Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 — Markmið Framhald af bls. 2' vallarstefna Sjálfstæðisflokksins. Davið Oddsson svaraði þessum dylgjum Sigurðar og spurði hvort hann væri málssvari hins nýstofn- aða „Söfnunarsjóðs svívirðinga," en benti jafnframt á i þessu sam- bandi að á árunum 1970—1975 hafi æðsti maður Landsbanka Is- lands, formaður bankaráðs verið Einar Olgeirsson en ekki sjálf- stæðismaður eins og Sigurður vildi koma að. Friðrik Sophusson benti á að eitt aðalmarkmið stefnu ungra sjálfstæðismanna og frjáls markaðskerfis væri að skapa ástand þar sem hver og einn gæti ráðið sem mestu um sitt lifshlaup, hvað varðar Hfsstarf og aðstöðu, þ.e.a.s. dreyfa valdinu sem mest. 1 sama orðinu þegar Sigurður Magnússon talaði um braksara hátt ungra sjálfstæðismanna hældi hann á hvert reipi framtaki þeirra í sambandi við bygginga- samvinnufélagið Byggung, sem hann sagði vera gott dæmi um „dugnað ungs fólks“. Þessum fjölmenna kappræðu- fundi lauk siðan á tólfta tíman- um. Flest öll loönuskipin eru nú farin út frá Akureyri, 1 gærkveldi voru þau fyrir norðan land og var þar gott veður, en lítið hafði fundizt af loðnu. Þessa mynd tók Sverrir Pálsson, fréttaritari Mbl. á Akureyri, er skipin voru að láta úr höfn. Bréf frá Kanaríeyjum: Alvarlegt ástand vegna að- gerða hermdarverkamanna ASTANDIÐ á Kanarfeyjum er að taka á sig alvarlegri mynd en áður, sérstaklega f Tenerife og Las Palmas, þar sem framin eru margvfsleg hryðjuverk og skemmdarverk félaga f frelsis- hreyfingu eyjaklasans, að þvf er fram kemur f bréfi til Morgun- blaðsins frá einum velunnara blaðsins, sem er búsettur á einni Kanarfeyja um þessar mundir, en hann vill ekki láta nafns sfns get- ið. Hann kveðst hafa séð ýmsar þessara hræringa með eigin aug- um, en yfirleitt fari litið fyrir þeim bæði í spænskum og erlend- um blöðum — þar sem ferðaskrif- stofurnar, hóteleigendur og áþekkir aðilar reyni að halda þessu sem mest leyndu til að fæla ekki ferðamenn frá eyjunum. Raunar segir bréfritari að margt af því sem sé að gerast verði að vísu ekki á þeim stöðum þar sem flestir íslendingar sækja en þó komið þar fyrir. Bréfið er skrifað 22. desember sl. og hann getur þess að nóttina áður hafi sprungið öflug sprengja FJARMALARAÐUNEYTIÐ hef- ur tekið saman og gefið út gild- andi ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt þar sem felld hafa verið inn I fyrri lög þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á gildis- töku þeirra laga, en þeim lögum hefur verið breytt alls sjö sinn- HREPPSNEFND Gerðahrepps, sóknarnefnd og kirkjukór Ut- skálkakirkju heldur n.k. sunnu- dag 15. janúar samsæti í sam- komuhúsinu í Garði fyrir Sigur- berg H. Þorleifsson, f.v. hrepps- stjóra og vitavörð, konu hans Asdísi Káradóttur, og fyrrv. kirkjuorganista Auði Tryggva- dóttur i þakklætisskyni fyrir störf þeirra í þágu sveitarfélagsins og Útskálakirkju. Sigurbergur H. Þorleifsson hefur gegnt störfum vitavarðar á Garðskaga og hrepp- stjóra Gerðahrepps, sýslufundar- manns og prófdómara við Gerða- skóla o.fl. o.fl. um áratugaskeið, og störf hans sem meðhjálpara og sóknarnefndarformanns fylla 50 við stórt hótel í Puerto de la Cruz á Tenerife, sem margir tslending- ar þekki vel. Hafi þessi sprengja valdið