Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1978 23 kjallarann, sem var útbúinn sem fbúð í fyrstu. Ætlun þeirra var að flytja inn í hluta ibúðarinnar nú fyrir jólin, er hin sviplegu veikindi bar að. Þegar jafnmiklum ágætismönn- um og Jóni er kippt úr leik í ætlunarverki sínu hálfnuðu, hljóta menn að spyrja: Hverjum er þetta þóknanlegt? Ef einhver ræður þessu, hver er tilgangurinn með slíkum aðgerðum? Annað hvort er það svo, að þeim stjórn- anda verða á mistök eins og öðr- um, eða þá hitt, að mönnum eru ætlaðir meiri hlutir ög þeir teknir þegar þeir hafa þroska til. Að þeirri skoðun hljótum við að hallast og víst er um, að þvi trausti mun hann ekki bregðast, sem honum er sýnt til æðri verka. Við hjónin þökkum honum inni- lega samveruna, sem því miður var alltof stutt. Kynni af slíkum mönnum gera tilveruna bjartari. Ég fullyrði, að um þennan vand- aða mahn á enginn nema Bestu minningar. Ég votta eiginkonu Jóns, sonum hans og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð og bið hann, sem öllu ræður, að veita þeim þrek til að bera harm sinn. Jón M. Benediktsson Jón Ottó Jóns- - Minning son Fæddur 20. október 1894. Dáinn 3. desember 1978. I dag verður til moldar borinn Jón Ottó Jónsson, sem lést að Hrafnistu 3. þ.m. Vil ég mirinast þessa vinar míns með nokkrum orðum. Jón Ottó Jónsson var fæddur 30. október 1894, i Bygggarði á Seltjarnar- nesi. Faðir Jóns var Jón Ólafsson sjómaður, sonur hjónanna Stein- unnar Jónsdóttur og Ólafs Ingi- mundarsonar í Bygggarði, og munu margir eldri Reykvíkingar hafa heyrt hans getið, sökum frá- bærra sjómennskuhæfileika og ótrúlegrar glöggskyggni á veður- far. Móðir Jóns var Elísabet Jóns- dóttir ættuð frá Litla-Bæ á Álfta- nesi. Jón fluttist ungur að Litla- Bæ á Seltjarnarnesi og ólst þar upp ásamt systrum sínum, Stein- unni, Astu og Elísabet. Er Elísa- bet nú ein á lífi þeirra systkina. Var hún gift Jóni Dungal, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Um aldamótin síðustu var lífs- baráttan víðast hvar hörð og Jón HallurKarls- son — Minning Fæddur26. marz 1960. Dáinn 4. janúar 1978. Siðastliðinn miðvikudag var mér flutt sú harmafregn. að fyrr um daginn hefði ungur piltur lát- izt at slysförum við vinnu sina i Svartsengi við Grindavík. Eitt banaslysið enn. Að þessu sinni var nærri mér höggvið. Pilturinn var yngsta barn nákominna vina minna. hjónanna Ölafar Stefáns- dóttur. mágkonu minnar. og Karls Ömars Jónssonar verkfræðings. eins af bernskufélögum mínum frá Akureyri. Jón Hallur hét þessi ungi sveinn í höfuðið á afa sínum. sem látinn er fyrir nokkrum árum. en margir muna og minnast sem drengskapar- og athafnamanns á Akureyri og siðar hér i Reykja- vik. Jón Hallur yngri var á átjánda aldursári og þvi ekki fúllvaxta. er hann var kvaddur burt. en það duldist engum. sem til þekktu. að þar fór efni i atorkumann. enda átti hann kyn til þess. Hann var óvenju-fjörmikill og hressilegur strákur á harnsaldri. og eftir að hann fór að stunda vinnu sem unglingur. gekk hann svo vask- lega til verka. að allir vildu hafa hann i sínum flokki. sem eitt sinn höfóu kynnzt honum. Jón Hallur var nemandi ið Menntaskólanum viö Sund. en vann fyrir sér i jölaleyfinu eins og titt er um