Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1978 f Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 90.00 kr. eintakið. Sundrungaridja öfgamanna Saga islenzku þjóðarinnar kennir okkur, að sameinuð er hún sterk og heldur sinum hlut i viðsjárverðum heimi, en sundruð er henni hætta búin Ein hættulegasta iðja, sem öfgaöflin til vinstri og hægri í islenzkum stjórnmálum stunda, er sundrungarstarf þeirra. „Öfgamenn og lýðskrumarar, sem hafa býsna hátt nú um stundir, vinna skipulega að því að sundra þjóðinni, egna einn þjóðfélagshópinn gegn öðrum i von um að með því að efna til deilna meðal annarra geti þeirsjálfir drottnað. Fólk þarf að vera vel á verði gegn þessari sundrungariðju öfgamanna til vinstri og hægri. Öfgamennirnir á báða bóga vinna fólk ekki til fylgis við skoðanir sinar, þeir hafa ekki pólitisk áhrif að því marki að öfgakennt lýðskrum þeirra fái jákvæðar undirtektir hjá almenn- ingi. Þeim tekst hins vegar oft að rugla fólk i ríminu og i því eru fólgin þau neikvæðu áhrif, sem þeir hafa i islenzku þjóðfélagi. Með sundrungariðju sinni og lýðskrumi tekst þeim að rugla fólk svo, að það á erfitt með að halda áttum í umróti okkar tíma og er þvi hættara en ella að villast af réttri leið Ábyrgt fólk, hvar i flokki sem það stendur, þarf að taka höndum saman og snúast gegn þeim öfgaöflum, sem nú láta á sér kræla til vinstri og hægri. Þau þarf að kveða svo kyrfilega niður, að þeim megi Ijóst verða, að i hinu upplýsta lýðræðisþjóð- félagi Islendinga er enginn grundvöllur fyrir þá iðju, sem öfgamenn um allan heim þrifast á að stunda. Ábyrgt fólk, sem yfirleitt læturþjóðmál lítið til sin taka, þarf að leggja afskiptaleysið til hliðar í bili og koma fram til virkrar þátttöku með þeim þjóðfélagsöflum, sem eru staðráðin i að hindra aukin áhrif öfgamanna á báða bóga Þessarar þátttöku er nú vissulega þörf. Öfgamennirnir vinna skipulega að þvi að efna til ófriðar milli stærstu hagsmunahópa okkar samfélags Þeir hópar þurfa að gera sér grein fyrir þvi, að tilgangur öfgaaflanna er ekki sá að vinna að hagsmunum þeirra heldur þvert á móti að etja þeim saman og hagnast síðan sjálf á þeim átökum Þess vegna þurfa hagsmunahópar og þeir, sem eru i forystu fyrír þeim, að hafa þroska til að visa á bug stuðningi og gylliboðum öfgamanna Öfgaöflin vinna lika kerfisbundð að þvi að grafa undan helztu stofnunum hins lýðræðislega samfélags á (slandi. Þetta er hvarvetna aðferð öfgamanna sem gera tilraun til þess að ryðjast til valda Það er ekki bara á íslandi. sem mönnum hefur tekizt að ná kosningu til þjóðþinga á lygum og ærumeiðandi ummælum um saklaust fólk. Almenningur þarf að snúast gegn þessari iðju öfgamannanna, þvi að það er fyrst og fremst fólkið i landinu, sem mundi liða fyrir það, ef öfgaöflin kæmust til aukinna áhrifa. Morgunblaðið hefurséð ástæðu til þess að undanförnu að vara fólk við þeim öfgaöflum og lýðskrumurum, sem nú láta mikið að sér kveða. Þau aðvörunarorð eru hvorki mælt af tilefnislausu eða út i bláinn. Nú þegar hefur þessum neikvæðu niðurfsöflum tekizt að eitra andrúmsloftið í okkar samfélagi svo mjög, að það er löngu orðið timabært að þeir sem hafa á annað borð áhuga á þvi að búa í samfélagi fólks, þar sem hreinna og ómengaðra andrúmsloft ræður ríkjum taki höndum saman um að hreinsa út þessa ógeðfelldu mengun af mannavöldum. Samráð við launþega og