Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 ^ÁUÍÁMÍA „Umræðurnar í framhaldsskólunum um utanríkismálin voru lærdómsríkar, rök „herstöðvaandstæðinga" áttu ekki við." eftir Hannes Gissurarson Blað og fundir um utanríkisstefnuna I nóvembermánuði sl. gáfum við Kristján Hjaltason viðskiptanemi og Skafti Harðarson verzlunarmaður út blað um utanrfkismál og héldum fundi í mörgum framhaldsskólum landsins und- ir kjörorðunum: „Samvinna Vestur- landa — Sókn til frelsis". Blaðinu dreifðum við til eins margra framhalds- skólanema og annars ungs fólks og við gátum með aðstoð fjölmargra áhuga- manna. Við skoruðum á „Samtök her- stöðvaandstæðinga", sem starfa enn, að mæta okkur á fundunum, og tóku þau áskoruninni. Við töldum (og teljum) brýna nauðsyn bera til að hafa annan hátt á umræðum um utanríkismál en verið hefur síðustu árin og að minna enn á rökin fyrir utanríkisstefnu Islendinga, aðildinni að Atlantshafsbandalaginu frá 1949, varnarsamvinnunni við Banda- ríkjamenn frá 1951 og annarrj samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir. í frjálsu stjórnskipulagi bera einstaklingarnir ábyrgð á gerðum sínum, verða að velja og hafna af skynsemi, mega ekki hætta að hugsa að frelsinu fengnu. Þessar um- ræður um utanríkismálin voru mjög skemmtilegar, fundirnir voru fjölsóttir og tókust ágætlega. Athyglisvert var, að menn úr Fylkingunni, stjórnmálasam- tökum óvita, vörðu oftast mál „her- stöðvaandstæðinga" og að kennarar I „samfélagsfræðum" við skólana voru víða ræðumenn þeirra. En umræðurnar sjálfar voru umfram allt lærdómsríkar, ‘viðbrögð þjóðviljamanna og „herstöðva- andstæðinga" við athöfnum okkar fróð- leg. Ég er reynslunni ríkari um umræðu- hátt „herstöðvaandstæðinga" og ætla að deila henni með Iesendum í þessari grein. Þögn þjóðvilja- manna um efnið Þjóðviljamenn ræddu það ekki efnis- lega, sem gat að lita í blaði okkar þre- menninganna. Þeir ræddu ekki grein Jónasar Haralz um viðskiptamálin, ekki grein Björns Bjarnasonar um varnar- málin, ekki svör Jóns Baldvins Hanni- balssonar, Davíðs Oddssonar og Guð- mundar G. Þórarinssonar við spurningt okkar um utanríkisstefnuna, ekki upp- lýsingarnar i blaðinu um hernaðargildi Islands, vígbúnað Kremlverja, efnahags- málin og varnarmálin, lýðræðishreyfing- arnar í Grikklandi, Portúgal og á Spáni og andófshreyfingarnar í Ráðstjórnar- ríkjunum, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Allt skiptir þetta þó miklu máli, þegar utanrikisstefnan er tekin, um það eru flestir sammála. Hvað ræddu þjóðvilja- menn? Þeir sömdu rangar fréttir um fundi okkar: breyttu orðalagi ályktana, sem samþykktar voru, breyttu tölum í atkvæðagreiðslum, höfðu það ranglega eftir mér, að ég væri fylgjandi kjarn- orkuvopnavörnum í Keflavíkurstöðinni. (Þeir notuðu með öðrum orðum það frelsi, sem „málfrelsissjóðurinn" nýi berst fyrir — frelsi til ósanninda, frelsi Söguberavilla „herstöðvaandstæðinga“ Víkjum frá umræðuhætti þjóðvilja- manna að umræðuhætti þeirra „her- stöðvaandstæðinga", sem mættu okkur á fundunum. Þeir gerðu sig seka um al- gengustu rökvillur þrætubókarmanna. Umræðuefnið var utanríkisstefnan, einkum ákvörðunin um varnarsamvinn- una vestrænu 1949—1951. Við töldum þessa ákvörðun