnuðu olfu- og orkii- málaráðuneyti, en við iðnaðarráð- herraembætti tekur Olav Hauk- vik. Arne Nilsen tekur við embætti atvinnu- og félagsmála- ráðherra af Leif Aune, Kirsten Myklevoll tekur við embætti verð- lags- og neytendamálaráðherra af Annemarie Lorentzen, og Asbjörn Jordahl tekur við sam- gönguráðherraembætti af Ragn- ari Christiansen. Hinir nýju ráðherrar eiga allir að baki langan stjórnmálaferil, en um leið og Oddvar Nordli skýrði frá þessum breytingum á stjórn- inni lét hann þess getið að fráfar- andi ráðherrar hefðu allir látið I ljós óskir um að þeim yrði veitt lausn frá embættum sinum fyrir alllöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.