Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 3 Seltjarnarnes: 10% útsvar lagt á í ár Umræðum um skipulagsmál var freslað á borgarsljðrnarfundi í gær, en borgarfulltrúarnir Björgvin Guðmundsson og Kristján Benediktsson höfðu ðskað eftir fresti til næsta fundar til að kynna sér málið. Nokkur hðpur fólks var mættur á áheyrendapalla borgarstjðrnar f gær vegna fyrirhugaðra umræðna um skipulag Hðtel Islands plansins. Ljðsm. Mbl: Rax. Prófkjör sjálfstæðismanna á Akureyri: Frambjódendum rad- að á lista með útdrætti FULLTRÚARÁÐ Sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri hefur ákveðið að prófkjör vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins við næstu bæjarstjórnarkosn- in'gar verði haldið 4., 5. og 6. marz n.k. Prófkjörið verður bindandi ef þátttak- an verður yfir 50% af kjör- fylgi flokksins á Akureyri við síðustu bæjarstjórnar- kosningar, en þá hlaut listi flokksins hátt í 2.300 at- kvæði. Þátttakendum í prófkjörinu verður raðað á prófkjörslistann með út- drætti. Frambjóðendur verða að vera 15 og má hver kjós- andi kjósa tvo menn, sem ekki eru í framboði, en kjósa verður minnst 6, en mest 11. Prófkjörið verður opið öllum, sem^kosninga- rétt hafa og ætla að styðja Sjálfstæðisflokkinn í kom- andi bæjarstjórnar- kosningum á Akureyri, auk þess sem félagar í sjálfstæðisfélögunum, niður í 16 ára aldur, hafa kosningarétt í prófkjörinu. „ÞAÐ sem við höfum nú akveðið gætu bæði rfki og önnur bæjarfé- lög gert, ef einlægur vilji, sam- hugur og þor væru fyrir hendi. Með þvi að leggja aðeins á 10% útsvar ætlum við að hægja ferð- ina, en um leið aukum við raun- tekjur fbúa Seltjarnarnesbæjar", sagði Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, f samtali við Mbl. f gær, en á bæjar- stjðrnarfundi f fyrrakvöld var samþykkt samhljðða með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa fjár- hagsáætlun yfirstandandi árs, þar sem ákveðið er að leggja 10% útsvar á gjaldendur, en sem kunnugt er, er heímild til alls að 10% álagningar ofan á það, eða 11% útsvar. „Við gerum okkur glögga grein fyrir því að með þessari ákvörðun missir bæjarfélagið tekjur, sem nema á bilinu 40—50 milljónir króna“, sagði Magnús. „En það er einlæg skoðun okkar, að á mikl- um verðbólgutimum sem nú sé ekki aðeins skynsamlegt heldur nauðsynlegt að draga úr opinber- um framkvæmdum, fara hægar yfir og á þann hátt minnka þá spennu, sem ríkir i þjóðfélaginu. En við ætlum þó engan veginn að halda alveg að okkur höndum. Til dæmis er nýhafin bygging heilsugæzlustöðvar og verða látn- ar f þá framkvæmd á yfirstand- andi ári milli 70 og 80 milljónir króna úr bæjarsjóði. Auk þessa eru miklar verklegar fram- kvæmdir í gangi i bænum auk annarra framkvæmda. Það sagði einn ágætur maður við mig í morgun að það færi nú að verða lúxus að vera íbúi á Seltjarnarnesi. Það má vissulega til sanns vegar færa, en eins og ég sagði f upphafi, þá höfum við ekk- ert gert, sem aðrir gætu ekki Iíka gert, ef réttur hugur fylgdi rnáli". Siðustu tvö árin hafa gjald- endur á Seltjarnarnesi greitt 10,5% útsvar, en fyrir 3 árum var álagningin 11%. Fjölskyldu- tónleikar hjá Sinfóníuimi á morgun Sinfðnfuhljðmsveit tslands heldur fjölskyldutðnleika f Há- skðlabfði á morgun, laugardag 21. janúar, klukkan 15. Þar verður meðal annars flutt tónverkið „Búkolla" eftir Þorkel Sigurbjörnsson, og er Gunnar Eg- ilsson einleikari f þvf verki. Tvö 10 ára börn, Anna Margrét Marinósdóttir og Kristján Andrés Stefánsson leika tvfleik á klari- nettur, og ennfremur leikur Þor- steinn Gauti Sigurðsson, nemandi f Tónlistarskólanum, kafla úr píanókonsert eftir Rachmaninoff. Stjórnandi er Páll P. Pálsson, og kynnir er Þorgerður Ingólfsdótt- ir. Þorrabakki Kr. 1390 1 5 tegundir sviðasulta ______ 9' — hrútspungar — a — bringukollar — — blóðmör — sild ____ - hvalur — harðfiskur ' — hangikjót — flat- seigt rúgbrauð. MjÖR SMJÖK |M JölCl SMIÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.