Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 23 HAFNARBÍÓ: SIRKUS — Ein af tíu hostu mvndum ársins. REÍiNBOÍiINN JARN- KROSSINN — Ein af tíu bestu myndum ársins. TÓNABÍÓ: GAUKS- IIREIÐRIÐ — Ein af tíu bestu myndum ársins. ■'■*■<** ÁNÆSTUNNI AUSTURBÆJARBIÓ: THE WHITE BUFFALO — Á undan ABBA-myndinni í Austurbæjarbíó var sýnt úr nýjustu mynd framleiðandans Dino Delaurentis. Nefnd- ist hún Hvíti buffallinn, og af stuttri kynningunni mátti ráða að hér væri á ferðinni hálfgerð King Kong-mynd. Þetta hvíta skrímsli óð yfir allt sem fyrir var og hræddi bæði menn og skepnur. Sjálfsagt hálfgerður Þorgeirsboli sléttubúanna þar vestra. Charles Bronson leynir á sér. Allavegana er hann sá eini sem ég man eftir í svipinn af umtalsverðum leikara- hóp sem annars prýðir myndina. Gayle Hunnicutt i myndinni RADDIRNAR REGNBOGINN, salur C: RADDIRNAR („Voices") Handrit: George Kirgo. byggt á samnefndu leikríti E. Richard Lortz. Kvikmyndataka: Geoffrey Unsworth. Tónlist: Ashley Smith. Leikstjóri: Kevin Billington. MEIIM- HORNIÐ ... Persónurnar, sem f bók Harris voru manneskjuleg- ar og heilsteyptar, verða óttalega kjánalegar í myndinni — nema helst Bruce Dern, sem leikur brjálaða flugmanninn. Dern er reyndar minnis- stæður brjálæðingur úr öðrum kvikmyndum, einkum og sér í lagi Psycho Hitchcocks (!) ... ÓV f umsögn um mynd- ina SVARTUR SUNNU- DAGUR, í Dagblaðinu 6. þ.m. Ung hjón, Claire (Gayle Hunnicutt) og Robert (David Hamm- ings), eru stödd fjarri al- faraleið í heldur ömur- legu húsi, sem Claire hefur nýlega áskotnast í arf. Úti fyrir er þoka og inni í húsinu fer stúlkan að heyra ýmsar raddir. Robert óttast að hún sé orðin veik, en fyrir tveim- ur árum misstu þau son sinn á sviplegan hátt. Claire kenndi sér um, og varð það þess valdandi að hún reyndi að fremja sjálfsmorð og dvaldi sið- an tvö ár á geðsjúkra- húsi. Þetta ferðalag átti að verða henni til upplyft- ingar, en er að breytast í martröð, því þegar húm- ið sigur á, ágerast raddirnar en Robert telur þær hugaróar. Það bætir ekki úr að hún fer einnig að sjá fólk, sem henni er janframt kunnugt. En þegar líða tekur á nóttina fer Robert einnig Atriði úr RADDIRNAR sem verið er að sýna í sal C í REGNBOGANUM, þessa dagana. að heyra raddirnar, það sameinar þau hjónin bet- ur, og þau virða fyrir sér þá draugalegu fjölskyldu sem virðist byggja húsið. Eftir viðburðaríka nótt birtir af morgni og þok- unni léttir svo þau hjónin ákveða að taka saman strax í birtingu og aka til baka En þegar þau koma að bil sínum blasir við orsök martraðarinn- ar. Kvikmyndin Raddirnar liður fyrir það að vera gerð eftir leikhúsverki. Sjálfsagt hefur „Voices" verið þokkalegasta verk á sviði, en í höndum leik- stjórans, Kevin Billing- ton, hefur efnið svo fjar- lægst uppruna sinn að eftir stendur skröltandi beinagrind sæmilegrar draugasögu. Megingalii myndarinn- ar er tilfinningaleysi hennar. Persónurnar eru það ósamkvæmar sjálf- um sér og óeðlilegar að þær hljóta litla samúð hjá áhorfandanum. Handritið gloppótt, margar hálfkveðnar vís- ur. Leikurinn er heldur ekki af þeim gæðaflokki að hann lyfti myndinni upp yfir meðallagið, enda hafa þau hjóna- kornin (fyrrverandi) ekki unnið til neinna metorða á því sviði. þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að vera tekin alvarlega. Ástæðan fyrir þvi að þeim áskotnuðust aðal- hlutverkin er sjálfsagt sú, að fyrirtæki Davids. Hemdale, dreifði mynd- inni í Bretaveldi. Tæknilega hliðin er jafnframt i hálfgerðu skralli, sérstaklega er lýs- ingin með eindæmum viðvaningsleg Áhorf- andinn getur t.d. tæpast gert sér grein fyrir þvi hvort er nótt eða dagur. Yfirleitt varpa litlar olíu- týrurnar jafnmikilli birtu og um hádag væri, en í örfá skipti viðist „Ijósa- meistarinn" taka við sér og þá kemur i Ijós að birtu á að vera brugðið. Þá ber myndin heldur ekki þess merki að kvik- myndatökumaðurinn er sá hinn sami og filmaði 2001:, því ferfjarri. Billington er lítill spá- maður i listgrein sinni, i gegnum árin hefur hann sent frá sér hinar furðu- legustu myndir, örfáar hafa þó jaðrað við það að teljast sæmilegar Hér notar hann ýmis ódýr brögð, áhrifalaus og tæpast i sambandi við gang myndarinnar (sbr. blásturinn á kertin í krist- alsljósakrónunni). Endir- inn kemur að visu skemmtilega á óvart, en það er ekki Billington að þakka, heldur höfundi leikritsins, Lortz. Að sýn- ingu lokinni veltir maður því gjarnan fyrir sér hvi- líkt efni hefði ekki VOIC- ES orðið hæfileikamanni, eins og t.d. Nicholas Roeg? Litlu salirnr i REGN- BOGANUM eiga örugg- lega eftir að gleðja kvik- myndaunnendur borgar- innar. Þeir bjóða upp á margvíslega möguleika sem ekki hafa verið til staðar áður. Þar er nú t.d. verið að sýna úr tveimur ágætum mynd- um, THE KILLING OF MR. GEORGE, sem fjall- ar um samband kynvillt- ra kvenna, og gerð af kvenhataranum Robert Aldrich, hin er THE BIRTHDAY PARTY, með Robert Shaw i aðalhlut- verki er myndin byggð á samnefndu leikriti Harolds Pinter. Báðar þessar myndir hafa legið um árabil ósýndar, það er ekki fyrr en með til- komu þessara litlu sala að sýning þeirra er i rauninni möguleg. Og svo er um mýmargar aðr- ar myndir, einkanlega þær sem hafa listrænt gildi og laða aðeins til sin vissan hóp áhorfenda. Þær hafa til þessa hvergi átt inni nema á mánu- dagssýningum Háskóla- biós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.