Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 27 langan tfma. Litið má út af bera til að Breiðholtshverfi einangrist ekki alveg. Einn bifreiðaárekstur á Reykjanesbrautinni getur stöðv- að alla umferð um hverfið. Enn fremur má nefna, að flöskuhálsar myndast, þegar ekið er úr og inn í Breiðholtshverfi, og nauðsynleg tenging við Arbæjarhverfi hefur beðið allt of lengi. Ég hef barizt fyrir úrbótum í þessum málum og mun halda áfram að berjast fyrir þeim, nái ég endurkjöri í borgarstjórn. Einnig tel ég, að öryggismál Breiðholtsbúa hafi verið látin sitja á hakanum. Eg tel lágmarks- kröfu, að sjúkrabifreið verði að jafnaði staðsett í Breiðholti til að flýta fyrir þvi, að sjúkir og slasað- ir komist undir læknishendur. Ég er sannfærður um, að at- vinnumálin muni mjög koma til kasta þeirrar borgarstjórnar, er tekur við næsta vor. Ég fagna þeirri hugarfarsbreytingu, sem vart hefur orðið hjá borgar- stjórnarmeirihlutanum með yfir- lýsingu borgarstjóra um aðstoð við atvinnufyrirtækin. Með þess- ari yfirlýsingu er tekið undir gamlar tillögur minnihlutaflokk- anna, og er vonandi, að um þessi mál takist víðtæk samvinna allra flokka í borgarstjórn. Eiríkur Tómasson lögfræðingur Ég legg megináherzlu á að út- rýma húsnæðisskortinum í borg- inni með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er í eldri borg- arhverfum og með því að hraða uppbyggingu nýrra hverfa. Þá legg ég mikla áherzlu á að borgin auki stuðning sinn við frjáís félagasamtök þannig að dregið verði úr umsvifum Æsku- lýðsráðs en félögin taki að hluta við starfsemi þess. Þá hyggst ég beita mér fyrir því að umferð um borgina verði gerð greiðari og reynt verði að draga úr umferðarþunganum, sérstak- lega í gamla miðbænum. Þetta mætti m.a. gera með því að bæta leiðakerfi S.V.R. þvi ég álít að breyting á því muni skila sér aftur til borgarinnar í minna viðhaldi gatna með minnkandi umferðarþunga, þ.e. verði leiða- kerfið gert betra muni það draga úr notkun einkabila sem leiddi af sér minni umferð. Síðast en ekki sízt hyggst ég beita mér fyrir því, komist ég áfram, að borgaryfirvöld reyni að gera Reykjavik að líflegri og fjölbreytilegri borg heldur en hún er i dag. Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Sá sem starfað hefur um árabil i borgarstjórn Reykjavíkur og verið þar í andstöðu við meiri- hlutann, veit að sjálfsögðu um margt, sem betur mætti fara og breyta þyrfti. Margt af því hefur " verið tekið til umræðu í borgar- stjórn af mér og öðrum og um það fluttar tillögur, sem hlotið hafa misjafnar undirtektir meirihlut- ans eins og gengur. Máltækið segir, að dropinn holi steinninn. Mér datt þetta í hug, þegar borgarstjóri kom fram með stefnuskrána i itvinnumálum nú fyrir nokkrum dögum. Margar til- lögur hef ég flutt í borgarstjórn- inni um að efla undirstöðu- atvinnuvegina, iðnað og sjávarút- veg. Nú virðist sem borgarstjóri sé orðinn mér sammála í þeim efnum. Verði ég áfram í borgar- stjórninni mun ég að sjálfsögðu nýta þann byr, sem nú virðist fyrir hendi, til að treysta og efla að nýju undirstöðugreinar atvinnulífsins. Ekki er síður mikilvægt að huga að rekstri borgarinnar sjálfrar. Stjórnkerfi hennar hefur þanist út og vaxið ár frá ári bæði að því er varðar mannafla og til- kostnað. Ég hef beitt mér fyrir þvf, að fenginn yrði viðurkenndur sérfræðingur i hagræðingarmál- um og stjórnun til að gera úttekt á öllum rekstri borgarinnar. Meiri- hlutinn