Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 30

Morgunblaðið - 17.01.1978, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 HalldórJóns- son - Minningarorö I dag er gerð frá Fossvogs- kirkju útför Halldórs Jónssonar, Nóatúni 26, sem lést í Borgar- spítalanum 9. þessa mánaðar, eft- ir langa og erfiða sjúkdómslegu. Halldór var fæddur að Ey í Vestur Landeyjum í Rangárvalla- sýslu hinn 17. maí 1904. Foreldrar hans voru Jón Atlason og Guðríð- ur Björnsdóttir. Jón og Guðriður áttu tvö börn, Halldór og Oktavíu, en þau misstu föður sinn þegar Halldór var 12 áragamall. Guðrið- ur brá þá fljótlega búi og fluttist til Vestmannaeyja. Halldóri var komið fyrir í Miðbænum í Ey en þar var þríbýli. Síðar fór hann að Hemlu, sem er stutt þar frá. Þar var hann í rúm 10 ár sem vinnu- maður en fór á vertíðir til Vest- mannaeyja á vetrum eins og þá var siður. Eftir 1930 fluttist hann til Reykjavíkur og 1938 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guð- línu Jónsdóttur frá Miðkoti í Vestur Landeyjum. Ég sem þessar línur rita kom ungur til borgarinnar til náms og starfa og opnuðu þá Guðlín, móðursystir mín, og Halldór heimili sitt fyrir mér og dvaldi ég þar í nær 10 ár eða þangað til ég stofnaði mitt eigið heimili. Þessi ár voru mér bæði lærdómsrík og ánægjuleg ekki síst vegna sam- veru minnar við Dóra, þau hjónin báru hag minn og síðan fjölskyldu minnar sér fyrir brjósti eins og ég væri þeirra eigin sonur. Mér er ofarlega í huga er ég minnist Dóra, eins og við kölluðum hann alltaf, hversu mikill jafnlyndis- og glaðlyndismaður hann var, aldrei heyrði ég hann kasta styggðaryrði til nokkurs manns en alltaf átti hann gnægð af græskulausum gamanyrðum, hvort heldur var á heimili sínu, vinnustað eða í góðra vina hópi. Halldór vann yfir 20 ár hjá sama byggingarverktaka, Þórði Þóarðarsypi, og var mest við járnabindingar. Hann var vand- virkur maður og ákaflega starfs- glaður vel liðinn jafnt af vinnu- félögum sínum og yfirmönnum. Ég vann um tíma með honum sem unglingur í byggingar- og járna- vinnu en sá tími var mér stór lexía í ástundun og stundvísi. Við hjónin og synir okkar sökn- um Dóra afa eins og þeir kölluðu hann jafnan, og nú þegar dillandi hláturinn hans sem var svo smit- andi, er þagnaður, biðjum við Guð að blessa okkur minningu hans og vera minni kæru frænku nálægur og létta henni einmannaleikann og söknuðinn. En ég vil ljúka þessum fátæklegu línum mínum + GUNNAR WAAGE skipstjóri, Álftamýri 48 andaðist að heimili sínu 1 3 janúar Bergljót Haraldsdóttir faðir og börn hins látna. + Hjartkær sonur okkar SAMUEL PÁLSSON andaðist á heimili sínu í Amersfoort Hollandi t2 janúar 1978 Jarðarförin hefur farið fram Fyrir hönd eigmkonu og barna Páll Júlíus Einarsson Jónína Pálsdóttir og systkini hins látna. Fóstra mín RAGNHEIÐUR PETRA JÓNSDÓTTIR Álfhólsvegi 2. Kópavogi andaðist 14 janúar Jón Bergsteinsson Faðir minn + FINNUR BENEDIKTSSON andaðist 14 þ m frá Grenivik, Páll Finnsson. + Faðir okkar. tengdafaðir og afi EIRÍKUR EIRÍKSSON Skúlagötu 70 andaðist í Hafnarbúðum 14 janúar Guðbjörn Eiríksson. SigriSur Sumarliðadóttir. Katrin Eiriksdóttir. Eirikur Ólafsson. Kristinn Ólafsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma. ■ SVANFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR. Laugavegi 46 A. lézt i Landakotsspítala. aðfaranótt 14 janúar Sigurgeir Friðjónsson, Bergljót Ingvarsdóttir, Svava Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Matthiasson, Þorlákur Ásgeirsson, Ása Guðbjörnsdóttir, Sesselja Ásgeirsdóttir, Sigurður B Magnússon og barnabörn. Sigurður Kolbeins- son—Kveðja með orðum Ritningarinnar er seg- ir í 46. Davíðssálmi: „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum“, og í fyrra bréfi Páis til Þessaloníkumanna segir í 14. versi: „Þvi að ef vér trúum því að Jesú sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.