Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 . 13 Kristján Friðriksson forstjóri Viss ágr'einingur er áberandi í þessu prófkjöri. Hann varðar stefnumótun í efnahagsmálum. Sá ágreiningur er mjög vfðtækur og tekur til mikils fjölda flokks- manna. Tilsvarandi ágreiningur er raunar fyrir hendi einnig inn- an allra stjórnmálaflokkanna að meira eða minna leyti. Hugmyndina um nýja skipan i sjávarútvegsmálum og iðnaðar- málum hef ég sett fram í ritinu um hagkeðjuna, og á sú hugmynd váxandi fylgi að fagna. Það er um að ræða hvorki meira né minna en það — að mínu mati og margra annara — hvort stefna á út f efnahagsfegt öngþveiti — kreppu og fátækt, sem hefjast mundi hér sunnan lands og vestan — og sið- an læsa sig um allt landið, eða velja leið sem stefnir til stórfellds efnahagsbata það er til íslensk efnahagsundurs. Ég tel að hér sé um að ræða mun af stærðargráðu, sem nemur allt að 1/4, jafnvel 1/3 í tekjubata fyrir þjóðarbúið. Tel þetta stutt óyggjandi tölfræðileg- um rökum, sbr. ritið Hagkeðjan í hnotskurn — og sbr. umsagnir sérfræðinga um einstök atriði — þ.e. um einstaka „hlekki" i keðj- unni. Hér er um að ræða alveg opna baráttu, sem marka má af þvi, að Framhald á bls. 19 Þórarinn Þórarinsson alþingismaður Ég hefi mestan áhuga á auknu viðnámi gegn verðbólgunni. Það mál verður að -setja ofar öllum öðrum. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í fyllstu hættu, ef haldið verður áfram skuldasöfn- uninni erlendis, sem er fylgifisk- ur verðbólgunnar. Viðnámið gegn verðbólgunni er jafnframt lykill að mörgu öðru, eins og t.d. því að uppræta ýmsa spillingu. Það þarf að vera grundvallaratriði, að atvinnuvegunum verði sköpuð sambærileg aðstaða og keppinaut- um þeirra í öðrum löndum. Annars verður ekki komið í veg fyrir atvinnuleysi né lagður grundvöllur að öruggum og batn- andi lífskjörum. Ég tel endurskoðun skattalag- anna mjög aðkallandi og þar skipti mestu máli, að tryggja rétt framtöl og afnema ýmsar undan- þágur. Að mínum dómi væri skyn- Framhald á bls. 19 Jón Aðalsteinn Jónsson kaupmaður Það sem ég legg höfuáherzlu á í sambandi við það framboð sem nú er til Alþingis hjá Framsóknar- flokknum er að ég tel að sá efna- hagsvandi sem nú er við að stríða þurfi að vera leystur áður en til kosninga er gengið, þannig að fólk viti um hvað það er að kjósa þegar það kýs. Snjóboltinn sem við höfum verið að rúlla upp verð- ur að bráðna og við að standa frammi fyrir hreinu vatni þegar að kosningum kemur. 1 stuttu máli á ég hér við að þær óarðbæru fjárfestingar og ríkis- forsjá sem hér hefur verið við lýði síðan ég man eftir mér verði dregnar saman og einstaklingur- inn fái frelsi til athafna og verka. Aldrei verður hægt að leysa þenn- an efnahagsvanda nema með frelsi. Sú samhjálp sem nú er í þjóð- félaginu getur aldrei gengið til lengdar nema atvinnurekstur þjóðfélagsins gangi eðlilega fyrir sig. Það er atvinnan og fyrirtækin sem standa undir samhjálpinni. Sverrir Bergmann læknir I MIÐRI kosningabaráttuni finnst mér ég orðið leggja mesta áherzlu á vafaatkvæðin og svo mun vera um marga fleiri á þess- um erfiðu dögum. A hinn bóginn hefur ekki farið hjá því að veru- leg málefnaleg umræða hefur far- ið fram. Ég hef mætt á fundum hjá ýmsum starfshópum og félög- um þar sem ég hef kynnt mín helztu áhugamál og hef jafnframt kynnt fólki að jafnvel sérfróðum mönnum getur verið hollt að vinna ekki endilega á sinu kjör- sviði og mér er það ánæguefni að hafa átt þess kost að vinna að og fylgjast með ýmsum merkum mál- um á alþingi meira og minna síð- astliðin þrjú ár. Þau mál sem mér eru hugleikn- ust eru einkum félags- heilbrigð- is- og menntamál og ég geri mun á kennslumálum, listum og öðrum menningarmálum. Mér hefur ver- ið kært að starfa að öllum þessum málaflokkum. Eins og svo margir mætir menn mun ég ávallt láta mig varða mjög málefni aldraðra og sjúkra og Framhald á bls. 19 Ib Wesmann, yfirmatreiðslumaður, með sýnishorn af þorraréttum Nausts. Þorra- blótið hefst í Nausti í dag 20 ár frá því Naustið bauð gestum sínum fyrst að blóta þorra ÞORRABLÖTIÐ f Nausti hefst í dag. Það eru alltaf tíðindi f bæjarlífinu, þegar þorratrog Naustsins eru borin fram, en að þessu sinni eru sérstök tfma- mót í sögu veitingahússins, þvf nú eru 20 ár liðin frá þvf Naust- ið bauð gestum sfnum fyrst að blðta þorra. Þúsundir manna hafa lagt leið sína i Naustið á þorra þessi 20 ár og hjá fjölmörgum er það orðin hefð. Þorrablótinu lýkur á þorraþræl, sem nú er laugar- dagurinn 18. febrúar. Þorrablótið í Nausti er með hefðbundnum hætti. Öskammt- að er í trogin og geta gestir fengið ábót að vild. I þorratrog- inu eru 15 tegundir af þorra- réttum: Svið, smjör, hvalur, hákarl, blóðmör, rúgbrauð, harðfiskur, flatkötur, hangi- kjöt, rófustappa, sviðasulta, selshreifar, lundabaggar, bringukollar og hrútspungar. Allur súrmatur er útbúinn í Nausti og hóf Ib Wesmann og starfsfólk hans undirbúninginn í október sl. Þorratrog Naustsins hafa not- ið mikilla vinsælda, enda sést það bezt á þvi, að veitingahúsið hefur haldið fast við þessa hefð í 20 ár og forráðamenn Nausts- ins eru ákveðnir í þvi að svo verði áfram. STÓRFELLD VERÐLEKKL\ Á SMJÖRI Núna kostar kílóið aðeins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.