Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 32
aik;lVsinc;asiminn eh-. 22480 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1978 ítarlegar tillögur borgarstjóra um atvinnumál: Gatnagerðargjöld at- vinnurekstrar lækka Borgarstjóri, Birgir ísleif ur Gunnarsson, á fundi með blaðamönnum i Höfða í gær. Borgar- stjóra á hægri hönd en Eggert Jónsson borgar hagfræðingur, en honum á vinstri hönd er Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur. — Ljósm.: Ól. K.M. Einbeiti mér nú að því einu að sigra — segir Viktor Kortsnoj □-------------------□ Sjá viðtal vi8 Kortsnoj og |—j skákskýringu á bls. 16 j—j „TAUGASTRÍÐINU er lokið Spassky vann það, en ég vann hann á skák- borðinu í dag Nú vantar mig bara einn vinning i sigurinn og ég mun einbeita mér að þvi einu að ná honum," sagði Viktor Kortsnoj i samtali við Mbl i gærkvöldi eftir að hann hafði unnið biðskákina gegn Spassky i gær FjársvikamáMð í Landsbankanum: Aðild að byggingu iðngarða — Við- skiptum beint að innlendum aðilum Ólafi Nilssyni falin yfirum- sión rannsóknar í bankanum Var tilnefndur af rannsóknarlögreglu- stjóra eftir ósk bankastjórnar og bankaráðs um óháðan endurskoðanda ÓLAFI Nilssyni endurskoðanda hefur verið falín yfirumsjón með rannsókn fjársvikamálsins i Landsbankanum innan bankans sjálfs. samkvæmt þvi sem kemur fram ■ fráttatilkynningu frá bank- anum í gær. I tilkynningunni kem- ur ennfremur fram, að bankaráð og bankastjórn hafi óskað eftir þvi við Hallvarð Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóra að hann til- nefndi óháðan löggihan endurskoð- enda til þess að hafa yfirumsjón með rannsókninni til þess að taka af allan vafa um, að rétt sé að henni staðið innan bankans. Ólaf- ur hefur mikla reynslu á sviði bók- haldsrannsókna. þvi hann var skattrannsóknastjóri á árunum 1967—'75 eða í 8 ár. Ólafur sagði i samtali við Mbl. i gær- kvöldi að hann myndi hefja störf við rannsókn málsins i þessari viku. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér málið ennþá og gæti harm þvi ekkert um það sagt að svo komnu máli. Fréttatilkynning Landsbankans fer hér á eftir i heild: Síðan grunur kom fram um mis- ferli forstöðumanns ábyrgðadeildar hefur verið unnið að þvi innan Landsbankans að grafast fyrir um það, hversu miklum upphæðum misferlið næmi og hvernig það hafi verið framkvæmt Þetta starf hefur endurskoðunardeild bankans leyst af hendi i náinni samvinnu við endurskoðanda þess fyrirtækis, sem málið snertir mest Siðan misferlið var kært þann 22 desember sl hefur forræði rannsóknar málsins verið i höndum rannsóknarlögreglu ríkisins og hefur löggiltur endur- Ólafur Nilsson Framh. á bi$. 18 „TIL AÐ tryggja atvinnuöryggi í Reykjavík í framtíð- inni ber að efla framleiðslugreinarnar, einkum á sviði iðnaðar og sjávarútvegs. Jafnframt er nauðsynlegt að búa áfram ýmiss konar þjónustu, verzlun og viðskiptum góð skilyrði, þannig að Reykjavík haldi for.vstuhlut- verki, sem hún hefur haft í þessum greinum.“ Þetta er meginmarkmið þeirrar atvinnustefnu, sem Birgir Isleif- ur Gunnarsson borgarstjóri hefur lagt fyrir borgarráð í tillöguformi. TiIIaga borgarstjóra er birt á blaðsíðu 17 í blaðinu í dag, en hún er í 10 meginatriðum: við aðila, sem þann rekstúr stunda. 