Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 5
MOKGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 5 Þetta var stór- kostlegt en það er gott að því er lokið — segir Bozidar Kasic, aðal- dómari einvígisins í Belgrad „ÞETTA voru mjög skjót enda- lok. Eg opnaði umslagið með biðleik Spasskys, lék hann og setti klukku Kortsnojs af stað. Þá stöðvaði Spassky klukkuna og undirritaði leikjablaðið og þegar Kortsnoj sá það, undirrit- aði hann sitt blað lika og yfir- gaf sviðið. Spassky fór svo lfka burtu án þess að kveðja okkur dómarana, en hann tók í hönd- ina á þeim, sem stjórnaði sýn- ingarborðinu,** sagði Bozidar Kasic, aðaldómari einvígisins f Belgrad í samtali við Mbl. að loknu einvfgi þeirra Kortsnojs og Spasskys. „Ég hitti svo Kortsnoj aftur og spurði hann þá, hvers vegna hann hefði þotið i burtu og sagði sem svo, að ef til vill hefði Spassky komið á staðinn til að óska honum tii hamingju. En Kortsnoj sagði, að hann hefði ekki haft áhuga á slíku, og það er út af fyrir sig skiljanlegt eftir það sem á undan er geng- ið,“ sagði Kasic. „Þeir hættu jú að takast í hendur eftir tíundu skákina, nema hvað Kortsnoj óskaði Spassky til hamingju með sigurinn í 14. skákinni, en svo varð það ekki meir með handabönd þeirra i milli." Kasic sagðist telja úrslit ein- vígisins mjög sanngjörn. „Kortsnoj var sterkari á öllum sviðum skákarinnar og hann verðskuldaði þennan sigur. Gæði skákanna voru yfirleitt mjög mikil, það var hart barizt, en á tímabili báru skákirnar líka merki harðra sálfræðilegra sviptinga utan skákborðsins. Þeir erfiðleikar, sem komu upp í þessu einvigi, voru mjög miklir. Það voru ýmis tilþrif á báða bóga og hvorugur skák- mannanna var beint samvinnu- fús. En þó held ég að notkun Spasskys á sýningarborðinu hafi komið mest á óvart. Ég mun nú senda FIDE skýrslu um einvígið og ég sé ekki ann- að, en Alþjóðaskáksambandið verði að setjast niður og setja nákvæmar og strangar reglur um aðbúnað, útbúnað og hegð- an keppenda í svona einvígjum. Og ég er þeirrar skoðunar að notkun Spasskys á sýningar- borðinu hafi verið röng; eins og minn upphaflegi úrskurður um að fjarlægja borðið bar með sér.“ „Það sýnir bezt hörkp þessa einvígis á skákborðinu, að að- eins sjö skákum lauk með jafn- tefli. Og allar voru þær hörku- skákir, sú stytzta var 33 leikir. Baráttuþrek beggja keppenda var með ólikindum, en einnig þar reyndist Kortsnoj sterkari, þvi í raun má segja, að hann hafi unnið einvígið tvisvar; fyrri helming þess og síðasta kaflann. Þannig er ekki hægt að segja annað en að þetta einvigi hafi boðið upp á tilþrif í tafl- mennsku, spennu og alls kyns erfiðleika, en við urðum að fresta einviginu tvisvar sinnum af tæknilegum ástæðum. Ég ef- ast ekki um að keppendur séu út af fyrir sig fegnir að þessari viðureign er nú lokið, og vissu- lega má segja það sama um okkur dómarana og aðra þá, sem að einvíginu stóðu. Þetta var stórkostlegt, en það er gott að því er lokið.“ Þegar Mbl. spurði Kasic, hvorn hann teldi hafa meiri möguleika í heimsmeistaraein- víginu, Karpov eða Kortsnoj, svaraði hann: „Flestir virðast telja Karpov sigurstranglegri. En á það er að líta, að áskorend- unum hefur alltaf á siðari tím- um vegnað betur og reyndar hefur engum tekizt að sigrast á áskoranda sinum, nema Petrosjan, þegar hann vann Spassky. Karpov er ungur og sterkur og ég hallast að því að hann fari með sigur af hólmi. En hins vegar skyldi enginn gera litið úr Kortsnoj bara vegna aldurs hans. Hann hefur sýnt ódrep- andi vilja og hann er öflugur skákmaður, sem ekki lætur hlut sinn lausan.“ Við upphaf einvfgisins f Belgrad. Bozidar Kasic, aðaldómari einvfgisins, með keppendunum Kortsnoj og Spassky. 74,093 atvinnuleys- isdagar á síðasta ári Atvinnuleysisdagar á síðasta ári urðu 74.093 tals- ins. Á tðlf stöðum á land- inu kom aldrei neinn á at- vinnuleysisskrá; Bolung- arvík, Garðakaupstað, Borgarnesi, Patreksfirði, Hafnarhreppi, Sandgerði, Hellissandi, Þingeyri, Suð- ureyri, Súðavík, Hvamms- hreppi og Gerðahreppi. At- vinnuleysisdagar í Reykja- vík urðu 15.130 og i Hafn- arfirði 5.191. A Húsavík urðu atvinnuleysis- dagar 4.601, á Þórshöfn 3.843, Eyrarbakka 3.391, Selfossi 3.380, Sauðárkróki 3.326, Akranesi 2.723, Vopnafirði 2.520 og Bakka- gerði 2.381. A sjö stöðum eru skráðir innan við 100 atvinnuleysisdagar á ár- inu 1977; 45 í Grindavík, 50 á Djúpavogi, 57 í Mosfellshreppi, 60 f Grundarfirði, 64 á Flateyri, 67 á Seyðisfirði og 86 á Isafirði. Verzlunarhúsið á Torginu samþykkt BYGGINGANEFND Reykjavíkurborgar hefur endanlega samþykkt teikningar að nýja verzlunarhúsinu, sem rísa skal við norðurenda Lækjartorgs, á mótum Hafnarstrætis og Lækjargötu. Byggingin verður á þremur hæðum, um 5 þúsund rúmmetrar eða tæplega 1500 fermetrar. Arkitekt er Bjarni Marteinsson en tillögur að skiptingu 1. og 2. hæðar á Finnur Fróðason, innanhússarkitekt. Á stærstu myndinni má sjá hvernig Finnur hefur skipulagt ,?almenninginn“ svonefnda á næstu hæð hússins, þar sem t.d. þeir sem bíða eftir strætisvögnum geta haft afdrep, fengið t.d. kaffisopa. Aðeins grófar tillögur liggja fyrir um aðra hæðina og er ekki búið að ráðstafa neinu enn sem komið er, en efsta hæðin verður væntanlega leigð út. Minni myndin sýnir þá hlið hússins sem snýr út að Lækjartorgi. Vorum að fá mikið magn af glæsilegum pottaplöntum m.a.; BURKNAR PÁLMAR RÚSSNESKUR VÍNVIÐUR ÁRELÍA KAKTUSAR Velkomin í gróðurhúsið blómoool Gróðurhúsið v/Sigtún sími 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.