Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 17 „Hef í raun og veru bara gefið kompásáttina ” — ÞESSI sex ljóð Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, sem tón- listin er samin við, eru úr Að laufferjum og brunnum, sem hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, sagði Atli Heimir Sveinsson tónskáld er' Morgunblaðið ræddi við hann um frumflutning verks- ins, sem fram fer f dag. — Ég hef farið þá leið i þessu verki að semja ekki tón- list við kveðskap, heldur reyna að laða fram þá músikk, sem fyrir er í Ijóðunum sjálfum, og undirstrika hana. Það er út af fyrir sig ekki flókið að búa til lag við Ijóð, eða þá laglínu, sem fellur að ákveðnu ljóðformi eða bragarhætti. Slíka laglinu má þá nota við önnur ljóð, sem falla inn i sama ramma. En það sem vakti fyrir mér þegar ég var að semja „Litlar ferjur“ var að tengja tónlistina ljóðinu þannig að úr yrði ein órofa heild, á þann hátt að það væru í raun og veru hljómur ljóðanna, stigandi þeirra og boðskapur, sem mörkuðu tónlistinni farveg og réðu formi hennar og yfir- bragði. — I þessu verki reynir mjög á flytjendur, hélt Atli Heimir áfram. — Ég hef í raun og veru bara gefið kompásáttina. Flytj- inga innan heildarinnar. Á þennan hátt fá flytjendur betra tækifæri til að njóta sín og þeir leggja þannig meira af mörkum en þegar þeir fá fastmótaða for- skrift til að fara eftir. Þetta er svona eins og þú ætlir úr Aðal- sér hvort einhver einn maður er höfundurinn. En það má kannski segja, að ég sé nokkurs konar stefnumótandi fram- kvæmdastjóri I sambandi við þetta verk. — Nú eru ýmsir þeirrar skoðunar að nútimatónlist eða svokölluð æðri tónlist, sem sam- in er nú um stundir, sé ein- hvers konar yfirstéttarlist, — list sem einungis eigi erindi við fáa og nái til takmarkaðs hóps. Hvert er þitt álit? — Ef hægt er að láta f té reynslu, sem er einhvers virði — jafnvel bara einum manni — þá er tilganginum náð. Þessi eini maður verður eins og steinn, sem gárar vatn. Stærsti áheyrendahópurinn er ekki endilega sá bezti, og sumir spekingar segja að viðmiðun fjöldans sé lakari en viðmiðun einstaklingsins. Ef takmarkið er hins vegar að afla listaverki bekk og óæðri, eða þá létta tón- list og þá líklega þunga og al- varlega Austur-þýzkur kunn- ingi minn, tónlistarprófessor, kallar þetta Músíkk eitt og Mús- ikk tvö. Númer eitt er sú tón- list, sem á flesta áhangendur. Hún uppfyllir ákveðnar þarfir, eins og til dæmis þær að hægt er að dansa eftir henni. Það að dansa er manninum eiginlegt og I blóð borið og flestir hafa þörf fyrir að gera það. Að dómi þessa manns er Músikk tvö það, sem ýmsir kalla æðri tónlist. Ut af fyrir sig er hún ekki merki- legri en hin tegundin. Hún upp- fyllir aðeins aðrar þarfir — öðru vísi þarfir — og hvorugt getur verið án hinnar. Þetta finnst mér góð kenning, sagði Atli Heimir. „Litlar ferjur“ er eins og fyrr segir tónverk, sem byggist á sex ljóðum. Eitt þessara Ijóða er Ef til vill, sem hefst þannig: - segir Atli Heimir um „Litlar ferjur nýtt tónverk við ljóð Ólafs Jóhanns endur fá nokkuð frjálsar hend- ur og sú leið er náttúrlega farin í ljósi þess að flytjandinn er sjálfstæð manneskja, sem er skapandi í eðli sínu, eins og allir einstaklingar. Þetta er lika spurning um hegðun og atferli. Einstaklingurinn þarf að hafa frelsi og svigrúm, án þess þó að ganga á rétt annarra einstakl- stræti og inn á Hlemm. Þú veizt hvaðan þú ferð og hvert þú ætlar, en það er um ýmsar leið- ir að velja á áfangastaðinn og þú getur til að mynda ráðið þvi nokkuð hvað þú ert lengi á leið- inni. Það má kannski segja að verkið sé eins og Framsóknar- flokkurinn — opið i báða enda. Ramminn er ákveðinn, en end- anleg gerð myndarinnar