Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 1
11. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Br. Soares á í erfiðleikum Lissabon, 13. jan. Reuter. MAKIO Soares forsætisráðherra sagði í dag að hann hefði ient í erfiðleikum í tilraunum síniim til að tryggja nýrri stjórn traustan meirihluta og sagði að ástandið væri „mjög alvarlegt". Hann sagði þegar hann hafði gefið Antonio Ramalho Eanes forseta skýrslu um tilraunir sinar til að leysa stjórnarkreppuna að kommúnistar hefðu neitað að fallast á samkomulag sem mundi treysta nýja stjórn f sessi og gert nýjar kröfur sem jafnaðarmenn gætu ekki gengið að. Soares kvaðst ætla að íhuga ástandið og hafa samráð við flokk sinn áður en hann gengi aftur á fund Eanesar forseta annað kvöld til að tilkynna honum hvort hann teldi að hann gæti haldið tilraun- um sínum áfram. Dr. Soares hefur orðið mest ágengt i viðræðum við CDS, Framhald á bls. 28. Sómalir fúsir til viðræðna London, 13. janúar. Reuter. MOHAMED Siad Barre, forseti Sómalíu, hefur skorað á Afríku- riki að miðla málum í þvi skyni að binda enda á strfðið við Víetnamar vilja friðar vidrædur París, 13. janúar. Reuter. VlETNAMAB hvöttu í dag til friðsamlegrar lausnar á landa- mæradeilunni við Kambódíu- menn og hvöttu vinveitt ríki um allan heim til þess að stuðla að viðræðum milli deiluaðila. Sendiherra Víetnams í París, Vo Vang Sung, sagði á blaðamannafundi að stjórnin í Hanoi væri reiðubúin til við- ræðna við stjórnina í Phnom Penh hvenær sem væri og hvar sem væri. Hann vildi ekki halda því fram að Víetnamar hefðu farið með sigur af hólmi í landa- mærastríðinu og sagði að kambódískar hersveitir væru enn í suðurhluta Víetnam milli Hatien og Chau Doc. „Við verðum kannski að gera hernaðarlegar ráðstafanir til þess að hrekja þá yfir landa- mærin," sagði hann. Sendiherrann neitaði að svara beint þegar hann var að þvi spurður hvort vietnamskar hersveitir væru í Kambódíu. Aður hafði fyrrverandi franskur öldungadeildarmað- ur nýkominn frá Víetnam sagt blaðamönnum að kambódískir hermenn hefðu myrt alla 463 íbúa landamæraþorpsins Tan Lap. Eþíópíu og segir að stjórn lands- ins sé fús til viðræðna við Eþfópíustjórn að þvf er segir f tilkynningu frá sómalska sendi- ráðinu í London í dag. Þar er haft eftir Barre forseta að stjórn hans sé fús til viðræðna ef Eþiópiustjórn sé það einnig. i gær skoraði Carter forseti á Sómalíustjórn að hvetja opinber- lega til viðræðna við Eþíópiu- menn. I ræðu, sem vitnað er i, itrekaði Barre gagnrýni sína á hernaðar- aðstoð Rússa og Kúbumanna við Eþíópíumenn í stríðinu og kvað hana brjóta í bága við stofnskrá Einingarsamtaka Afríku og sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. Barre forseti segir það skyidu heimsins og Afrikuríkja alveg sérstaklega að binda enda á hernaðarátökin á austurhorni Afríku. Hann segir að stjórn sín sé fús til viðræðna þótt Eþíópíu- menn hafi gert sig seka um til- efnislausa árás á Sómalíu. Ezer Weizman, landvarnaráðherra ísraels, með egypzka stúlku sem hann hitti þegar hann skoðaði pýramídana í gær. ísraelskir fulltrúar til hægri. Sadat telur fríðar- tQraunírnar í hættu Aswan, 13. janúar. Reuter. AP. ANWAR Sadat forseti sagði f Aswan í kvöld að ágreiningur Egypta og Israelsmanna um Palestfnumálið og búsetu Gyð- inga á herteknum svæðum tsra- elsmanna stefndi i hættu tilraun- um til að koma á friði f Mið- austurlöndum. Hann minnti á að samkomulag hefði ekki náðst um þessi ágrein- ingsefni á fundi hans og Menachem Begins forsætisráð- herra f Ismailia f sfðasta mánuði og kvað þennan ágreining sér- staklega hættulegan þar sem friðartilraunirnar væru á mikil- vægu stigi. Mohammed Gamassi hershöfð- ingi, hermálaráðherra Egypta, sagði fyrr f dag að búseta Gyðinga á Sinai væri enn helzti ásteyting- arsteinninn f viðræðunum. Sadat hefur rætt við James Callaghan, forsætisráðherra Breta, í Aswan og hann sagði að þeir hefðu í vissum