Morgunblaðið - 17.01.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.01.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 Göngustafur vindsins Ingimar Erlendur Sigurðsson: GÖNGUSTAFUH VINDSINS. Sögur. Letur. 1977. SMASAGNASÖFN komu að minnsta kosti þrjú út fyrir jólin síðustu, mega þó hafa verið fleiri. Allt er þegar þrennt er, segir mál- tækið. Þau hafa stundum verið færri. Ingimar Erlendur Sigurðs- son hóf rítferil sinn með ljóðabók — fyrir tæpum tuttugu árum, en önnur bók hans var svo smásagna- safnið Hveitibrauðsdagar. Nú tekur hann þráðinn upp þar sem frá var horfið. Ingimar Erlendur SigurðSson er það sem ég kalla þungur höf- undur, mikið i hinu háifsagða. Efni sagna hans er stundum tekið úr gamaia tímanum og er þá hversdagslegt á yfirborði. En við nánari athugun kemur i ljós að það, sem maður er vanur að lita á sem efni og þar með kjarna verks, er nánast yfirvarp. Það eru hin dimmu djúp í sálinni sem höfund- ur kannar fyrst og fremst — manneðlið, og þá skiptir fjarlægð í tíma og rúmi ekki höfuðmáli. Ég nefni sem dæmi söguna Búðar- drengurinn. Efnið minnir um sumt á sumar sögur Þóris Bergs- sonar, einkum hinar eldri: Ungur piltur afgreiðir í búð og aðrir leggjast á hann, bæði samstarfs- fólk og viðskiptavinir. Þetta leiðir náttúrlega til átaka. En það eru tæpast átök í sama skilningi og lesendur Þóris Bergssonar hefðu fyrr á árum lagt í orðið, heldur takast menn á með einbeitni sinni, sálarþreki, en þó fyrst og fremst þvf látbragði sem við tekur þegar orðum sleppir. Slík átök geta endað með því að svolinn, sem skæðastur er f kjaftinum, finni orð sín standa óvirk og mátt- laus, þau fá ekki festu,-hrífa ekki. Ég hygg að þessi saga megi kallast dæmigerð fyrir bestu sögur Ingi- mars Erlends, bæði fyrr og nú. Þarna er gefið i skyn hvernig Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON hið hráa í manneðlinu lftur út þegar umbúðunum hefur verið flett ofan af því. En Ingimar Erlendur kafar ekki aðeins djúpt, heldur svífur hann einnig hátt. I sögum hans hyllir oft undir einhvers konar upphafning, eitthvert takmark sem ber hátt yfir gráan hvers- dagsleikann. Slík upphafning stefnir í átt til ævintýraskáld- skapar. Sögurnar í Göngustaf vindsins bera allar keim af ævin- týri, sumar minna, aðrar meira. Af síðarnefnda taginu er fyrsta sagan f bókinni, Konungur jarðar — um mátt auðsins. Á gull- skildinginn er í árdaga letrað: »Sá sem fægir mig nógu vel og lengi finnur mynd sína grafna í gull- Ingimar Erlendur Sigurðsson kvikuna og verður konungur jarð- ar.« Þetta kemur gullæðinu af stað: eftir þetta taka mennirnir að fægja gullskildinginn hver á eftir öðrum sér til ólífis. Svipaðs eðlis er Peningurinn: Fátækur silfursmiður ákvað að búa eitthvað til, sem aldrei hefði verið til áður. Hann tók allt silfr- ið, sem hann átti, og sló úr því pening og letraði á hann »pening- ur«. En þá tók peningurinn að lifa sinu sjálfstæða lífi, hafnaði eignarrétti silfursmiðsins og sagði: »Enginn á mig«. Andi pen- ingsins lýsir yfir að ljóminn af sér sé »meiri en af sólinni, því hann lýsir upp hjörtu fylgjenda minna á nóttunni, þegar sólin skín ekki«. Ég nefni líka Flugþrá, stutta dæmisögu: Það er saga af litlum andarunga sem undrast stærð heimsins. Fullorðnu fuglarnir segja honum að heimurinn sé miklu stærri en tjörnin og tjarnarbakkinn sem hann hafi fyrir augunum. Og ungann langar að verða fleygur og skoða heim- inn. Þess er þá