Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 21 Njarðvíkingar í kröppum dansi Þær voru æsispennandi stðuslu mínúturnar I leik UMFN og Fram f Hagaskóla á laugardaginn. Dæmd var löf UMFN þegar aðeins 9 sekúndur voru til leiksloka og staðan var 73:72 Njarðvik f vil og höfðu Framarar þvf möguleika á að sigra f leiknum. En þeim mistókst að koma knettinum til samherja úr innkastinu og Njarðvfkingar náðu knettinum og skoruðu og innsigluðu sigurinn 75:72. Leikurinn var lengst af mjög jafn, en Framarar höfðu þó oftast frumkvæðið. 1 fyrri hálfleik mátti t.d. sjá á töflunni 10:10 og 16:16, en þá kom góður kafli hjá Fram og þeir komust 11 stig yfir, 35:24. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að rétta sinn hlut fyrir leikhlé, en þá var staðan 39:36 Fram í vil. Framarar byrjuðu siðari hálf- leikinn með gífurlegri baráttu og léku frábæran varnarleik og tóksl UMFN ekki að skora nema 2 stig fyrstu 7 minútur siðari hálfleiks. Fram náði þó ekki að nýta þennan góða varnarleik til þess að ná af- gerandi forystu, en komust þó 11 stig yfir, 49:38. Það kom sér því mjög illa þegar þjálfari Fram þurfti að skipta tveimur beztu mönnum liðsins út af, þeim Sim- oni Ólafssyni og Flosa Sigurðs- syni, og notfærðu Njarðvikingar sér þetta vel. Þeir hófu að leika stífa pressuvörn og Kári Marisson tók Guðstein Ingimarsson úr um- ferð, en Guðsteinn hafði stjórnað öllum sóknaraðgerðum Framara með glæsibrag fram að þessu. Við þetta riðlaðist allur leikur Fram- ara og UMFN saxaði smátt og smátt á forskotið og fyrr en varði höfðu þeir náð forystu, 52:51. Sið- ustu minúturnar voru siðan æsi- spcnnandi og var jafnt á öllum tölum frá 55:55 til 69:69, en þá skoruðu Njarðvíkingar 4 stig i röð, en Frömurum tókst með hörku að minnka muninn i 1 stig, 72:73. Siðustu sekúndunum er lýst hér að framan og leiknum lauk því með sigri UMFN 75:72. Leikur þessi var vel leikinn og mjög skemmtilegur á að horfa. Sérstaklega voru varnir beggja liða góðar. Framarar léku sinn bezta leik í vetur oft sýndu að þeir eru til alls líklegir. Það var fyrst og fremst reynsluleysi, sem varð þeim að falli i þessum leik. Fram- liðið á allt hrós skilið fyrir góða baráttu, en beztan leik sýndu Sim- on Ólafsson og Guðsteinn Ingimarsson, sem var sérstaklega sterkur i vörninni. Þá vakti mikla athygli ungur leikmaður, Flosi Sigurðsson, sem er aðeins 17 ára gamall og 2.10 m. á hæð. Hann sýndi það i þessum leik, að mikils má af honum vænta i framtíðínni. Njarðvíkingar máttu þakka fyr- ir sigur að þessu sinni og hefur mótstaðan sennilega verið meiri en þeir áttu von á. Beztir í liði UMFN voru Kári Marisson og Þorsteinn Bjarnason, sem var þó ekki mikið með. Þá var þáttur Brynjars Sigmundssonar stör undir lokin, er hann skoraði hverja körfuna á fætur annarri og 6 af siðustu 8 stigunum. Njarðvík- ingar tróna þvi enn á toppi I. deildar, en það hlýtur að vera aðstandendum liðsins áhyggju- efni, hve leikur þess er lélegur á köflum og liðið virðist geta tapað fyrir hvaða liði sem er. Stigin fyrir FRAM: Simon Ólafsson 32, Flosi Sigurðsson 14, Guðsteinn Ingimarsson 8, Arn- grimur Thorlacius, Björn Magnússon, Ólafur Jóhannesson og Þorvaldur Geirsson 4 hver og Ómar Þráinsson 2 stig. Stigin fyrir UMFN: Kári Marís- son og Þorsteinn Bjarnason 18 hvor, Brynjar Sigmundsson 14, Gunnar Þorvarðarson 9, Stefán Bjarkason 8, Geir Þorsteinsson 6 og Jónas Jóhannesson 2. Dómarar voru Sigurður V. Halldórsson og Stefán Kristjáns- son og höfðu þeir allan timann góð tök á leiknum. Þó komust Njarðvikingar upp með full mikla hörku á kafla i siðari hálfleik. AG. Leikleysa er KR sigraði Armann „ÞETTA voru nú meiri ffflalætin," heyrðist í einum áhorfenda, er hann yfirgaf leik KR og Ármanns, sem fram fór f Hagaskóla á sunnudaginn í tslandsmótinu f körfuknattleik. Það er óhætt að taka undir þau orð þvf að leikleysan var ráðandi frá fyrstu mfnúti til hinnar sfðustu. KR-ingar, sem nýverið sigruðu stúdenta f mjög góðum leik, sýndu nú á sér hina hliðina, en jafnvel það varð ekki til þess að Armenningar ættu nokkurn tfma möguleika á sigri. Yfirburðir KR voru nokkuð miklir og 127—91 sigur, var sfst of mikill. son 20, Gunnar Jóakimsson 16, Bjarni Jóhannesson 14, Agúst Líndal 11, Jón Sigurðsson 10 stig, Eirfkur Sturla Jóhannesson 6 stig og Þröstur Guðmundsson og Birg- ir Guðhjörnsson 2 stig hvor. Það var aðeins fyrstu 7 mfnúturnar að Ármenningar héldu í við KR-inga, en sfðan var ekki glæta f leiknum og KR-ingar skoruðu að vild sinni. Undir lok fyrri hálfleiks tóku Ármenningar þó smá sprett ng var staðan í hálfleik 59—41. Þótt ötrúlegt sé, þá var seinni hálfleikur enn verri en sá fyrri. KR-ingar reyndu hver og einn að skora tvö stig f hverri sókn, en Ármenningar flæktust hver fyrir öðrum. Markverð tfðindi gerðust fyrst á 6. mfnútu seinni hálfleiks, en þá fengu Atli Arason og Guðmundur Sigurðsson báðir sfna fimmtu villu og urðu þeir þvf að yfirgefa leikinn. Atla þótti þetta nokkuð súrt, enda villa sú, sem dæmd var á hann, nokkuð vafasöm. Hann lét þvf annan dóm- ara leiksins hafa það óþvegið, en fékk rautt spjald f staðinn! Nokkrum mfnútum seinna fékk svo Björn Christiansen sfna fimmtu villu og fór þá sfðasta glætan úr leik Armenninga. 1 lok þessara dapurlega leiks höfðu KR-ingar skorað 127 stig gegn 91 stigi Armenninga. Lið KR verður engan veginn dæmt af leiknum gegn Armanni, til þess var mótstaðan of lítil. En vert er að minnast á leik Arna Guðmundssonar, sem átti sinn besta leik f vetur og var hann jafnframt bestur KR-inga. Aðrir KR-ingar léku undir getu. Armenningar eiga enga sælu- daga um þessar mundir og ekki batnar útlitið við að Atli Arason fari f leikbann, en hann er sá eini, sem leggur sig fram við að leika körfuknattleik f liðinu. Var Atli bestur Armenninga f leiknum, en aðrir virtust vart vita hvað var verið að leika. Stig KR: Arni Guðmundsson og Gino Piazza 23 stig, Einar Bolla- Flest stig Armanns skoruðru: Michael Wood 18, Atli 16 og Björn Christiansen 16, Jón Björg- vinsson 15 stig og Jón Steingrfms- son 11 stig, aðrir minna. Dómarar voru Guðbrandur Sigurðsson og