atvinnurekendur Tillögur þær, sem Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, lagði fram á fundi borgarráðs i siðustu viku, hafa vakið mikla og almenna athygli. Eftirtektarvert er, hvernig að tillögugerð þessari var unnið. Borgarstjóri skýrir frá þvi i Morgunblaðinu í gær, að fundir hafi verið haldnir með fulltrúum atvinnuveganna í Reykjavik, bæði atvinnurekendum og launþegum Borgarstjóri segir: „Óskað var eftir hugmyndum frá þeim um atvinnumál og hver aðili beðinn um að skila skýrslu um málin. Jafnhliða þessum fundarhöldum vann ég svo sjálfur að tillögunum. Tók ég mikið mið af hugmyndunum, sem fram komu á fundinum og i greinargerðum viðræðufulltrúa." Árangurinn af þessum vinnubrögðum er sá, að tillögur borgar- stjóra hafa hlotið mjög jákvæðar undirtektir meðal helztu forsvars- manna atvinnuveganna i höfuðborginni og má segja, að ummæli Guðmundar J Guðmundssonar, varaformanns Dagsbrúnar, í Morgunblaðinu i síðustu viku hafi lýst í hnotskurn afstöðu manna til þessarar tillögugerðar, er hann fagnaði þvi sérstaklega, að verkamenn hefðu verið kallaðir til samráðs um tillögugerðina. tMgfc. THE OBSEKVER THE OBSERVER THE OBSERVER Skara Sovétmenn fram úr Bandaríkjamönnum í smíði geislavopna? FYRIR sfðustu jól hóf rann- sóknadeild handarfska varnar- málaráóuneytisins rannsókn vegna gruns um að bandarfska tfmaritið „Aviation Week“ hefði komist á snoðir um upp- lýsingar varnarmálaráðuneytis- ins um „tortfmingargeislun“, sem ný er af nálinni f hernaðar- vfsindum Sovétmanna. En sfð- an hefur málinu einnig verið hreyft f nýjustu útgáfu „Jane’s Weapons Systems”, sem er áreiðanleg árbók um eldflaug- ar, byssur ratsjár og rafeinda- kerfi. Kann tilefni þessa að vera niðurstaða sænskrar rann- sóknar, er nýlega var birt, þar sem þvf er haldið fram að vfs- indamenn f suðurhluta Svfþjóð- ar hafi fimm sinnum á fyrri hluta árs 1976 uppgötvað f and- rúmsloftinu geislavirkar en skammlffar efnisagnir, sem ekki hefur tekist að útskýra. 1 grein um rannsóknina, sem gef- in var út af sænsku þjóðvarnar- stofnuninni, segir svo: „Þar eð ekki hefur reynst kleift að gera viðunandi grein fyrir athugun- inni eftir neinum viðurkennd- um leiðum hlýtur hún, ásamt vangaveltum varðandi tilraunir með rafgeisla f Semipalatfnsk f Sovétrfkjunum, að vekja áhugaverðar spurningar." Það var fyrst fyrir tveimur árum að „Jane’s Weapons Syst- ems“ bryddaði upp á málinu viðvíkjandi rafagnageislum Sovétmanna og öðrum „orku- stýrðum vopnum”. Nýlega blés mjög í belg áhugamanna við uppljóstrun Georgs Keegans, herforingja og fyrrverandi yfir- manns njósnadeildar banda- ríska flugflotans, en Keegan hélt því fram að Sovétríkin kynnu að vera 20 árum á undan Bandarikjunum í framleiðsluu rafagnageisla, er gert gæti ógn- un langdrægra eldflauga að engu. í Jane’s er þess getið að Cart- er forseti hafi dregið í efa ná- kvæmni nokkurra hinna um- ræddu skýrslna og ályktana, sem af þeim voru Ieiddar, og að Brown, varnarmáiaráðherra, hefði lýst því yfir að engin sannindi lægju til grundvallar þeirri staðhæfingu að Sovét- menn gætu skotið niður lang- drægar eldflaugar með raf- agnageislum. Brown, er kveðst hafa kannað allar staðreyndir málsins utan Sovétríkjanna, sagðist álita að slíkt kerfi væri ekki innan sjónmáls í nánustu framtíð. En hvað er „nánasta framtíð”? spyr Jane’s. „Aðrir, sem næsta örugglega hafa minna til síns máls, segja allt frá 1980 til 20 ára fram i tím- ann.