Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 14. JANUAR 1977 17 LEIÐBEININGAR vid útfyllingu skattframtals árid 1978 Og SKATTMAT framtalsárið 1978 Inngangsorð EFNISRÖÐ LEIÐBEININGANNA OG SAMSVÖRUM HENNAR VIÐ FRAMTALIO í leiðbeiningunum er fyrst fjallað um áritun framtalsins. Eðlilegt þykir að gera því næst grein fyrir útfyllingu þeirra reita á hægra helmingi 1. siðu framtalsins sem ætlast er til að framteljendur útfylli eftir þvi sem við getur átt. Því næst víkja leiðbein- ingarnar óslitið að útfyllingu töluliða í I.—V. kafla á bls. 1 og 2 og þar næst að útfyllingu stafliða A—G á bls. 3 og 4. Þó ber þess að gæta að eigi er unnt að fylla út suma töluliði framtalsins fyrr en lokið er útfyllingu stafliða. — 0 — 1. Áritun Framtalseyðublaðið, sem áritað er í skýrsluvél- um, skal senda skattyfirvöldum, sbr. þó 3. mgr. Notið aukaeintak af eyðublaði til að taka afrit af framtali yðar og geymið afritið með þeim upplýs- ingum og gögnum til stuðnings framtali sem yður ber'að geyma a.m.k. í 6 ár. Framteljanda skal bent á að athuga hvort áritanir, gerðar af skýrsluvélum, nöfn, fæðingardagar og -ár, svo og heimilisfang, séu réttar miðað við 1. des. sl., sbr 2. mgr. Ef svo er ekki skal leiðrétta það á framtalinu. Einnig skal bæta við upplýsingum um breytingar á fjölskyldu í desember, t.d. giftur (gift), hverri (hverjum), hvaða dag, nafn barns og fæðingardagur eða óskírð(ur) dóttir (sonur) fædd(ur) hvaða dag. Ef áritanir eru ekki réttar miðað við 1. des. sl. skal framteljanda bent á að senda einnig leiðrétt- ingu til Hagstofu íslands (þjóðskrá), Reykjavík. Ef áritað eyðublað er ekki fyrir hendi skal fyrst útfylla þær eyður framtalsins sem ætlaðar eru fyrir nafn og nafnnúmer framteljanda, fæðingardag hans og -ár, svo og heimilisfang hans 1. des. sl. Eyður fyrir nafn eiginkonu, nafnnúmer hennar, fæðingardag og -ár, svo og nöfn, fæðingardag og -ár barna, sem fædd eru árið 1962 og síðar, skal útfylla á sama hátt. Sérstök athugasemd varðandi „sambýlisfólk" Við áritun á framtalseyðublöð karls og konu, sem búa saman í óvígðri sambúð, hafa öll börn á heimili þeirra verið skrifuð á framtal sambýliskonunnar eins og áður hvort sem hún er móðir þeirra eða ekki. Skattfrádrætti vegna barnanna var áður skipt milli sambýliskonu og sambýlismanns í samræmi við ákvæði skattalaga eins og þau þá voru en skv. lögum nr. 11/1 975 gildir nú eftirfarandi: a. Börn á heimili sambýlisfólks, sem átt hefur barn saman, skulu öll talin hjá sambýlismanninum hvort sem hann er faðir þeirra eða ekki. b. Börn á heimili sambýlisfólks, sem ekki hefur átt barn saman, skulu talin hvert hjá sínu foreldri. 2. Fengið meðlag og barnalífeyrir Fengið meðlag og barnalífeyrir frá almannatrygg- ingum ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað er skattskyldar tekjur að hálfu hjá móttak- anda nema um sé að ræða einstætt foreldri, sbr tölulið 10, III. Fengið meðlag með börnum, yngri en 17 ára, skal að fullu færa í þar til ætlaða eyðu á bls. 1 neðan við nöfn barna heima hjá framteljanda sem fædd eru árið 1962 eða siðar. Sé um að ræða fengið meðlag með börnum sem urðu 16 og 17 ára á árinu 1977, skal það meðlag einnig talið í áðurnefndri eyðu á bls. 1 en nöfn þeirra barna skráð í G-lið á bls. 4 og þar tekið fram að fengið meðlag með þeim sé talið á bls. 1 Sama gildir um barnalífeyri frá almannatrygging- um ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað Sé um að ræða slíkan barnalífeyri eða meðlag með barni til móður, sem býr í óvígðri sambúð með manni sem hún hefur átt barn með, skal slíkur barnalífeyrir eða meðlag talinn i áðurnefndri eyðu á bls. 1 á framtali sambýlismannsins. Á framtali sambýliskonunnar skal jafnframt tekið fram að barnalifeyririnn eða meðlagið sé talinn á framtali sambýlismannsins. Aðrar barnalifeyrisgreiðslur frá almannarrygging- um og allar barnalifeyrisgreiðslur frá öðrum (t.d. lifeyrissjóðum) skal hins vegartelja undirtölulið u I. Eignir 31. des. 1 977 1. Hrein eign samkv. meðfylgjandi efnahagsreikningi Framtölum þeirra, sem bókhaldsskyldir eru skv ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald, skal fylgja efnahagsreikningur. í efnahagsreikningi eða í gögnum með honum skal vera sundurliðun á öllum eignum sem máli skipta, svo sem innstæðum í bönkum og sparisjóð- um, víxileignum og öðrum útistandandi kröfum (nafngreina þarf þó ekki kröfur undir 25.000 kr.), birgðum (hráefnum, rekstrarvörum, hálfunnum eða fullunnum vörum), skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum verðbréfum, stofnsjóðsinnstæðum, fasteign- um (nafngreindum á þann veg er greinir í 3. tl. — Fasteignir), vélum og tækjum og öðrum þeim eignum sem eru í eigu framteljanda. Allar fyrnan- legar eignir skulu tilgreindar á fyrningaskýrslu Greinargerð um mat birgða skal fylgja framtali á þar til gerðu eyðublaði, sjá 1. mgr. 1. tl. III. kafla leiðbeininganna. Á sama hátt ber að sundurliða allar skuldir, svo sem yfirdráttarlán, samþykkta vixla og aðrar við- skiptaskuldir (nafngreina þarf þó ekki viðskipta- skuldir undir 25.000 kr ), veðskuldir og önnur föst lán, svo og aðrar skuldir framteljanda. Einnig skal sýna á efnahagsreikningi hvernig eigið fé framteljanda breyttist á árinu. Ef í efnahagsreikningi eru fjárhæðir, sem ekki eru i samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem tilfært verð fasteigna, eða eru undanþegnar eignarskatti, sbr. t.d. 21. gr. skattalaga, skal leiðrétta þá hreinu eign eða skuldir umfram eignir sem efnahagsreikn- ingurinn sýnir, t.d. með áritun á reikninginn eða á eða með sérstöku yfirliti. Hreina skattskylda eign skal síðan færa á framtal í 1. tölulið I. kafla eða Skuldir umfram eignir! C-lið, bls. 3. 2. Bústofnskv. meðf. landbúnaðarskýrslu Framtölum bænda og annarra, sem bústofn eiga, skulu fylgja landbúnaðarskýrslur og færist bústofn skv. þeim undir þennan lið. Sjá næstu sídur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.