Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 — „Hef i raun og veru . ..” Framhald af bls. 17 Skáldið svarar ekki spurning- unni um lifsgátuna i ljóðinu og þvi gefr tónlistin heldur ekki svar, — hún deyr út i lokin, sagði Atli Heimir Sveinsson að lokum. A tónleikunum i Austurbæj- arbíói í dag er það Hljómeyki, sem syngur ljóðin, en hljóð- færaleikarar eru Guðný Guð- mundsdóttir, Monika Aben- droth, Jónas Ingimundarson, Reynir Sigurðsson og Atli Heimir Sveinsson, sem jafn- framt stjórnar flutningi. — A.R. — Truflanir á lorantækjum Framhald af bls. 32. móttökutæki bátanna. Vissulega væri varnarliðið með sendi í Grindavík og hefði fengið úthlut- að og notað ákveðna tíðni. Hann sagði ennfremur, að mögulegt væri að sum loran-C móttökutækin hefðu allt of breitt móttökusvið, þannig að þau tækju einnig við tíðni varnarliðsins og ef svo væri kæmu eðlilega fram miklar truflanir á þeim. — Við höfum heyrt að hinar ýmsu gerðir loran-C móttöku- tækja séu mismunandi að gæðum, og getur það tekið langan tíma að breyta þeim þannig, að þau taki ekki við annarri tíðni en þeirri sem þau eiga að gera. — Byggingar- iðnaðurinn Framhald af bls. 32. stefnu. Tillögur þessar voru ræddar I gær samhliða síðari um- ræðu um fjárhagsáætlun borgar- innar. Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri, lýsti þvi, að hann væri opinn fyrir umræðum og breytingum og lagði til að málið kæmi aftur til kasta borgarstjórn- ar eftir umræður f borgarráði. Sigurjón Pétursson, sem mælti fyrir tillögum borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, lýsti sig sam- þykkan þvf að málinu yrði vfsað til borgarráðs. — Norglobal við Grímsey Framhald af bls. 32. Magnússon EA 50, Isleifur VE 130 og Súlan EA 120 lestir. t gær var vitað um 53 skip, sem byrjuð eru loðnuveiðar, og af þeim fengu 37 skip afla í fyrri- nótt. — Vietnamar Framhald af bls. 14. I hófi við komuna til Phnom Penh lýsti Teng Ying-chao yfir skilyrðislausum stuðningi Kina við Kambódiumenn i landamæra- deilunum, að sögn útvarpsins í Phnom Penh. Hún nefndi Víet- nam þó aldrei á nafn i gagnrýni sinni á landamæradeilur Víet- nama og Kambódíumanna sem fyrir mánuði leiddu til vopnaðra átaka landanna. — Náttúru- verndarráð Framhaid af bls. 16 náttúruvætti sé meiri en hugsarftbgur efnahagslegur ávinningur af virkjun hans. leiur raðið að Islendingar hljóti að hafa efni á að friða hann og leggja hann i hendur afkomendun til ráðstöfunar í samræmi við þá lffsskoðum eða þá nauðsyn sem sfðar kann að ríkja. Fyrir sitt leyti stefnir Náttúruverndarráð að friðun fossins," segir að lokum í um- sögn Náttúruverndarráðs. — Bólivía Framhald af bls. 15 desember. Tilgagnur þeirra var að krefjast afnáms víðtækra ör- yggislaga sem notuð voru gegn pólitfskum andstæðingum stjórn- arinnar, og að krefjast þess að félög námuverkamanna fengju að starfa frjálst á ný. Fræðilega séð nær sakarupp- gjöfin til fyrrverandi forseta Iandsins, Hernan Silez Zuazo, leiðtoga námumanna, Juan Lechin, fyrrverandi ráðherra og embættismanna innan hersins. Stjórn Bólivfu hefur lofað kosn- ingum í júlí og f framhaldi af þessum tilslökunum stjórnarinn- ar eru menn nú bjartsýnni á að lýðræði verði endurreist í landinu með kosningum. - Bankahneyksli Framhald af bls. 14. að siðan í október að lögreglan hafði til rannsóknar ráðgjafalaun sem bankastjórinn, Ludwig Poullain, tók við frá fjármála- manni í Stuttgart, Franz Josef Schmidt. Schmidt verður leiddur fyrir rétt i næsta mánuði ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt. Ef stjórn sósialdemókrata f Nordrhein-Westfalen hrökklast frá völdum verður það mikið áfall fyrir stjórn Helmut Schmidts kanzlara i Bonn, Forsætisráðherr- ann í fylkinu sagði upphaflega blaðamönnum að hann hefði ekk- ert vitað um lögreglurannsóknina þar til nú fyrir skömmu. — Prófkjör Sverrir Framhald af bls. 13 vonast til þess að geta orðið þeim að liði f hvfvetna og að sjálfsögðu alveg burtséð frá því hvernig þessar kosningar fara. Ég mun hafa grundvallaratriði stefnuskrár Framsóknarflokksins að leiðarljósi við úrlausn hins ei- lífa aðsteðjandi efnahgsvanda og legg áherzlu á að hið svonefnda bák'n megi þjóna heildinni af hag- kvæmni og heiðarleika og gagn- kvæmt traust sé með því og þegnunum. Að öðru leyti vísa ég til þess sem ég hef sett fram í tveimur hugleiðingum í dagblaðinu Tím- anum síðustu daga. — Prófkjör Kristján Framhaid af bls. 13 vissir stór-áhrifamenn í ýmsum flokkum, hafa t.d. lýst því yfir að fiskiflotinn væri ekki of stór; Með öðrum orðum: Hér er um að ræða baráttu milli hagsmuna fólksins í landinu og þröngra, úreltra sjónarmiða fámennra hópa. Bar- áttu milli velmegunarstefnu og fátæktarstefnu. Barátta milli áframhaldandi pólitískrar, (skað- legrar) fjárfestingar, sem líka er ein af kyndieldum verðbólgubáls- ins. Dýr útgerð til atkvæðaveiða það. Ég er að bjóða mig fram fyrir velmegunarstefnuna, gegn fá- tækt. Þetta prófkjör núna um helgina leynir á sér, hvað snertir pólitískt mikilvægi. Ég bið menn að hug- festa það. Hinn almenni kjósandi getur nú beitt áhrifum sínum til stuðn- ings við góð málefni, einmitt af því að prófkjörin eru opin. Opnu prófkjörin gefa líka hin- ,um almenna borgara færi á að 19 velja um menn — þ.e. hvaða menn fari með umboð á Alþingi. Þennan borgaralega rétt ber vel þenkjandi fólki með pólitíska ábyrgðartilfinningu að notfæra sér. Mest er í húfi fyrir unga fólkið — hvernig til tekst um stjórnun efnahagsmálanna. Þessvegna skora ég alveg sérstaklega á unga fólkið að nota það tækifæri, sem býðst í prófkjörinu um helgina til að gæta réttar síns. Sama gildir um launafólk al- mennt — og ekki síst allt iðnaðar- fólkið, sem nú fær tækifæri til að eignast fulltrúa á Alþingi. Trú mín á hæfni islensku þjóðarinnar til að fást við vanda- söm verkefni, m.a. á iðnaðarsvið- inu, er alveg óbilandi. — Prófkjör Þórarinn Framhald af bls. 13 samlegt að sameina útsvar og tekjuskatt í einn skatt og einfalda þannig skattakerfið og draga úr flækjum þess. 1 félagslifi þjóðarinnar er þörf mikilla endurbóta og þar finnst mér skipta mestu að styrkja stöðu heimilanna. Tveimur aldurshóp- um verður sérstaklega að sinna betur en nú er gert, en þar á ég við ung börn og gamalmenni. Endurskoða þarf ýmis höft og bönn og draga frekar úr þeim en hið gagnstæða. Hins vegar þarf að fylgja þeim reglum, sem settar eru, fast eftir og tel ég t.d. fram- kvæmd skattalaga í Bandaríkjun- um mjög til fyrirmyndar. Endurskoðun stjórnarskrárinn- ar verður eitt af helztu verkefn- um Alþingis á næsta kjörtímabili. Við endurskoðun hennar verður að stefna að jafnari kosningarétti, en taka þó eðlilegt tillit til sér- stöðu dreifbýlisins. Nokkra lag- færingu væri hægt að gera strax á þessu þingi með breytingum á kosningalögunum. AUCiLÝSINiiASÍMINN ER: 22480 ?H«r0unbIabib Þínn bíll ? 9 15.apríl getur hann orðió þaö-sértu áskrifandi aó Dagblaóinu. Askriftarsíminn er 270 22 DAE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.