ekki langt að bíða að litli andarunginn hefjist á loft. Og þá dreymir hann að hann sé að fljúga. En sá draumur á ekki fyrir sér að rætast, því það var veiði- bjallan sem hefur hremmt hann — og gleypir síðan. Um áreitni hins sterka og varnarleysi hins veika eru líka sögurnar Kertaljós og Geymslurnar. Hin fyrri segir frá djöfullegum ráðsmanni og ráðs- konu með helgisvip. Hin seinni segir frá skiptum vonsvikinnar einstæðingskonu við dreng- hnokka. Og minnir á sumar sögurnar í Hveitibrauðsdögum, það er að segja að hinn sterki svalar grófum girndum á ofurvið- kvæmum tilfinningum hins veika. Og þess eðlis eru raunar pólarnir í sögum Ingimars Erlends: annars vegar sorinn, hins vegar hrein, háleit tilfinning — löngun til flugs í víðtækasta skilningi. N útíðin á dögum Krists A.C. Bouquet: DAGLEGT LlF A DÖGUM KBISTS. 241 bls. Örn og Örl. Rvfk 1977. ÞEGAR ég frétti af þessari bók fyrir jólin og það fylgdi fréttinni að dr. Jakob Jónsson hefði þýtt hana leit ég svo til að um »guðsorðabók« myndi vera að ræða. Sú reyndist ekki raunin. Þetta er hreint sagnfræðirit. Þó svo að bókin sé kennd við daga Krists er sjónarsvið hennar víð- ara í tíma og rúmi en titillinn gefur til kynna. Bókarheitið er þó að því leyti réttlætanlegt að höf- undur tekur í lýsingum sínum mið af landi því þar sem Kristur lifði og starfaði, sömuleiðis bein- is't kastljós hans að fyrstu öldinni eftir Krists burð, en um hana eru til ærnar heimildir. Þetta er ekki sagnfræði af því tagi sem til skamms tíma var kennd i skólum — og er kannski kennd þar enn — um keisara, konunga, herstjóra, innrásir og landvinninga, heldur um hið dag- lega líf að svo miklu leyti sem heimildir greina frá slíku. Kristur fæddist, lifði og starfaði í róm- versku skattlandi. Þar sat því rómverskur her. Það vita þeir sem lesið hafa annað tveggja: kristin fræði eða mannskynssögu. En hvernig var lífinu lifað þar og þá? Ef dæma skal af kristnum fræðum hefur það verið harla ólíkt því sem nú gerist. Rómversk- ir sagnaritarar fjölyrða ekki held- ur um hversdagsleikann. Þeir eru ekki kallaðir klassískir fyrir ekk- ert. Þeir rituðu fyrst og fremst um það sem þeim þótti stórt, mik- ilfenglegt og hetjulegt en sinntu ekki smáatriðum nema þau væru liður í einhverju meira, En ein- mitt þannig komust smáatriðin líka til skila. Með því að smala þeim saman, hvarvetna sem þau er að finna, fæst heildarmynd eins og sú sem dregin hefur verið saman í þessari bók. Við skulum ganga út frá því sem gefnu að eðli manna hafi verið hið sama þí ag aú, að fólk hafi ekki aðeins þurft að eta, drekka, vaka og sofa þá eins og nú, heldur einnig að skemmta sér og leita afþreyingar með gagn- kvæmum kynnum, auk þess sem það hefur alið með sér sams konar tilhneigingar og nú á dögum. Því verður fyrst fyrir að spyrja hvernig þetta fólk bjó, hvernig voru heimili þess og hibýli, hvað át það og drakk, hvernig mataðist það, hvernig hvíldist það um næt- ur, hvernig ferðaðist það og svo framvegis? En þá er líka mikil- vægasta spurningin eftir: hversu var háttað menntun og upplýsing- þessa fólks og hver voru við- horf þess? Þvílíkum spurningum svarar þessi bók. Þá eins og nú vann fólk fyrir sér og galt síðan i nauðsynjavöru sína með fé því sem það hafði aflað sér með vinnu sinni. Réttindi og skyldur voru misjafnar. Sumir höfðu þá, rétt eins og nú, ástríðu til að auðgast. Aðrir fóru á mis við þau veraldar- gæði sem fást fyrir auð. En hvern- ig