töluverðu tjóni. I sömu borg hafi einnig nokkrum vikum áður sprungið öflug sprengja og hafi þá skrifstofa Ferðaskrifstofu ríkisins ro.a. sprungið í loft upp. „Fyrir viku voru síðan talsverð- ar óeirðir nálægt aðalbað- ströndinni í Las Palmas og lög- reglan er nú sjáanleg í rikari mæli á flestum stöðum á Kanarí. Fyrir viku voru einnig átök í há- skólaborginni La Laguna í Ten- erife, þar sem eru þó fáir eða engir ferðamenn. Kom þar til mjög alvarlegra átaka, sem stóðu i 2—3 daga. Af tilviljun var ég sjálfur staddur þar á sama tima. Lögreglan skaut einn stúdent til bana og göturnar voru fullar af glerbrotum frá verzlunum. Sér- stök 300 manna lögreglusveit var send frá meginlandinu og voru þeir vopnum búnir. Háskólinn var ömurlega útleikinn og var lok- að viku áður en jólafriið átti að byrja," segir í bréfinu. 1 blaðaúrklippu sem fylgir bréf- Útgáfa sem hér um ræðir mið- ast við þau ákvæði sem i gildi voru 1. janúar s.I. Árni Kolbeins- son lögfræðingur hefur annast út- gáfu þessa og er hún eínkum ætl- uð þeim, sem vinna að fram- kvæmd skattalaganna, svo og þeim sem vilja kynna sér lögin um tekjuskatt og eignarskatt. ár. Kona hans frú Asdís Káradótt- ir hefur sinnt félagsstörfum í hreppnum af mikilli elju og dugn- aði, m.a. sem form. slysavarna- deildar kvenna, stjórnarmeðlim- ur í kvenfélaginu og átti hún einnig lengí sæti í skólanefnd Gerðaskóla. Frú Auður Tryggvadóttir hefur starfað sem kirkjuoraganisíi og söngstjóri við Otskálakirkju um 50 ára skeið. Einnig hefur hún annast söngkennslu við Gerða- skóla um fjöidamörg ár. Hún var jafnframt oddvitafrú og form. kvenfélagsins Gefnar um áratuga- skeið, segir í frétt frá sveitar- stjóra Gerðahrepps. inu má Iesa, að nú hafi það gerzt i fyrsta sinn undanfarin ár að hót- elin á Tenerife hafi ekki verið ofbókuð um jólaleytið og aðgerðir hryðjuverkamanna hafi valdið því að margar alþjóðlegar skrif- stofur hafi aflýst ferðum. — Jerúsalem Framhald af bls. 1 fresta för sinni nokkrum sinnum, ásamt um tuttugu egj^skum blaðamönnum og fóru þeir í skoð- unarferð um borgina í dag og var hvarvetna vel og hlýlega tekið. Þá var tilkynnt í kvöld að Cyrus Vance, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, mundi fara til Kairó á föstudag til að ræða við Sadat. Það var Mena-fréttastofan sem sagði frá þessu og nefndi ekki heimildir fyrir fréttinni. Við komu sína til Israels í kvöld sagði Vance í örstuttu ávarpi á Ben Gurionflugvelli að hann gerði sér mjög vel grein fyrir mikilvægi þessara funda. Hann hefði komið þeirra erinda að veita aðstoð við að stuðla að friði. Hann sagði að Carter Bandaríkjaforseti hefði lagt á það áherzlu hann legði sig allan fram til að ýta undir friðarþróunina. Vance sagði að ekki skyldi þó gert lítið úr því hvað viðkomandi aðilar hefðu komizt áleiðis í að brjóta niður tálmanir sem hefðu staðið í vegi fyrir friði í þessum heims- hluta. Sólarhringsspenna á öllum vfgstöðvum Eftir samfellda spennu í tutt- ugu og fjóra tima bæði í Israel og Egyptalandi varð svo ljóst að fundir stjórnmálanefndarinnar í Jerúsalem myndu hefjast, þótt það yrði nokkuð á eftir áætlun. Cyrus Vance lýsti því yfir að hann væri að leggja af stað til Israels og Sadat tilkynnti að hann myndi næstu tíu daga einbeita sér að