Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 11 handteknir á í talíu í tengslum við mannrán Rótn. 20. jan. AP. LÖGREGLA hefur hand- tekið 11 manns hér sem hún telur vera höfuðpaur- ana f hring sem sér um að koma f umferð peningum sem aflað hefur verið með mannránum og öðrum rán- um. Meðal hinna hand- teknu er maður sem grun- aður er um að vera maffu- foringi, prestur, fyrrver- andi yfirmaður lögreglu og fyrrverandi hátt settur starfsmaður hins opinbera, nú eftirlaunaþegi. Hand- tökurnar fðru fram f Róm og fjðrum öðrum borgum f gær f kjölfar umfangsmik- illa rannsðkna sem náðu um gjörvalla ftalíu qffe benda til hugsanlegra tengsla við glæpasamtök erlendis, þ.á m. „Cosa Nostra“ f Bandaríkjunum. Við handtökurnar komst lög- reglan yfir mikið fé og verðmæta hluti sem keyptir voru fyrir illa fengið fé. Var andvirði peninga, ávisana, gimsteina og málverka sem tekin voru um 2.2 milijónir dollara. Málverkin sem náðust átti að senda til Bandarfkjanna, en meðal þeirra voru verk eftir fræga málara endurreisnartíma- bilsins, svo sem meistarana Cara- vaggio og Guercino. Nýtt mál höfðað gegn Indiru Gandhi N()u Drlhi. Indlandi. 20. jan. AP. HÖFÐAÐ hefur verið mál á hend- ur Indiru Gandhi, fyrrum forsæt- isráðherra Indlands, vegna þess að hðn neitaði að bera vitni fyrir stjórnarnefnd. Indira sagði rannsóknarnefnd tvisvar að hún hefði engan rétt til að spyrja hana um ástæðurnar fyrir setningu herlaga í júli 1975. Mál er nú höfðað gegn henni, vegna þess að hún neitaði að bera vitni 11. þessa mánaðar, en gert er ráð fyrir að tvö mál verði höfð- Enn reynt að giftaprins Charles London. 20. jan. AP. Reufer. BREZKIR fjölmiðlar velta þvf fyrir sér f dag hvort konunglegt hjónaband sé á næsta leiti. Eru þessar vangaveltur uppi vegna þess að Charles Bretaprins hef- ur boðið Lady Jane Wellesley til helgardvalar á sveitarsetri drottningar. Brezkir fjölmiðlar hafa f mörg ár reynt að gifta piparsveininn Charles, fyrsta erfingja bresku krúnunnar, og hefur Lady Jane áður verið nefnd f þvf sambandi. Tilkynnt var f Buckingham Palace í dag að ekkert rómantfskt samband væri með prinsinum og Lady Jane, þau væru einungis góðir vinir. Bresku blöðin minna á f dag að Charles sé 29 ára og að fyrir nokkrum árum hafi hann lýst yfir að hann ætlaði ekki að ganga f það heilaga fyrr en um þrftugt. Telja fjölmiðlarnir þvf meiri Ifkur nú en áður að til tfðinda fari að draga f ástamál- um prinsins. Þá segja fjölmiðl- arnir að á sfnum tfma hafi Charles skýrt frá hvernig konu hann hugsaði sér að giftast og passi Lady Jane langbezt við þær lýsingar af öllu þvf kven- fólki sem prinsinn hafi verið orðaður við. Lady Jane er af góðum ætt- um, komin af „járnhertogan- um“ sem sigraði Napóleon við Waterloo árið 1815. Er hún 26 ára og sér um vikulega útvarps- þætti f einni brezku útvarps- stöðvanna. Brezka konungsf jöiskyldan mun dvelja f Sandringham um hetgina og munu m.a. Juan Carlos Spánarkonungur og Sofia drottning Ifta inn f hádeg- isverð þar á sunnudag. uð gegn henni f viðbót, annað fyrir að neita að bera vitni í gær og hitt fyrir að neita að sverja eið. Verði fndira sek fundin getur hún átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi eða 125 dollara sekt, eða hvort tveggja. Nefndin sem hóf starf sitt f september i fyrra, vinnur að rannsókn á hvort Indira hafi mis- notað vald sitt, meðan herlög riktu i landinu. Hún hefur verið ásökuð um að hafa handtekið stjórnmálaandstæðinga sína i skjóli herlaganna, og breytt fréttaflutningi fjölmiðla sér f hag. Car(er f#rse|| f|y||lr ræ4u sfna Skattalækkunum Carters fagnað Washington. 