hefur ekki enn viljað á það fallast, en málinu mun ég halda vakandi. Takist að halda hér uppi blóm- legu atvinnulífi með iðnað og sjávarútveg sem undirstöðu og takist að draga úr þenslu og til- kostnaði við rekstur borgarkerfis- ins sjálfs, á borgin að geta haft nægilegt fjármagn, án þess að auka skattheimtu, til þess að reisa dagheimili, stofnanir fyrir aldr- aða, skóla og sjúkrahús. Þá á hún einnig að geta styrkt á myndarlegan hátt hina frjálsu félagsstarfsemi, sem áhugafólk heldur uppi og veitt stuðning hvers konar lista- og menningar- starfsemi. En án slíkrar starfsemi getur engin höfuðborg leyft sér að vera. Jónas Guðmundsson rithöfundur Ég hef átt þess kost í nokkur ár að fylgjast með stjórn borgarinn- ar þar eð ég tók við af Andrési Kristjánssyni ritstjóra að rita um borgarmál I Timann. Hefi ég setið fjölda borgarstjórnarfunda sem blaðamaður. Eg er ekki reiðubú- inn á þessu stigi málsins til þess að greina frá hugmyndum mínum um betri stjórn borgarinnar í ein- stökum atriðum, margt er og hef- ur verið mjög vel gert einkum á félagsmálasviðinu, en mistökin virðast einkum snerta atvinnulíf- ið í borginni, Stjórnmálamennina skortir greinilega allan metnað varðandi útgerð og fiskvinnslu og í tið núverandi valdhafa hefur Framhald á bls. 31 Hvað næst? ÞETTA hús er meðal hinna eldri hér ( Miðbænum, Túngata 6, reist árið 1874 af þáverandi dómstjóra, Lárusi Edv. Sveinbjörnssyni fyrsta bankastjóra Landsbank- ans, sem þar bjó. Nú stendur þetta virðulega hús autt, eftir að fyrirtækið Electic var selt nú f haust, en það fyrirtæki var búið að vera þar til húsa sfðan 1943. Einn eigenda þessa húss er Ölafur Jónsson (Ólafur f Electric eins og hann hefur verið kallaður dagsdaglega áratugum saman). Hann sagði í viðtali við Mbl., að hann og Hans heitinn Þórðarson hefðu keypt húsið og allmikla lóð árið 1941. Lóðin er nú notuð sem bflastæði. Kippkorn neðan við húsið stendur eitt fallegasta tré í Miðbænum, mjög stór og öflugur álmur. Kaupin gerðum við í þeim tilgangi að fá leyfi til þess að byggja yfir sameignarfyrirtæki okkar, h.f. Electric, sagði Ölafur. Bæjaryfirvöldin vildu ekki leyfa okkur að byggja þarna verzlunar- og skrifstofuhús. Þegar við keypt- um húsið var í því klúbbstarfsemi á vegum brezka setuliðsins hér f borginni. Ur því við fengum ekki leyfi til að byggja hús þarna, urð- um við að gera miklar endurbæt- ur á húsinu að utan og innan veggja þess. Var þessu lokið árið 1943 og flutti þá fyrirtæki okkar inn í húsið með skrifstofur, lager og þess háttar. Og þarna höfum við verið þar til nú f haust að eigendur fyrirtækisins ákváðu að selja það hlutafél. Heklu og fyrir nokkru var öll starfsemi Electric flutt úr Túngötunni f húsakynni hinna nýju eigenda. Við, sem eigum þetta gamla hús, sagði Ólafur, höfum ákveðið að leigja húsið og höfum auglýst það til leigu. Það leiðir af sjálfu sér, sagði hann, að innrétt- ingarnir í húsinu eru miðaðar við einhvers konar starfrækslu, en ekki heimilishald. Auðbjörg Gissurar- dóttir - Minningarorð F. 28. febrúar 1905 D. 2. janúar 1978 Það er orðin nokkuð viðtekin regla á seinni árum, að minnast látinna vina f rituðu máli og er það vel. Þessir Islendingaþættir, sém svo eru varðveittir, kunna að vera seinni tíma mönnum góðar heimildir um ætt og lífsferil manna. Auðbjörg Gissurardóttir var fædd 28. febrúar 1905 í Gljúfur- holti í ölfusi. Foreldrar hennar voru hjónin Marggrét Jónína