Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17, JANUAR 1978 Fulltrúi r Islands í Belgrad FRAMHALD Belgrad- ráðstefnunnar er nú hafið á ný eftir jólaleyfi. Fulltrúi Islands á ráðstefnunni verður fyrst um sinn Hjálmar W. Hannesson, sendiráðunautur Islands í Brllssel. Mun hann verða þar unz Ölafur Egilsson, sem sat ráðstefn- una fyrir jól, heldur utan, líkleg- ast í febrúarmánuði. Þá mun og ráðgert að Henrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri sitji lokafundi ráðstefnunnar, sem vænzt er að verði í febrúarlok. Margir um hverja lóð REYKJAVlKURBORG mun á næstunni úthluta 92 einbýlis- húsalóðum f Seljahverfi f Breiðholti, 44 raðhúsalóðum og 15 einbýlishúslóðum f Hóla- hverfi. Með húsunum f Hóla- hverfi verður leyfilegt að reisa hús undir smáiðnað eða eitt- hvað slfkt, 90 til 100 fermetra hús, þar sem húseigendur geta rakið einkastarfsemi. Um- sóknaf jöldinn er um 405 að þvf er varðar einbýlishúsalóðirnar 132 sækja um raðhúsin og 28 um húsin f Hólahverfi. Tölur þessar, sem gefnar eru upp um umsóknafjölda er þó aðeins einföld talning — að því er Jón Kristjánsson, skrif- stofustjóri borgarverkfræð- ings, tjáði Morgunblaðinu. Menn hafa sótt um ákveðin hús og siðan önnur til vara og eru umsóknirnar sem til 'vara eru ekki taldar með. Við Biðs- granda hefur ennfremur verið sótt um 16 raðhús og 108 íbúðir í fjölbýli. Þar hefur skipulagið ekki hlotið endanlegt sam- þykki enn og umsækjendur þar kunna að hafa sett umsókn þar með, en einnig til vara sótt um lóð í Breiðholti. Um rað- húsin 16 hafa 124 sótt og 50 einstaklingar hafa sótt um íbúð í fjölbýli og 43 aðilar hafa sótt um til byggingar og endur- sölu. ©' INNLENT Frá hinum fjölmenna kappræöufundi Heimdallar og Alþýðuhandalags f Sigtúni í gærkvöldi. Ljmm. mw.:ra.\ Kappræðufundur Heimdallar og Alþýðubandalags: Markmið ungra sjálfstæðis- manna fr jálst markaðskerfi „KAPlTALISMI — Sósfalismi" var umræðuefni kappræðufundar Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna, og Æskulýðssam- taka Alþýðubandalagsins f Sig- túni í gærkvöldi. Þátttakendur af hálfu Heimdallar voru þeir Bryn- jólfur Bjarnason, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, en af hálfu Alþýðubandalagsmanna töluðu þeir Sigurður Magnússon, Sigurð- ur G. Tómasson og Svavar Gests- son. Fundarstjórar voru Kjartan Gunnarsson af hálfu Heimdallar og Jónas Sigurðsson af hálfu AI- þýðubandalagsins. Það vakti athygli á þessum mjög svo fjölmenna fundi að AI- þýðubandalagsmennirnir máttu varla vera að því að ræða hið minnsta um hið raunverulega um- ræðuefni fundarins, „Kapítalismi — Sósíalismi" heldur voru þeir með stöðugar dylgjur um þátt sjálfstæðismanna og Sjálfstæðis- flokksins í hinum ýmsu fjársvika- málum, sem hafa komið upp að undanförnu og ýmsar persónu- legar dylgjur i garð ræðumanna Heimdallar. 1 ræðu Brynjólfs Bjarnasonar kom m.a. fram að með frjálsu markaðshagkerfi er auðveldast að samrýma framboð og eftirspurn, þá er frjálst markaðshagkerfi óháð stjórnvöldum og veitir þar af leiðandi lýðræðinu aðhald. I ræðu Sigurðar Magnússonar j/ar aðalinntak að ekki væri hægt að berjast fyrir „bankaræningja og braskara“ en það væri grund- Framhald á bls. 24 Agætveiði Stykkishólmi, 15. jan. NÚ ÞEGAR eru þrfr bátar byrjað- ir lfnuveiðar hér frá Stykkis- hólmi, Þórsnes II, hefir fengið rúm 7 tonn f þeim róðrum sem farnir hafa verið. Það hefir um borð beitingavél sem reynst hefir vel. Þá er Þórsnes I byrjað róðra og eins Sigurður Sveinsson