Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 11 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Gardenía Gardenía jasminoides-florida Geislamaðra er ís- lenska nafnið sem þess- ari gamalkunnu dáðu jurt hefur verið valið, enn sem komið er hefur það þó ekki náð að festast viö hana og sjaldnar not- að en fræðiheitið sem mjög er algengt víða um lönd. GARDENIA er með fegurri stofuplöntum og sannarlega þess virði að henni sé gaumur gefinn. Blómin eru hvít undur- fögur og ilma sætt og mikið, oft eru þau of- krýnd. Blöðin dökk mjög gljáandi og getur þétt- vaxin blaðmikil planta verið til hinnar mestu prýði jafnvel þótt engin séu blóin. Algengast er að gardenían blómstri að vori til, þó stendur hún stundum í blóma sumar- langt. Einnig getur hún átt það til að blómstra í skammdeginu og er ekki amalegt að hafa hana i fullu blómskrúði á þeim árstíma. Gardenía er ættuð frá Kína og kennd við grasa- fræðing að nafni A. Gard- en. Hún hefur aldrei náð mikilli útbreiðslu e.t.v. fyrir þá sök að fremur þykir hún erfið viðfangs og ekki á allra færi að rækta hana svo vel fari. Fyrir rúmum áratug hóf hinn heimsfrægi dansk- ættaði leikari Carl Bris- son hana mjög til vegs og vinsælda með dægurlag- inu „A little white Gardenia" og bar hann ávalt gardeníublóm í hnappagatinu þegar hann kom fram og söng þetta lag sem hlaut vin- sældir á heimsmæli- kvarða. Gardenía þarf súra mold eins og alparósin, t.d. blöndu af mómold, lyngmold og grófum kalklausum sandi og til vökvunar er best að nota kalklaust vatn t.d. rigningarvatn eða soðið vatn kælt. Vökvun skal stilla í hóf en þó varast að láta mold- ina ofþorna. Gardenía þarf bjartan hlýjan og loftgóðan stað en sterkt sólskin þolir hún illa. Rakt loft á vel við hana og kann hún því vel að vera úðuð með ylvolgu vatni af og til. Gardeníu má með lagni fjölga með græðlingum, þó gengur flestum held- ur erfiðlega að koma þeim til við þau skilyrði sem algengust eru í heimahúsum. Ums. Islandskvikmynd hlýtur verðlaun tslandskvikmynd sem gerð var fyrir Flugleiðir og ferðamálaráð vann fyrstu verðlaun á ferðakvik- myndahátfð í Prag fyrir skömmu. Kvikmynd þessi, sem heitir Is- land er ekki réttnefni á íslandi, gerði bandarískt kvikmyndatöku- fyrirtæki Film Authors og sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, að þetta væru önn- ur verðlaunin, sem myndin hlyti. Myndin var gerð með enskum texta, en nú hafa verið gerðar útgáfur með norskum, þýzkum, frönskum og spánskum texta og sagði Sveinrv að myndin væri mjög eftirsótt til sýninga. AIHÍLVSINOASÍMINN ER: 22480 JRorflwiblflbiö Bridgedeild Breiðfirðinga Átta umferðum af niu er nú lokiS i aðalsveitakeppni félagsins og eru úrslit þegar ráðin. Sveit Jðns Stefánssonar hefir hlotið 22 stigum meira en sveitin sem er i öðru sæti. Röð efstu sveita: Jóns Stefánssonar 133 Sigriðar Pálsdóttur 1 1 1 Magnúsar Oddssonar 104 Elísar Helgasonar 99 Cyrusar Hjartarsonar 91 Næsta keppni félagsins verður Barometertvimenningur sem hefst annan fimmtudag. Þátttaka verður takmörkuð við 36 pör Allir eru velkomnir i keppni þessa þangað til parafjöldanum er náð. Spilarar eru beðnir að tilkynna þátttöku i síma 24500 (Magnús Oddsson) eða 71208 (Óskar Þráinsson). Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Tafl- og bridge klúbburinn. Sveitakeppninni var fram haldið s 1. fimmtudag og spiluð önnur um- ferð Úrslit urðu þessi. Meístaraflokkur: Ingólfur -— Haukur 20—-t-2 Gestur — Rafn 1 6—4 Helgi — Haraldur 20—+ 4 Bjarni — Sigurður 20—+ 2 Þórhallur — Ragnar 19—1 1. flokkur: Eirikur — Erla 17—3 Björn — Sigurleifur 1 1—9 Guðmundur—Guðmundía 16—4 Bragi — Hannes 18—2 Staða efstu sveita i meistaraflokki: Ingólfur Böðvarsson 31 Björn Kristjánsson 30 Þórhallur Þorsteinsson 29 í fyrsta flokki er svéit Eiriks Helga- sonar efst með 36 stig. Þriðja umferð verður spiluð á fimmtudag i Domus Medica. Jón Stefánsson (fyrir miðri mynd) og Þorsteinn Laufdal eru í sigursveitinni i sveitakeppninni hjá Bridgedeild Breiðfirðinga. Bridge Umsjón lARNÖR ragnaRsson Landstvímenningur Lítið hefir frétzt af þátttöku í Landstvimenningi BSÍ. Þó er vitað að flest stærri féiögin tóku þátt í honum. í Keflavík mættu 1 9 pör og var spilað í tveimur 10 para riðlum, en á Ólafsfirði var ekki tekið þátt í keppn- inni. A undanförnum árum hafa um 1000 manns tekið þátt í keppni þessari, en nokkur óánægja hefur verið með hve úrslit liggja seint fyrir. Það er þvi brýnt fyrir forráða- mönnum bridgefélaganna að vera snöggir til að senda skorblöð úr keppninni svo að úrslit liggi sem fyrst fyrir. Núverandi landstvimennings- meistarar eru Jón Gunnar Gunnars- son og Gunnar Karlsson frá Bridge- félagi Hornafjarðar Bridgefélag Selfoss Urslit i landstvimenningi 5/ 1 1978 Stig 1. Friðrik Larsen — Grimur Sigurðsson 127 2. Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 1 23 3. Hannes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 115 4. Þorvarður Hjaltason — Leif Österby 1 1 2 5. Örn Vigfússon — Kristján Jónsson 110 6. Þórður Sigurðsson — Kristmann Guðmundsson 107 Framhald verður á sveitakeppn- inni, sem nú stendur yfir, fimmtu- daginn 1 2. janúar Bíllinn f yrir island Peugeot hefur orðiö sigurvegari í erfiðustu þolaksturskeppnum veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhætti. UMBOÐIÐ Á AKUREYRI HAFRAFELL HF. VÍKINGUR SF. VAGNHÖFÐA 7 FURUVÖLLUM 11 SÍMI: 85211 SÍMI: 21670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.