20. jan. AP. Reuter. VIÐBRÖGÐ þingleiðtoga við ræðu Jimmy Carters forseta um ástand og horf- ur f bandarískum þjððmál- um hafa almennt verið for- setanum f hag. Flestir demókratar f bandaríska þinginu hældu forsetan- um. Nokkrir repúblikanar hrósuðu ræðu Carters en margir kvörtuðu þð um að f hana vantaði nákvæmari útskýringar og hún væri stefnulaus. Sérstaklega hrósuðu repúblikanar Carter fyrir þau ummæli sfn að áherzla skyldi lögð á einkarekstur en rfkisum- svif takmörkuð, en í ræðu sinni gat forsetinn Iftið um nýjar framkvæmdaáætlan- ir hins opinbera. I ræðu sinni sagðist Jimmy Carter har.ma að Bandaríkin hefðu enn enga áætlun tiltæka i orkumálum, þrátt fyrir að fimm ár væru liðin frá oliukreppunni. „Að þessu leyti höfum við valdið bandarísku þjóðinni vonbrigðum. Þetta getur ekki gengið lengur og er málstað okkar ekki til góðs,“ sagði Carter í þessu og beindi skeyti sinu augljóslega til þing- manna sem verið hafa honum erf- iðir í orkumálunum. Carter sagði að i vikunni legði hann fram tillögur um breytingar á skattalögum Bandarikjanna. Sagði hann auðvelt að breyta lög- Sovétmenn: Ómannað geimfar með birgðir til Salyut-6 Yfirmaður írsku lögreglumtar rekimt Moskvu. 20. janúar. AP — Reutcr SOVÉTMENN skutu á loft ómönnuðu geimfari f dag, Progress-1, og er því ætlað að færa þeim Romanenko og Grechko f Salyut-6 tæki og vistir, þ.ám. eldsneyti, mat og rannsóknartæki. Geimfararnir hafa nú ver- ið í 6 vikur um borð f geim- vfsindastöðinni og er ómannaða geimfarið ann- að geimfarið sem kemur til Salyut-6 meðan þeir dvelja þar. Talsmenn geimvísinda Sovét- manna sögðu i sjónvarpi í dag að Progress-1 táknaði upphaf nýs tlma sjálfvirkra flutningaskipa sem send yrðu upp i himinhvolf- ið. Líkist nýja geimfarið ómönn- uðu Soyuz fari sem tengt var Salyut-4 geimvisindastöðinni fyr- ir tveimur árum. Dyflinni. 20. janúar. AP. Reuter. YFIRMAÐUR irsku lögreglunn- ar, Edmund Garvey, hefur verið rekinn úr starfi, en hann hefur undanfarna mánuði átt í strfði við frsk stjórnvöld. Þetta gerðist Laugardagur, 21. janúar. 1977 Jimmy Carter veitir sakar- uppgjöf þeim er svikust undan þjónustu I Vietnamstríðinu. 1976 Áætlunarflug hefst með hljóðfráum farþegaþotum er Concorde-vélar Breta og Frakka fljúga frá London til Bahrain og frá Parfs til Rio De Janeiro. 1968 Bretar gera áætlanir um brottflutning herja sinna frá Austurlöndum fjær og frá lönd- um við Persaflóa. 1962 Búlgarskur herflugmaður nauðlendir vél sinni á Suður- Italíu og beiðist hælis seni póli- tískur flóttamaður. 1954 Fyrsti kjarnorkuknúni kafbáturinn U.S.S. Nautilius, sjósettur. 1942 býskar hersveitir undir forystu Rommels hefja nýjar sóknaraðgerðir í eyðimörk Norður-Afriku. 1924 Nikolai Lenin andast, 54 ára að aldri. 1919 Ráðstefna Sinn Fein f Dublin aðhyllist sjálfstæðisyfir- lýsingu. 