og hafa þeir aflað rúm 4 tonn í róðri. Þriðji báturinn, Sif, mun hefja róðra nú á næstu dögum og leggja allir þessir bátar upp i fiskiðjuver Þórsness h.f. en það hefir tekið við fiski f allt haust. Er þar mikil framleiðsla og hefir veitt fjöl- mörgum atvinnu. Áætlunarbifreiðar milli Snæ- fellsness og Reykjavfkur hafa haldið réttri áætiun i haust og það sem af er vetrar. Vetraráætlunin gerir ráð fyrir tveim ferðum i viku, en þær hafa alltaf verið þrjár enn sem komið er. Aukning hefir verið mikil f farþegaflutn- ingi undanfarið og siðari hluta árs í fyrra var hún um 40% miðað við sama tima árið áður. Þessar ferðir annast Hópferðir Helga Péturssonar sem hafa verið hér á ferðum mörg ár. Þá annast þessir aðilar einnig hópferðir svo sem þurfa þykir, með Starfsmanna- hópa sem fara til Reykjavikur i leikhúsferðir og fleira og fer sú grein vaxandi að fyrirtæki sjái um að starfsmenn fari svona ferð- ir sér til upplyftingar. Áætlunarferðir eru frá Snæ- fellsnesi miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga, en frá Reykjavik þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Flóabáturinn Baldur fer svo einu sinni í viku til Flat- eyjar og Brjánslækjar og eru þær ferðir nú yfir veturinn á föstu- dögum. Fréttaritari. Landsbankinn: Sjálfkjörið í Iðju í Reykjavík AÐEINS eitt framboð kom fram, er auglýst var eftir framboðum til stjórnarkosninga f Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Það var listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs og er stjórnin þvf sjálfkjörin. Formaður er Bjarni Jakobsson. Kjörtimabil stjórnarinnar er eitt ár. Hins vegar er trúnaðar- mannaráð valið með 2ja ára milli- bili. Það er nú einnig sjálfkjörið, en breytingar hafa orðið þar, þar sem 7 nýir menn taka nú sæti í trúnaðarmannaráðinu. Á íbúð í London fyr- ír fólk í starfeþjálfun Bjarni Jakobsson formaður Iðju Fagna ákæru ríkissaksóknara MBL. SNERI sér í gær til fram- kvæmdastjóra Landssambands fs- lenzkra rafverktaka og Sambands málm- og skipasmiðja og spurði um viðbrögð þeirra við þeirri ákvörðun rfkissaksóknara að gefa út ákæru á hendur þeim í fram- haldi af kæru verðlagsstjóra. Svör þeirra fara hér á eftir: „Við fögnum því að þetta mál skuli koma fyrir dómstólana til þess að úr þvf verði skorið, hvert sé raunverulegt valdsvið embætt- ismanna," sagði Arni Brynjólfs- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands rafverktaka. „Það sem málið snýst um er, hvort verðlags- stjóri hafi leyfi til að sniðganga umsamda kjarataxta og búa til sína eigin taxta í þeirra stað. Ég vil taka það fram, að f öllum tilfellum notuðum við sömu álags- tölur og verðlagsnefnd heimilaði og það er ekki rétt, að allir okkar taxtar séu hærri en taxtar verð- lagsstjórans. Um helmingur taxta verðlagsstjóra er hærri en okkar taxtar og hinn helmingurinn er lægri. En það er þó bót í máli að verðlagsnefnd samþykkti 5. des- ember sl. að leggja bæri til grund- vallar umsamið tímakaup, en ekki eitthvert tímakaup tilbúið á verð- lagsskrifstofunni. Án þessarar samþykktar sé ég ekki annað, en í framtíðinni hefði þurft að fá upp- áskrift verðlagsstjóra upp á kjara- samninga áður en undirritun gæti farið fram.