því að fylgjast með störfum stjórn- málanefndarinnar. Stjórnmálafréttaritarar segja að Sadat hafi í þessu teflt á tæp- asta vaðið, þegar hann setti fram úrslitakosti fyrir því að stjórn- málanefndin kæmi saman til fundar. En hann hafði sem fyrr reiknað dæmið rétt og Israelar hafi ákveðið að gefa eftir. Það sem um var deilt var orða- lag í dagskrá fundarins þar sem fjallað var um Palestínumenn, eða réttara sagt hvernig orða skyldi þennan umræðulið. ísrael- ar neituðu að fallast á orðaiag Egypta og Sadat skipaði utan- ríkisráðherra sínum Mohammed Ibrahim Kamel að fresta för sinni til Jerúsalem. Eftir stöðug funda- höld ísraelsku ríkisstjórnarinnar ákvað Israel að bera fram nýjar tillögur og Egyptar féllust á þær tillögur. Lagði Kamel utanrikis- ráðherra síðan af stað til Jerú- salem og skömmu seinna skýrði Vanee frá því að hann myndi koma til Israels siðdegis á mánu- dag. Begin forsætisráðherra ísraels sagði að ríkisstjórnarfundi lokn- um að hann vænti þess að Egypt- ar myndu sætta sig við orðalagið og reyndist svo. Aftur á móti kom í ljós að fundur gæti ekki hafizt fyrr en siðdegis á þriðjudag. Þessar deilur komu í kjölfar stöðugt kólnandi samskipta Israela og Egypta og voru í flestu andstæða við þann mikla hlýleik sem einkenndi heimsókn Sadats í nóvember og samskipti ríkjanna næstu vikur á eftir. Sadat hefur ásakað tsraela harðlega upp á síðkastið fyrir að sýna ekki svörun í samræmi við frumkvæði sitt til friðar og Begin hefur brugðið við skjótt og tjáð sig um tilætlunarsemi og ósveigjanleika Egypta. Mikill kvfði greip um sig þegar Vance frestaði ferðinni. Stjórnmálafréttariturum ber saman um að mikill kvíði hafi gripið um sig, einkum meðal Israela, þegar Cyrus Vance skýrði frá því að hann hefði frestað ferð sinni. Segja fréttastofur að Israel- um hafi verið gefið í skyn að ósveigjanleiki þeirra gæti leitt til þess að allt það starf sem unnið hefði verið á þessum vettvangi síðustu tvo mánuði færi nú út um þúfur og hefðu stanzlaus funda- höld staðið alla aðfararnótt sunnudags. Egyptar héldu fast við sitt og loks eftir æsikennda nótt þar sem dipiómatar og em- bættismenn og stjórnmálamenn unnu baki brotnu við að sætta aðila tókst að ná samkomulagi og ákváðu aðilar að tala einfaldlega um „vesturbakkann og Gaza“ enda væri það nægilega teygjan- legt til að fullnægja kröfum beggja. Egyptar höfðu í fyrstu viljað að „fjallað yrði um sjálfs- ákvörðunarrétt Palestfnumanna". PLO menn neita þvf þeir verði leppgirfki kommúnista SALH Khalaf næst æðsti maður PLO- Frelsissamtaka Palestínu sagði um helgina að Palestínuríki myndi ekki verða leppriki komm- únista. Hann sagði í viðtali við líbanskt blað sem er gefið út á ensku ap O PLO væri ekki kommúnistasamtök. Hann sagði að Carter Bandaríkjaforseti og stjórn hans hefðu „ákveðið að við værum kommúnistar og Pal- estínuríki gæti orðið leppriki kommúnista. En þetta er þvætt- ingur. Þeir vita að við erum ekki kommúnistar og munum ekki leiða Sovétmenn né nokkra aðra inn á svæðið. Þeir sem ráða Jerúsalem munu ekki kalla á Sovétríkin og Palestínuríki mun Lög um tekjuskatt og eignarskatt gefin út um. Nokkrir íbúar Gerða- hrepps heiðraðir verða opið gagnvart öllum mann- úðarsinnuðum heimi“. sagði Khalaf Gffurlegar varúðarráðstafanir