Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sími 10100. ASalstræti 6, sími 22480. Reks tr ar j öfnuður ríkissjóðs r Asíðasta ári vinstri stjórnar i landinu, 1974, var rekstrarhalli á ríkissjóði að fjárhæð 3.300 milljónir króna. Yfirfært á verðgildi peninga í dag næmi þessi rekstrarhalli yfir 8000 m.kr. Þegar vinstri stjórnin lét af völdum síðla árs 1974 hafði hún unnið og mótað fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár, 1975, svo sem venja er Ekki vannst tími til umtalsverðra breytinga á því fjárlagafrumvarpi. Það var þvi óhjákvæmilegt, að arfleifð og stefna fyrri stjórnar í ríkisfjármálum hlaut að setja mark sitt á afkomu ríkissjóðs á árinu 1975. Það ár varð rekstrarhalli ríkissjóðs 7.500 m.kr., sem næmi sennilega tvöfaldri þeirri fjárhæð á verðgildi peninga i dag. Núverandi rikisstjórn tók upp stranga aðhaldsstefnu i ríkisfjár- málum, sem leiddi til þess m.a., að rekstrarafgangur var hjá rikissjóði á árinu 1976, er nam 800 m.kr. Vóru það mikil umskipti frá þvi sem verið hafði öll vinstri stjórnarárin og raunar einnig árið 1 975, svo sem að framan greinir. Menn gerðu sér vonir um, að rekstrarjöfnuður rikissjóðs yrði áfram hagstæður á árinu 1 977. Þær vonir hafa nú brugðizt. Ekki þarf að fara í grafgötur um, hverjar eru meginorsakir þess, að rekstrarjöfnuður rikissjóðs hefur aftur reynzt óhagstæður, þó enn liggi ekki fyrir nákvæmar tölur um fjárhæð hins óhagstæða jafnaðar. A árinu 1977 urðu verulegar hækkanir kaupgjalds og verðlags i landinu. Talið er, að almennar kauptaxtahækkanir hafi numið frá 60 til 70% í krónum talið — að kauptaxtahækkanir hjá ríkinu hafi verið i hærri kanti þeirra breytinga. Það má raunar kalla umtalsverðan árangur aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum á liðnu ári, að ríkisútgjöld fóru ekki nema 10% fram úr áætlun fjárlaga á árinu, sem fól í sér 60 til 70% kauptaxtahækkun. Engu að síður ber að harma, að ekki tókst að ná því stefnumarki stjórnarinnar í rikisfjármálum að skila hagstæðum rekstrarjöfnuði ríkissjóðs á liðnu ári'* Onnur meginorsök þess að rekstrarjöfnuður ríkissjóðs reyrvdist óhagstæður á árinu 197 7 var sú, að innheimtar rikistekjur reyndust 1000 m.kr. lægri en ráð var fyrir gert. Stafar þetta einkum af lækkun í innheimtu beinna skatta og hins sérstaka vörugjalds. Þrátt fyrir óhagstæðan rekstrarjöfnuð ríkissjóðs á árinu 1 977 er sýnt, að umtalsverður árangur hefur náðst með aðhaldsstefnu í rikisfjármálum. Hlutfall ríkisútgjalda miðað við þjóðarframleiðslu og þjóðartek^ur hefur lækkað frá því sem var á vinstri stjórnar árum. Kaupgjaldsþróun í landinu á liðnu ári hefur að vísu skekkt þá mynd, sem blasti við i hallalausum rikisbúskap á árinu 1976 En árangurinn er Ijós engu að síður — á flestum sviðum rikisbúskaparins. Og nú verður ríkisstjórnin að haga fjármála- stjórn sinni að breyttum forsendum, með það að meginmarki, að ríkisútgjöld hækki ekki i hlutfalli af þjóðartekjum og stefnt verði að hallalausum ríkisbúskap á nýbyrjuðu ári. Eftirlitskerfi ríkisendurskoðunar Þau fjármunamisferli, sem komið hafa upp í þjóð- félagi okkar á síðustu árum, hafa vakið alla góða íslendinga til umhugsunar um, hvað megi verða til úrbóta. í því efni hefur m.a. verið bent á baráttu gegn verðbólgunni, sem hafi skekkt verðmætamat þjóðarinnar, rýrt virðingu hennar fyrir eigin gjald- miðli og rýrt annars augljósa kosti samkeppni í viðskíptalífi fyrir hinn almenna borgara. Það er talað um að endurvekja þurfi fornar dyggðir: trúmennsku i starfi, sparsemi (er gefi eðlilegan arð), nýtni og framsýni. En óhjákvæmilegt er einnig að auka á allt eftirlit og aðhald í meðferð fjármuna og verðmæta. Það vóru því rétt og eðlileg viðbrögð er Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, fól ríkisendurskoðenda, í samráði við ráðuneyt- isstjóra fjármálaráðuneytis, að gera sérstaka