Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 :------------------------------------- Frimerkl eftir JÓN AÐAL- STEIN JQNSSON ÉG VIL hefja þennan þátt með beztu nýársóskum til lesenda hans, en um leið áminningu til þeirra og frímerkjafélaga um að senda línur til þáttarins. Allt slíkt eykur á fjölbreytnina. Því miður hefur orðið miklu lengra milli þátta en ég hafði áætlað, því að ég gerði ráð fyrir þætti 17. des. Var hugmynd mín sú að greina nokkuð frá jólamerkjum þeim, sem út komu fyrir jólin, svo sem gert var í fyrra. Enda þótt seint sé, vil ég geta hér jóla- og styrktarmerkja, sem mér er kunnugt um, að út hafi verið gefin að þessu sinni, því að söfnun þessara merkja virð- ist fara vaxandi sem hliðar- grein við frímerkjasöfnunina. Er þess vegna engan veginn út 1 hött að ræða um þau 1 frí- merkjaþætti. Auk þess er ekki ólíklegt, að einhverjum þyki fengur í að fá á einn stað skrá yfir þau. Um leið fylgir mynd af hverju merki, og er þeim raðað upp eftir því, hvenær samtök þau, sem gáfu þau út, hófu útgáfu slíkra merkja. Enda þótt söfnun jólamerkja og alls konar styrktarmerkja sé orðin allútbreidd, bæði hér á landi og erlendis, er ég engan veginn viss um, að almenning- ur kaupi mikið af þessum merkjum til nota á póstsending- ar sínar. Dreg ég þá ályktun bæði af þeim bréfum, sem ég og fjölskylda mín fær, og eins af ummælum ýmissa þeirra, sem vel eru kunnugir þessari söfn- un almennt. Virðist því sem svo, að obbinn af þessum merkjum lendi ónotaður í höndum safnara og almenning- ur sjái fæst af merkjuijum á jólabréfum sínum. Enginn dregur í efa, að það er fagurt að styrkja góð málefni með kaupum þessara merkja og nota þau þá helzt á póst sinn fyrir jólin til að minna aðra á starfsemi góðgerðarfélaganna. En þau verða um leið að gæta hófs í verðlagningu merkja sinna. Margir senda bréf sín opin og spara sér þannig 5 krónur 1 burðargjald, enda dregur það sig saman, ef bréfin eru mörg. Hvers vegna skyldu menn því ekki hugsa sig um, þegar eitt jólamerki kostar allt að 30 krónum? Að mínum dómi er verðið orðið of hátt, þegar það reynist um og yfir helming- ur af sjálfu burðargjaldinu. Þetta held ég forráðamenn styrktar- og liknarfélaga eigi að íhuga, ef félögin vilja ekki fá það orð á sig, að þau séu um of að seilast ofan í vasa safnar- anna, sem telja sig verða að eignast öll merkin og það jafn- vel meðýmsum tilbrigðum, sem nú eru farin að tiðkast. En nú skal snúið sér að sjálfum jóla- merkjunum eftir þennan inn- gang. Thorvaldsensfélagið hefur gefið út jólamerki til styrktar Barnauppeldissjóði sínum allar götur frá árinu 1913, og hafa margir kunnir listamenn teikn- að þau á liðnum árum. Var félagið eitt um útgáfu merkja sinna um tvo áratugi. Kvenfélagið Framtiðin á Akureyri á næsta merki, en það hefur gefið út merki allt frá 1934. Bandalag íslenzkra skáta hef- ur gefið út sérstök skátamerki síðan 1957, svo að 20 ára afmæli þessarar útgáfu var á liðnu ári. Lionsklúbbur Siglufjarðar gaf út jólamerki 1957, en svo ekki aftur fyrr en 1965 og ár- lega upp frá því. Fimmta merkið er frá Rotary- klúbb Hafnarfjarðar, en hann hefur gefið út jólamerki allt frá árinu 1958. Næst er svo merki frá Odd- fellowreglunni í Reykjavík, sem hefur gefið út jólamerki fyrir reglubræður sína frá 1961. Sjöunda merkið er frá Rotaryklúbb Kópavogs, sem hefur gefið