Morgunblaðið - 17.01.1978, Page 26

Morgunblaðið - 17.01.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vogar, Vatnsleysuströnd Umboðsmaður óskast, til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Vogunum. Upplýsingar hjá umboðsmanni í Hábæ eða afgreiðslunni í Reykjavík, sími 10100. Ferðamál Fjölbreytt starf að ferðamálum fyrir áhugasamt ungt fólk, hjá traustu fyrir- tæki. Tungumálakunnátta. Reynsla á einhverju sviði ferðamála æskileg. Viðskiptapróf frá háskóla eða verzlunar- skólamenntun æskileg. Umsóknir sendist Mb. merktar. „Ferðamál — 884" Kristján Ó. Skagfjörð h/f, — tölvudeild — óskar eftir að ráða menn til viðhalds á tölvum og tölvubúnaði. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu á sviði rafreikna. Starfið hefst með starfs- þjálfun, bæði hérlendisog erlendis. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif- stofunni, ber að skila til fyrirtækisins fyrir 25. janúar, 1978, sérstaklega merkt PDP. Með umsóknir, sem öllum verður svarað, verður farið með sem algert trún- aðarmál. Nánari upplýsingar veita Jóhann Jóhannsson og Frosti Bergs^on. SKRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HE Hólmsgata 4 Sími 24120 Bankaritari Innlánsstofnun óskar að ráða bankaritara til framtíðarstarfa. Upplýsingar sem til- greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudags- kvöld merkt: „Bankaritari — 883" Atvinna óskast 24 ára Englendingur, hagfræðingur að mennt óskar eftir góðu framtíðarstarfi. Hefur góða íslenzkukunnáttu. Upplýsingar í síma 33560 á daginn, heimasími 21937. Starfskraftur óskast fyrripart dags, fimm daga vikunn- ar. Upplýsingar milli kl. 2—4 í dag á staðnum. Fjarkinn s. f. Austurstræti 4. Afgreiðslustarf Bóka- og ritfangaverzlun í miðborginni óskar eftir að ráða fólk til afgreiðslustarfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl fyrir 23. janúar. merkt. „Afgreiðsla — 753". Skrifstofuvinna Viljum ráða frá og með 1. feb. n.k. unga konu/karl til almennra skrifstofustarfa hálfan daginn þ.e. frá kl 1 e.h. til 5 e.h. Góð laun og framtíðarstarf fyrir réttan aðila eru í boði. Þau sem hafa áhuga á að sinna þessu sendi vinsamlega umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl. merkt: „S — 8538". Rennismíði Viljum ráða rennismiði, getum einnig bætt við nema. Upplýsingar hjá verk- stjóranum Smiðjuvegi 9 A sími 44445. Egill Vilhjálmsson h. f. Söngfólk óskast i kór Víðistaðasóknar í Hafnarfirði strax. Uppl. í síma 502 1 1. Sendibílstjóri Laghentur bílstjóri óskast á lítinn sendibíl til útkeyrslu, innheimtu o.m.fl. Umsóknir sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merktar: „Sendibíll — 885". Starfsmaður Starfsmaður óskast til að hafa eftirlit með tækjum í segulmælingastöð og aðstoða við rannsóknarstörf. Umsókn með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf send- ist Raunvísindastofnun Háskólans. Rannsóknarstörf Rannsóknarstofnun iðnaðarins, óskar að ráða rannsóknarmann, við efnarannsóknir o.fl. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 85400. Umsóknir sendist Rannsóknarstofnun iðnaðarins, Keldnaholti 110, Reykjavík. — Dr. Gylfi Þ. Gíslason Framhald af bls. 17 unnar ekki möguleg. Hagfræd- in þekkir enga aðra skipan, sem tryggi líkur á hagkvæmastri framleiðslu betur en frjálst markaðskerfi. En skilyrði þess, að slikur árangur náist, er, að markaðskerfið sé frjálst í raun og veru. 1 markaðsbúskap er af ýmsum ástæðum tilhneiging til þess, að takmarka frelsið. 1 þjóðfélaginu er aðeins einn að- ili, sem þar getur verið á verði og komið í veg fyrir slíkt, en það er rikisvaldið. Þess vegna er það, þótt það kunni að hljóma undarlega i eyrum ým- issa, eitt af meginhlutverkum ríkisvalds í nútimaþjóðfélagi, að sjá svo.um, að frjáls mark- aðsöfl fái að njóta sin, þ.e. að halda uppi raunverulega frjáls- um markaðsbúskap í eins rík- um mæli og mögulegt er, til þess að tryggja hagkvæma framleiðslu og hagvöxt, sagði Gylfi að lokum. — Hver heldur Framhald af bls. 31. rétt tilbúinn, er heilsu- og ham- ingjugjafi. Þar er skyrið og rjóm- inn í öndvegi að hollustu og krafti, sem ekkert kemst i sam- jöfnuð við fyrir þann, sem mikið erfiði skal inna af hendi eða lang- ar leiðir ganga án matar og drykkjar; en skyrið skai ekki vera sykrað. Börn ættu að fá miKla mjólk, þá biðja þau síður um ölsullið, sem seinna leiðir af sér sterkari drykki. Mjólkin og mjólkurmatur- inn láta hinn stritandi mann fá góð efni til viðhalds líkamsvél- inni. Sama er að segja um íþrótta- manninn. Skyr og rjómi ætti að vera fram- reitt í skólum handa nemendum, því margur fer svangur að