Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. LAUG ARDAGUR 21. JANUAR 1978 13 Lísa Impatiens Lísa hefur um langt árabil verið vinsæl stofuplanta hér á landi, enda sérstaklega auð- ræktuð. Oft gengur hún undir nafninu Iðna-Lisa og kafnar engan veginn undir því nafni því iðin er hún við að blómstra yfir sumartimann og stundum jafnvel árið um kring. Lisa er ættuð frá hálendissvæðum i hitabelti Austur-Afríku og hef- ur náð mikilli útbreiðslu ekki hvað síst fyrir þann eiginleika sinn að auðvelt er að fjölga henni hvort heldur er með fræi eða græðlingum. Sé sáð til hennar þarf þó að hafa nánar gætur á raka- og hitastigi því annars er hætt við að safaríkar ungplönturnar rotni. Græðling- um er mjög auðvelt að koma til og sprotar sem látnir eru f vatn skjóta rótum á fáeinum dögum og má þá þegar setja þá i smá potta. Lísa kann vel við sig í austur- eða vesturglugga og góða birtu þarf hún ef hún á ekki að verða rengluleg, Jurtin getur lifað nokkur ár, en skipta þarf um mold árlega. Best er að gera það að vorlagi og stýfa hana þá vel um leið, hún er fljót 'að jafna sig og mynda nýja sprota. Um vaxtartimann þarf hún vikulega áburðargjöf en varast skal að vökva hana um of, ræt- urnar eru viðkvæmar og þola illa ofvökvun. Gott þykir henni þó að fá steypibað stöku sinn- um, það hressir hana og gerir hana frísklega og ver hana auk þess óþrifum t.d. roðamaur, en hann er sérlega hrifinn af Lisu. Hjá plöntum sem komnar eru vel á legg má flýta fyrir blómg- un með því að halda þeim þurr- um um skeið en þó ekki svo lengi að blöð taki að gulna. Að vetrinum þarf helst að velja Lísu bjartan stað, ekki of hlýjan og þá skal minnka vökv- un. Lísur eru mismunandi að lit og vaxtarlagi. Impatiens sultani er hin eiginlega Iðna-Lísa, þétt- vaxin og blómsæl, með græna marggreinda stöngla og karmínrauð blóm. Impatiens holstii er stórvaxnari, stöngl- arnir gildir og ívið rauðleitir, blómin oft laxableik eða appelsínugul. Nákominn ættingi Iðnu-Lísu er Impatiens balsminii er hér á landi gengur undir nafninu BALSAMlNA. Hún er einær. Sé sáð til hennar í febrúar get- ur hún byrjað að blómstra i júní og haldið því áfram sumar- langt, en eftir blómgun er ævi- skeið hennar á enda runnið. HL EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AI GLYSING V- SÍMINN KR: 22480 1 upphafi spils er vissara að athuga hverjir eru á hættu og hver á að byrja að segja. Myndin er tekin hjá Bridgefélagi Kópavogs I vetur en mikil gróska er í bridgefþróttinni í Kópavogi. Er spilað í tveimur félögum þar, Asunum og Bridgefélagi Kópavogs. Bridge Umsjón 'ARNÖR RAGNARSSON Bridgefélag Reykja- víkur: Að loknu jólaleyfi hófst félagsstarfið aftur hinn 4. janú- ar með frjálsri spilamennsku á nýárskaffikvöldi. En 11. janúar hófst sfðan fjögurra kvölda sveitakeppni. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi og sveit- um raðað saman eftir Monrad- kerfi. Þátt taka 14 sveitir, sem teljast verður góð þátttaka þar sem félagarnir eru flestir einn- ig með f yfirstandandi Reykja- vfkurmóti. Að keppni þessari hálfnaðri er staða efstu sveita þessi: Svéit stig. Guðmundar Hermanssonar 63 Stefáns Guðjohnsens 54 Hjalta Eliassonar 51 Sigurðar Sigurjónssonar 50 Magnúar Torfasonar 48 Keppni þessi veitir tveim sveitum rétt il þátttöku i meist- araflokki aðalsveitakeppni félagssins. Nú þegar hafa tvær