“ Þær tegundir orkustýrðra vopna, sem nú eru mest á döf- inni, eru tvær: rafagnageislar og laser-geislar. Sú fyrrnefnda byggist á notkun hröðunartæk- is, er framleiddi straum atóma eða minni efnisagna, er færu með hraða Ijóssins og grönduðu fjarlægu skotmarki sínu. Hröð- un sú, er til þyrfti, krefðist gíf- urlegrar raforku — sennilega kjarnaorku. (Talið er að til þurfi a.m.k. þúsund sinnum meira afl en híöðunartæki þau, er nú þekkjast geta framleitt). Einnig er vandamál hvernig stjórna má geislanum, einkum á ferð hans gegnum andrúms- loftið, þar sem hann gæti fram- kallað svipuð áhrif og elding. Auk þess sem sænskir vís- indamenn telja sig hafa tekið eftir öflugri geislavirkni frá So- vétríkjunum af og til, án þess að það verði tengt neinum ákveðnum kjarnorkuspreng- ingum í tilraunaskyni, halda þeir því fram að þeir hafi orðið varir við geislavirkni af völdum Eftir Andrew Wilson kjarnorkuútbúnaðar til hleðsiu rafagnageisla í Azagir í Kazak- hastan nærri Kaspíahafi. Þá hefur verið skýrt frá því að upplýsingaþjónusta bandaríska flughersins hafi sannanir fyrir því að tilraunir hafi verið gerð- ar með hluta framleiðslukerfis rafagnageisla af hálftt loft- varnadeildar sovéska hersins, en ekki munu upplýsingar liggja fyrir um hvort um til- raunir með raunverulegt vopn hafi verið að ræða. Bandaríkja- menn verja sjálfir meira en ein- um og hálfum milljarði ísl. króna árlega f eigin rannsóknir í sömu átt. Sú upphæð, er Bandaríkja- menn eyða til hönnunar laser- vopna, er hins vegar tuttugu sinnum hærri. En samkvæmt upplýsingum Jane’s, miðast nú- verandi rannsóknir við ákvörð- un um uppbyggingu laser- vopnakerfis verði ekki tekin fyrr en á níunda áratugnum. Um helmingur hernaðarút- gjalda í sambandi við laser- geisla rennur til flughersins, sem notar sérstaklega útbúna flugvél sem laserrannsókna- stöð. Mun bandariski landher- inn nú vera að gera tilraunir með meðalsterkar lasersend- ingar á skriðdrekagrind, en flotinn mun hafa rannsóknaað- stöðu í San Juan Capistrano í Kaliforníu. Rafagnakerfið er ef til vijl sú gáta, sem hernaðarlega er mest áríðandi. Ritstjóri Jane’s, Ron- ald Pretty, hittir þó naglann á höfuðið, þar sem hann segir að þótt eitthvert eitt stórveldanna kunni að verða fyrst til að full- komna og taka i þjónustu sína rafgeislavopn (ef slíkt er hugs- anlegt), þurfi það engu síður að sannfæra keppinaut sinn um gagnsemi þeirra og ekki sízt um hæfni kerfisins í heild. Ef ekki er unnt að fullvissa andstæð- inginn um, segir Pretty, að tor- tíma má eða gera óvirkar allar hans langdrægu eldflaugar i einu vetfangi, ef í odda skærist og miðað er við hámarks send- ingatíðni, er engin ástæða til að ætla að núverandi eldflauga- kerfi, sem er bakhjarl land- varna á okkar dögum, sé ótækt og úr sér gengið. Andrew Wilson, Aðeins tvö þeirra hátæknilegu sovézku vopna, sem sjá má á myndunum þremur, eru á lista yfir hernaðartæki f öllum Varsjár- bandalagslöndunum, en „Foxbat" flugvélin, eins og hún er kölluð f NATO og sýnd er á efstu myndinni, er „eldflaugatruflari” af gerðinni MIG-25, sem Sovétmenn hafa ekkert látið uppi um. Mið- myndin er af skriðdreka, T-62, og var tekin 1969, en neðst er eldflaug ( skotstöðu f Póllandi. Myndirnar voru teknar fyrir Tass.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.