Sigurður Helgason. Voru þeir svipaðir trúðar og aðrir á vellinum. GG. Kristján Agústsson skorar fyrii Val gegn iR-ingum. (Ljósm. GG) Framarar áttu góðan leik gegn UMFN um helgina þrátt fyrir tap og mesta athygli vakti ungur og efnilegur Framari. Flosi Sigurðsson, og sést hann hér f baráttu við Jónas Jóhannesson og Stefán Bjarkason, UMFN. (Ijósm. AG) JT Léleg vörn IR færði Val sigur MEÐ sigri Vals yfir IR f tslandsmótinu f körfuknattleik á sunnudag- inn hafa lið 1. deildar skipt sér f tvo jafna hópa. Valur, KR, IS og UMFN skipa efstu sætin, en Armann. Þór Fram og tR koma til með að berjast á botninum. En iR-ingar gerðu örvæntingarfulla tilraun til að hlanda sér f toppbaráttuna og hefði þeim vafalaust tekist það, ef þeir hefðu sigrað Val. En Valsmenn reyndust ofjarlar þeirra og sigruðu 88—83 eftir að hafa verið yfir allan leikinn. UMFN 8 7 1 762:617 stig 14 Valur 8 6 2 703:649 12 KR 8 6 2 683:552 12 IS 7 5 2 619:598 10 ÍR 8 3 5 680:702 6 Þór 7 2 5 452:505 4 Fram 8 2 5 630:689 4 Armattn 8 0 8 637:830 0 Stigahæstu menn eru nú: Rich Hockenos, Val 218 Símon Olafsson, Fram 205 Erlendur Markúss. f R 203 Dirk Dunbar, IS 196 Valsmönnum tókst að byggja upp góða forystu i byrjun leiksins og virtist, sem þeir ætluðu að hrista ÍR-inga strax af sér. Beittu Vals- menn hraðaupphlaupum óspart, en ÍR-ingar hafa löngum þótt sér- fræðingar í þeirri grein. Staðan í hálfleik var 51—41 Val i hag. I seinni hálfleik hélst munur- inn um 10 stig, en um miðjan hálfleikinn tóku ÍR-ingar sprett og minnkuðu muninn í 2 stig, en þá fannst Valsmönnum nóg komið og skoruðu næstu 7 stigin. Og þrátt fyrir góða baráttu á siðustu mínútum leiksins tókst ÍR-ingum ekki að jafna metin. Lokatölur: 88—83. Lið Vals var nokkuð vel að þess- um sigri komið. Þórir Magnússon menn Kristlnn Jörundss. IR189 Mark Christensen Þór 177 Þorst. Bjarnas. UMFN 173 Atli Arason Armanni 164 Andrew Piazza KR 143 Jón Sigurðsson KR 142 lék ekki með, en það virtist ekki veikja liðið mikið. Rick Hockenos var að vanda potturinn og pannan í leik Valsara, og réðu ÍR-ingar ekkert við hann. Aðrir Valsmenn áttu einnig ágætan leik þó sér- staklega Torfi Magnússon og Kristján Ágústsson. iR-ingar geta nú endanlega kvatt alla drauma um íslands- meistaratitil, en hins vegar geta þeir orðið hvaða liði sem er erfið- ir. I leiknum gegn Val mátti helst finna að vörn ÍR þvi Valsmenn þurftu yfirleitt litið að hafa fyrir að skora. Þá var sókn ÍR-inga nokkuð ráðleysisleg og „gamla ÍR kerfið" gekk ekki upp. En bestir ÍR-inga voru Kristinn Jörundsson og Þorsteinn Hallgrimsson, en Er- lendur Markússon var einnig nokkuð frískur. Stig Vals: Hoekenos 33, Torfi 22, Kristján 18, Rikharður Hrafn- kelsson 6, Helgi Gústafsson 5 og Hafsteinn Hafsteinsson og Lárus Hólm 2 stig hvor. Stig ÍR: Kristinn 33, Jón Jör- undsson og Erlendur 18 stig, Agn- ar Friðriksson 8 stig og Þorsteinn 6 stig. Dómarar voru Erlendur Ey- steinsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir ágætlega. GG.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.