Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 17 Pétur á Hrafni Sveinbjarnarsyni II hampar einum fallegum. Haukur á Má GK. „Línufiskurinn alltof lágt borgaður.“ „Verda að hækka eitthvað“ Við spurðum hvað honum fynd- ist sjálfum. — Þeir verða að hækka það eitthvað, krónan er alltaf að falla þannig að það ætti að vera unnt að hækka verðið eitthvað til okk- ar. — Verður verkfall ef menn verða óánægðir með verðið? — Það fyndist mér ekki óeðli- legt. Línufiskur er t.d. alltof lágt borgaður, hann er viðurkenndur miklu betra hráefni en netafisk- ur, en á sl. vertíð fengum við lægra verð fyrir línufisk en neta- fisk. — —Hvernig er að fá mann- skap nú? — Það er hálfgert hallæri. Það er ekkert vandamál með beitinga- menn, þeir vinna í akkorði og geta haft það gott ef mikið er róið, en það verður að fiskast vel ef hlutur hjá sjómönnum á að verða sæmilegur. — Er hægt að gera nokkurn samanburð á vertíðarbyrjun nú og í fyrra? — Það er varla hægt, við erum svo nýbyrjaðir, en kannski hægt að segja að það sé aðeins meiri þorskur. Hins vegar er það þann- ig á þeirri slóð, sem við sækjum á, að ef þar er ekki þorskur, er eng- an fisk að fá. Það er erfitt að segja um hvernig þetta leggst í mann, en þó ekkert sérlega illa, ef hægt er að fá mannskap, það er alltaf höfuðverkurinn á minni bátun- um, þegar skipt er yfir á netin. Ég veit ekki hve lengi vió verðum með línuna, það fer eftir því hvernig fiskast og hve snemma loðnan gengur suður með. Hugað að ver- tíðar- byrjun í Grinda- vík Um borð í Önnu GK hittum við Einar Kjartansson skipstjóra. Hann er Norðfirðingur en fluttist til Grindavíkur fyrir þremur árum. Hafði þá verið með bát, sem hann átti með öðrum 5 vertíð- ir í Grindavík. Anna, sem eitt sinn var skráð i Siglufirði, er nú i eigu Sverris hf. í Grindavik og er á netum. Einar sagði okkur að þeir hefðu verið á netum frá því i haust og heldur iítið verið að hafa, aðeins vottur fyrir áramót, en lítið, sem ekkert siðustu daga. Þeir voru með tæp þrjú tonn af tveggja nátta fiski, tómur ufsi úr 7 trossum. 10 menn eru á. Einar sagði að vertíðin legðist sæmilega 1 sig, en þó væri aflinn aðeins tregari nú en fyrstu dagana í fyrra en það væri ekkert hægt að byggja spár á því. Smá reytingur hefði verið af góðum þorski á línuna og það væri jákvætt. Einar sagði að svo virtist sem nokkuð vel hefði gengið að manna bátana í vetur og teldi hann að það væri vegna samdráttar í at- vinnu í landi. Hins vegar væri því Einar Kjartansson: „Það getur orðið sainstaða um aðgerðir." Bjóðin tekin í land. (Ljósm. Friðþjófur. , ekki að neita að menn væru orðn- ir langeygðir eftir fiskverði. „Það getur orðið samstaða meðál sjó- manna um aðgerðir ef ekki kem- ur veruleg hækkun, einkum eftir samstöðuna hjá loðnusjómönnum nú,“ — Hvað telur þú að fiskverð þurfi að hækka? — Lágmark um 30% ekkert óeðlilegt, er á það er litið, að við höfum enga hækkun fengið frá því i júní. — Hvernig er afkoman hér i Grindavík? Aðgerðirnar hálfgerð __________uppgjöf____________ — Hún er sæmileg, en allir vita auðvitað að vertíðaraflinn hefur Að ýmsu þarf að huga. Kraftaverkanet steinuð niður. stórdregist saman hér á siðust árum. Við vorum t.d. með 650 tonn á vertíðinni í fyrra og í hópi hæstu skipa. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Mér finnst lika að þessar ráð- stafanir sem gerðar hafa verið i sambandi við vertíðina, séu hálf- gerð uppgjöf, að láta taka netin upp á miðri vertíð. Þá á að láta þetta ganga jafnt yfir alla. „Við erum rétt að byrja, erum að draga í 2. skiptið og það er engan fisk á fa,“ sagði Lýður Sveinbjörnsson skipstjóri á Simoni GK er við hittum hann í brúnni, rétt er þeir höfðu lagt að. „Við vorum úti á svokölluðum hrygg. Það litla, sem við erum með 1M tonn, er blandaður fiskur, en meiriparturinn ufsi.“ Þetta er önnur vertíðin, sem Lýður er með Símon, var áður með Sigfús Bergmann. Tók við Símoni er Sigurpáll Einarsson út- gerðarmaður keypti hann í febrú- ar í fyrra og fiskaði 250 tonn á vertíðinni. Lýður sagði að sæmi- lega gengi að fá mannskap, hefði miklu munað eftir að mánaðar- legt uppgjör var tekið upp. Lýður var hálfsvartsýnn á að samstaða næðist meðal sjómanna ef fisk- verð hækkaði ekki, þrátt fyrir að það þýddi 30% kauplækkun. Það væri ekki hagstæð tala í saman- burói við kauphækkun þing- manna. ,,Það er þvi ekkert undar- legt þótt Sigurpáll vilji komast á þing, hann gæti kannski greitt niður útgerðarhallann meó þing- mannslaunum," sagði Lýður og brosti við. Lýður í brtinni á Símoni: „Hefði fyrir löngu átt að vera búið að stoppa togaraflóðið." Aðspurður um friðunar- aðgerðirnar á vertiðinni sagði Lýður að sér litist ekki svo illa á þær, en taldi að þær yrðu erfiðar í framkvæmd. Það kæmi illa út fyr- ir mannskapinn auk þess sem mjög erfitt gæti verið fyrir minni bátana að ná trossunum í land. „Ég tel að það hafði átt að stoppa miklu fyrr togaraflóðið til lands- ins, sem enn er i fullúm gangi og sem drepur allan fisk." Þegar við kvöddum og fórum sáust ljós margra báta úti við sjóndeildarhringinn, netabátarn- ir voru á landstími og af ummæl- um þeirra í talstöðinni mátti dæma að lítið hefði verið að hafa. Það var hins vegar aðeins 11. janúar og enn von til að fiskur gengi, en enginn virtist telja að þaó yrði i meira magni en undan- farin ár. — ihj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.