Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 Stokkseyrafbátar í Hafnarfjarðarslipp Þessir tveir Stokkseyrarhátar, Hásteinn ÁR 8 og Jðsep Geir AR 36 eru nú komnir í slipp 1 Ilafnarfirði til viðgerðar eftir fárviðrið og flóðin sem þeir eyðilögðust í fvrir jól, en ekki er talið borga sig að gera við hina tvo bátana sem rak upp á land. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík: Kjörnefndarkosn- ing vegna borgar- stjórnarkosninga MORGUNBLAÐIÐ fékk upplýsingar um það í gær hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni á skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík hvernig háttað yrði kosn- ingu kjörnefndar vegna borgarstjórnarkosning- anna i vor. Vilhjálmur kvað hafa verið auglýst eft- ir framboðum til kjör- nefndar vegna framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu borg- arstjórnarkosningar og væri frestur til að skila framboðum til kl. 12 á há- degi fimmtudaginn 26. jan- úar. Kjörnefndin mun starfa innan fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik en hana skipa 15 menn, þannig valdir: 7 tilnefndir af stjórnum sjálfstæðisfélaganna og stjórn fulltrúaráðsins i Reykja- vík og 8 kjörnir skriflegri kosn- ingu meðal fulltrúaráðsmeðlima að undangengnum framboðum. Verður kjörnefndin valin i þess- um mánuði, en ef ekki berast fleiri en 8 framboð er sjálfkjörið í nefndina._____________ Yfímefnd á fundi í dag YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur verið boðuð til fundar I dag kl. 15, og er þá jafnvel gert ráð fyrir, að fiskverð verði ákveðið. Dr. Svanur Kristjánsson Dr. Þórólfur Þórlindsson. Doktorar í félagsfræði og stjórnmálafræði TVEIR kennarar I þjóðfélagsfræðum vi8 Félagsvisindadeild Héskóla ís- lands hafa nýlega lokið doktorsprófi frá háskólum I Bandaríkjunum. Dr. Svanur Kristjánsson lektor lauk doktorsprófi i stjórnmálafræ8i frá lllinois háskóla og dr. Þórólfur Þór- Eins og fram hefur komi8 i frétt- um MorgunblaSsins hefur kaup- gjald hækkaS verulega á timabil- inu frá desember 1976 til desem- ber 1977. ASÍ-taxtar hafa hækk- a8 um 60%, BSRB-taxtar um 76.5%. og bankamannataxtar um 67,4. Svörtu súlumar sýna þessa hækkun. Ljósa súlan sýnir hækkun ákveSinnar neyzluvöru á 12 mánaSa timabili, frá nóvem- ber 1976 til nóvember 1977. lindsson lektor lauk doktorsprófi I félagsfræSi frá lowa-háskóla. Þórólfur er fyrsti islenzki doktor- inn i félagsfræSi eftir a8 sú grein festist i sessi i háskólum. Doktorsritgerð dr. Svans Kristjáns- sonar ber heitið „Conflict and Consens- us in lcelandic Politics 1916—1944 " í ritgerðinni er fjallað um þróun stjórnmála á íslandi frá því að stéttaátök fóru að hafa veruleg áhrif á stjórnmálabaráttuna og þar til lýð- veldið var stofnað. Kosningaþátttaka og fylgisgrundvöllur stjórnmálaflokk- anna eru rannsökuð sérstaklega og niðurstöður þeirrar rannsóknar bornar saman við Bandaríkin o<j Norðurlönd. Könnuð eru tengsl milli þróunar efna- hagsmála og atvinnuvega annars vegar og nagsmunasamtaka og stjórnmála- flokka hins vegar. Fjallað er um skipu- lag stjórnmálaflokkanna og hugmynda- fræði þeirra. átök milli flokkanna og samvinnu þeirra Menntun og starfs- staða þingmanna eru einnig tekin til meðferðar. í ritgerðinni eru sérstakir kaflar um hvern meginflokka islenska kerfisins á þessu timabili. Hluti af rann- sóknum Svans Kristjánssonar vegna doktorsritgerðarinnar er gefin út i rit- röðinni íslensk þjóðfélagsfræði sem Félagsvisindadeild Háskólans gefur út i Framhald á bls. 31 U tank jörstaðakosn- ing sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi UTANKJÖRSTAÐA- KOSNING í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjanes- kjördæmi til Alþingiskosn- inga fer fram í Hafnarfirði alla daga fram að kjördegi en upplýsingar þar að lút- andi gefur Þór Gunnarsson í Hafnarfirði. Þá mun utan- kjörstaðakosning fara fram í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík 24. og 25. janúar n.k. Laun flugfreyja 160 - 247 þúsund á mánuði SAMKVÆMT upplýsingum Ernu Friðfinnsdóttur flugfreyju, for- manns