vinnugefna sköla- pilta. Daginn. sem slysiö varð. hófst kennsla i skólanum af nýju. en suður í Svartsengi var óiokið verkum. sem Jón Hallur hugðist reyna krafta sina á örfáa daga til viðbótar. enda ekki á flæðiskeri staddur með nám sitt; það sóttist honum vel. krafðist allra vinnufærra handa, jafnskjótt og þær gátu eitthvert ■ verk af hendi leyst. Jón byrjaði sjómennsku strax um fermingar- aldur með föður sínum. Var þá róið á opnum árabátum og hefur þá svo óhörnuðum unglingi efa- laust oft verið kalt á höndum, enda báru lúnu hendurnar hans þess merki að átök og kuldi höfðu þar nærri komið. Föður sinn missti Jón 1914 og varð hann þá fyrirvinna heimilis- ins. Af árabátunum tóku skúturn- ar við, siðan togararnir. Lengst var hann á togaranum Belgaum og siðan Fylki með hinum þekkta skipstjóra Aðalsteini Pálssyni. Stöðuga sjómennsku stundaði Jón til ársins 1950, en þá keypti hann sér trillu og stundaði aðal- lega hrognkelsaveióar ásamt færa- og línuveiðum yfir sumar- tímann. Trilluna sína seldi hann ekki fyrr en hann var kominn um átt- rætt og efalausthefur hann sakn- að þess mikið að geta ekki stund- að sjóinn lengur vegna elli kerl- ingar. Asamt sjómennskunni vann hann sem fiskimatsmaður í fjölda ára, einnig átti hann sæti í sjódómi. Arið 1926 réðist Jón í byggingu íbúðarhúss við Öldugötu í Reykja- vík, allstórt á þeirra tíma mæli- kvarða. Hefur honum þá efalaust verið efst í huga að búa aldraðri móður og tveimur. systrum sínum góðan samastað. Eftir lát þeirra bjó Jón í húsi sínu til ársins 1977, en þá var heilsu hans þannig kom- ið að hann gat ekki lengur búið þar einn. Fluttist hann þá að Hrafnistu þar sem hann dvaldi sitt siðasta ár. Jón var ókvæntur ig barnlaus. Það hefur verið farið ljótt yfir sögu um ævina hans Nonna frænda, eins og við kölluð- um hann alltaf, en honum kynnt- ist ég þegar ég kvæntist systur- dóttur hans og við bjuggum hjá honum um átta ára skeið. Þessi elskulegi gamli maður reyndist okkur hjónunum ákaflega vel- Sérstök var hlýja hans og natni við börnin okkar. Þyrftum við að bregða okkur útaf heimilinu var hann alltaf boðinn og búinn að gæta þeirra. Lúnu vinnuhendurn- ar hans Nonna voru jafn fimar við umönnun hvítvoðungsins og að þerra tár af hvarmi hinna eldri. Ef eitthvað af smáfólkinu kom ekki inn á réttum tíma, var segin saga að hjá Nonna var vió- komandi að finna. Með orðum veróur fátt eitt sagt. Þau eru ætið fátækleg, en minn- ingin um Jón lifir ávallt. Hinsta kveðja og hjartans þökk fyrir allt, sem hann var okkur Ástu og börnunum okkar. Örn Jónsson. Sælir eru auðmjúkir, því að þeirra er himnarfki. Naumast veit ég hvers vegnas vegna ég rita þessar línur, þegar Ottó er allur. Ég hef aldrei skrif- að eftirmæli um neinn, og Jón Ottó væri ólíklegastur manna að óska eftir slíku. Minning: ÓskarSmith pípu- lagningameistari Og syo komur þotta roiðarslag. Eins og hondi væri voifað. or sá þungi dómur fallinn. að ævi þossa unga manns sé öll. Svo hastarlog oru tildrög þossa dóms. að orfitt or að trúa. og þó vorður ongu þar um þokaö. Mogi þoim loggjast likti moö þraut. sont sárast oiga um aö binda. Baldur Jónsson. Um það verður ekki deilt, að eitt af því merkilegasta, sem hér hefur gerst i tæknilegu tilliti, eru hitaveituframkvæmdir og nýting heita vatnsins. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, og undrum sætir, hversu vel hefur til tekizt. Framkvæmdir flestar gengið snurðulitið fyrir sig, og ekki virð- ast þau fagleg vandamál hafa komið upp, sem hamlað hafa i þessu efni. Einn þeirra manna, sem braut- ryðjandi var á þessu sviði, er ný- látinn hér í borg, Öskar Smith pípulagningameistari. Óskar var fæddur i Ósló 16. marz 1897. For- eldrar hans voru Kristján Smith og kona hans Karolina, sem hing- að komu frá Noregi árið 1904. Erindi Kristjáns hingað til lands Minning: Guðmundur Garð- ar Guðmundsson Fæddur 20. desember 1973. Dáinn 20. desember 1977. Mig langar til að minnast hér með örfáum orðum litla drengsins sem ég eitt sinn passaði. Hann var sonur Astu Guðmundsdóttur og Guðmundar Hlöðverssonar en ólst upp hjá móður sinni og ömmu i Hólmi í Austur-Landeyjum. Sumarið 1975 þegar ég gætti Gumma litla var hann tveggja ára gamall, hraustur og duglegur snáði. Það heyrðist aldrei hátt í honum, hann var ákaflega frjálst barn og elskur að öllum dýrum. Hann lék sér með þeim og lét sig ekki vanta, þegar gefa átti kálfun- um eða öðrum dýrum. Það var yndislegt að sjá hann á meðal þeirra, þessara góðu vina sinna. En „Drottinn gaf og Drottinn tók“. Þegar maður hugsar til þess, þá finnst manni kannski erfitt að skilja þetta líf. En við vitum þó alltaf það, að hvernig sem guð kann að ráðstafa hlutunum hjá okkur mönnunum að þá er það ailtaf það besta, og við vitum það lfka, að hvergi gæti Gumma litla liðið betur en þar sem hann er núna. Þeir sem guð elskar, deyja ung- ir. Blessuð sé minning hans. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mfnu gjörðu svo vel og ge.vmdu mig, guð, í skjóli þínu.“ Sigrún Drffa Jónsdóttir. var að setja niður vélar í nýtt verksmiðjuhús, sem var í bygg- ingu hjá Jóhannesi Reykdal i Hafnarfirði. Kristján Smith varð seinna mikilvirkur pipulagninga- meistari hér. Þegar dauða Kristjáns Smith bar óvænt að árið 1929, hafði hann mörg stór verk- efni með höndum, svo sem Land- spítalinn, Elliheimilið og Hótel Borg. Það féll í hlut elzta sonar- ins, Óskars, sem numið hafði iðn föður sfns, að taka við þessum verkefnum. Svo vel fórust honum framkvæmdir, að orð var á gert, naut hann þar góðrar aðstoðar bróður síns Axels, sera einnig hafði numið iðn föður þeirra. Eg, sem þessar lfnur set á blað, kynntist Öskari Smith árið 1940. A þeim tfma var farið að undir- búa hitaveitu Reykjavíkur, vann ég þá á teiknistofu h.f. Hamars hér i borg undir stjórn Benedikts Gröndals verkfr. Öskar varð verk- stjóri þessara framkvæmda undir ágætri stjórn Gröndals. Mun ekki ofmælt, að hjá Óskari fór saman góð fagleg kunnátta og meðfædd- ur dugnaður. Framkvæmdir gengu vel. þrátt fyrir mikla erfið- leika, sem aðallega stöfuðu af efnisskorti. Heimssyrjöldin síð- ari, sem þá var byrjuð, torveldaði öll efniskaup og margt, sem ann- ars hefði verið keypt til verksins erlendis frá, varð að útbúa hér, oft við erfiðar aðstæður. En með samvinnu þessara ágætu kunn- áttumanna varð vandkvæðunum rutt úr vegi. Götur voru grafnar upp og pípur voru lagðar. Á ótrú- lega skömmum tíma hafði verk- efnið verið leyst. Má fullyrða, að þáttur Óskars i