könnun á því, hvaða ' rbóta sé þörf á eftirlítskerfi ríkisendurskoðunar til þess að draga úr líkum á ógætilegri meðferð starfsmanna rikisins á fjármunum og verðmætum, er leitt gæti til tjóns fyrir ríkissjóð eða þá sem rikissjóður og ríkisstofnanir skipta við Er lagt til að allt eftirlitskerfi ríkisendurskoðunar sé endurmetið með hliðsjón af framangreind- um markmiðum. I>örf á nýi um banka o HVERNIG starfar bankaeftirlit Seðlabankans? Hver er skoðun bankaeftirlitsins á þeim atburðum, sem gerzt hafa í Landsbanka íslands og hvernig getur starfsmaður þar dregið sér milljónatugi án þess að upp komist? Þetta eru allt spurningar, sem fólk spyr sjálft sig og samborgara sína nú síðustu vikurnar. Morgunblaðið hefur að tilefni þessarar miklu umræðu um bankaeftirlif og bankastarfsemi átt viðtal við Svein Jónsson, aðstoðarbankastjóra Seðlabanka íslands. Fyrir rúmlega ári skoðaði bankaeftirlitið Landsbankann og samdi um hann skýrslu, sem er á annað hundrað lesmálssíður og henni fylgja einnig umfangsmikil fylgiskjöl. Fyrsta spurningin, sem Morgunblaðið lagði fyrir Svein, var hverjar niíurstöður þessar- ar skýrslu hefðu verið. Hann svaraði: 0 Athugun á fjárhag Landsbankans „Bankaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárhag Landsbanka íslands fyrir rúmu ári. Sú athugun var með þeim hætti, sem lang algengastur er i skoðunum bankaeftirlitsins, þ.e.a.s. farið var nákvæmlega i gegnum öll útlán bankans til einstakra aðila, sem voru um- fram ákveðna upphæð Þegar rætt er um útlán, eru meðtald- ar ábyrgðir bankans, bæði þær sem eru í gangi og þær, sem kunna að hafa fallið á bank- ann. Hér er yfirleitt um mjög umfangsmiklar athuganir að ræða, sem kosta mikla vinnu — ekki sízt hjá stærstu bönkunum. Hjá Landsbankan- um var þetta margra mánaða starf. í slíkri athugun eru að jafnaði einnig athugaðir aðrir efnahagsliðir bankans, eignir og skuldir að því marki, sem nauðsynlegt er til að komast að raun um fjárhagslegan styrk bankans." „Og hver varð niðurstaðan?" „Niðurstaða þessarar skoð- unar hjá Landsbankanum var sett fram í skýrslu, sem er á annað hundrað lesmálssíður, auk umfangsmikilla fylgiskjala Ég tel mér óhætt að segja á þessum vettvangi, að í niður- stöðu þessarar könnunar kom fram jákvæð skoðun banka- eftirlitsins á útlánastarfsemi bankans i heild, enda þótt óhjákvæmilegt sé alltaf í svo viðamikilli könnun, að gerðar séu athugasemdir eða settar fram ábendingar um einstök atriði. Einn kafli skýrslunnar fjallar um ábyrgðaveitingar bankans vegna viðskiptaaðila hans, þ.e.a.s. fyrst og fremst á hvern hátt bankinn tryggir það, að hann verði ekki fyrir töpum, þótt hann verði um tíma að inna af hendi fé vegna ábyrgða, sem á hann falla. Hér er að sjálfsögðu um að ræða mat á því, hve háar ábyrgðir eðlilegt sé að bankinn veiti og með hvaða hætti greiðslutrygg- ingar eru teknar. Hins vegar verður að leggja á það mjög ríka áherzlu, að þessi könnun náði ekki til daglegra starfa í ábyrgðadeildinni að þvi er varðar útreikning á ýmsum gjöldum, sem viðskiptavinirnir greiða — og athugunin náði heldur ekki til frágangs á fylgi- skjölum og framkvæmd dag- legs bókhalds. Ekki er hægt að skýra frá því hér, hverjar vort niðurstöður bankaeftirlitsins varðandi ábyrgðardeildina fremur en önnur einstök atriði i niðurstöðum skýrslunnar. En varðandi það mál, sem nú er svo mjög til umræðu, verðurað ítreka, að í þessari könnun bankaeftirlitsins fólst alls ekki að gera neinar þær prófanir, sem nauðsynlegar eru til þess að komast að þvi, hvort um fjárdrátt af hálfu starfsmanna ábyrgðardeildarinnar væri að ræða, enda er í flestum tilfell- um ekki ætlazt til þess og allra sízt hjá stóru bönkunum að bankaeftirlitið framkvæmi slík- ar prófanir hvorki hér á landi né í öðrum löndum." 