samninganefndar flug- freyja fengu flugfreyjur fasta krónutöluhækkun 1. des. s.l. I samræmi við ASl-samningana og auk þess 4% hækkun og vfsitölu- hækkun f prósentum 1. des. Þá var einnig samið um 4% hækkun 1. júnf n.k. og 4% 1. sept., en þarna er um sams konar hækkan- ir að ræða og flugvirkjar munu hafa fengið. Þá gildir samnings- tfminn til 1. febrúar 1979 eins og hjá flugvirkjum, en ennþá er ósamið við flugmcnn. Þá kvað Erna nokkrar breyting- ar hafa orðið á orlofi, en því væri skipt milli sumar- og vetrartima hjá'flugfreyjum. Á fyrstu tveim- ur starfsárum fá flugfreyjur 14 daga að sumarlagi og 16 að vetri, eftir tvö ár 14 að sumri og 18 að vetri, eftir 10 ár 16 að sumri og 20 að vetri og eftir 15 ár 18 að sumri og 22 að vetri. Byrjunarlaun hjá flugfreyjum með vaktaálagi, visitölu og öðrum hliðarákvæðum vegna óreglulegs vinnutíma eru tæpar 160 þús. kr. frá 1. des. s.l. Laun annarrar freyju á 8. ári eru 206.578 þús. kr. og laun fyrstu freyju á 12. ári eru 247.143 kr., en þær eru í hæsta flokki. SlflV9R()TVE6SSP!L\í) Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtakanna: „Borgaryfirvöld marki ákveðna stefnu í atvinnumálum á grund- velli atvinnumálaskýrslunnar Harma að ekki er fjallað um stöðu verzhinarinn- ar í tillögum um atvinnumálastefnu borgarinnar 99 MORGUNBLAÐIÐ hafSi í gær samband vi8 Gunnar Snorrason formann Kaupmannasamtaka ís- lands og ba8 hann a8 lýsa skoSun kaupmannasamtakanna á fram- komnum tillögum borgarstjóra um atvinnumálastefnu Reykjavikur- borgar. í upphafi sagSi Gunnar, a8 Kaupmannasamtök íslands vildu lýsa ánægju sinni me8 þa8 fram- tak borgarstjóra a8 láta fara fram athugun á þróun atvinnumála borgarinnar. Atvinnumálaskýrslan varpaSi nokkru Ijósi á þróun at- vinnumála á höfu8borgarsvæ8inu si8ustu ár og mætti af efni hennar draga mikinn lærdóm. — Telja verður eðlilegt að fullt tillit verði tekið til þeirra niður- staðna. sem af skýrslunni má draga. og af grundvelli þeirra marki borgar- yfirvöld ákveðna stefnu i atvinnu- málum. Fyrir hönd smásölu- verzlunarinnar harma Kaupmanna- samtök islands hins vegar, að ekki er fjallað svo nokkru nemi um stöðu verzlunarinnar i borginni, sagði Gunnar Þá sagði hann: „Reykjavikurborg hefur um áratugaskeið verið mið- stöð verzlunar og viðskipta fyrir landið i heild og jafnframt hefur verzlunin gegnt miklu þjónustuhlut- verki fyrir íbúa Reykjavíkur. Fjöldi þeirra borgarbúa, sem hafa framfæri sitt af verzlun og viðskiptum, er meiri en i nokkurri annarri starfs- grein, þó svo að fjölgun starfs- manna í smásöluverzlun sé ekki eins verulegur á siðustu árum, eins og fram kemur í skýrslunni, né heldur hefur fjölgun starfsmanna i annarri þjónustu orðið mikil. Er því Ijóst að staða og þróun Reykjavikurborgar hlýtur því að mótast nokkuð af starfsemi verzlun- ar sem atvinnugrein." Gunnar Snorrason var spurður Gunnar Snorrason hvort smásöluverzlunin gæti lagt einhverjar tillögur fram til úrbóta i málefnum verzlunarinnar. Kvað hann svo vera og Kaupmannasam- tökin vildu vekja sérstaka athygli á nokkrum atriðum, með tilliti til þess að smásöluverzlunin gæti starfað við eðlilegar aðstæður I borginni, og væru þetta atriði sem Kaupmanna- samtökin hefðu greint frá i sinni umsögn um tillögur er koma fram í atvinnumálaskýrslunni, og væru þær þessar: 1. Taka verður tillit til þess, að viðskiptavinir verzlana hafi greiðan aðgang, að verzluninni, hvort sem um er að ræða gangandi vegfarend- ur eða akandi og að næg bílastæði séu fyrir hendi. 2. Staðstening verzlana skal valin með tilliti til að hægt sé að reka verzlunina á eðlilegan hátt og að heilbrigð samkeppni geti ríkt milli fyrirtækja. 3 Tryggja verður verzlunum i eldri hverfum möguleika á, að að- laga sig breyttum aðstæðum, svo sem með viðbyggingu og aukningu bllastæða 4 Taka skal fullt tillit til sjónar- miða eigenda fyrirtækja, þegar aksturleiðum að eða frá verzlunum er breytf vegna skipulagsbreytinga eða annarra aðstæðna. 5. Við endurbyggingu eldri húsa Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.