1793 Lúðvik 16. Frakklands- konungur hálshöggvinn. Afmæli I dag: John Fitch, (1743—1798) verkfræðingur f sjóher Bandaríkjanna Leo Delibes (1836—1891) franskt tónskáld, Jack Nicklaus (1940—...) bandarískur golf- leikari. Spakæmli dagsins: Við skulum vera hamingju- söm og lifa innan ramma tak- markana okkar, jafnvel þótt við þurfum að taka peninga að láni til þess. (Artemus Ward, Bandartek- ur herforingi 1727—1800) I tilkynningu frá ríkisstjórn- inni á fimmtudag segir að Garvey hafi verið leystur frá störfum, þegar hann neitaði að segja upp. Engin ástæða var gefin fyrir brottrekstrinum. Garvey sagði að hann hefði ver- ið kallaður á fund Gerry Collins dómsmálaráðherra. Ráðherra hefði sagt að stjórnin viidi að hann segði af sér innan tveggja klukkustunda, og ef hann gerði það ekki, yrði hann rekinn." Garvey komst í ónáð hjá ríkis- stjórn Irlands er ný stjórn tók við völdum eftir kosningarnar i júni í fyrra. Lögreglan var þá ásökuð um að hafa farið illa með fanga sem grunaðir voru um að vera í IRA. Stjórnin skipaði nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að lögregla hefði oft falsað fingraför til að sanna sekt fanganna. Þannig fór lögreglan að i máli brezka sendi- herrans Christopher Ewart- Briggs og einkaritara hans, en þau létu Iffið í sprengjutilræði. Dómsyfirvöld segja að vegna þess að fingraförin hafi verið föls- uð, sé dómur i þvi máli rangur og úrskurður hans þar með ógildur. Garvey bar ábyrgð á því máli, þvi að menn hans áttu i hlut. Garvey varð yfirmaður lögregl-- unnar fyrir tveimur og hálfu ári og hafði hann yfir að ráða um 8.500 manns. unum á þann veg að menn skuldu þau og að þau kæmu réttlátar niður á fólki. Carter sagðist mundu leggja til að skattbyrði borgaranna yrði lækkuð um 25 milljarða dollara, einnig að við- skipt^heiminum yrðu gefnar ýms- ar ivilnanir til að örva fjárfest- ingu. Hvað snertir Miðausturlönd sagði forsetinn Bandarikin mundu veita liðsinni til að halda samningaviðræðunum áfram og að þau mundu beita sér fyrir þvi að leiðtogar deiluaðila ræddust við. 1 efnahagsmálum landsins sagð- ist Carter vonast til að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld byndust samtökum á árinu um að koma verðbólgunni niður á við. Hann sagði að litill halli yrði á fjárlögum landsins, hann yrði að mestu leyti tilkominn vegna skattalækkananna. Þá sagðist for- setinn leggja áherzlu á að unninn yrði bugur á atvinnuleysi. „Þetta getur verið nauðsynlegt hag- stjórnartæki, en drepur niður sjálfstraust og siðferðiskraft bandariskrar æsku, sem er síður en svo gott,“ sagði forsetinn. Carter sagði að nú þegar værq þess ljós merki að viðskiptajöfn- uður við útlönd yrði hagstæðari en að undanförnu. Hefur slæmur viðskiptahalli verið valdur að þeim vandræðum sem dollarinn á i á erlendum gjaldeyrismörkuð- um. Bhutto- mædgurnar í stofufangelsi Karachi. Pakistan. 20. janúar. AP. NUSRAT Bhutto, eiginkona fyrr- um forsætisráðherra Pakistans, Zulfikars Ali Bhutto, og dðttur þeirra hjóna, Benazir Bhutto, voru handteknar i gær og gert að sitja i stofufangelsi ( 10 daga, að sögn lögreglu landsins i dag. Ali Bhutto var handtekinn í júli siðastliðnum og siðan hefur kona hans tekið við formennsku i flokki hans. Hún var sett í stofu- fangelsi þegar hún kom aftur til Karachi frá borginni Lahore. Lög- regluvörður er hafður við hús hennar, og verða allir sem tala við hana að fá leyfi hjá lögreglu fyrst. Benazir var einnig handtekin við komuna til Karachi, en flogið var með hana aftur til Lahore og er hún þar i stofufangelsi. Hún hefur látið stjórnmál mikið til sin taká, eftir að faðir hennar var hnepptur í varðhald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.