út jólamerki frá 1964. Þar næst er svo merki frá Lionsklúbbnum Þór, en hann hefurgefið út merki frá 1967 til styrktar Tjaldanesheimilinu í Mosfellssveit. Þá er jólamerki frá Rotary- klúbb Sauðárkróks, en hann hefur gefið út merki síðan 1967. Merkið er yfirprentað að þessu sinni, enda munu þeir þar norður frá yfirprenta þau jólamerki sín, sem óseld eru frá síðustu jólum. Sparnaður er það vissulega, en frumlegt verður það tæpast talið hjá þeim. Tíunda jólamerkið er frá Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík, sem hóf útgáfu merkja með teikningum af jóla- sveinunum árið 1968. Þau hjúin Grýla og Leppalúði prýða þetta sfðasta merki. Landssamband íslenzkra frí- merkjasafnara hefur gefið út jólamerki sfðan 1968 til styrkt- ar starfsemi sinni. Lionsklúbburinn Bjarmi i V.- Húnavatnssýslu á svo síðasta merkið, og er á því mynd af kirkjunni á Melstað í Miðfirði. Þessi klúbbur hóf útgáfu jóla- merkja árið 1976, og var mynd kirkjunnar á Breiðabólsstað í Vesturhópi á því merki. Er ætl-. un klúbbsins að gefa út jóla- merki með myndum af öllum kirkjum sýslunnar. Hefur þeg- ar verið ákveðið, að kirkjan í Víðidalstungu verði á næsta jóiamerki. Hér að framan hefur í stuttu máli veriö greint frá síðustu jólamerkjum, en vitanlega væri unnt að rekja þá sögu nákvæm- lega og lýsa helztu merkjum, sem út hafa verið gefin. Þessi þáttur er þó tæplega réttur vettvangur til þessa, þar sem hann á einkum að fjalla um frímerki og útgáfur þeirra. Auk þess hlýt ég að játa, að mig brestur næga þekkingu á jóla- merkjunum til að gera þeim verðug skil. ' Póstkort og smápakkamyndir ' Á sama hátt og margir frí- merkjasafnarar hafa farið að safna jóla- og styrktarmerkjum hafa ýmsir þeirra einnig tekið til við söfnun póstkorta og smá- mynda alls konar. Svo eru og margir, sem einvörðungu hafa safnað þessum hlutum. Segja mætti mér, að frímerkjasafnar- ar hafi sumir hverjir byrjað söfnun póstkorta vegna frí- merkjanna, sem oft sitja á þeim, en síðan látið heillast af myndum kortanna, ekki sízt hinum eldri. Enda þótt ég hafi ekki ánetjazt þessu söfnunar- sviði í neinum mæli, skil ég mætavel, að þetta^ er einnig skemmtilegt tómstundagam- an. ' Þegar tímarit frímerkjasafn- ara, Grúsk, hóf göngu sína fyrir rúmu ári, lét ég uppi von um það, að allir safnarar gætu þar eignazt sameiginlegt málgagn, enda þótt frímerkjasafnarar riðu á vaðið. Meðfram vegna þess var nafnið Grúsk valið á ritið. Nú virðist sýnt, að mér verður ekki að þessari von minni. Myntsafnarar hafa um skeið gefið út eigið rit, og í haust barst mér svo í hendur fjölritað sex síðna fréttabréf með nafni-því, sem hér að ofan er notað sem fyrirsögn. Þetta fréttabréf er gefið út af Sævari Þ. Jóhannessyni, en hann er áhugamaður um kortasöfnun. Er hugmynd hans sú, að frétta- bréfið flytji póstkortasöfnurum tfðindi um nýjar útgáfur og eins verði þar skrifað um gömul og ný póstkort og smá- pakkamyndir. 