Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 Hér er Svavar Guðni Svavarsson við eina mynd er hann hefur gert úr epoxy-efni. Pennan skúlptúr, sem er úr leir, nefnir Svavar Guðni „Kvenhaukurinn" eða „Rauð- sokkan". Ég geri þetta fgrst og fremst ánœgjunnar vegna — segir Svavar Guðni Svavarsson Varðveiting frumkvik- mynda — Athugasemd SVAVAR Guðni Svavars- son hélt fyrir skömmu sýningu á nokkrum myndverkum sínum og var það sérstætt við hana að hún var aðeins opin í einn dag, þar sem verkin seldust upp. Var sýning- in haldin í sal Skákfélags- ins Mjölnis í Pósthús- stræti. Upphaflega átti sýningin að standa i a.m.k. tvo daga, sagði Svavar Guðni, er Mbl. ræddi stuttlega við hann, en af óvið- ráðanlegum ástæðum var hún aðeins opin einn dag og seldust verkin á mjög stuttum tíma. Ég sýndi þarna 14 verk, Htla skúlp- túra nokkra úr leir og nokkra úr steinsteypu og epoxy-efni. Held ég að þetta sé f fyrsta sinn, sem blandað er saman lit- um og epoxy-efnum, en epoxy er fremur erfitt i meðferð og þarf að beita nokkurri tækni í meðferð þess. Segja má að myndir úr þvi efni séu e.k. re- lief-myndir fremur en málverk. Þetta er í fyrsta sinn, sem Svavar Guðni Svavarsson held- ur sýningu, en hann sagðist hafa alist upp innan um list, málverk og teikningar, en faðir hans er Svavar Guðnason list- málari Svavar Guðni er tækni- teiknari og múrarameistari og sagðist hann hafa lokið einnig prófi i teiknaraskólanum og einnig stundað nám í handíða- og myndlistarskólanum við Grundarstig í Reykjavík. — Ég er að þessu einungis ánægjunnar vegna, sagði Svav- ar Guðni, og það er mér vissu- lega ánægja ef einhverjir hafa haft gaman af að eignast þessi verk. En ég er afskaplega sein- virkur og hef þvi ekki ráðgert neitt sérstakt um áframhald- andi sýningar, en þetta er fyrsta sýning sem ég hef staðið að. Ég er mjög hrifinn af þess- um epoxy-efnum; það er margt hægt að gera með þeim, þó að þau séu erfið í meðferð. VEGNA ummæla Sigurðar Sverr- is Pálssonar, núverandi formanns Félags tsienskra Kvikmyndagerð- armanna, f umræðuþætti f sjón- varpinu nýlega, þar sem hann fullyrðír að engin geymsla sé hér- lendis til varðveislu frumkvik- mynda og að allar kvikmyndir sem teknar hafa verið af innlend- um aðilum séu að eyðileggjast vil ég taka fram eftirfarandi: Ósvaldur Knudsen lét byggja fyrir tólf árum sfðan frummynda- geymslu þar sem hitastigi og rakastigi er haldið óbreyttu allan ársins hring, með sérstökum út- búnaði. Honum var frá fyrstu tíð um- hugað að frumkvikmyndir hans varðveittust fyrir komandi kyn- slóðir og skráði jafnframt allan efnivið sinn nákvæmlega og var byrjaðu á að láta skrá nöfn alls þess fólks sem fyrir kemur í myndum hans og er þvi verki nú haldið áfram. Það hafa ýmsir komið að máli við mig eftir að ofangreindur þáttur var sýndur og spurt hvers- vegna svo sjaldan sé um kvik- myndagerð Ösvalds Knudsen fjallað er um tslenska kvik- myndagerð er rætt og nefnt sem dæmi líka greinarflokk Erlends Sveinssonar i dagblaðinu Vfsi ný- lega. Sá greinarflokkur var um 20 heilsfður að lengd og var þar á Ösvald minnst f tveimur lfnum. Vegna þeirra fjölmörgu sem áhuga hafa á Islenskum kvik- myndum, leyfi ég mér að birta hér lista yfir þær kvikmyndir, sem Ósvaldur fullkláraði á tima- bilinu 1946 til dauðadags 1975: 1) Heklugosið 1947—48. 2) Laxaþættir. 3) Hrognkelsaveiðar' i Skerja- firði. 4) Vetur og vor. 5)Tjöldískógi. 6) Þjórsárdalur. 7) Ullarband og jurtalitun. 8) Sogið. 9) Hornstrandir. 10) Séra Friðrik Friðriksson. 11) Ásgrimur Jónsson listmálari. 