Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 40

Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 40
AUCÍLÝSÍNCÍASÍMINN ER; 22480 AUfíLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorgunblabiti ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1978 Gjengedal saksóknari í Ósló: íslenzk fyrirtæki ekki í tengslum við Ankerlökken-máKð — ÞAÐ HEFUR ekkert komið fram og það er ekkert, sem bendir til að íslenzk fyrirtæki séu tengd Ankerlökken-málinu hér í Nor- egi, sagði Arnstein Gjengedal saksóknari við bæjarþingið í Ósló, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Gjengedal sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, að hann væri langt kominn með rannsókn málsins, ætti aðeins eftir að raða niður atriðum og sinni rannsókn lyki ekki síðar en 15. febrúar n.k. Kvað hann Ankerlökken-málið svo til eingöngu beinast að sam- skiptum fyrirtækisins við fyrir- tæki og dótturfyrirtæki i Þýzka- landi og Sviss. Sú deild Anker- lökken, sem hefði haft mest sam- skipti við ísland, virtist vera með hreinan skjöld, sagði hann að lok- um. 44 milljónir á gjald- eyrisreikningum. SAMTALS hefur nú verið lagður gjaldeyrir inn á innlenda gjald eyrisreikninga I Landsbanka og (Jtvegsbanka að verðmæti um 44 milljónir fslenzkra króna. Reikn- ingarnir eru nú alls orðnir 354 að tölu. Um það bil helmingur gjald- eyrisins er f vestur-þýzkum mörk- um, en sfðan koma dollarar. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í Landsbank- anum í gær eru reikningarnir þar 245 talsins og fjárhæðin tæplega 33 milljónir króna. í (Jtvegsbank- anum voru reikningarnir 100 og fjárhæðin 11 milljónir króna. Samdráttur í notkun fiskmjöls í Evrópu LlTIL eftirspurn er eftir lýsi og mjöli þessa dagana og er Morgun- blaðinu t.d. kunnugt um að Danir hafa verið að selja lýsistonnið á 419 dollara að undanförnu, en lít- ið sem ekkert hefur verið selt af mjöli þaðan. Seljendur vilja þó ekki kenna lágu verði á soyamjöli og olíu um sölutregðuna, heldur fremur að mjölnotendur hafa minnkað mjölnotkun undanfarið sökum þess, að þeir telja verð á fiskmjöli nú of hátt. T.d. er talið að neyzla á fiskmjöli hafi minnk- Mótframboðið ólöglegt að mati kjörstjórnar KJÖRSTJÖRN til stjórnarkjörs I Verkamannafélaginu Dagsbrún úrskurðaði f gær mótframboð gegn stjórn félagsins ógilt, þar sem ekki var nægilegur fjöldi frambjóðenda f trúnaðarráði fé- lagsins og ennfremur var ekki tilskilinn meðmælendafjöldi Framhald ábls. 25. að um 15% af þessum sökum á undanförnum mánuðum. Menn mega ekki tapa öllum Ijósadýrð áttum í hinni miklu Ljósm Mbl.: RAX Fjársvikamálið í Itandsbankanum: Þáttaskila að vænta innan tíðar UNNIÐ var sleitulaust að rannsókn hins meinta fjár- svikamáls í Landsbankan- um um helgina bæði af hálfu Rannsóknarlögregl- unnar og bankans. Hall- varður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri sagði í samtali við Mbl. f gær, að þáttaskila væri að vænta í rannsókninni innan tíðar. Gæzluvarðhaldsúrskurður fyrrverandi forstöðu- manns ábyrgðadeildar bankans rennur út 1. febrúar. Útsöluverð smjörsins 880 krónur hvert kíló Á MORGUN, miðvikudag hefst útsala á smjöri. Þá verður hvert kg selt á 880 krónur f stað 1.3*42 króna, sem það kostar nú. Um er að ræða lækkun á smjöri, sem nemur 34,4%. Þetta var ákveðið í gær, eftir að ríkisstjórnin hefði fjallað um þessi mál. Er þetta fyrsta sinni í 10 ár að efnt er til smjörútsölu, en árið 1974 var ekki um svokall- aða útsölu að ræða, þar sem verðákvörðun var þá ákveðin með auknum nið- urgreiðslum úr ríkissjóði. Nú er niðurgreiðsla úr ríkissjóði stóraukin eðá um 74,7%, en á móti greiðast rúmlega 300 krónur úr verðmiðlungarsjóði mjólk- urafurða, sem þýðir að bændur sjálfir taka á sig hluta verðlækkunarinnar. 500 gramma smjörstykki, Næstmesta sig- ið við Kröflu StÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld hófst landsig við Kröflu á nýjan leik og hélt það enn áfram f gær- kveldi. Var sigið þá orðið um einn metri, þar sem það er mest. Er þetta næst mesta sig, sem orðið hefur frá þvf er jarðhræringarnar hófust á svæðinu. Mesta sigið sem enn hefur orðið við Kröflu varð f desember 1975 og janúar 1976. I fyrri viku hætti þetta sig skyndilega. Að sögn Páls Einars- sonar jarðeðlisfræðings er ekki Ijóst, hvers vegna kvikustreymið hefur stöðvazt um tima svo sem raun ber vitni. Hefur þróun þessa sigs verið allmiklu hægari en áð- ur, en samt er sigið orðið hið næstmesta eins og áður sagði. Um leið og landið fór að síga að nýju tók órói að gera vart við sig og stóð hann fram eftir nóttu. Fór þá einnig að bera á skjálftum og voru upptök þeirra rétt fyrir sunnan byggðina í Kelduhverfi. Skjálftar mældust síðan eftir það heldur minni. Eru þeir samt margir og finnast naumast. sem kostar nú 671 krónu, kostar á morgun 440 krón- ur við þessa breytingu. Sambandið: Brauð hækka í verði BRAUÐ hækka í verdi frá og með morgundeg- inum og er hækkunin á bilinu 8,6% til 21,5%. Franskbrauð og heil- hveitibrauð hækka mest eða um 21,5%. Hvert 500 gramma brauð hækkar úr 79 í 96 krónur. Malt- brauð 675 gramma brauð úr 85 i 94 krónur eða 10,6% og seitt rúg- brauð 1500 grömm hækkar úr 175 í 190 krónur eða um 8,6%. Hækkunin var sam- þykkt á fundi verðlags- nefndar í síðustu viku og síðan staðfest í ríkis- stjórninni. Japanir væntanlegir tíl viðræðna um kaup á Érystri loðnu og hrognum 1 LOK þessa mánaðar eru væntanlegir hingað til lands fulltrúar frá jap- anska stórfyrirtækinu Mitsui Co. og munu þeir eiga viðræður við forráða- menn Sambandsins um kaup á frystri loðnu og loðnuhrognum til Japans. Að sögn Sigurðar Magnús- sonar framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, þá hefur þetta japanska fyrirtæki keypt frysta loðnu og hrogn af Sambandinu undanfarin ár, og hafa fulltrúar Sambandsins ávallt farið til Japans til söluviðræðna. Nú þótti hins vegar kom- inn tími til að breyta til og koma Japanirnir hingað nú, eins og fyrr segir. Fiskverð kom ekki SÚ yfirnefnd Verðlagsráós sjáv- arútvegsins, sem fjallar um al- mennt fiskverð kom saman til fundar í gær kl. 17 og var búist við nýtt fiskverð yrði ákveðið þá. Svo varð ekki og lauk fundi nefndarinnar á röskri hálfri Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.