Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 29

Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 29
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 29 Utvegsmenn, iðnaðarmenn og verzlunarmenn: Fagna tillögum borgarstjóra að stefnuskrá 1 atvinnumálum í SÍÐUSTU viku voru tillög ur borgarstjóra Reykjavikur að stefnuskrá i atvinnumál- um höfuðborgarinnar kynntar hér i Mbl. í fram- haldi af þeim leitaði Mbl. til nokkurra forystumanna hinna ýmsu atvinnugreina og starfsstétta til að kanna viðbrögð þeirra við tillögun- um. Nú þegar hafa birzt viðbrögð Daviðs Sch. Thor- steinssonar formanns Félags isl. iðnrekenda, Gurlnars S. Björnssonar formanns Meistarasam- bands byggingarmanna og Guðmundar J. Guðmunds- sonar formanns Verka- mannasambands íslands og varaformanns Verka- mannafélagsins Dagsbrún- ar. Viðbrögð þeirra við til- lögum borgarstjóra voru öll jákvæð og lofaði Guðmund- ur J. Guðmundsson sér- staklega vinnubrögð þau sem viðhöfð voru við undir- búning tillagnanna. Hér á eftir fara viðbrögð fleiri for- ystumanna atvinnulifsins. Kristján Ragnarsson Sigurður Kristinsson, forseti Landsambands iðnaðarmanna: ..Óhætt er að láta í Ijós mikla ánægju með tillögur borgarstjóra að stefnuskrá í atvinnumálum borgar- innar. Þegar unnið var að þessum tillögum var m.a. leitað álits okkar og hefur heilmikið af því sem við lögðum til verið tekið inn i dæmið Eg vil lýsa ánægju minni með þetta mál í heild, en upphafið að því var, er borgarstjóri lagði til að samin yrði skýrsla um atvinnumál höfuðborgar- innar. Það er mjög ánægjulegt að sjá hver viðbrögð borgarstjóra hafa orðið við þeirri skýrslu Sigurður Kristinsson Hvað iðnaðarmenn snertir þá er ánægjulegt að sjá hvað til stendur að gera í lóðamálum Úthlutun stærri lóða og aðild byggingamanna að skipulagi byggingasvæða stuðlar að tækniframförum sem munu lækka byggingakostnaðinn Þá er atriðið um innkaup opinberra aðila mjög sterkt i tillögum borgarstjóra Þetta er mál sem iðnaðarurinn hefur mjög barizt fyrir og hefur borgar- stjóri nú tekið myndarlegt frum- kvæði i þessum efnum.” Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands islenzkra útvegs- manna Þorvarður Eltasson „Þau mál sem við lögðum sérstak- lega áherzlu á við borgarstjóra er hann undirbjó tillögur sinar hafa fengið mjög góðar undirtektir hjá borgarstjóra og fögnum við útvegs- menn þvi. Við lögðum sérstaka áherzlu á fjögur atriði í þessum efnum, þ e. að vesturhöfnin yrði gerð að fiskihöfn en farskipin flutt inn í Sundahöfn, að þjónustustarf semi ýmiss konar við útveginn fengi inni i Bakkaskemmu og Granda- skála, að byggð yrði séraðstaða fyrir nótaviðgerðarstöð og að skipavið- gerðum yrði gert hærra undir höfði en verið hefur — Okkur hefur lengi verið lofað að vesturhöfnin yrði alfarið fiskihöfn en það loforð hefur ekki enn verið efnt Lengi hefur og staðið til að flytja togaraafgreiðsluna af bryggj- unni í austanveðri vesturhöfninni að Bakkaskemmu eða Grandaskála en ekkert orðið úr Nú virðist hins veg- ar hilla undir þetta og að stóru skipafélögin verði flutt í Sundahöfn og fögnum við þessu — Málefnum skipaviðgerða hafa farið mikið aftur i Reykjavik og eru þau nú með þvi lakasta sem gerist Nú virðist hins vegar sem borgar- stjóri hafi tekið afgerandi frumkvæði í þessum málum Hann virðist vilja ( þrýsta á samstöðu hinna ýmsu aðila \ sem þetta mál snertir og ber að fagna þvi Við teljum brýnt að fá stóra skipaviðgerðarstöð í Reykjavik og nú virðist hilla undir átak i þeim \ efnum " Þorvarður Eliasson fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- iands: „Við i Verzlunarráði fögnum þvi að borgarstjóri skuli sýna aukinn áhuga á atvinnumálum i Reykjavik Þátttaka okkar i undirbúningi til- lagna borgarstjóra var ánægjuleg og með ágætum — Við leggjum á það áherzlu að unnið sé að atvinnumálum Reykvik- inga með hagsmuni heildarinnar í huga og að aðgerðir i þessum efn- um séu almennar Aðgerðir til efl- ingar atvinnulifi Reykjavíkur verða að vera almennar, ekki má á neinn hátt gera upp á milli atvinnugreina eða atvinnufyrirtækja — Eg held að tillögur borgar- stjóra stríði ekki í móti þessu mark- miði, heldur hafi þær hagsmuni heildarinnar í huga " Fé fram- kvæmda- sjóðs að mestu til BÚRÍ ár í TILLÖGUM borgarstjóra Reykjavíkur að stefnuskrá í atvinnumálum höfuð- borgarinnar kom fram að borgarstjórn Reykjavíkur mun á næstu árum stuðla að eflingu Framkvæmda- sjóðs Reykjavíkur, en hon- um er ætlað að efla alhliða atvinnulíf í Reykjavík. Undanfarin ár hefur sjóð- ur þessi fyrst og fremst veitt Bæjarútgerð Reykja- víkur aðstoð, en eins og fram kemur er hugmyndin að styrkja þennan sjóð verulega svo hann nái til fleiri verkefna. Til að skýra frá væntanlegum verkefnum sjóðsins hafði Mbl. í gær samband við Birgi ísleif Gunnarsson borgarstjóra. „A þessu stigi málsins er frekar litið hægt að segja um verkefni sjóðsins. 1 frumvarpi að fjárhags- áætlun borgarinnar er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái 250 milljón- ir króna í sinn hlut að þessu sinni. Nú þegar liggur fyrir að þessu fé verður varið að mestu til Bæjarút- gerðarinnar, þar i eru m.a. endur- bætur á frystihúsi, kælikerfi í Bakkaskemmu og kassavæðing togara. Reiknað er með að fjár- magnsþörf BUR verði ekki nein á næsta ári þar sem þá er reiknað með að útgerðin standi undir sér sjálf. Þá verður hægt að veita fjármagni Framkvæmdasjóðs meira að öðrum verkefnum. Þó reikna ég með áð hægt verði að veita einhverju fé til rannsókna á nýiðnaðartækifærum á þessu ári.“ Japansk ístenzkí vörubillínn I * í aprll og maí næstkomandi getum við aftur Hafið samband við okkur sem fyrst og fáið boðið eftirtaldar gerðir af HINO vörubílum upplýsingar um verð og greiðsluskilmála. frá samsetningarverkstæði okkar: HINOZM Heildarþungi 26.000 kg. Vél 8 cyl. 270 hestöfl. HINOKB Heildarþungi 16.800 kg. Vél 6 cyl. 190 hestöfl. HINOKR Heildarþungi 12.500 kg. Vél 6 cyl. 140 hestöfl. HINOKM Heildarþungi 8.400 kg. 1 Vél 6 cyl. 90 hestöfl. \HinÁ SIGN QF QUALITY BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23 — SÍMI 81298 HtNQ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.