12) Skálholtshátíðin 1956. 13) Reykjavík 1955. 14) Fráfærur. 15) Vorið er komið. 16) Refurinn gerir gren i urð. 17) Þorbergur Þórðarson. 18) Frá Eystribyggð á Grænlandi. 19) Smávinir fagrir. 20) Fjallaslóðir. 21) Halldór Kiljan Laxness. 22) Eldar i öskju. 23) Barnið er horfið. 24) Sveitin milli sanda. 25) Svipmyndir. 26) Surtur fer sunnan. 27) Rikarður Jónsson mynd- höggvari. 28) Litið inn til nokkurra kunn- ingja. 29) Heyrið vella á heiðum hveri. 30) Með sviga lævi. 31) Páll ísólfsson. 32) Morgunstund áNúpsstað. 33) Forsetakosningar 1968. 34) Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. 35) Jóhannes Kjarval 1965. 36) Einerupptilfjalla. 37) Morgunganga. 38) Stef úr Þórsmörk. 39) Á afmæli bókar. 40) Með sjó fram. 41) Ovænt Heklugos 1970. 42) Jörð úr ægi. 43) Eldur I Heimaey. 44) Þjóðhátfð á Þingvöllum 1974. Framhald á bls. 31 Ameríkuferð- irnar og Sunna FERÐASKRIFSTOFAN Sunna hefur beðið blaðið fyrir eftirfar- andi yfirlýsingu: Ferðaskrifstofan Sunna h.f. vill að ' gefnu tiiefni taka fram að Amrikuferðir þær sem auglýstar eru á vegum Ferðaklúbbsins Ameríkuferða og Helga Vigfús- sonar og samkomuhald þessara aðilja eru Sunnu algjörlega óvið- komandi og ber Ferðaskrifstofan Sunna enga ábyrgð á neinni starf- semi þessara aðilja. Ferðaskrifstofan Sunna verður að sjálfsögðu með sfnar leiguflug- ferðir beint til byggða íslendinga í Ameríku í sumar eins og undan- farin ár, og stendur farþegum Ferðaklúbbsins Amríkuferða að sjálfsögðu opin eins og öðrum ís- lendingum að kaupa sér far með Flugferðum Sunnu til Ameríku. En allar upplýsingar, ferða- pantanir og afgreiðsla farseðla fer að sjálfsögðu fram á Ferða- skrifstofunni Sunnu i Banka- stræti 10, Reykjavík og Hafnar- stræti 94, Akureyri og hjá um- boðsmönnum Sunnu víðsvegar um iandið. Kirkjukaffi í Bústaðakirkju SÚ nýbreytni verður tekin upp eftir guðsþjónustu I Bústaða- kirkju á sunnudaginn að boðið verður upp á kaffi I safnaðar- heimili kirkjunnar. Að sögn sr. Olafs Skúlasonar sóknarprests er með þessu gefinn kostur á þvi að safnaðarfólk geti setið í rólegheitum að lokinni Keisari og smið- ur sýnd eftir viku t FRÉTT i blaðinu í gær var sagt að óperukvikmyndin Keisari og smiður yrði sýnd í Nýja bfói í dag. Þetta er ekki rétt — myndín verð- ur sýnd næstkomandi laugardag, hinn 4. febrúar. Er velvirðingar beðizt á þessum mistökum. messu, en ekki aðeins komið til messunnar og siðan farið til síns heima eftir skamma dvöl í kirkj- unni. Guðni Þ. Guðmundsson organ- isti kirkjunnar leikur á hljóðfær- ið og Ingveldur Hjaltested syngur einsöng. Meðan á guðsþjónust- unni stendur verður boðið uppá barnagæzlu. Að lokum sagði sr. Olafur Skúlason að líklega yrði reynt að hafa kirkjukaffi sem þetta mánaðarlega í framtíðinni. Leiðrétting t SVARI Sverris Bergmanns læknis við fyrirspurn Morgun- blaðsins f gær vegna prðfkjörs Framsóknarflokksins f Reykjavfk til Alþingis féll niður eitt orð. Féll orðið eingöngu niður úr eftirfarandi setningu: „Ég hef mætt á fundum hjá ýmsum starfs- hópum og félögum þar sem ég hef kynnt mfn helztu áhugamál og hef jafnframt kynnt fólki að jafn- vel sérfróðum mönnum getur ver- ið hollt að vinna ekki endilega eingöngu á sinu kjörsviði..." Bíllinn f yrir islcmd Peugeot hefur oröið sigurvegari í erfiðustu þolaksturskeppnum veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhætti. HAFRAFELL HF. VAGNHOFÐA 7 SÍMI: 85211 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI VÍKINGUR SF. FURUVÖLLUM 11 SÍMI: 21670 PEUCEOT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.