Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1»77 15 leikurinn yrði nokkurn tíma leiddur í ljós. Bandariskir leyni- þjónustumenn og stríðsglæpa- rannsóknir leiddu ekki í ljós nein- ar upplýsingar um tilraunir Japana til að smíða kjarnorku- sprengju. Það er einungis á sið- ustu tveimur árum að vísinda- menn í Japan hafa látið uppiskátt um japönsku tilraunirnar i kjarn- orkumálum í heimsstyrjöldinni síðari. Japanir skipulögðu aldrei sín kjarnorkumál á striðstímanum. Þegar stöð Nishina var sett undir eftirlit og stjórn landshersins kom japanski sjóherinn upp sín- um eigin kjarnorkusprengjuat- hugunum í Kyoto. Almennt virð- ast japanskir eðlisfræðingar hafa verið fremur svartsýnir á að hægt yrði að smíða kjarnorkusprengju á striðstíma. A ráðstefnu sem þeir héldu komust þeir að þeirri niður- stöðu, að . Bandaríkjamönnum tækist ekki að smiða kjarnorku- sprengju til að nota í heimsstyrj- öldinni. Þeir töldu einnig að eigin örðugleikar væru meiri en hjá starfsbræðrum þeirra i Banda- ríkjunum. I aprílmánuði 1945 hafði Nishina og samstarfsmönnum hans tekizt að aðskilja kljúfanlegt úranium til notkunar í vopn, en aðferðin og tæki sem hann notaði byggðu á sömu aðferðum og Bandaríkjamenn notuðu -er þeir unnu að sinum kjarnorkusprengj- um. En illa- fór fyrir Nishina, nauðsynleg tæki hans til að skilja að úraníum eyðilögðust í loftárás Bandaríkjamanna á Tokyo síðast i apríl 1945. I einu skjali sem komið hefur í ljós og rætt er um í greininni í Science, kemur fram að stjórnin í Tokyo spurði Nishina eftir eyði- leggingu Hiroshima hvort rann- sóknastofu hans tækist að smiða kjarnorkusprengju á sex mánuð- um. Ekki liggur fyrir hverju Nishina svaraði, en nokkrum dög- um síðar var endi bundinn á stríð- ið er Nagasaki var iögð í rústir. 76 drepnir 300 særðir Teheran 12. jan. Reuter NVSTOFNUÐ mannúðarnefnd í Iran skýrði frá þvi í dag að að minnsta kosti 76 manns hefðu faliið og um 300 særzt þegar lög- regla hóf skothríð á mótmæla- göngu i suðurhluta borgarinnar Qom á mánudag. „Alls staðar voru fallnir og særðir. Hin heilaga borg Qom minnti einna helzt á vígvöll eftir mannskæða orrustu," sagði nefndin í bréfi til forsætisráð- herra landsins, Jamshid Amouzegar. I opinberri tilkynningu segir að sex hafi fallið og 13 særzt. Þá segir ennfremur í tilkynningunni, að þúsundir manna hafi tekið þátt i mótmælagöngunni, sem haldin var til að mótmæla grein í dag- biaði um Ayatollah Rocholla Khomeini. Khomeini, sem er leið- togi trúarhreyfingar, er nú i út- legð. Mannúðarnefndin segist ekki vera stofnuð í pólitískum tilgangi og að hún muni starfa innan núgildandi laga Irans. I hreyfing- unni eru margir virtir Iranir svo sem læknar, rithöfundar, lög- fræðingar, blaðamenn og prófess- orar. Margar verzlanir í Qom voru lokaðar i dag og einnig nokkrar úti á landi. Vildu eigendur þeirra með lokununum votta mannúóar- nefndinni stuðning sinn. Einnig tilkynntu nokkrir trúar- leiðtogar í Iran að þeir myndu ekki atjórna bænahöldum í mosk- um landsins í viku vegna aðgerða lögreglu. Hastings: Síðasta um- ferd tefld í dag SlÐASTA umferð skák- Fjórtánda umferð var mótsins í Hastings verður tefld í dag. Fyrir hana er Dzinzihashvili efstur með 10 vinninga, Sax hefur 9Vt , Petrosjan 9, Hort 8V6, Mest- el 8, Tarjan og Sveshnikov 714, Speelman 6Í4, Sham- kovich 6, Nunn 5Vt, Fedoro- wics 5, Webb og Tisdall 4Í4, Botterill 3'A og Kagan rek- ur lestina með 2V4 vinning. 