Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JANt'AR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. ASalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80.00 kr. eintakiS. Aukum viðskiptin viðPortúgal Mikilvægasti saltfiskmarkaður okkar íslendinga er Portúgal. Þangað seldum við um 30 þúsund tonn af saltfiski á árinu 1976 og 24 þúsund tonn 1 977. Þessi saltfisksala hefur mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskap okkar en alveg sérstaklega fyrir einn landshluta, Suðurnesin, þar sem saltfiskverkun er þýðingar- mikill þáttur í atvinnulífi Saltfisksala okkar til Portúgals er nú í hættu vegna þess, að Portúgalar eiga við mikla erfiðleika að etja í efnahagsmálum. Þar er verðbólga mikil (svona álíka og hér!), viðskiptahalli einnig mikill, og atvinnuleysi ríkir. Viðskiptajöfnuður milli Portúgals og íslands er Portúgölum mjög óhagstæður. Þeir kaupa margfalt meira af okkur en við af þeim. Af þessum tveimur ástæðum, vegna efnahagserfiðleika og óhagstæðs viðskiptajafnaðar milli landanna, hafa Portúgalar fyllilega gefið I skyn, að þeir treysti sér ekki til að halda þessum viðskiptum áfram við Islendinga að óbreyttum aðstæðum. Auk þeirrar sölustarfsemi, sem útflutníngssamtökin halda uppi í Portúgal og þá fyrst og fremst SÍF og forráðamenn þess, hafa íslenzk stjórnvöld fylgzt með viðskiptastöðu okkar í Portúgal með vaxandi áhyggjum. Einar Benediktsson, sendiherra okkar í Portú- gal, fór þangað i október og nóvember og ræddi við áhrifamenn í stjórnmálum, fjármálum og viðskiptalífi og þ.á m. Soares, sem þá gegndi embætti bæði forsætis- og utanrikisráðherra Eftir þessar viðræður leikur enginn vafi á þvi, að meðal ráðamanna í Portúgal ríkir velvilji i garð íslendinga og áhugi á áframhaldandi viðskipt- um en þeir leggja áherzlu á, að við kaupum meira af vörum frá Portúgal en við hingað til höfum gert. Má i þessu sambandi minna á aðvörunarorð sendiherra Portúgals á íslandi er hann kom hingað til lands sl haust Hér heima hafa ráðamenn gert sér grein fyrir þeim hættum, sem fólgnar eru i viðskiptastöðu okkar gagnvart Portúgal Skömmu eftir áramótin efndi viðskiptaráðuneytið til sérstaks fundar með útflytjendum og innflytjendum til þess að ræða viðhorfin í viðskiptum okkar við Portúgala Um ýmsa möguleika hefur verið rætt til þess að auka kaup okkar frá Portúgal. Siðar á þessu ári tekur til starfa olíuhreinsunar- stöð þar í landi. Til umræðu hefur komið að beina einhverju af olíukaupum okkar þangað Það sýnist sjálfsagt að athuga, hvort það sé kleift. Við kaupum nú nær allar oliuvörur okkar frá Sovétrikjunum Forsendur fyrir þeim viðskiptum eru fyrir löngu brostnar og sjálfsagt að dreifa þeim viðskiptum meira en verið hefur um langt árabil. Þess vegna ber að leggja áherzlu á könnun hugsanlegra oliukaupa frá Portúgal Það mundi muna verulega um slík viðskipti og kannski eru þau einfaldasta leiðin til þess að bæta viðskiptajöfnuðinn á milli landanna I Portúgal eru einnig starfandi skipasmiðastöðvar Að vísu höfum við íslendingar ekki þessa stundina áhuga á að láta smíða fyrir okkur skip í erlendum skipasmiðastöðvum En þegar að því kemur er sjálfsagt að reyna að beina þeim viðskiptum til portúgalskra skipasmíðastöðva. Einnig hefur komið fram, að Portúgalar geta selt okkur hráefní sem járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði þarf á að halda og væntanlega verður það athugað, hvort hagkvæmt er að kaupa það frá þeim Ástæða er til að leggja áherzlu á nauðsyn