ræðst af framlagi söngvara og hljóð- færaleikara. — En hver er þá í raun og veru höfundur verksins? — Það skiptir í raun og veru ekki máli. Ef útkoman er verk, sem. er einhverjum einhvers virði, þá er sú útkoma rétt og óþarfi að velta því mikið fyrir vinsælda og gera það að sölu- varningi býst ég ekki við að nútímatónlist yrði þung á met- unum. t þessu sambandi er gildismatið jafn afstætt fyrir- bæri og á öðrum sviðum. Þetta minnir mig á það, sem Páll ts- ólfsson sagði, — að beztu tón- leikarnir hefðu sennilega verið þegar fæstir áheyrendur voru og að það þyrfti ekki fulla kirkju til að tilganginum væri náð. Sú saga er Ifka til að þeir séra Bjarni hafi verið sammála um að bezt heppnuðu jarðarfar- irnar hafi verið þær þegar bæði prestur og organista tókst veru- lega upp og það hafi venjulega verið þegar fæst sat á kirkju- bekkjunum. Annars er vafa- samt að setja tónlist á æðri Ef (il vill færðu aflur ad hvflast f grasi örskammt frá blessuðum Irknum. rétl eins og fordum. og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman við reyrmýrarþyt og skrjáf f snarrótarpunti, finna á vöngum þérylgeisla sumarsólar ogsilkimjúka andvarakveðju f hári — Sem dæmi um hvernig tón- listin er löguð að ljóðinu sagði tónskáldið: — Þetta Ijóð er eins og hin tónrænt og býður upp á ákveðið músikalskt form. Grunntónn- inn er sá sami ljóðið á enda, en þar sem hendingar ljóðsins eru opnar fljóta tónhendingarnar ofan á þessum grunntóni. Framhald á bls. 19 Bolungarvik 13.1. '78 f DAG kom hingaS til Bolungarvikur nýr 294 tonna skuttogari. Eigandi skipsins ar Völusteinn h/f Bolungar- vik og hefur það hlotið nafnið HeiS- rún IS 4. Skipið er smíðað hjá skipasmiðastöð M Bernharðsson h/f og er búið öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitar- tækjum. Meðal nýjunga i skipinu má nefna stýrisbúnaðinn sem er þannig að stýrisblaðið er tviskipt þannig að þegar skipinu er beygt þá leggur aftari helmingur stýrisblaðsins helmingi meira á en sá fremri, þessi búnaður reyndist mjög vel i reynslusiglingu skipsins og auðveldar mjög alla stjórn- un þess. auk þess er það búið bóg- skrúfu Önnur athyglisverð nýjung er i skip- inu en það er sjónvarpskerfi sem sýnir á sjónvarpsskermi umhverfi skipsins i 1 km radius og leitar sjálfvirkt i 60°á hvort borð. Mannaibúðir eru allar hinar vistlegustu, en þær rúma 16 menn i Heíðrún I heimahöfn. Ljósm. Mbl: Gunnar Hallsson. eins og tveggja manna klefum. I Heiðrúnu er sjónvarpskerfi, sem sýnir umhverfi skipsins i eins kilómetra radius. Á þessari mynd má sjá á skerminum um borð bifreið, sem stóð á bryggjunni. i um 10 metra fjarlægð frá skipinu. Skuttogari til Bolungarvíkur Vinnusalur á millidekki Skipið er búið 1450 hp Afla aðalvél. og var ganghraði þess i reynslusigl ingu 1 2 milur. Eldsneytisgeymar skipsins rúma um 100 000 litra og rúm er fyrir um 16 tonn af vatni auk þess er eimir til að framleiða vatn úr sjó. Skipið er mjög fjölbreitt af öllum veiðibúnaði. það er með allan búnað til botnvörpu-, flot- vörpu-, linu- og nótaveiða Skipið fer strax til veiða og mun einkum stunda línu- og flotvörpuveiðar fyrst um sinn. 1 5 manna áhöfn er á skipinu. skip- stjórar eru tveir kunnir aflamenn hér i Bolungarvik þeir Jón E. Sigurgeirsson og Einar Hálfdánsson I. stýrimaður er Viðir Jónsson og I vélstjóri Viðar Ernir Axelsson. Þvi má bæta hér við að töluverð aukning varð á bolviska báta- flotanum á siðasta ári. en þá voru skráðir 9 nýir bátar frá 7 tonnum að stærð og upp i 35 tonn Þessir bátar róa flestir allt árið og eru ýmist gerðir út á linu- eða rækjuveiðar Gunnar Skipstjórarnir. Einar Hálfdánarson (t.v.) og Jón Sigurgeirsson. i brúnni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.