0 Tillögur verða lagðar fram um lækkun gatnagerðargjalda af atvinnurekstri, en lóðarleiga hækkuð á móti, settar verði strangar reglur uin að iðnaðar- húsnæði verði ekki breytt til ann- arra nota og úthlutun íbúðahúsa- lóða verði sem jöfnust milli ára svo að komið verið i veg fyrir sveiflur i byggingariðnaði. • Reykjavíkurborg taki þátt í Framhald á bls. 18 Allur loðnuflotinn hætti veiðum vegna óánægju með loðnuverð Loðnusjómenn efna til fundar á Akureyri — Akvörðunin fljótræði, segja kaupendur og kenna um villandi samanburði við verðið í Færeyjum 0 Hagfræðideild Reykjavíkur- borgar fari sérstaklega með atvinnumál sem málaflokk, sem fjallað verði um undir stjórn borgarstjóra og borgarráðs, sem verði í aðalatriðum að greiða fyrir samskiptum stjórnenda borgar- innar og fulltrúa atvinnulífs í því skyni að örva fyrirtæki i arðvæn- legum greinum til vaxtar og auk- inna umsvifa, þannig að saman fari markmið atvinnureksturs um ábatavon og markmið borgarinn- ar um aukið atvinnuöryggi. 0 Þá vill borgin stuðla að nánari samskiptum við samtök atvinnu- lífsins um skipulagsmál, þ.á m. gerð skipulagsmála. Settar verði reglur þess efnis í lóðarsamninga, að íðnaðarhúsnæði verði til þeirra nota og ákvarðanir aðalskipulags í því efni þannig gerðar virkari. 0 Að gjaidskrár orkusölufyrir- tækja verði endurskoðaðar og borgarstjórn hafi forræði á gjald- skránum. í tilfelli Rafmagnsveit- unnar verði stefnt að því að atvinnuvegirnir greiði raunkostn- að þeirrar orku, sem þeir kaupa. 0 Bætt verði aðstaða við höfnina. í Bakkaskemmu verði komið að- stöðu fyrir kælda fiskmóttöku, Grandaskáli verði hagnýttur fyrir útgerðina, uppfylling komi vestan Grandans, þar sem þjónustufyrir- tæki og fiskvinnslustöðvar munu rísa og viðgerðarhús reist á Ægis- garði. Staðsetning olíuhafnar verði ákveðin og Reykjavikur- borg lýsir sig reiðubúna til að taka þátt i að koma upp öflugri skipaviðgerðarstöð í samvinnu ÍSLENZKI loðnuflotinn hætti veiðum i gærkvöldi þegar fréttist um verð- ákvörðun yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins á bræðsluloðnu. í gærkvöldi voru 32 skip á leið af miðunum áleiðis til Eyjarfjarðar. en ráðgert er að fulltrúar sjómanna komi þar saman til fundar með full- trúum sinum i yfirnefndinni, sem greiddu atkvæði gegn verðákvörðun- inni. Fullyrt var við Morgunblaðið að algjör einhugur væri meðal loðnusjó- mannanna. jafnt yfirmanna sem undirmanna. um þá ákvörðun að hætta nú veiðum. Af hálfu forsvars- manna fiskmjölsverksmiðjanna i yfir- nefndinni er þvi haldið fram að þessi ákvörðun loðnusjómanna sé fljót- ræði og byggð á mjög villandi samanburði á islenzka loðnuverðinu og hinu færeyska. Algjör samstaða „Að segja að það sé kurr i okkur er ekki rétta orðatiltækið — nú er full alvara á ferðum," sagði Björgvin Gunn- arsson. skipstjóri á Grindvikingi GK. þegar Mbl náði talstöðvarsambandi við hann i gærkvöldi. „Við erum hérna á 32 skipum, og allir á leiðinni inn til Eyjafjarðar. svo að i fyrramálið ættu Akureyringar að sjá mest allan loðnu- flotann blasa við sjónum á höfninni hiá sér Þessi ákvörðun um að hætta veið- um er ekkert að undirlagi okkar skip- stjóranna frekar en annarra hér, það er enginn einn hvatamaður að þessu heldur erum við allir á sama báti, algjör einhugur ríkjandi Við veiðum ekki fyrir þetta verð. Fréttin um verðákvörðunina gekk al- gjörlega fram af okkur og er til marks um það að það var ekki liðin nema hálf önnur klukkustund frá þvi að fréttin barst þar til öll skipin 32 voru hætt veiðum Nú erum við að hafa samband við skipin sem eru i höfn og stefnum þeim einnig til Akureyrar, þvi að við erum vissir um að enginn mun skera sig úr." Björgvin sagði ennfremur. að hann vildi á þessu stigi ekkert um það segja hvaða verð menn gætu sætt sig við Hingað til hefðu menn einungis rætt saman um málið um talstöðvarnar á yfirborðinu en þegar til Akureyrar kæmi væru þeir ákveðnir að koma saman til fundar um málið ásamt full- trúum sinum i verðlagsráðinu. „En það Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.