rétta, þeir ranga. Með hvaða rökum? Hvaða hátt höfðu þeir á að sanna mál sitt? I fyrsta lagi sögðu þeir sögur af fólskuverkum Bandaríkja- manna um allan heim (einkum í Víet- nam og Chíle). I öðru lagi skýrðu þeir varnarsamvinnuna sem hagsmunatrygg- ingu „íslenzku borgarastéttarinnar". Með þessum rökum höfnuðu þeir utan- rlkisstefnunni sem rangri! (Þeir eru hættir að nota þjóðernisrökin og ráð- stjórnarsælurökin, því að reynslan hefur ógilt þau.) Það er ómaksins vert að benda á hugsunarvillur þeirra sem eru allt of algengar í umræðum. I fyrsta lagi: Menn sanna ekki réttmæti eða óréttmæti ákvörðunar með þvf að segja sögur (hvort sem sögurnar eru sannar eða ósannar). Að taka ákvörðun er að velja um ófullkomna kosti veruleikans, en ekki að óska eftir fullkomnum kosti. Kostir veruleikans f utanríkismálum voru og eru tveir, samvinna við Banda- ríkjamenn og samvinna við Kremlverja. (Þessa efnislegu staðhæfingu ber auð- vitað að rökstyðja sérstaklega. Það er auðvelt. Eða hver er þriðji kosturinn?) Þess vegna eru rétt rök fyrir eða gegn utanrfkisstefnunni fólgin I samanburði þessara tveggja kosta frá einhverju sjón- armiði, til dæmis viðskiptalegu eða menningarlegu. Sögur um annan kost- inn einan skipta ekki máli, þvf að vand- inn er ekki sá, hvort hann sé góður eða ekki, heldur hinn, hvor kosturinn sé betri fyrir tslendinga en hinn að gefnum aðstæðum. Sögurnar um fólskuverk Bandarfkjamanna geta því ekki gegnt hlutverki raka fyrir eða gegn ákvörðun Islendinga um samvinnu við þá. Þær voru á fundunum oftast heimildir um lítið annað en tilfinningalff söguberans. („Herstöðvaandstæðingarnir" gerðu ekki heldur nauðsynlegan greinarmun á bandarfskum stjórnvöldum og banda- rískum fyrirtækjum eða á afglöpum ein- staklinga og á stefnu stjórnvalda, þeir rugluðu öllu saman.) En sjálfa rökvill- una, sem „herstöðvaandstæðingar" gerðu, af því að þeir kunnu ekki rök- fræði ákvarðana, má kalla „söguberavill- una“. Hvatavilla „herstöðvaandstæðinga“ I öðru lagi: Sú söguskýring „her- stöðvaandstæðinga" á utanríkisstefn- unni frá 1949, að hún hafi verið tekin sem hagsmunatrygging „íslenzku borg- arastéttarinnar", að hún hafi verið árangur „samsæris" hennar, er í anda „vúlgarmarxismans" — þeirrar einföld- unar sögulegrar efnishyggju Marx, sem vitgrannir fylgismenn hans frömdu, að vísu einungis til hagnaðarhvatar til skýr- ingar sögulegra atburða. Spurning UtanríJcissti Islendinga: Rannsóknir oe rn n' “'"'dlku, Nkiiráöh^rr* Bjsrn*»on_ varnarmálum Viðhoríin n til frelsix i austrii Ellimörk á yofunni Skafti 'ðarson nnréttindi sjálfstæði sitt ekki með yfirlýsingum, heldur með samvinnu við aðrar þjóðir. Islendingar verða umfram allt að nota fyrirhyggju í utanríkismálum, hafna óskhyggju. Þeir ráða ekki leikreglum alþjóðamála, aðstæðum á vettvangi þeirra. Utanríkisstefnan er tekin með á áhættureikningi, ef svo má segja, öryggi þjóðarinnar er tryggt með þvf að koma áhættunni niður í lágmark, ná einhverju valdi á aðstæðunum. Hverjar eru þessar aðstæður Islendinga? Hverjir eru með öðrum orðum stefnuvaldar fslenzkra ut- anríkismála? Þeir eru fjórir: (1) lega landsins, (2) fólksfjöldinn, (3) efna- hagslegar aðstæður og (4) menningarleg viðhorf þjóðarinnar. Hvað