heiman, af ýmsum ástæðum. Þetta má borða standandi, því skammturinn þarf ekki að vera stór. Skyr og rjómi er þægilegt til framreióslu og afgangar geymast óskemmdir í kæli til næsta dags eða lengur. Svona mætti lengi upp telja. Við höfum tekið eftir mataræði fólks og fénaðar og séð hvað það er mikils um vert að næringarefn- in séu góð. Það er mikill munur á dilkunum á haustin og frá- færingunum, enda er sauðamjólk- in kostmikíl. Það var gaman að sjá foiöldin, sem gengu undir rriæðrum sínum úti allan veturinn, strokin og fall- eg, leika sér um sumar, án þess að móðir eða folald hefðu fengið nokkurn tanna af öðru en sinunni á jörðinni. En beitin varð að vera nóg og veðráttan þolanleg. Þetta heyrði maður sagt um hesta, úrvals gripi: „Hann er ekki mergsvikinn, hann gekk undir þangað til hann var þrevetur". í gamla daga skildu allir ágæti mjólkurinnar. Maðurinn og hesturinn (mann- eskjan og hrossið) eru náskyldar dýrategundir; hvorugt jórturdýr. Konumjólk og kapalmjólk eru mjög líkar að efnasamsetningu eða voru það áður en hin svokall- aða menning breytti fæði sumra kvenna til hins verra. í mjólkinni eru auðvitað þau efni, er móðirin neytir, bæði líf- efni og eiturefni. Þessum efnum reynir líkami móðurinnar að breyta til sem mestrar hollustu fyrir afkvæmið. Þvi móðir nátt- úra vill byggja upp til þróunar, ef hún fær það fyrir mannskepn- unni. Nei, maðurinn ætti ekki að vera að reyna að setja sig á háan hest yfir dýrin, þau eru í mörgum til- vikum á hærri stigi. Nú eru óþarflega margir íslend- ingar mergsviknir með meiru. Þeir gætu verið færri. Hvað veldur? Á þrettándanum 1978. — Lífríki Framhald af bls. 28. neyzluhættumörk. Hann sagði, að fiskimenn, sem borða viku- lega 2 kg af þessum fiski, ættu á hættu að vérða varir við fyrstu einkenni kvikasilfurs- eitrunar innan tveggja ára, en hún eyðileggur taugakerfið innan sjö ára, er ólæknandi og arfgeng. Kvikasilfur er sannarlega ekki eina ógnunin við lífsmögu- leika Miðjarðarhafsins. Við það bætast rösklega 100.000 spjá- lestir hráolíu og olíusora úr olíuflutningaskipum ár hvert. Þriðja — og ekki óverulegasta — ógnunin við Miðjarðarhafið er sorþ og skólp, sem í það berst úr borgum, er við það standa; af ströndinni frá Genua til Barcelona flæða 414.000 smá- lestir á ferkflómetra árlega. Reyndar hafa verið reistar hreinsunarstöðvar við eða í borgum með 1.100.000 íbúum á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands. En ennþá hafa slíkar stöðvar ekki verið reistar vegna 3.600.000 íbúa hinna heinjs- frægu Cote d’Azurstranda, þ.á m. íbúa Marseille. Fullvíst er nú talið, að fyrr en síðar muni verða hafizt handa um víðtækar olíuleitarfram- kvæmdir á Miðjarðarhafi, sem óhjákvæmilega hljóta enn að hafa aukna mengunarhættur í för með sér. Af þvf tilefni mæltu Cousteau þessi aðvörun- arorð á sfðasta ársþingi „Com- mission internationale pour l’exploration scientifique de la Mediterranée”: „Við verðum að vernda það, sem ennþá er ekki orðið of seint að vernda. Okkur er Ijóst, að boranirnar eftir olfu undir Miðjarðarhafsbotni verða ekki hindraðar. Við verðum þvf að taka virkan þátt f viðeigandi undirbúningsaðgerðum og beita áhrifum okkar til þess að koma f veg fyrir ákvarðanatök- ur, sem yrðu tortfmandi." Þetta voru ekki fyrstu aðvör- unarorð hins gagnmerka, franska vísindamanns á sviði haflífsfræða — og Ifklega ekki þau síðustu heldur. Hann hefir þrásinnis lagt sig fram um að gera lýðum ljóst, sér í lagi herr- um þessa heims, að enda þótt náttúran sé gjöful og þolin- mæði náttúrurfkisins ótrúlega mikil, þá séu þó bæði gjafmildi og þolinmæði takmörk sett. AIls staðar. Náttúrulögmálin og höfuð- skepnurnar fær manneskjan aldrei sigrað, enda naumast æskilegt. Hennar lífsvon verð- ur bezt tryggð með því að hún temji sér hæfilega auðmýkt og undirgefni f öllum samskiptum sínum við þau. Hygginn og góð- ur sundmaður berst ekki við vatnið. Hann gerir sér far um að samlaðast þvi. Heímild um vatnsforða jarðar: Mihailo Mesarovié/Eduard Pestel: MENSCHEIT AM WENDEPUNKT — 2. Bericht an den Club of Bome zur Weltlage, Stuttgart 1974. — Hafnarstúdent Framhald af bls. 15 En stíllinn hefur brugðist. Ég finn ekki að því- þótt Egill noti Hafnarmállýsku fslendinga (t.d. að kalla Kaupmannahöfn Kjöben og þess háttar) og leyfi sér sér- visku af því tagi sem minnir á skóla- eða klikubrandara, heldur hinu hversu báglega honum tekst að skipa orðum í setningu og setn- ingu í málsgrein. Ef það hefði tekist betur bæri þessi skáldsaga allt annan, djarflegri og frjáls- legri svip. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.