þess, að við aukum viðskipti okkar við Portúgal til þess að tryggja betur saltfisksölur þangað og alhliða samskipti okkar við þjóð, sem við höfum lengi átt góð viðskípti við í Portúgal eru sólarstrendur, ekki siður en í öðrum suðlægum löndum Einnig er tilefni til að hvetja innflytj- endur til að leita^ftir auknum viðskiptum við Portúgali Hér er um gagnkvæma hagsmuni að ræða Portúgalar þurfa að flytja inn matvæli og þeir vilja kaupa okkar sáltfisk. Við þurfum að selja saltfisk og sú sala til Portúgals skíptir miklu máli fyrir þjóðarbúið í heild og Suðurnesin Sérstaklega. Við eigum að leggja okkur fram um að efla þessi viðskipti. N ú kemst ekkert ann- ad ad hjá mér en það eitt að vinna einvígið — segir Viktor Kortsnoj í samtali við Mbl. „ÉG tel mig hafa teflt þessa si5- ustu skák mjög vel. ÞaS er erfitt að benda á ákveðin mistök hjá Spassky en taflmennska hans bendir til of mikillar bjartsýni hans. Mér tókst að snúa á hann jafnt og þétt og vissulega gefur þessi sigur sjálfstrausti minu byr undir báSa vængi. En ég er reynsl- unni rikari eftir allt það. sem gengið hefur á. Taugastríðinu er lokið. Spassky vann það, en ég vann hann á skákborðinu i dag. Nú vantar mig bara einn veinning i sigurinn og ég mun einbeita mér að þvi einu að ná honum." sagði Viktor Kortsnoj. er Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi eftir sigur hans i 17. einvigisskákinni i gær. „Ég vona innilega, að ég hafi nú aftur fundið sjálfan mig," sagði Kortsnoj „En ég er þreyttur eftir öll þessi læti. Spassky hóf taugastriðið og honum tókst að koma mér úr jafnvægi, þannig að ég tapaði fjórum skákum Og það sem meira er. Honum tókst að teyma mig út i vitleysuna utan skákborðsins, þann- ig að ég gekk jafnvel svo langt að fara að hans fordæmi og brjóta þær siðareglur. sem ég hef barizt fyrir að yrðu hafðar i heiðri. Sem betur fer áttaði ég mig aftur Ég hreínsaði mig af vitleysunni með þvi að biðjast afsökunar á henni og einbeitti mér aftur að skákborðinu Þetta var eins og martröð En með stuðningi vina minna um allan heim tókst mér að brjóta af mér fjötra martraðarinnar Og ég stend i þeirri trú að ég hafí komizt út úr þessum eldi ekki minni maður en ég var áður." — En hvað álítur þú um Spassky? „Eftir einvigið við Físcher i Reykjavik varð sú skoðun ofan á að Spassky væri drengilegur and- stæðingur Enginn minntist á bréf- ið, sem reyndar var undirritað af Geller, en allir vissu að Spassky stóð á bak við, þar sem fáránlegar ásak- anir voru settar fram á hendur Fischer og aðstoðarmönnum hans. Þið íslendingar munið efalaust atvik- ið með stólana mjög vel. Skák- heimurinn kaus hins vegar að gleyma þessu bréfi, en nú hefur Spassky sýnt sitt rétta andlit aftur. Og þá rifjast atburðurinn í Reykjavik upp Ég tel tvimælalaust, að hvað sem skákunum liður, þá komi Spassky út úr þessu einvigi minni maður en áður." — Hefur þetta þá bundið endi á vináttu ykkar? „Þetta taugastrið var raunveruleg styrjöld Og styrjaldir slita öll persónuleg tengsl Mér er engin launung á þvi að ég h lit Spassky nú allt öðrum augum en ég gerði fyrir einvigi okkar. En ég vil alls ekki gera litið úr honum sem erfiðum andstæðmgi á skákborðinu. Hann sýndi míkið baráttuþrek i fyrri hluta einvigisins. þrátt fyrir útkom- una Og mér er Ijóst, að sigurinn verður ekki auðunninn nú. En persónan Borís Spassky er mér nú allt önnur en var. Til hennar bar ég vinarhug. Þau ptersónulegu tengsl eru nú rofin." — Er það þér áhyggjuefni að þú skulir hafa tapað þessu