sem öllu er á botninn hvolft er svo mikið vist að lífið var þá stað- reynd en ekki saga, það hafði sína nútíð, sín vandamál og sinn sárs- auka. Fólk þetta hugsaði og fann til eins og við. Ýmsar skírskotanir í kristnum fræðum, sem okkur þykja í hæsta máta fjarlægar og óhlutlægar, eru fullkomlega nátt- úrlegar, séu þær aðeins skoðaðar í ljósi þeirra lifnaðarhátta sem þá tíðkuðust. Miðjaðarhafið bar þá nafn með réttu. Þar streymdi blóð sögunnar örast. Á dögum Krists hafði róm- verjum tekist að gera það að inn- hafi, nánast öll lönd umhverfis það lutu keisaranum. Það hafði ekki aðeins stjórnmálalega, held- ur einnig sagnfræðilega þýðingu fyrir seinni tímann — fyrir bragð- ið vitum við gerr hvað þar gerðist. Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON í rómversku skattlandi gat eng- inn lokað augunum fyrir því hver réð né heldur létu hinir róm- versku herrar fram hjá sér fara hvað þar var aðhafst. Hins megum við líka minnast að okkur þykja kristin fræði ekki aðeins framandleg vegna fjar- lægðar í tíma, vegna þess að ná- lega tvö þúsund ár eru liðin síðan Kristur fæddist, heldur vegur hin landfræðilega fjarlægð einnig þungt á metunum. Nú orðið þykir tæpast fréttnæmt þó íslendingur ferðist til landanna handan Mið- jarðarhafs. Og þeim, sem þangað fara, bregður oftast svo við að Biblíusögunum skýtur upp í hug- skotinu: er þetta ekki eins og að hverfa þúsundir ára aftur í tím- ann? segir fólk. Það er líka svo að höfundur Daglegs lífs á dögum Krists styðst við eigin reynslu frá ferðum sjálfs sfns um söguslóðir kristinna fræða. Einnig það færir bókina nær skilningi hins al- menna nútímalesanda. Sá er meginkostur þessarar bókar að hún er skýrt orðuð og læsileg. Þýðing dr. Jakobs er, hygg ég, góð (hef því miður ekki frumtextann til að bera saman). Fáeinum orðum velti ég fyrir mér án þess þó að véfengja beint þýð- inguna. Til dæmis er vegagerð lýst svo (bls 113); »Efsta lagið var ekki, eins og hjá okkur, úr malar- steypu, heldur þétt lagðir blá- grýtishnullungar.« Hnullungur er samkvæmt málvitund minni ávalur steinn og hentar illa til vegagerðar. Gæti verið átt hér við »cobbles« af því tagi sem viða eru enn notaðir í slitlag á vegi — lítið eitt tilhöggn- ir hnullungar? Þess konar slitlag á vegum hefur víst aldrei þekkst hérlendis og orð þar af leiðandi ekki tiltækt. Þá þarf iesandinn að gjaloa varhuga við því að höfund- ur skírskotar víða til aðstæðna i sínu landi — »hjá okkur« segir hann oft óg víða. Eigi að sfður verður niðurstað- an um þessa bók: læsileg, fróðleg Vladimir Ashkenazy Joseph Kalichstein Sinfóníutónleikar Bela Bartok Tvær andlitsmyndir op. 5 Copin Pianókonsert nr. 2, op. 21. Brahms Sinfónia nr. 4 op. 98. Einleikari: Joseph Kalichstein Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy í efnisskrá stendur: „í Hljóm- sveitarverkinu Tveimur andlits- myndum, op. 5, er seinni myndin afskræmi hinnar fyrri, þar sem tónskáldið vinnur hægt út úr hljómvafningi óhófslegrar laglínu einleiksfiðl- unnar með furðulegri hug- kvæmni og listfengi. Síðan eru laglínurnar skrumskældar með æstum valdagrettum, þar sem hljómi og hrynjandi er hleypt í kapp við þrumuveður hins nýja heims, sem Bartok átti þó eftir að kynnast betur í jazzinum." Ja, hérna. Stundum hefur „prógramm" ritum rekist upp, en sjaldan eins glæsilega og nú. Skrumskældar og æstar velsagrettur í kapp við þrumu- veðraðan jazzinn. Allt er nú til. Samkvæmt því sem