fsraelskra öryggissveita Öryggislögregla tsraels og her- menn með alvæpni hafa nánast einangrað Hilton-hótelið í Jerúsalem til að tryggja öryggi viðkomandi fyrir fundi Egypta og Israela sem þar hefjast á morgun. öryggisráðstafanirnar eru svipað- ar og gerðar voru við komu Sadats, svo og áþekkar þeim sem Egyptar gerðu þegar ísraelskir fulltrúar hafa komið til Egypta- lands. Allir helztu fulltrúarnir á fundinum hafa aðsetur sitt í Hil-. ton-hótelinu sem er 25 hæðir og er öflugt eftirlit og gæzla á hverri hæð og i nánd við öll þau herbergi sem notuð verða fyrir fundi utan- ríkisráðherranna og ráðgjafa þeirra. Viðbrögð Arabaleiðtoga Af flestu má ljóst vera að Sadat Egyptalandsforseti þykir hafa lagt allt undir nú sem stundum áður og Hussein Jórdaníukonung- ur sagði að Sadat sýndi hugrekki sem fyrr. Hussein lét í ljós stuðn- ing við Sadat fyrir „eindregna afstöðu sem hann hefði tekið gegn tilraunum Israela að gera að engu viðleitni til friðar og sam- komulags í Miðausturlöndunum“. Hussein sagðist lýsa aðdáun sinni með staðfestu Sadats i þessu máli og hann hefði frá því hann hafði frumkvæði um tsraelsförina verið sjálfur sér samkvæmur. I Kuwait var gefin út tilkynn- ing að loknum fundi ríkis- stjórnarinnar þar sem hvatt er til einingar Araba til að horfast í augu við nýja stöðu sem upp kunni að koma vegna þvermóðsku Israela sem varnar þvi að friður komist á I Miðausturlöndum. Er hvatt til þess að æðstu menn Araba haldi fund með sér í Kairó til að samræma þrýstingsaðgerðir gagnvart Israel. Blaðið Al-Nadwa í Saudi Arabiu sagði að það mætti merkilegt heita að „þvergirðingsháttur Zionista" væri ekki fyrir löngu búinn að gera Araba örvita. En aldrei hefði verið nauðsynlegra en nú að Arabar sýndu styrk og einbeitni og um fram allt sam- heldni til að horfast sameiginlega í augu við væntanlega þróun. — Humphrey Framhald af bls. 1 vinnandi hvunndagsmanns," sagði ungur maður sem gekk framhjá kistu hans. Thelma Johnon þrítug svertingjakona sagði að Humphrey hefði gert meira fyrir svertingja og þá sem órétti hefðu verið beittir en nokkur annar maður í sög- unni, þar með taldir allir for- setar landsins. Kveðjuathöfin um Humphrey fór fram í Vonar- kirkjunni í St. Paul sem tekur um þrjú þúsund manns í sæti. Síðdegis á mánudag kom Car- ter þangað ásamt fjölmörgum öðrum áhrifamönnum. Um helgina var kista Humphreys í þinghúsinu í Washington og var hans minnzt mjög lofsamlega af öll- um helztu forsvarsmönnum Bandaríkjanna. Minningarat- höfn var haldin um hann í Washington og til hennar komu m.a. tveir fyrrv. forsetar Bandaríkjanna þeir Gerald Ford og Richard Nixon og er þetta I fyrsta skipti sem Nixon kemur til Washington eftir að hann hrökklaðist úr embætti. Nixon sat á bekk með öllum helztu virðingarmönnum, við kveðjuathöfnina og var dóttir hans Tricia Cox með honum. Að athöfinni lokinni vottaði hann ekkju Humphreys hlý- lega samúð sína. Carter forseti minntist Humphreys við þetta tækifæri og sagði: „I fyrsta skipti þegar Humphrey kom til skrifstofu minnar fannst mér að hann hefði átt að fá að starfa þar.“ Kista Humphreys var síðan flutt með einkavél Bandarikja- forseta til Minnesota á sunnu- dagskvöld. . . «,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.