0 Mannlegur breyzkleiki „Hver á þá að framkværha slíkar prófanir?" „Áður en ég svara þessari spurningu, langar mig að fara örfáum orðum um þá áhættu, sem svo mjög er til umræðu hér á landi þessa dagana og fólgin er í hugsanlegu misferli af hálfu þeirra starfsmanna, sem fenginn hefur verið trúnaður, hvort sem er hjá bönkum eða öðrum fyrirtækj- um og stofnunum. Mér hefur satt að segja virzt að margir þeir, sem nú láta frá sér heyra um þetta vandamál á okkar landi, hafi engan veginn nægi- lega ríkt í huga, að hér er ekki um sérislenzkt vandamál að ræða, heldur vandamál, sem við er að stríða í öllum löndum — þegar meðferð peninga og annarra fjármuna er annars vegar. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þvi að innláns- stofnanir, þ.e. bankar og spari- sjóðir, eru í öllum löndum við- kvæmari en flestar aðrar stofnanir á þessu sviði Að sjálf- sögðu stafar það ekki af því að bankastarfsmenn séu veikari á svellinu en aðrir, heldur stafar þetta af eðli þeirra viðskipta, sem fram fara í innlánsstofnun- um og þeim miklu fjármunum, sem þar eru geymdir. Ég tel ekki rétt að nefna hér neinar tölur um tíðni slikra brota, hvorki hér né í nálægum lönd- um, þótt telja mætti slikar upplýsingar gagnlegar í Ijósi núverandi umræðna um þessi mál. Þessi áhætta er þess eðlis að aldrei er algjörlega hægt að koma í veg fyrir hana. Áhætt- una má hins vegar minnka mjög verulega með skynsam- legum aðhalds- og endur- skoðunaraðgerðum. Henni verður aldrei eytt og hún getur komið fram í ýmsum og óvænt- um myndum. Þá er komið að því að ég svari spurningunni um það, hvaða aðilar það séu sem eink- um ber að gera ráðstafanir og framkvæma prófanir til þess að draga úr líkum á þvi að fjár- dráttur eða annað alvarlegt misferli geti átt sér stað. Hér verður að sjálfsögðu fyrst að nefna yfirstjórn hverrar stofn- unar. Það er á hennar valdi að skipuleggja starfsemina á þann veg, að möguleikarnir á brot- um verði sem minnstir. Er hér einkum átt við það að komið sé á skynsamlegri verkaskiptingu starfsmanna að gætt sé ítrustu öryggisreglna við varðveizlu viðkvæmra fjármuna og einnig má í þessu sambandi t.d. nefna þá aðgerð að færa menn til innan stofnana með hæfilegum hætti. Þær skipulagslegu aðgerðir, sem hér um ræðir, eru einu nafni nefndar innra eftirlit og undir það fellur einn- ig starfsemi svokallaðra innri endurskoðenda. 0 Tvenns konar endurskoðun Hér erum við þá komnir að endurskoðunarþættinum i starfsemi stofnana og fyrir- tækja. Endurskoðunin skiptist i tvennt. Annars vegar eru störf kjörinna endurskoðenda, sem yfirleitt eru valdir af eigendum viðkomandi stofnana til við- tæks eftirlits með því, að starf- semin sé i réttum farvegi og hins vegar aðgerðir innri endur- skoðenda sem eru starfsmenn ráðnir af stjórnum stofnan- anna. Það er á verksviði endur- skoðendanna að gera athugan- ir og prófanir sem miða að því að minnka möguleika á misferli og líkurnar á því að það geti átt sér stað um lengri tíma án þess að upp komizt. Það er of langt mál að fara út i það, hvernig skipting verka er milli kjörinna endurskoðenda og innri endur- skoðenda, en í örstuttu máli má kannski segja, að fela eigi innri endurskoðendum marg- víslegar aðgerðir sem fram- kvæma þarf daglega eða sem með góðu móti er hægt að skipuleggja nokkurn tíma i einu. Hins vegar beri kjörnum endurskoðendum að leggja fram töluvert mikla endur- skoðunarvinnu til viðbótar, sem m.a. felst i þvi að fylgjast með að starfskerfi stofnunar- innar virki eins og til er ætlazt, þar á meðal að vinnubrögð innri endurskoðenda séu með þeim hætti, sem nauðsynleg teljast á hverjum tíma " 0 Opinberu banka- eftirliti ekkert óviðkomandi „Hvert er þá hlutverk banka- eftirlitsins og hvernig getur það framfylgt þeim athugasemd- um, sem það gerir?" „Hér erenn á ferðinni viðtæk spurning, sem erfitt er að gera skil í stuttu máli. í fyrsta lagi vil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.