Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Sadat og Begin í Jerúsalem. ekki væri fyrir annað er þetta athyglisverð þróun. Er verið að leiða athyglina frá Palestfnumönnum með Sinaiþrætunni Fram til siðustu daga hefur málefni Palestínumanna verið þungamiðja málsins. Rétt er að halda því áfram þar, vegna þess að óhugsandi virðist að málið verði leyst án þess á einhvern hátt sé samið um framtiðarskipan Palestínu-Araba. En sú hugsun gerir þó vart við sig að með þrasi, þrætum og mátulega hörkulegum orðaskiptum um Sinai — sem hingað til hefur sáralitlu máli skipt þegar friðarsamningamál hefur borið á góma — sé verið að leiða athyglina frá Palestínu- mönnum og gera Sinai að aðalat- riði sem geri Egyptum kleift að gera sérsamninga við Israel án þess að leysa mál Palestínu- manna. Sá möguleiki er víst fyrir hendi líka að i þessum hvassyrtu yfirlýsingum beggja forystu- mannanna Sadats og Begins sé alvörukergju að finna, sem bland- in væri vobrigðum ef þeim finnst sem hugrekki þeirra og friðarvilji sé ekki nægilega virtur af mót- aðila. Hver gæti orðið framvinda, í Miðausturlöndum á næstunni? — Sadat kynni að þreytast á PLO og gefa Palestínumenn upp á bátinn — er þrasið um Sinai brellur þeirra Sadats og Begins eða er alvöru kergja komin í málið? EFTIR hin hvatvlslegu orðaskipti þeirra Sadats Egyptalandsforseta og Begins, forsætisráðherra Israels, sfðustu daga vegna Sinai, hefur mörgum þótt sem fram- vinda friðarþróunar á þessu svæði sé óljósari en áður. Fyrsta vfman er liðin hjá, eftir að Sadat fór I hina heilögu sendiför sína til Jerúsalem. Þar voru menn há- stemmdir og bjartsýnin leyndi sér ekki. I tali sfnu gagnvart blaðamönnum virtust þeir ekki fullkomlega raunsæir á alla þá gffurlegu tæknilegu og tilfinn- ingalegu erfiðleika sem yrði við að etja, en fögur orð, lof og trú gekk á víxl, Þó þarf enginn að ætla þeim Begin og Sadat slfka einfeldni að þeir hygðu að málin myndu Ieys- ast með fundinum í Jerúsalem og síðan í Ismailia á jóladag. Sadat mátti þó minni tíma missa en Begin að flestra dómi. En víst er að þeir hafa áreiðanlega sín á milli stillt orðagjálfri í hóf og leitast við að finna lausn sem gæti orðið til að varða veginn til friðar. Vegna þess að vilji beggja er sannfærandi og trúlegur eru því orðahnippingar þeirra nú mörg- um umhugsunarefni. Báðum er í mun að það sem hefur áunnizt koðni ekki niður. Að vísu er ekki beint útlit fyrir það, m.a. eru nú starfshóparnir tveir sem voru skipaðir á Ismailiafundinum að hefja störf af fullum karfti og er þess að vænta að þar verði unnið af einurð og ásetningi um að kom- ast að einhverri niðurstöðu sem fært verður að leggja fyrir leið- togana. Hefur ekkert þokazt síðan um jól? Frá því Ismailiafundurinn var haldinn hefur sáralítið eða ekkert þokazt í þessum málum að því er séð verður. Djúpið milli Egypta og Israela var auðvitað svo breitt að óhugsandi var að brúa það á svipstundu. En för Carters fsraelar hafa ráðið Sinai í tíu ár Bandaríkjaforseta til Sadats og sérkennilega orðaðar yfirlýsingar hans — sem i raun gengu þvert á það sem hann hafði sagt við Menachem Begin fáeinum dögum áður, varð og ekki til að auðvelda málið. Skýringin á orðum Carters og hvernig þau skuli túlka hefur ekki fengizt svo að neinu gagni sé en af mörgu má ráða að Carter sé að reyna að feta einhvern milli- veg og vilji hvorugan aðila styggja, þó svona slysalega tækist til í þetta sinnið og Israelar hafi brugðist hinir verstu við. A hinn bóginn hafa Bandaríkjamenn tek- ið því af mestu stillingu að Sadat tók alla forystu úr höndum stór- veldanna með frumkvæði sínu í nóvember og búast má við því að hann og Begin og jafnvel aðrir Arabaleiðtogar sem kynnu að fást til viðræðna, vilji nú leggja sig fram um að leiða málin í þessum heimshiuta til lykta, án þess að slíkum aðgerðum sé stjórnað eins og venjulega af stórveldunum. Þó Begin með Carter: frumkvæðið var tekið úr höndum Bandan'kja- manna þeim til furðu. Hússein með Iranskeisara. Hussein er tvfstfgandi og uggandi um sinn hag ef PLO-menn fengju vilja sfnum framgengt. Bæði Sadat og Begin hafa þó dregið töluvert í land og rennir það stoðum undir þær hugmyndir að hér sé að hluta um sviðsetn- ingu' að ræða hvað varðar þetta ágreiningsmál. En vikja mætti ögn að Sinai. Israel tók svæðið frá Egyptalandi í sex daga striðinu og hefur svæðið verið á valdi þess sfðan. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa ísraelar hafið þar nokkurt landnám. Sinai eyði- mörkin hafði þó í stríðinu 1955 lent að hluta á valdi ísraela en fyrir þrýsting stórveldanna tveggja var svæðinu skilað aftur. Síðar þóttust Israelar hart leiknir og töldu að komið hefði verið aft- an að þeim. Eftir Yom Kippur stríðið I október 1973 drógu Israelar herlið frá nokkrum hluta Vestur-Sinai þegar gerður var samningurinn um aðskilnað herja Israela og Egypta. En um það bil 90% af Sinai héfur þó verið á fsraelskum höndum þessi tíu ár. Verður Sadat þreyttur á gagn- rýni PLO-manna Eins og fram hefur komið hefði fáum dottið það í hug að Sinai gæti orðið ásteytingarsteinn. Sadat hefur oft lýst því yfir að hann gæti gert einhliða friðar- samning við Israel þegar honum þóknaðist. En hann hefur til þessa kosið að slíkur samningur fæli I sér lausn Palestínumálsins hvað sem nú verður. Ekki er þetta alls kostar ný bóla. I ævisögu sinni My Life seg- ir Golda Meir, fyrrverandi for- sætisráðherra Israels frá því að hún hafi þózt merkja það fljótlega eftir að Sadat tók við völdum að Nasser látnum, að hann yrði sann- gjarnari og hófsamari en fyrir- rennari hans. Að sögn Goldu Meir hafði Ceausescu Rúmeniuforseti milligöngu um að koma skilaboð- um til hennar þess efnis að Sadat vildi fá að hitta hana. Aftur á móti fylgdi Sadat því ekki eftir og af fundi varð ekki. Þetta var all- löngu fyrir Yom Kippurstriðið sem Egyptar hófu. I viðtölum við Sadat nú kemur ekkert fram sem skýrir hvers vegna Sadat virðist ekkert hafa aðhafst f málinu, þar sem virðing hans og aðdáun á Goldu Meir hefur ekki verið neitt launungarmál og hann telur að það hefði verið eftirsóknarverð- ast ef hann hefði getað haft sam- skipti við hana um friðarmálefni Miðausturlanda, enda þótt Begin sé að hans dómi verðugur gagnað- ili. Aftur á móti segir Sadat að aldrei hefði hvarflað að honum að eiga slík skipti við Ytzak Rabin, fyrrv. forsætisráðherra, sem sé hvorki sterkur pólitikus né per- sónuleiki. En hvað nú sem þeirri afstöðu Sadats liður að vilja að lausn Palestinumálsins verði fólgin í samningum nú gæti sú afstaða breytzt. Það gæti breytzt ef PLO- frelsissamtök Palestinumanna sem telja sig samnefnara og má- svara Palestínumanna — þótt það sé vissulega umdeilt — halda fast við andstöðu sina við friðarfrum- kvæði Sadats og neita að fallast á eða styðja tillögur hans til lausn- ar málinu. Deila Sadats og PLO er beizk og hatrömm um þessar mundir. En að svo komnu hefur Sadat ekki gengið lengra en gefa í skyn að svo geti farið að hann neyðist til að ganga einn á leiðarenda. Egyptar, eru sem sé dauðþreytt- ir á þvi að vera fallbyssufóður fyrir PLO og standa í því að heyja hverja styrjöldina á fætur ann- arri til að reyna að tryggja Palestinumönnum þau réttindi sem þeir telja sig bera. Sadat vill tæplega ganga svo langt nú að fórna friði Egyptalands fyrir Pal- estinumenn, en hann er engu að síður reiðubúinn að ganga nokk- uð langt til að svíkja ekki það mál sem hefur að dómi Araba verið kjarni Miðausturlandadeilunnar í þrjátíu ár. Sadat: versti óvinur Palestínu- manna er PLO. Nú búa um 900 þús. Palestlnu- Arabar í Jórdaniu. A Gazasvæð- inu sem Israelar ráða eru um 430 þús. i Kuwait 250 þús., í Libanon 400 þús., í Sýrlandi um 15 þús., Egyptalandi 150 þús., og á Vestur- bakkanum um 750 þús. Auk þess býr um hálf milljón Palestínu- Araba í Israel og eru ríkisborgar- ar lsraels. Margt af því fólki, sér- staklega úr röðum yngri kyn- slóðarinnar virðist finna til meiri tengsla við hina palestínsku frændur sina en sambýlismenn sína, Gyðingana. Aðalmálsvari Palestinumanna eru PLO — Frelsissamtök Palestínumanna eins og alkunna er. Þar er Arafat æðstur manna en aldrei hefur þó verið efnt til kosninga um æðstu stjórn PLO, og þau hryðjuverk mörg og ljót sem PLO hefur unnið og talið i þágu friðar og hagsmuna Palestínumanna, hafa ekki hlotið einróma fögnuð Palestínumanna. Því að það er vissulega misskiln- ingur að allir Palestinumenn séu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.