sálræna striði svo fljótt og afdráttarlaust? „Vissulega er það mér áhyggju- efni Þetta kann að benda til þess, að ég sé ekki eins persónulega harð- ur af mér og ég taldi mig vera. Hins vegar er á það að lita, að ég áleit Spassky persónulega mér vinveitt- an. Þess vegna kom hann mér i opna skjöldu Auðvitað tek ég svona persónulega hluti nærri mér En ég er staðráðinn i að lifa þá af ." — Hvað með framhaldið eftir einvigið við Spassky? „Nú kemst ekkert annað að hjá mér en það eitt að vinna þetta einvigi. Um framhaldið skal ég svo segja þér, ef þér finnst ástæða til að spyrja mig aftur að þessu einvigi loknu." Mbl. reyndi einnig að ná tali af Boris Spassky, en fékk þau svör, að hann myndi ekki-ræða við fjölmiðla meðan á einviginu stæði Kortsnoj vann sannf ær andi... Kortsnoj átti ekki í miklum erfiðlikum með a8 innbyrða vinn- inginn í 1 7. skák þeirra þegar þeir tefldu framhaldið af skákinni i gær. Spádómar manna um erfið leika Spasskys reyndust ráttir og hann fann enga vörn sem dugði enda tefldi Kortsnoj af miklu öryggi. Eftir að hvitur vann peð á b-línunni skipti svartur upp á ridd- ara sinum og biskupi hvits og hugðist sannreyna hið gamla orð- tæki skákmanna að „hróksenda- töfl eru alltaf jafntefli". Enada- taflskunnáttu beggja þessara meistara er viðbrugðið enda varð- ist Spassky eftir föngum. Eftir sig- ur Kortsnojs i þessari skák hefur hann hlotið 9.5 vinninga en Spassky 7.5. Úr þeim þremur skákum sem eftir eru i einviginu þarf Kortsnoj þvi einungis einn vinnig en Spassky hins vegar 2.5. Næsta skák verður tefld i dag. miðvikudag. Biðstaðan úr 1 7. skákinni Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON 41. .. Re6 42. Hxb3 — Rxd4 (Ljóst er að vörn svarts er gífurlega erfið og Spassky og aðstoðarmenn hans hafa átt erfiða vökunótt við að finna einhver ráð til þess að halda skákinni Fyrr eða siðar neyðist svartur til að skipta upp á R og B og ekki væri betra að leyfa hvita kónginum að drepa aftur á d4) 43. exd4 — Hc7 44. Kd3 — Hcl 45. Hb5 — Hdl (Spassky lék alla sina leiki tiltölulega fljótt og virtist vera með svarleikina á reiðum hönd- um, en Kortsnoj notaði yfirleitt lengri umhugsunartima) 46. Ke3 — Hel 47. Kf4 — He2 (Að þessari stöðu hefur Spassky greinilega stefnt Hrókurinn virðist standa vel, ógnandi h2 og b2 er i uppnámi taki hvitur strax peðið á d5. Ennfremur sýnist hann loka frekari leiðum fyrir hvita kónginn. En Kortsnoj er vandanum vaxinn; hann snýr sig út úr þessum vanda eins og að drekka vatn). 48. h4 — Kh6, 49. b4 — Hb2. 50. Kf5! (Hviti kóngurinn brýzt fram og hótar Ke6 og siðan Kxd5). 50. ... — Hb3, 51. f4 (Hvitur gefur glaður peðið á g3 fyrir peðið á d5, en svartur kýs ekki þau skipti strax) 51. ... — Kh7, 52. Ke6 — Kg6, 53. Kxd5 — Hxg3. 54. Kc6 — Kf7. 55. Hxh5 (Hvitur þiggur allt sem að honum er rétt enda er sama hverju svartur leikur taflið er tapað) 55. ... — Hg4, 56. b5 — Hxf4. 57. b6 Hvitt: Kortsnoj Svart: Spassky Hvitur lék biðleik. 41. Hb5 (Kortsnoj leikur þeim bið- leik sem flestum hefði dottið i hug; svörtum er það algerlega um megn að valda peðið á b3) og svartur gafst upp. Kortsnoj veittist þetta ótrúlega auðvelt! Eitt af mörgum aðalsmerkj- um stórmeistara er að vinna á sem einfaldastan og eðlilegastan hátt — yfirstiga torfærurnar með léttleika likt og um smáhundaþúfur væri að ræða Ekki þarf að spyrja að leikslok- um i þessu einvigi ef Kortsnoj teflir áfram með þéssum styrkleika og léttleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.