undirritað- ur telur sig þekkja til vantaði mikið á mótun stefja í fyrri myndinni og seinni myndin var við það að reiðlast í sundur, en þó ekki óskemmtilega flutt. Um flutning Josephs Kalich- stein er fátt að segja annað en að hann er frábær píanóleikari og að ræða um túlkun hans á píanókonsert Chopins hefur engan tilgang. Heimurinn er fullur af píanistum sem leika sér að verkum tónsnillinganna, kunna allt eins og ekkert sé, en þó er eins og þeir hafi gleymt einhverju, því leikur þeirra er án þjáningar og gleði, aðeins glæsileg kunnátta án skilnings. Tónleikunum lauk með fjórðu sinfóníu Brahms. Túlkun Ashkenazys og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands var mjög sér- stæð í tempói og mótum stefja. Þetta langa verk var allt í einu orðið svo stutt og þungbúinn alvarleiki Brahms hvergi nærri. Hvað svo sem segja má um svona „alvörulausa" túlkun, var flutningurinn víða mjög góður. Fullt hús áheyrenda fagnaði hljómsveitarstjóranum og er rétt að geta þess, vegna fyrri skrifa um hljómsveitarstjórn Ashkenazys, að svo frábærum tónlistarmanni sem honum ætti hljómsveitarstjórn ekki að verða erfitt viðfangsefni. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Kór Langholtskirkju Jón Stefánsson organisti í Langholtskirkju er einn þeirra tónlistarmanna þjóðkirkjunnar sem unnið hefur kirkju sinni gott nafn. Kór Langholtskirkju hefur í nokkur ár staðið fyrir hljómleikahaldi og nú síðast í Háteigskirkju, s.l. laugardag. Tónleikarnir hófust á Atla Trin- ita, ítölsku lagi frá 15. öld, síðan dýrðarsöng eftir Hándel og lauk þessum þætti tónleik- anna með Offertorium, Locus Iste og Ave María eftir Bruckn- er. Söngur kórsins var mjög góður og er óhætt að fullyrða að kór Langholtskirkju er einn besti kór okkar í dag. Fyrri hluta tónleikanna lauk með tónverki eftir Sverre Bergh, Death shall have no dominion. Textinn er eftir Dylan Thom- as. Verkið er mjög sterkt og vel unnið. Söngur kórsins var feikna góður enda brugðu hlustendur á það ráð að klappa, sem þó var ekki gert á eftir fyrri lögum. Nokkrir kór- félagar fóru með stuttar ein- söngshendingar inni í hljóm- bálkinum og gerðu það svo vel að hvergi hattaði fyrir. Tón- leikunum lauk svo með Misa Criolla eftir Ariel Ramirez. Eins og fyrr var sagt er kórinn rnjög 'JJ' " "" 1 11 1 ..... góður, en þetta verk er sam- kvæmt skoðun undirritaðs ekki passlegt fyrir söngstíl kórsins. Svona tónlist þarf að vera sungin af meiri skerpu í fram- buði og tóntaki, auk þess sem hljóðfæraundirleikurinn þarf að vera hrynsterkari en hér átti sér stað. Verkið er ekki merkileg tónsmíð, fábrotin í hljómum og stefin sífellt endurtekin eins og einnig á sömu tónunum. Það er léttur blær yfir verkinu. Bestu kaflarnir eru Credo og Gloría og í þeim allt sem hlustandi er á í þessu verki. Flutningur verks- ins er engin stórtíðindi en það stafar frá því ferskum blæ íjar- lægra landa og er upplyfting fyrir þunglamalegt messu- formið. Það skal tekið fram, að eftir því sem undirritaður veit best, syngur Kór Langholts- kirkju þessa tónlist við kirkju- athafnir og einnig verk Sverre Bergh. Á þann hátt verður starf kórsins samofið skyldustörfun- um og eykur gildi kórsins fyrir safnaðarstarfið, auk þess sem kirkjan vex að áliti. Einsöngvar- ar í Misa Criolla, voru Sverrir Guðjónsson og Rúnar Matthíasson og stóðu þeir sig ■ CTflftjMftfiÍ.- ré^mmmímv n m m w

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.