af sveitum þessum tryggt sér þann rétt, þ.e. Hjalti og Stefán og stendur því baráttan um þessi eftirsóttu réttindi sem hæst á milli sveita sem skipaðar eru ungum spilurum. Og virðist sveit Guðmundar Hermansson- ar nú standa vel að vígi. Sveitakeppni þessari lýkur 1. febrúar og ættu félagar þá þeg- ar að hafa tilkynnt þátttöku í næstu keppni, Board A Match í fjögur kvöld, en hún hefst 8. febrúar. Bridgefélag Hafnarf jardar Landstvímenningurinn var spilaður i einum 16 para riðli þ. 9. janúar. Bestum árangri náðu: 1. Kristján Ölafsson — Ólafur Gislason 258, 2. Bjarnar Ingimarsson — Þórarinn Sófus- son 246, 3. Ásgeir Ásbjörnsson — Gisli Arason 240. 4. Guðni Þorsteinsson — Kristöfer Magnússon 234, 5. Hörður Þórarinsson — Sævar Magnús- son 232, 6. Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 228. S.l. mánudag var 5. umferð sveitakeppninnar spiluð. Urslit urðu sem hér segir: Sveit DrafnarGuðmundsdóttur — FlensborgA 20—0 Ólafs Gíslasonar — Þórarins Sófussonar 12—8 Alberts Þorsteinssonar — Flensborg B 20—0 Sævars Magnússonar — Óskars Karlssonar 14—6 Ólafs Ingimundarssonar — Björns Eysteinssonar 20—0 Staðan eftir 5 umferðir er þá þessi: Sveit Sævars 84 Björns 72 Alberts 71 Drafnar 63 Ólafs Gísla. 62 Þórarins 61 Ólafs Ing. 51 Óskars 35 Stjötta umferð sveitakeppn- innar verður spiluð þriðjudag- inn 24. janúar. Bridgefélag Breiðholts. Þriðjudaginn 10. janúar var spilað i Landstvímenningi BSÍ og mættu 16 pör til keppni. Urslit urðu þessi: Hreinn Hjartarson — Bragi Bjarnason 277 Tryggvi Gislason — GuðlaugurNielsen 257 Sigurbjörn Ármannsson — Finnbogi Guðmarsson 252 Hreinn Hreinsson — Karl Adolphsson 224 Georg Sverrisson — Friðrik Guðmundsson 218 Meðalárangur 210 Framhald á bls. 31 AUGLÝSING UM INNLAUSN VERUTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA í 2.FL. 1965 OG NÝJA ÚTGÁFU SPARISKÍRTEINA í 1.FL.1978 Lokagjalddagi verðtryggðra spariskírteina í 2.fl. 1965 er 20. jan. 1978 og bera skírteinin hvorki vexti né bæta við sig verðbótum frá þeim degi. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur á grundvelli fjárlaga þessa árs ákveðið útgáfu á verðtryggðum spariskírteinum í 1.fl. 1978 að fjárhæð 1000 millj. kr. Athygli handhafa spariskírteina frá 1965 er vakin á þessari útgáfu með tilliti til kaupa á nýjum spariskírteinum, en sala þeirra hefst 14. febrúar n.k. Handhafar skírteina frá 1965geta hins vegar fráog með 20. þ.m. afhent skírteini sín til Seðlabank- ans, Hafnarstræti 10, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og nafnnúmer og staðfestir þar með rétt viðkomandi til að fá ný skírteini fyrir innlausnarandvirði hinna eldri skírteina. Bankar og sparisjóðir geta haft milligöngu um þessi skipti til 14. n.m. auk þess sem nýir kauþendur geta látið skrifa sig fyrir skírteinum hjá venjulegum umboðs- aðilum til sama tíma. Er fyrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fer fram úr væntanlegri útboðsfjárhæð. Kjör hinna nýju skírteina verða þau sömu og skírteina í 2.fl. 1977. Þau eru bundin fyrstu 5 árin. Meðaltalsvextir eru um 3,5% á ári, innlausnarverð skírteina tvöfaldast á lánstímanum, sem er 20 ár, en við það bætast verðbætur, sem miðast við þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem tekur gildi 1. apríl 1978. jv'im., 20. janúar 1978 (M) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.