verður ráðið af þeim um rökrétta utanríkisstefnu Is- lendinga? (1) Hernaðargildi íslands er umtalsvert, þess vegna geta íslendingar ekki verið hlutlausir án varna. (2) Fólksfjöldinn (eða fólksfæðin) nægir <ekki til þess að halda úti þjóðarher að dæmi Svía og Svisslendinga, þess vegna verða Islendingar að hafa varnarsam- vinnu við aðrar þjóðir. (3) Utflutnings- vörur landsmanna eru einhæfar og þeir háðari innflutningi en flestar aðrar þjóð- ir, þess vegna verða íslendingar að tryggja markaði fyrir vörur sínar og aðflutninga. (4) Menning Islendinga er vestræn, hana má kenna við mannrétt- indi og lýðræði eins og menningu Banda- rfkjamanna, Breta og Norðurlanda- manna, þess vegna eiga þeir og aðrar lýðræðisþjóðir þá sameiginlegu hags- muni að verja hugsjónirnar. Þessi voru og eru rökin, sem hníga að utanríkis- stefnunni. Samvinnan við aðrar vestur- landaþjóðir er því bæði óumflýjanleg og æskileg. (Gera ber þennan greinarmun: Stefna Finna í utanríkismálum er lík- lega óumflýjanleg vegna aðstæðna þeirra, en hún er ekki æskileg.) Islend- ingar eiga að vinna með öðrum þjóðum Vesturlanda, leggja lóð sitt á vogarskál- ina með þeim. Að skilja ekki vanda heimsmálanna „Herstöðvaandstæðingar" gerðu áður- nefndar rökvillur og margar fleiri í mál- flutningi sfnum, og auk þess var van- þekking þeirra í sumum efnum áber- andi, staðreyndavillur og missagnir. Al- varlegra var þó það, að þeir skildu ekki vanda hinnar fámennu íslenzku þjóðar í ófullkomnum og viðsjárverðum heimi, skildu ekki þá hættu, sem okkur og öðrum fbúum á hinum litla lýðræðis- skika í heiminum stafar áf valdhöfum alræðisrfkjanna, skildu ekki þann grein- armun, sem gera verður þrátt fyrir allt f „innri gerð“ risaveldanna, Bandarfkj- anna og Ráðstjórnarríkjanna. Tilraun okkar til að leggja rökstutt mat á risa- veldin og rfkjabandalögin, Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbandalagið, töldu þeir einungis óskiljanlegan stuðning okkar við hernað og herstöðvar. Við vor- um á máli þeirra „herstöðvasinnar“, fulltrúar hins illa, þeir „herstöðvaand- stæðingar", fulltrúar hins góða. Þeir skildu ekki, að óhægt er að tala um fyrir þeim, sem trúa á vopnavaldið eins og Kremlverjr gera, skildu ekki, að vestur- landabúar verða að sýna þeim það með LÆRDOMSRIKAR UMRÆÐUR án ábyrgðar.) Þjóðviljamenn tðldu það skipta öllu máli, að „herstöðvaandstæð- ingar" gerðu ályktanir, með því að fylg- ismenn þeirra voru í meirihluta á flest- um fundum okkar (eða öllu heldur f lok þeirra, þegar flestir voru farnir). Þeir töldu það til marks um sigur þeirra. Vita þeir það ekki, að stundarvinsældir og gildi raka eru sitt hvað? Vita þeir það ekki, að eina ályktunin, sem skiptir máli, er sú, sem þjóðin gerir í frjálsum kosn- íngum? Við „smölum“ ekki á fundi eins og „herstöövaandstæðingar" (sem ráku sömu hjörðina á marga fundi). Það er fjarri okkur. Við leiðum rök að skoðun okkar og veljum að sjálfsögðu þann eina vettvang, sem fylgismenn „herstöðva- andstæðinga" eru einhverjir eftir á — framhaldsskólana. Það var fagnaðarefni okkar, að þeir fjölmenntu á fundina, við þá bar nauðsyn til að ræða. Sá sigrar að lokum, sem hefur gildari rökin, því að ekki er hægt að rugla dómgreind margra fullvita manna til iengdar. Eftir nokkur ár og meiri lífsreynslu munu flestir ungra fylgismanna „herstöðvaandstæð- inga" hverfa frá þessum samtökum. þeirra er: „Hver hagnast á ákvörðun- inni?