Hinríksdóttir, Helgasonar frá Læk í ölfusi af Bergsætt. Faðir- inn var Gissur Guðmundsson kominn af Reykjakotsætt. For- eldrar hans voru Guðmundur Gissurarson bóndi í Saurbæ, en hann var frá Reykjum, Þórodds- sonar frá Dalseli undir Eyjafjöll- um, en móðir hans var Sigríður Gfsladóttir frá Reykjahjáleigu, Gislasonar frá Reykjakoti, Guðna- sonar. Elzta systir Auðbjargar, Ingi- björg Gissurardóttir, hefur rakið ætt þeirra og varðveitt minningu foreldra sinna í Bókinni „Fimm konur“, sem út kom fyrir nokkr- um árum. Þar skrifar Vilhjálmur S. Vilhjálmsson viðtal við Ingi- bjrögu, þar sem heimilislífinu er lýst á þeim árum. Af lestri þeim má nokkuð ráða að þar hafa mæst sterkir stofnar og hjónin verið samhent að koma upp svo stórum barnahópi, en alls urðu börnin 17, 14 komust upp og er stór ættbogi kominn frá þeim. Gljúfurholt stendur í þjóð- braut, þvi var þar oft gestkvæmt, sérstaklega áður en bílaöldin kom og lestarferðir tiðkuðust. Margur þreyttur og hrakinn ferðamaður fékk þar góða aðhlynningu, hjá þeim sæmdarhjónum. Auðbjög vandist þvi snemma vinnu eins og tftt var um börn á þeim árum. I foreldrahúsum er Auðbjörg til 15 ára aldurs, en flyzt þá að Snæ- foksstöðum í Grfmsnesi til hjón- anna Jóhanns Ingvarssonar og Kristínar Guðmundsdóttur, en þar bazt hún heimilisfólkinu traustum böndum. Eftir nokkurra ára veru þar lá leiðin til Reykjavikur, þar sem hún starfaði alla tið síðan, þar til fyrir 2 árum, er hún kenndi þess súkdóms er leiddi til dauða. Lézt hún að heimili sínu, Lindargötu 63, hér í borg, þ. 2. janúar s.l. Ég kynntist Auðbjörgu á henn- ar efri árum, vegna kynna minna á systkinunum Guðrúnu Einars- dóttur og Agústi Einarssyni, en þau höfðu annast uppeldi dóttur hennar, Maríu Esterar Þórðar- dóttur. Þó atvikin höguðu þvi svo, að hún ætti þess ekki kost að sjá um uppeldi dnttur sinnar voru jafnan miklir kærleikar þar á milli og lét hún sér annt um hana, þótt hún væri ekki alin upp hjá henni. María Ester á Guðrúnu Agústu Arnardóttur, hún svo aft- ur dóttur, sem er langömmubarn hinnar látnu og heitir Þórhildur María Jónsdóttir. Framhald á bls. 31 iJj 1 I 1 I 1 ALLT MEÐ næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Álafoss 25. jan. Lagarfoss 30. jan. Úðafoss 6. febr. ROTTERDAM: Álafoss 26. jan. Lagarfoss 31. jan. Úðafoss 7. febr. FELIXSTOWE: Dettifoss 24. jan. Ménafoss 31. jan. Dettifoss 7. febr. Ménafoss 14. febr. HAMBORG: Dettifoss 26. jan. Ménafoss 2. febr. Dettifoss 9. febrt Ménafoss 16.febr. PORTSMOUTH: s Selfoss 2. febr. Bakkafoss 8. febr. s Hofsjökull 9. febr. '-£1 1 Brúarfoss 22. febr. !?} Bakkafoss 1-marz. jjí p! f GAUTABORG: Héifoss 23. jan. I 17 Laxfoss 30. jan. ® Héifoss 7- febr. id 1 | Í I I i i 1 i § 1 I 24. jan. KAUPMANNAHÖFN Héifoss Laxfoss 31. jan _ Héifoss 8. febr. jjj"' HELSINGJABORG: rf Tungufoss 23. jan. Urriðafoss 30. jan. Tungufoss 10. febr. MOSS: T ungufoss Urriðafoss Tungufoss KRISTJÁNSAND: a ■■ i i i 1 24. jan. j| 31 jan. 3J 11. febr 1 : m 5 a\ 25. jan 1. febr 13. febr 76 Í 26. jan. 2. febr. ií 14. febr. T ungufoss Urriðafoss Tungufoss STAVANGER: Tungufoss Urriðafoss Tungufoss GDYNIA/GDANSK: írafoss 23. jan. Múlafoss 27. jan. Lfj VALKOM: Múlafoss 30. jan. jjj Skógarfoss 13. febr.lrr liT Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til (safjarð- [FJ ar og Akureyrar. Vörumóttaka i A-skála P á föstudögum. r I ALLTMEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.