Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 LANDSLIÐIÐ UTAN LANDSLIÐ tslands f hand- knattleik heldur utan f dag til þátttöku f Heims- meistarakeppninni, sem háð verður f Danmörku 26. janúar til 5. febrúar n.k. Leiðin liggur fyrst til Noregs, þar sem fslenzka landsliðið mun dvelja fram á þriðjudag. Liðið leikur tvo æfingaleiki f Noregi, gegn norska lands- liðinu á sunnudag og Óslóarúrvali á mánudags- kvöld. Á þriðjudaginn heldur liðið til Árósa og á fimmtu- daginn hefst mótið og verður fyrst leikið gegn Sovétmönnum. Gegn Dön- um verður Ieikið á laugar- dag f næstu viku og gegn Spánverjum daginn eftir. Það fer sfðan eftir árangrinum hvert fram- haldið verður hjá liðinu. Ymislegt hefur farið öðruvfsi f undirbúningn- um fyrir þessa keppni en áformað var og vegur þar þyngst hve lftinn tfma landsliðsþjálfarinn Janusz Cerwinski hefur haft til að sinna liðinu. Einnig má búast við þvf að fjarvera nokkurra lykilmanna muni veikja liðið. Lands- liðinu fylgja beztu óskir um gott gengi f Danmörku og takmarkið er auðvitað að komast f hóp 8 beztu liða heimsins f handknatt- leik. Varnarliðs- menn keppa við Þorsara Hálfdán ÞAÐ mun vera frágengið að knattspyrnumaðurinn Hálf- dán örlygsson gangi úr KR f Val og hefur hann þegar mætt á nokkrar æfingar hjá Val. Hálfdán hefur nokkur undanfarin ár verið einn skæð- asti framlfnumaður KR. Hann leikur á vinstri kantinum og þegar honum tekst vel upp er hann illviðráðanlegur fyrir hvaða bakvörð sem er. Er eng- inn vafi á þvf að Hálfdán mun styrkja Valsliðið. Hálfdán átti mjög góða leiki með KR-liðinu f byrjun ts- landsmðtsins f fyrra en sfðan meiddist hann og gat ekki leik- ið með KR-liðinu mikinn hluta mótsins. Áttu meiðsli Hálf- dáns sinn þátt f þvf að liðið féll niður f 2. deild. —SS. Landsliðshópurinn klæddist f gær f fvrsta skipti fötum, sem Karnabær hafði sérstaklaga saumað á hópinn og var þessi mvnd tekin við það tækifæri. Fremsta röð frá vinstri: Skúli Stefánsson nuddari. Björgvin Björgvinsson, Birgir Björnsson landsliðsnefndarmaður. Janus Guðlaugsson og Bjarni Guðmunsson. 2. röð: Júlfus Hafstein stjórnar- maður f HSl, Þorlákur Kjartansson, Gunnar Einarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Kristján Sigmundsson og Árni Indriðason. 3. röð: Gunnar Einarsson, Karl Benediktsson landsliðsnefndarmaður, Gunn- laugur Hjálmarsson landsliðsnefndarmaður, Jón H. Karlsson, Viggó Sigurðsson og Ölafur A. Jónsson stjórnarmaður f HSl. Aftasta röð: Geir Hallsteinsson, Kjartan Steinbach, framkvæmdastjóri HSt, Einar Magnússon, Ólafur Einarsson, Þorbjörn Guðmundsson og Axel Axels- son. Ljósm. Friðþjófur. tJRVALSLIÐ körfuknattleiks- manna úr varnarliðinu á Kefia- víkurflugvelli heldur til Akureyr- ar f dag og keppir tvo leiki gegn Þór. Fyrri leikurinn verður í kvöld klukkan 20 og sá seinni á morgun, laugardag klukkan 15. Báðir leikirnir fara fram í iþróttaskemmunni. „Svartsvnni en áður komumst í 8 liða úrslitin Geir Halisteinsson íhugar að gefa kost á sér eftir HM GEIR Hallsteinsson er leikreyndastur ís- lenzku landsliðs- mannanna og óefað það það nafn, sem hæst hefur borið í ís- lenzkum handknatt- leik. Blaðamaður Morgunblaðsins spjallaði við Geir f gærdag og spurði hann hvernig þessi keppnisför legðist í hann. „Það hefur ýmislegt komið upp, sem mælir á móti þvi sem ég hafði áður spáð um að Island kæmist í 8-liða úrslitin. Þar vegur langþyngst að Januaz skuli ekki hafa verið meira með liðið en raun ber vitni. Ur þvi sem komið er hefur það engan tilgang að mínu mati að láta Janusz stjórna liðinu i Heims- meistarakeppninni. Hann hef- ur ekki séð liðið I margar vikur og suma leikmennina hefur hann aldrei séð. Ég tel að úr þvi sem komið er séu þeir Karl Benediktsson og Birgir Björns- son betur undir það búnir að stjórna liðinu í Danmörku". — Hvernig er lansliðið búið undirátökin? „Vörnin er ekki nógu sann- færandi og markvarzlan hefur ekki verið það heldur að undan- förnu en sóknarleikurinn verð- ur góður alveg eins og í Austur- riki í fyrra. Það er hægt að laga vörnina og það verður bezt gert með því að iáta ákveðna menn spila í vörn og ákveðna menn spila í sókn. Ég hef verið með mörgum landsliðum og mér finnst liðið núna óöruggara en oftast áður t.d. mun óöruggara en liðið, sem keppti í Austur- riki i fyrra. Það er ekkert skrít- ið, þegar undurbúningurinn núna er borinn saman við undirbúninginn fyrir Austur- rikisferðina, þegar við höfðum Janusz með okkur allan tím- ann.“ — Ertu því svartsýnn á góða útkomu í Danmörku? „Því neita ég ekki að ég er svartsýnni en áður. Við verðum að ná toppleik gegn Rússum og Dönum ef við eigum að eiga möguleika á því að vinna þá. Hins vegar tel ég að við eigum að geta unnið Spánverja. Við verðum í einu af 12 efstu sætunum en meiru þori ég ekki að lofa.“ — Verður þetta þín síðasta keppnisför? „Þessu þori ég ekki að svara ennþá. Það fer auðvitað að styttast í það að ég hætti aldurs- ins vegna en ef við komumst ekki í 8-liða úrslitin hefst undirbúningur fyrir Olympiu- leikana næsta vetur og það er aldrei að vita nema ég gefi þá kost á mér ef landsliðsncfnd getur þá notað mig. En ég er alls ekki tilbúinn að ganga í gegnum fleiri æfingaprógrömm eins og þau, sem hafa verið i gangi tvö undanfarin ár undir stjórn Januszar enda tel ég ekki þörf á slikri keyrslu fyrir undankeppni Ölympiuleikana. Það er enginn vafi á þvi að Janusz mun skilja eftir sig spor í íslenzkum handknattleik en ég held að ráðning hans hafi kennt okkur að ekki þýðir að ráða hingað þjálfara frá Austantjaldslandi. Næst á að afhenda einhverjum ungum ís- lenzkum þjálfara landsliðið eða þá að ráða t.d. sænskan þjálfara hingað. Stjórn HSÍ varð við áskorunum um að ráða hingað erlendan þjálfara og hún á heiður skilið fyrir það.“ — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.