þessum fram- kvæmdum var hinn merkasti, enda hér um brautryðjandastarf að ræða. Oskar var hagsýnn dugnaðar- maður alla tið og vann verk sín af einstakri kostgæfni. Hafði hann oft marga nemendur, sem siðar hafa borið meistara sínum fagurt Hve oft hef ég ekki hugleitt, ívers vegna fólk er að skrifa og ninnast þeirra á prenti, sem farn- ir eru, en einhvern veginn finnst mér, að ég skynji það núna. Er það ekki von um, að einhver lesi þau fáu þakkar- og kveðjuorð, sem fram eru færð og sendi um leið hlýjar hugsanir með til þess er kvaddur er. Ég átti mitt athvarf á unglings- og skólaárum á Öldugötu 61, hér í borg hjá systkinum móður minn- ar Jóni Ottó, Steinunni og Astu, en þau héldu heimili saman og eftir að móðir þeirra lézt og voru öll ógift. Minningar æskuáranna koma hver af annarri. Lítil stúlka hafði óstjórnlega^ löngun til tónlistarnáms, reyndi að sækja kennslustundir, en varð að fá að æfa sig úti i bæ hjá ýmsu kunningjafólki. Jón frændi sigldi þá til Englands á togaranum „Fylki", og úr einni slíkri ferð kom hann með pianó handa mér. Það er varla hægt að ímynda sér gleðina, sem gagntók viðkvæma unglingssál þá. En þetta er aðeins lítið brot af svo ótalmörgum atvik- um, sem ég gæti talið upp í sam- bandi við 'Jón frænda, og ætíð, þegar hann „laumaði" einhyerju að mér, var viðkvæðið þetta sama: „Bara lofaðu að vera ekki að segja frá þessu litilræði". Ekki reyndist hann foreldrum mínum, systkin- um og börnum síðri og það hafa vist sannarlega margir aðrir svip- aða sögu af honum að segja, en minni lífskröfum sér til handa hef ég aldrei kynnst hjá nokkrum manni. Ef þetta er ekki á anda kristi- legs kærleika, þá skil ég ekki til- gang lifsins eða boðskap Drottins. Hljóðleiki hógværðarinnar og fórnarlund kærleikans voru lög- mál lífs Nonna frænda. Mín bezta Guðsblessun honum til handa er, að hann megi nú á landi ljóss og friðar uppskera svo sem hann sáði hér á jörðu. Elín Dungal vitni með kunnáttu sinni. Óskar gleymdi ekki uppruna sínum, hélt tengslum við fólk sitt í Noregi og ferðaðist þangað, til þess að lita heimkynni föður síns í Öslóarfirði og kynnast persónulega föður- fólki sínu. Kristján Smith, sem hingað kom á fyrstu árum aldarinnar, varð þjóð okkar þarfur maður, synirnir voru allir mætir dreng- skaparmenn, sem unnu hér merk störf og voru og eru drengir góðir. Eftirlifandi systkini Öskars eru Aldolf forstjóri, Asta gift Haraldi Ólafssyni skipstjóra og Karen, öll búsett hér i borg. Kona Óskars er Eggertina Magnúsdóttir ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu, höfðu þau verið í farsælu hjónabandi meira en 50 ár, þegar Óskar lézt. Börn þeirra eru þrjú, allt mikið efnis fólk. Það fór ekki hjá því, að sam- starfsmenn Óskars mætu verk hans. A 70 ára afmæli Óskars var hann sæmdur gullmerki Iðnaðar- mannafélagsins, einnig var hann heiðursfélagi pipulagningameist- ara. Utför Óskars var gerð frá Dóm- kirkjunni i Reykjavik 2. þ.m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Starf- samri ævi var lokið. Hann hafði með starfi sinu verið islenzkum iðnaðarmönnum til fyrirmyndar. Sómakær maður er genginn á fund feðra sinna. Blessuð sé minning hans. Aðalsteinn Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.