Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 5

Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 5 Hilmar Helgason formaður SÁÁ INNLENT HEKLA hf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Auói 0000 nesgrunni LOÐNUFLOTINN hefur enn ekki getað hafið veiðar, eftir fundi loðnusjómanna á Akureyri sökum veðurs, og í gær var enn ekki komið veiðiveður, hvorki fyrir norðan land né undan Aust- fjörðum. 1 fyrradag urðu togarar varir við eitthvart loðnuhrafl á Digranesgrunni, sem er norðan- vert við Vopnafjörð. Einhver loðnuskip héldu þegar austur á bóginn, en þau höfðu flest legíð við Grímsey, í Eyjafirði eða inni á Akureyri. Var Morgunblaðinu kunnugt um að Börkur NK og tsafold frá Hirtshals voru komin austur fyrir Langanes síðdegis í gær, en gátu ekki leitað loðnu vegna veðurs á þessum slóðum. Sömu sögu er að segja af færeysk- um loðnubátum, sem þarna eru og lágu skipin í vari við Langanes i gær. Megnið af loðnuflotanum mun nú vera norður af Sléttu, við Grlmsey og inni á Eyjafirði. hygli að Bragi Halldórsson sigraði fyrrverandi Is- landsmeistara Hauk Ang- antýsson. Teflt er i Tafl- heimilinu við Grensásveg. Almennur fundur Hvatar ræðir áfengisvandamálið ÁFENGISVANDAMÁLIÐ verður aðalumræðuefnið á almennum fundi sem Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna boðar til annað kvöld í Val- höll við Háaleitisbraut. Frummælandi á fundinum verður Hilmar Helgason formaður SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið. Fundurinn hefst klukk- an 20.30 og er allt sjálf- stæðisfólk velkomið. Skákþing Reykjavikur: Benóný lætur engan bilbug á sér finna FJÓRUM umferðum er lokið á skákþingi Reykja- víkur, sem nú stendur yfir. Bragi Halldórsson er efst- ur f mótinu með 4 vinn- inga. Þórir Ólafsson hefur 3 vinninga og biðskák og f þriðja sæti er gamla kemp- an Benóný Benediktsson með 3 vinninga. Hefur Benóný staðið sig af- bragðsvel f mótinu og unn- ið ungu mennina léttilega þótt orðinn sé sextugur að aldri. Staðan í mótinu er nokkuð óljós vegna bið- skáka en röð annarra manna er þessi eftir 4 um-, ferðir: 4. Jónas P. Erlings- son 2 vinninga og biðskák, 5. Haraldur Haraldsson 2 vinninga, 6. Björn Jóhann- esson 1V4 vinnirigur og bið- skák, 7. Þröstur Bergmann 1V4 vinningur, 8. Haukur Angantýsson 1 vinningur og 2 biðskákir, 9. Július Friðjónsson 1 vinningur og biðskák, 10. Benedikt Jónasson enginn vinningur og biðskák og 11.—12. sæti Björn Sigurjónsson og Leifur Jósteinsson enginn vinningur og ein biðskák. Audi ÍOO Stóri fólksbíllinn með hinum frábæru aksturseiginleikum og öryggisbúnaði, — sígilda straumlínuútlitinu, — Hann er með kraftmikla vél, — innri búnað og þægindi í sér- flokki. Auói 80 Framhjóladrifinn, kraftmikill og sparneytinn fólksbíll. Rásfastur og öruggúr í akstri við allar aðstæður. Fallegur, vandaður og þægilegur innri búnaður. Vekur alls staðar athygli fyrir stílhreint útlit. 0C00 Viðgerða- og varahlutaþjónusta OOOD VESTU R-ÞÝSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Benóný hefur unnið Benedikt, Július og Þröst en tapað fyrir Haraldi. í 1. umferðinni vakti það at- Loðnuhrafl fínnst á Digra- ísland teflir fram sínu sterkasta liði í Telex-skákkeppni ÍSLAND mætir Austur- Þýzkalandi I undanúrslitum Ólympiukeppninnar f telexskák á laugardaginn og teflir lsland fram sfnu sterkasta liði i keppn- inni. Friðrik Ölafsson teflir á 1. borði, Guðmundur Sigurjónsson á 2. borði, Ingi R. Jóhannsson á 3. borði, Jón L. Arnason á 4. borði, Heigi Ölafsson á 5. borði, Asgeir Þ. Arnason á 6. borði og Ölöf Þráinsdóttir á kvennaborði. Til stóð að Margeir Pétursson tefldi á unglingaborði en óvíst er hvort hann getur komið því við að tefla vegna anna i námi. Keppnin hefst klukkan 10 á laugardaginn og verður teflt í Ut- vegsbankasalnum og leikirnir sið- an sendir milli landa á telexi eða fjarrita. Austur-þýzka sveitin tefl- ir í Berlín. Sigurverarinn mætir Sovétrikjunum eða Hollandi í úr- slitum keppninnar. AuÓl ÍOO er framleiddur í nýrri Fastback- útfærslu með stórri gátt að aftan og mikið og stækkanlegt farangurs- rými. Hann er auk þess öllum sömu ágætu eiginleikum búinn og Audi 100 sem hefir þegar hlotið verð- skuldað lof og frábærar móttökur hér á landi, sem annars staðar. ÁRGERÐ 1Q7ft lö/O

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.