“ — og þeir telja svartð við spurn- ingunni sanna eitthvað um samsæri þeirra, sem hagnast á henni. En rétta spurningin er auðvitað: „Hvað ræður ákvörðuninni?" — og hún jafngildir ekki fyrri spurningunni. Staðreyndir ut- anríkismálanna ógilda einnig allar hags- muna- og hagnaðarskýringarnar. Hvers vegna voru Ölafur Thors og Bjarni Bene- diktsson andvígir landleiguskoðun Jón- asar Jónssonar frá Hriflu? Og voru for- ingjar verkamannaflokkanna í Noregi, Danmörku, Bretlandi, Hollandi og Belgíu, sem höfðu forgöngu um stofnun Atlantshafsbandalagsins, að tryggja hagsmuni „borgarastéttarinnar" eða Bandaríkjamanna? Sagnfræðingar, sem kunna vísindaleg vinnubrögð, kenna ekki samsæriskenningar og vísa ekki til hvata (hvorki kynhVatar eins og fylgis- menn Freuds eða hagnaðarhvatar eins og fylgismenn Marx) til skýringar sögu- legra atburða, heldur greina þeir þær aðstæður, sem ráða afstöðu einstakling- anna, valda stefnu þeirra. Utanrfkis- stefnan fslenzka var ekki tekin vegna „samsæris borgarastéttarinnar" eða „ills fsetnings borgaralegra stjórnmála- manna". Slfkar söguskýringar eru ein- ungis til marks um hleypidóma þeirra, sem gefa þær. Auk þess hafa orð eins og „borgarastétt" og „öreigastétt" misst alla merkingu í nútímamáli, hvort sem þau hafa átt við eitthvað eða ekki á nftjándu öldinni. Þeir, sem nota þau eða misnota, kunna ekki að hugsa, eru f flokki vísindalegra forngripa. Hugsunar- villu þeirra má kalla „hvatavilluna". Rökrétt utanríkis- stefna fslendinga Ég hef bent á þann umræðuhátt „her- stöðvaandstæðinga“, sem hafnað er af öllum rökfræðingum. Rök þeirra, að segja sögur og vísa til hvata andstæð- ingsins, eiga ekki við efnið. En hvaða hugsunarhátt ber mönnum að temja sér í utanríkismálum? A fundunum bentum við á tilgang utanríkisstefnunnar og að- stæðurnar, sem hún er tekin við: Utan- ríkisstefna íslenzku þjóðarinnar er tekin til tryggingar sjálfstæði hennar og það haft f huga, að vopnlaus smáþjóð tryggir nægilegum viðbúnaði að þeir sigri ekki í átökum. Við erum auðvitað allir her- stöðvaandstæðingar, í réttri merkingu orðsins en sumir okkar eru ekki blindir, sjá herstöðvar alræðisríkjanna. Herstöð- in á Miðnesheiði er ill nauðsyn. En hún er nauðsyn. Hún er mikilvægur hlekkur í þeirri varnarkeðju vestrænna þjóða, sem ein getur fælt Kremlverja frá árás. „Herstöðvaandstæðingar" axla ekki þá ábyrgð, sem fylgir frelsi vesturlandabú- anna. Þeir leggja á flótta til annars heims, þar sem þjóðirnar geta lagt niður vopn, án þess að vigstaða þeirra breytist, þar sem friðlýsipgarnar nægja til að tryggja friðinn og þar sem óskir frómra manna rætast án fyrirhafnar. En sá heimur er einungis hugarheimur þeirra, lífsreynslan ein, reynslan af þessum heimi, getur komið fylgismönnum „her- stöðvaandstæðinga", sem sumir eru vafalaust einlægir hugsjónamenn, i skilning um þessi efni. Við getum ein- ungis vonað, að það taki ekki of langan tfma, og reynt á meðan að rökræða við þá, sá fræk-ornum efans í sálir þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.