“ „Framhaldsþing okkar um helgina gerði einmitt samþykkt vegna ákæru ríkissaksóknara, sem Mbl. skýrði frá“, sagði Guð- jón Tómasson, framkvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja“. Samþykktin er svohljóðandí. „Framhaldsþing Sambands málm- og skipasmiðja fagnar þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að höfða opinbert mál á hendur samtökunum fyrir útgáfu útsölu- taxta fyrir timabilið júlí til desember 1977. Með málshöfðun þessari gefst samtökunum loksins tækifæri til þess að fá hlutlaust mat dómsvalda á meðferð verð- lagsyfirvalda á verðákvörðun út- seldrar vinnu samkvæmt verð- lagslögum og áðurgerðum kjara- samningum, svo og sífelldum lof- orðum stjórnvalda að taka tillit til rekstrarkostnaðar fyrirtækja málmiðnaðarins með hliðsjón af könnun, sem gerð var að tilhlutan stjórnvalda árið 1976“. FRAM kemur f grein f Morgun- blaðinu f dag eftir Halldór Jóns- son verkfræðing, að Landsbanki tslands, hafi um nokkur ár átt fbúð í London. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið sambandi við Jónas Haralz bankastjóra og spurðist fyrir um þessa íbúðar- eign bankans f Englandi. Jónas Haralz sagði að bankinn hefði átt þessa íbúð frá því á árinu 1972, en þá fékk hann leyfi yfirvalda til þess að kaupa hana. Ráðizt var í þessi íbúðarkaup vegna þess að frá Landsbankan- um eru alltaf einn eða fleiri menn úr starfliði bankans f starfsþjálf- un í London, ýmist hjá Scandinav- ian Bank, sem Landsbankinn er meðeigandi að eða í öðrum bönk- um. Dveljast þessir menn þar frá 4 til 5 mánuðum og allt að einu ári. Hafa þeir fjölskyldu sina með sér, þegar þeir dveljast þar í svo langan tíma. Jónas kvað það hafa reynzt mjög óhentugt og dýrt að menn væru sífellt að leigja íbúðir og leita að slíku húsnæði. Af þessum sökum taldi bankinn að mun ódýrari væri og þægilegra ef hann ætti íbúð fyrir þessa starfs- menn. Benti Scandinavian Bank Landsbankanum sérstaklega á þetta, þar sem frá 1971 hefur stöð- ugt verið starfandi maður frá Landsbankanum við þann banka. íbúðin er ekki í London sjálfri, Þjófar hafa auga- stað á Nestunum BROTIZT var inn i tvö Nesti um helgina. A laugardaginn var brot- izt inn f Nesti í Fossvogi og dag- inn eftir i Nesti í Elliðavogi. Ekki er vitað hve miklu var stolið á fyrrnefnda staðnum en á þeim sfðarnefnda var stolið töluverðu magni af tóbaki. heldur í Beckenham í Kent, rétt fyrir sunnan London, mjög venju- leg fbúð í brezku raðhúsi. Þar búa engir nema starfsmenn bankans, sem eru í starfsþjálfun. Jónas kvað þessa íbúðareign hafa haft í för með sér sparnað fyrir bank- ann, þvi að ýmist eru þessir menn frá bankanum á námsstyrk eða launum. Allir eru að hluta til kostaðir af bankanum. Þar við bætist að íbúðin hefur hækkað í verði frá þvi er hún var keypt. Því gæti bankinn kvenær sem er selt hana með hagnaði. Tók bankinn lán til þess að kaupa íbúðina og fékk eins og áður sagði leyfi yfir- valda til þess að kaupa hana á sínum tíma. Kröfluvirkjun reynslukeyrð um mánaðamótin RAFALARNIR f Kröfluvirkjun verða reynslukeyrðir á næstunni og eru sérfræðingar væntanlegir bæði hjá Japan og Bandarfkjun- um eftir næstu helgi. Verður þá hafinn undirbúningur að gang- setningu vélanna, sem tekur um viku tíma og er fyrirhugað að reynslukeyrslan verði fram- kvæmd um mánaðamötin. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið í gær hjá Einari Tjörva Elíassyni, yfirverkfræð- ingiKröflunefndar. Hann kvað nýtanlegt gufumagn á svæðinu vera um 90 til 95 tonn á klukku; stund, en það nægir til fram- leiðslu á 5 megawöttum af raf- magni. I dag eru 11 vélstjórar á vöktum í Kröfluvirkjun, en að auki hafa fjórir mælingamenn frá Orku- stofnun verið að störfum á svæð- inu við að mæla holur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.