Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 25 fclk í fréttum ^ í *** 1 þessu hreysi hefur Verner Sörensen búið í rúm fimm ár. A hverjum degi er honum færður heitur matur. + t rúm fimm ár hefur hreysi sem búið er til úr trjágreinum og plasti, einangrað með dag- blöðum, verið heimili hans. Stærðin á þessu fátæklega hreysi er innan við þrfr fer- metrar og þarna býr Verner Sörensen, 61 árs allt árið og þar rúmast hinar fátæklegu eigur hans. Verner Sörensen er ekki neyddur til að búa þarna vegna fátæktar. Hann á sem svarar rúmlega hálfa þriðju milljón króna fslenskra f banka og gæti þvf hæglega leigt sér litla íbúð, en hann hefur enga löngun til þess. Hann er hæstánægður með þennan bústað sinn f Geels-skóginum skammt frá járnbrautarstöðinni f Holte f Danmörku. Einu sinni á ári fer hann í bankann og tekur út u.þ.b. 250 þúsund ísl. króna og það dugar honum allt árið. Sörensen var áður vinnumaður á búgarði en fyrir 12 árum missti hann vinnuna og gekk illa að fá aðra í staðinn og þá fór hann á flakk en hefur nú f fimm ár verið kyrr á sama stað f skóginum f Holte. Meðan hann var vinnumaður var hann mjög sparsamur og lagði pen- inga f banka og sú upphæð vex stöðugt þvf hann eyðir ekki einu sinni vöxtunum. „Flestum finnst ég áreiðanlega dálfti undarlegur, og kannski er ég það, en ég held að ég sé eins hamingjusamur og fólkið sem ég sé á hverjum degi flýta sér til og frá járnbrautarstöðinni. Eina vandamál mitt er að ég er alltaf kvefaður," segir Sören- sen. Hendur hans eru fjólublá- ar, en hann segist aldrei finna til kulda, útiveran hafi hert sig. Sörensen fær heitan mat einu sinni á dag. Það er bflstjóri frá elliheimili sem kemur á hverj- um degi með matinn til hans. „Eg hef ekki beðið um þennan mat og aldrei borgað fyrir hann, ég býst við að bæjarfélag- ið geri það. Eg hef alltaf nóg að borða. A haustin liggur alltaf mikið af eplum, sem hafa hrun- ið af trjánum, á gangstéttunum svo kaupi ég mér brauð og kattamat í dósum. Hann er ódýr og góður. Það kemur Ifka fyrir að mér er gefinn matar- pakki og jafnvel ölflöska." Einnig eru mér oft gefin gömui föt.“ Einu sinni átti Sörensen ferðaútvarpstæki en hann skipti á þvf og fötum, sfðan hefur hann ekki heyrt f útvarpi en hann segist fylgjast með þvf sem gerist í blöðum sem hann finnur f öskutunnum. Verner Sörensen er fæddur í Gunder- strup f Himmerland þar sem faðir hans var bóndi og aðeins 12 ára gamall fór hann f vinnu- mennsku. Hann dreymdi um að eignast jörð og fara að búa en fjárhagurinn leyfði það aldrei þótt hann lifði spart. Sörensen hefur aldrei kvænst. „K:nnski var það vegna þess að ég var aldrei lengi á sama stað, ég hef flækst um landið þvert og endi- langt. Nú er of seint að hugsa um það og Ifklega vildi engin kona búa með mér hérna f skóg- inum. — En ég er ekki bitur. Ég hef sjálfur valið mér þetta hlutskipti og mér líður vel. Eini lúksusinn sem ég læt eftir mér er að kaupa svolftið pfpu- tóbak. Hér amast enginn við mér ekki heldur þótt ég noti snyrtiaðstöðuna á járnbrautar- stöðinni. Ég gæti ekki hugsað mér að lifa við aðrar kringum- stæður," segir Sörensen að lok- um. Sörensen situr á föllnum trjá- stofni meðan hann matast. Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 10.00—10.15. Sent verður á stuttbylgju 31 metra, (9.5 MHZ.) Orð krossins, pósh. 4187, REYKJAVÍK. ITORFÆRUTRÖLL í BOÐI | Hjálparsveit skáta i Vestmanrtaeyjum óskar eftir tilboði í Bedfordbifreið- ina á meðfylgjandi mynd, en bifreiðin er ugglaust eitt mesta torfæru- tröll landsins á bílamarkaðinum. Bifreiðin er ekin 4 þús. mílur. í bilnurn er ný 6 cyl. benzinvél, 1 33 ha. Hátt og lágt drif er á öllum hjólum og vinnuvéladrif. Bíllinn tekur 1 5 manns í sæti og mikinn farangur. Benzintankur tekur 1 00 litra og undir bilnum eru festingar fyrir 8 stk. 50 litra benzinbrúsa. Þá eru tvö geymsluhól,f á hvorri hlið og hreyfanlegur Ijóskastari á þaki. Bifreiðin öll er í mjög góðu standi. Upplýsingar gefur Bjarni i sima 1300 á verzlunartima i Eyjum eða Snorri i sima 1 1 90 i matartimum og á kvöldin. Óskabifreið þeirra sem vilja komast allra sinna ferða um landið, hratt, örugglega og þægilega. Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum dilkakjöt áhaestæóu verói Leyfil. yerð Qkkar verð Heilskrokkar I verðflokkur 842 /kg. Heilskrokkar II verðflokkur 779 /kg. Súpukjöt 1>8^. 875 /kg. Læri 998 /kg Hryggir 1.021 /kg Lærisneiðar 1.238 /kg Kdtelettur 1.121 /kg Saltkjöt iVlSQ, 1.022 '/kg Slög 600 /kg ATH.BREYTTAN VERSLOmRTÍMA: OPID TILKL8Í KVÖLD LOKAD Á MORGUN.LAUGARDAG. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.