1 þessu frétta- bréfi er nokkuð sagt frá upp- hafi póstkorta og hinu fyrsta þeirra. Eins er lauslega greint frá smápakkamyndum og kem- ur þar fram, að Islands er getið á slfkri mynd frá 1908 í Ástral- íu. Lesendur þessa þáttar, sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir, muna áreiðanlega vel eftir sígarettumyndum þeim frá þriðja og fjórða áratugnum, sem Tóbaksverzlun íslands (sfðar Tóbakseinkasala ríkis- ins) gaf út. Síðan var þessi aug- lýsingastarfsemi bönnuð með öllu, og þá hurfu þessar skemmtilegu myndir úr um- ferð. Margur mun samt enn eiga eitthvað af myndum þess- um í fórum sínum, og get ég sjálfur talið mig í þeim hópi. Ekki er ósennilegt, að einhverj- ir vilji nú freista þess að ná sem flestum þessara mynda saman í skemmtilegt og fróðlegt mynda- safn. Enda þótt þessi frímerkja- þáttur hafi alls ekki fjallað um frímerki, vonast ég samt til að lesendur hafi haft hans einhver not. Hins vegar lofa ég því, að næsti þáttur muni verða um frfmerki f einhverri mynd. 83000 Okkur vantar einbýlishús með tyeim íbúðum eða góða sérhæð með risíbúð + bílskúr, helzt miðsvæðis í borginni. Skipti á nýlegri hæð kemur til greina. Okkur vantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, sem fyrst. Til sölu Við Hraynteig góð 5 hétb risibúð um 145 fm, ásamt geymslurisi Laus fljót- lega Við Kleppsveg vönduð 4ra herb íbúð ásamt herbergi í risi (3 svefnherb ) Við Fellsmúla vönduð 4ra herb (3 svefnherbergi). íbúð í blokk í smíðum í Mos. fallegt parhús, sem er 2 hæðir ásamt bilskúr Tilbúið undir tré- verk og málningu Fæst afhent strax Getum farið og sýnt ef óskað er Teikningar á skrifstofunni Við Brekkutanga, Mos. endaraðhús tilbúið undir tréverk og málningu, með innbyggðum bilskúr Skipti á góðri 4ra herb ibúð i Reykjavik, koma til greina Afhendist strax, ef óskað er. Við Borgarholtsbraut, Kóp. vönduð og falleg 3ja herb enda- ibúð í fjórbýlishúsi Stór stofa, með viðarlofti Fallegt eldhús Þvottahús þar innaf í svefnálmu 2 svefnherbergi. Sér hiti. Bil- skúrsréttur Laus fljótlega. í Grindavík Við Víkurbraut falleg efri hæð í tvíbýlishúsi um 1 13 fm. Viðarloft í stofu 3 svefnherbergi, eldhús og bað Þvottahús á hæðinni Sér hiti. (Hitaveita.) Sérinngangur. Laus fljótlega Við Dalbraut, (Grindavík) vönduð 4ra herb ibúð um 100 fm í tvíbýlishúsi. Stofa, eldhús flísalagt baðherbergi, þvottahús á hæðinni 3 svefnherbergi, með skápum, sérhiti. (hitaveita.) Sér inngangur Losnar fljótt Á Þorlákshöfn sem nýtt raðhús við Selvogs- braut á einum grunni um 170 fm, með bílskúr Hagstætt verð Raðhús í Grindavík Einbýlishús í Garði, Gerðum. Einbýlishús í Mosf. fullbyggt. Opið alla daga til kl. 10 e.h. Geymið auglýsinguna. Geymið auglýsinguna FASTEIGNAÚRVAUÐ SÍMI83000 Silfurteigil Sölustjóri: Auðunn Hermannsson Benedikt Björnsson lgf. OPIÐ í DAG 2JA HERB. ÍBÚÐ við Digranesveg í Kópavogi. 75 fm. Bilskúr 60 fm. VESTURBÆR — EINBÝLISHÚS 200 fm einbýlishús, á tveim- hæðum, bilskúrsréttur. í BYGGINGU parhús í Mosfellssveit. Afhendist tilbúið undir tréverk og máln- ingu. 140fm. Bílskúr. LYNGHAGI 1 20 fm ibúð á 1. hæð. SÉRINN- GANGUR. Skipti á stærri eign i vesturbænum koma til greina. BLIKAHÓLAR 3ja herb. íbúð í góðu ásigkomu- lagi. Skipti á stærri eign í bygg- ingu koma til greina. SKIPASUND 3ja herb. íbúð á 1. hæð i tvíbýl- ishúsi. Ca. 80 fm. Útborgun ca. 5 milljónir. HJARÐARHAGI 4ra herb. íbúð á 3. hæð, 110 fm. Bilskúr i byggingu. Verð 13—13.5 milljónir. ÓSKUM EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM ÍBÚÐAÁ SÖLUSKRÁ Pétur Gunnlaugsson, lögfr. Laugavegi 24, slmar 28370 og 28040. AlNiLÝSINGASÍMINN F,R: 22480 JRorjynnblabtþ HITIIIT 11 FRETTABREF i t A .X # X- .4- : HVER T EIKIM AÐI KORTIIM ???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.