1 síðustu umferðinni tefla saman Dzindzihashvili og Hort og Sax teflir við Nunn. tefld á fimmtudag. Dzind- zihashvili vann Tarjan, Sax og Hort gerðu jafntefli, einnig Petrosjan og Mestel og Nunn og Speelman. Sveshnikov vann Botterill, Tisdall vann Kagan og Shamkovich vann Webb. 1 þrettándu umferð vann Dzinzihashvili Fedorowics, Petrosjan vann Nunn, Shamkovich vann Kagan, Tisdall vann Botterill. Jafntefli gerðu Sax og Tarjan, Hort og Speelman og Estel og Webb. — Mótframboð Framhald af bis. 3. kröfur og samningagerðir væru teknar á skrifstofu stjórnarinnar, en ekki á vinnustöðum eða félags- fundum. Væri lýðræðinu þannig herfilega misboðið i félaginu af hálfu stjórnarinnar. Þá greindu þeir frá þvi að til að ná sem breiðastri samstöðu um framboðið hefði verið dreift drög- um að grundvelli þess á vinnu- stöðum þar sem félagsmenn hefðu jafnframt verið hvattir til að mæta á fundi og ræða hann og móta. Hefði á þeim fundi, sem var haldinn sl. sunnudag, síðan verið tekin ákvörðun um framboðið og skipuð uppstillingarnefnd. Þeir sögðu framboð þetta vera algjör- lega óháð öllum pólitískum flokk- um enda sameinuðust Dagsbrún- armenn um framboðið á grund- velli eigin hagsmuna en ekki flokkspólitískra hagsmuna. A vegum framboðs B-listans kemur út blað, Dagsbrúnarverka- maðurinn, og verður þvi dreift á þá vinnustaði þar sem Dags- brúnarmenn starfa. I grundvelli þeim sem B-listinn hefur samið eru gerðar ályktanir um 8 mála- flokka, félagsmál, stjórn Dags- brúnar, kjaramál og baráttu- aðferðir, húsnæðismál, lífeyris- sjóðsmál, orlofsmál, öryggis- og holiustuhætti og markmið félags- stjórnar. Segir svo í ályktun um félagsmál: „Koma verður á virkara lýðræði er byggt sé á almennri þátttöku verkamanna í Dagsbrún. Það er grundvöllurinn fyrir sterkara verkalýðsfélagi og góðum árangri í hagsmunabaráttu félagsmanna. Fjölga verður félagsfundum og hafa þá að minnsta kosti mán- aðarlega. Leggja verður mikla áherslu á að halda fundi á vinnu- stöðum og auka þannig tengsl for- ystu og aimennra félaga.“ Samkvæmt lögum munu kosningar eiga að fara fram um helgina 21.—22. janúar n.k. en ekki hefur verið endanlega ákveðið um það. SföSs . igj * j |gl Wm gj ;z •••■-', -fl •'•••: •••••: •••./•'::.; Jakkaföt m/vesti Mittisblússur Kuldajakkar ■ Dragtir Kjólar Rúllukragapeysur Kápur Pils ofl. ofl. T erelynebuxur Gallabuxur Flauelsbuxur Kr. 2900. Kr. 3900. Kr. 3900 Kr. 2900 Kr. 1690 Kr. 1690 Kr. 990 Skyrtur Mussur Bolir Laiijdaveííi 89 Hafnarstræti 17 12861 18801 10858 r i él.--'- 'Zrt Bk m. • 1 : k 1 i i w ■ ■ ■ ■ ■■■ Hj ' ■ ML JM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.