atriðum náð Stjórn Andreottis að því komin að f ara frá samkomuiagi um deiluefnin i Miðausturlöndum. Hann kvaðst ekki gera ráð fyrir því að Callag- han gæti miðlað málum i deilum Egypta og ísraelsmanna en hann gæti stuðlað að því að koma skriði á friðarumleitanirnar þar sem hann væri vinveittur báðum þjóð- unum. Ezer Weizman, landvarnaráð- herra tsraels, kom í dag til Tel Aviv frá Kaíró og hafði meðferðis hugmyndir sem Egyptar komu fram með þar um fram tíð Sinai- skaga. Hann sagði að það sem næst gerðist yrði á valdi utan- ríkisráðherra landanna sem koma saman til fundar í Jerúsalem i næstu viku. Báðir aðilar sögðu að Framhald á bls. 28. Rðm, 13. janúar. Rpuler FALL rfkisstjórnar Guilio Andreottis forsætisráðherra virt- ist yfirvofandi í dag og kommún- istar sökuðu Bandarikjamenn um afskipti af ítölskum innanlands- málum. Lfran varð fyrir miklum þrýst- ingi og Italfubanki varð að kaupa sem svarar 50—100 milljónum dollara til að treysta gengi henn- ar. Andreotti forsætisráðherra hef- ur boðað fundi með þingleiðtog- um kristilegra demókrata á morg- un og leiðtogar kommúnista, sósfalista og Lýðveldisflokksins munu lfklega draga til baka stuðning sinn við 17 mánaða gamla minnihlutastjórn Andre- ottis ámánudag. Krafa V-Þýzkra fangavarða: Engar einkavidrædur Stuttgart, 13. jan. Reuter SAMTÖK fangavarða f Vestur- Þýzkalandi kröfðust þess í dag að yfirvóld legðu blátt bann við því að verjendur hryðjuverka- manna fengju að ræða við þá I einrúmi. Þessi krafa kemur í kjölfar yfirlýsinga um'að lög- fræðingar hryðjuverkafðlks hefðu smyglað byssum þeim, sem Baader og Raspe réðu sér bana með f október s.l., inn í Stammheim-fangelsið f Stutt- gart. Hingað til hafa yfirvöld í V- Þýzkalandi verið andvíg því að skerða rétt lögfræðinga til að ræða við skjólstæðinga sina i einrúmi og haf a i því sambandi vísað til stjórnarskrárákvæða. Skýrt hefur verið frá þvi að starfsmaður i skrifstofu lög- fræðingsins Croissants, sem Frakkar framseldu nýlega til V-Þýzkalands, hefði látið i té upplýsingar um að byssunum hefði verið smyglað inn í fang- elsið til Raspes og Baaders s.l. vor. Samkvæmt vitnisburði skrifstofumannsins voru byssurnar faldar í plötuspilara og milli þilja í fangaklefa þar til fangarnir gripu til þeirra. Kristilegir demókratar hafa neitað að verða við kröfum um myndum þjóðstjórnar og komm- únistar svöruðu því í dag með því að boða baráttu um alla ítalíu til stuðnings þeirri hugmynd. Kommúnistamálgagnið L'Unita kallaði það gróf afskipti af itölsk- um innanlandsmálum að banda- ríska utanrikisráðuneytið sendi frá sér í gær yfirlýsingu þess efn- is að Bandaríkjamenn vildu að dregið yrði úr áhrifum kommún- ista hvar sem væri I Vestur- Evrópu. Bandariski sendiherrann, Riehard Gardner, sagði þegar hann kom aftur f dag frá Wash- ington þar sem hann ræddi við Carter forseta að yfirlýsingin hefði skýrt vel afstöðu Banda- ríkjamanna fyrir þeim sem vildu hlusta. 1 Washington jók bandaríska utanríkisráðuneytið gagnrýni sina á italska kommúnista í dag og útfærði hana nánar. Ráðuneyt- ið sagði í skrifuðu svari við spurn- ingum að „margar vísbendingar" Framhald á bls. 28. Funda áfram um fargjöld Genf, 13. janúar. Reuter. FULLTRUAR 37 flugfélaga ákváðu f dag að halda áfram fiinilum i Genf um helgina til þess að reyna að samræma far- gjöld á flugleiðum yfir Norð- ur-Atlantshaf. Talsmaður Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) sagði að fulltrúarnir á fundinum mundu sennilega ákveða á morgun hvort grundvöllur væri fyrir samkomulagi þann- ig að ástæða væri til að halda viðræðunum áfram i næstu viku. Tilgangur viðræðnanna er að ná samkomulagi um sam- eiginleg fargjöld á flugleiðum milli Bandaríkjanna og borga í Evrópu annarra en London. Samkomulag hefur þegar tekizt um ódýr fargjöld á flug- leiðinni London-New York til að keppa við flugfélag Freddie Lakers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.