“ Róbert Brimdal. Afmælis- og miimingargreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Fæddur 6. júnf 1927. Dáinn 8. janúar 1978. Þegar maður heyrir lát ætt- ingja, hvarflar hugurinn til baka, að ætt og uppruna þess látna. Svo fór nú við brottför Sigurðar Kol- beinssonar, sem ég hef þekkt síð- an hann var litill drengur. Kolbeinn faðir Sigurðar var sá mesti heiðursmaður, sem um get- ur í sögu togaraskipstjóra. Hon- um á sá, sem þessar línur festir á blað, mest og bezt að þakka að hann komst til manns og gat séð aldraðri móður og systkinum fyr- ir lífsviðurværi, og sér sjálfum farboða gegnum lífið. Því hlýtur maður að taka sér penna í hönd og minnast sonar hans, Sigurðar, sem nú er kvadd- ur. Kolbeinn og Ingileif kona hans áttu þrjá syni og eins dóttur: Sigurð og Gísla, tvíburabræður, Inga og Viktoríu. Við Gísli vorum vinir og áttum margt sameiginlegt. Hann var af- bragð ungra manna, gæddur flest- um þeim gáfum er lyfta og lífga þjóðlif okkar. Hann dó í svefni um borð í skipi sínu þar sem hann var stýrimaður. Hans mun ég allt- af sakna, en hugga mig við það, að við eigum eftir að hittast hinum megin. Sigurður bróðir hans var í mörgu ólíkur Gísla. Við kynnt- umst aldrei persónulega, en geng- um þó sömu götuna samhliða í mörg ár, þvi báðir vorum við sjó- menn. Nú þegar ég minnist þessa látna frænda míns með fáum orðum, kemur helst í huga mér, að hann var og góður og heiðvirður dreng- ur, sem öllum vildi reynast vel. En þegar ævi manns er öll, + Maðurinn minn FINNUR SVEINBJÖRNSSON. lést 1 5. janúar s.l Fyrir mina hönd, barna okkar og fósturbarna Halla Halldórsdóttir. Grundarfirði. + Móðir okkar. tengdamóðir, amma og langamma, KARITAS HALLDÓRSDÓTTIR, verður jarðsungtn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18 janúar kl 1 3 30 Þeim sem vilja minnast hennar, láti liknarstofnanir njóta þess Jens Hinriksson. Kristin Jónsdóttir. Jósafat Hinriksson. Ólöf Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn + Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugavegi 137, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19 janúar kl 1 3 30 Bergljót Sveinsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Margrét Sveinsdóttir, Jón A. Jónasson, Anna Sveinsdóttir, Gunnar Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar GUÐMUNDUR ÁSBJÖRNSSON. frá Hellissandi, lést 1 3 þ m að Hrafnistu Jarðarförin auglýst siðar Guðmundur Guðmundsson, Ása Guðmundsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi, KRISTJÁN H. SKAFTASON. Sogavegi 142. sem andaðist 16. þ.m. á Borgarspítalanum verður jarðsunguinn föstu- dagmn 20. janúar frá Fossvogskirkju kl 10 30 Áslaug Þorfinnsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. verða ávallt björtu minningarnar, sem lifa í hugum okkar. Og hvað sagði ekki Jesús: „Sá, sem synd- laus er, kasti fyrsta steininum." Það verða engir til.að kasta einu eða neinu ijlu að Sigurði, hvorki lifandi eða liðnum, til þess var hann alltof góður drengur. Held- ur munu fjölmargir ættingjar og vinir þakka honum fyrir trúfestu og vinskap, bæði til sjós og lands. Hann var sá drengur sem allir virtu fyrir heiðarleik og drengskap. Og þó að mörg báran hafi skollið á lífsfley hans, þá var stefnan sú að halda til æðri heima, þar sem hjartalagið gefur beztan árangur til þess að ná höfn á landi friðar og kærleika Guðs. Guð gefi góðum dreng farsæla landtöku. Móður, systkinum og öðrum ættingjum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Thedór Gíslason. Firmaskák- keppni á Hellu FIRMAKEPPNI Taflfélags Rangæinga fór fram á Hellu á laugardag. Þátttakendur voru 56 og voru tefldar sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. 1 kvöld hefst svo Skákþing Rangæinga f félags- heimilinu á Hvolsvelli. Sigurvegari í firmakeppninni varð SÍBS-umboðið, Hvolsvelli, sem Hannes Olafsson tefldi fyrir, en hann hlaut 6!4 vinning og 33 stig, I öðru sæti varð Dagblaðið, Hvolsvelli, keppandi Jón Einars- son, með 6!4 vinning og 32 stig. Tíminn, Hellu, varð í þriðja sæti, keppandi Guðmundur Jónsson, með 6 vinninga, Landsbanki Is- lands, Hvolsvelli, varð I fjórða sæti, keppandi Markús Ársæls- son, með 5‘A vinning. Fell sf., Hvolsvelli, keppandi Snorri Þor- valdsson, hlaut 5 vinninga og 33 stig, Verkalýðsfélagið Rangæing- ur, Hellu, keppandi Stefán Jónas- son, hlaut 5 vinninga og 30,5 stig, Trésmiðja Guðfinns og Markúsar, Hvolsvelli, keppandi Ægir Þor- gilsson, hlaut 5 vinninga og 30 stig, Hvolhreppur, keppandi Egill Sigurðsson, hlaut 5 vinninga og 28 stig, Visir, Hellu, keppafidi Er- lendur Magnússon, hlaut 5 vinn- inga og 27,5 stig, Kjötbarinn Hellu, keppandi Guðmundur Sig- urðsson, hlaut 5 vinninga og 26_ stig, Rennilásagerðin, Hellu, keppandi Snorri Ólafsson, hlaut 5 vinninga og 22 stig< og i tólfta sæti varð Holtsbúið, Ásmundarstöð- um, með 5 vinninga og 16 stig, en fyrir þess hönd keppti Rafn Thor- arensen. AUOI.YSINOASÍMINN ER: 22480 * •*’ *r ••A.y. Ml.fai,'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.