Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 29 varp til fjárhagsáætlana fyrir borgarsjóð og borgarstofnanir 1978 var til annarrar nmræðu í borgarstjórn sl. fimmtudag. vóru á þessum fundi, á sérstökum borgarmálasíðum. Framkvæmdir í heilbrigðismálum: Sjúkrahús og heilsu- gæzlustöðvar Úr rædu formanns heilbrigdismálaráds Páll Gislason, borgarfulltrúi og for- maður heilbrigðismálaráSs Reykja vikurborgar, gerði i itarlegu máli grein fyrir framkvæmdum Reykjavik- urborgar i heilbrigðismálum á fundi borgarstjómar i fyrradag Hér á eftir verSa rakin helztu efnisatriði úr r»8u borgarfulltrúans. I. Borgarspítalinn 0 1. Þjónustuálman Þjónustuálman á að hýsa nýja slysa- deild, göngudeild fyrir sjúklinga spitalans, heilsugæzlustöð fyrir Foss- vog og nágrenni. svo og móttöku sjúkdómstilfella Byggingin er 1 5.000 rúmm á 3 hæðum og er hún nú tilbúin undir tréverk 303 m kr. hefur verið varið til þessa verks en af þvi hefur rikið greitt 137 5 m. kr eða um 45% i stað hins lögbundna framlags 85%. I ár verður veitt til byggingarinnar 140 m. kr., 80 m. kr. frá borgarsjóði og 60 m. kr. frá riki. Með þessu fé má Ijúka við 40% af 2. hæð, þar sem slysadeildin fær húsnæði til móttöku endurkomusjúklinga en á árinu 1976 voru þar um 21.000 heimsóknir að ræða Tillaga borgarfulltrúa Alþ.b. um lán- töku til að Ijúka við húsnæði slysa- deildar á þessu ári, upp á væntanlega aukna fjárveitingu frá rikissjóði næsta ár, er næsta óraunhæf og hæpið að stofna til slikra skulda, ef lán fæst þá á annað borð. Á árunum 1970—1977 hefur framkvæmdakostnaður i heilbrigðis- málum í Reykjavik orðið 892 m.kr. — en rikið greitt af þvi 277.8 m. kr. Hefði átt að greiða 732.4 m. kr.. svo að umframgreiðslur borgarinnar eru þegar orðnar 454.6 m. kr. 0 2. B-álman Henni er ætlað að hýsa starfsemi i þágu öldrunarlækninga. og hjúkrunar- deildir aldraðra og langlegusjúklinga Á fjárlögum rikisins 1977 voru 3 m. kr. til verksins. Litil upphæð, sem gaf þó möguleika til að hanna verkið og gera fjármögnunarsamning við rikis- sjóð um verkið Hinn 14. sept. 1977 var svo undir- ritaður slikur samningur, sem gerir ráð fyrir 7 hæða viðbyggingu B-álmu Borgarspitalans, sem byggð verði og greidd 85% af riki en 15% af borg á árunum fram til 1 988, sem skv. áætl- un borgarverkfræðings i apríl 1977 á að kosta 981.6 m. kr.. miðað við verðlag í marz 1977, en af því greiðir rikissjóður 834.4 m. kr. ásamt verð- bótum, sem hækka i samræmi við raunverulega hækkun kostnaðar Framkvæmdir hófust svo i haust með grunngrefti. en steypu sökkla. botnplötu og tengigangs lýkur i mai nk. Siðan er ætlun að steypa upp 2 hæðir i ár en allt húsið 1 979 Innréttingar 2ja hæða og hluta úr þriðju með 60 sjúkrarúmum ættu að Ijúka á árinu 1 988 og gæti þá B-álman hafið starf sitt. En borgarstjórn hefur áður samþykkt að starfsemin yrði fyrst og fremst i þágu öldrunarlæknmga og langlegusjúklinga Siðan myndu koma 30 sjúkrarúm 1981 og 1982 en 60 rúm i notkun 1 983 og 30 rúm 1 984 — eða alls 180 sjúkrarúm Með þessari uppbyggingu kemst hæfilegt magn sjúkrarúma i gagnið á hverju ári og þvi meiri von til að hæg; sé að fá sérmenntað starfsfólk svo sem hjúkrunarfræðinga til starfa jafnóðum og húsnæðið er til. Um hina brýnu þörf sjúklinganna efast enginn. í B-álmu verður varið 120 m. kr. á þessu ári og þar af 80 m. kr. frá rikissjóði. 0 3. Arnarholt Arnarholt á Kjalarnesi er deild frá Geðdeild Borgarspitalans Siðla árs var flutt i nýtt vistmannahús. en þar er rúm fyrir 45 vistmenn Höfðu framkvæmdir tekið lengri tima en ætlað var af ýms- um ástæðum Allt nýja húsnæðið skiptist i 3 álmur A-álman er hið nýja vistmannahús. sem er tvilyft með háu risi. en hvor hæð er 582 ferm. i B-álmu er eldhús og mötuneyti 455 ferm. Er ætlunin að Ijúka þeirri fram- kvæmd á næsta sumri með 95 m. kr. framlagi þess árs. en af þvi greiðir rikissjóður 35 m kr., sem þá hefur greitt 112 8 m kr af 290 m. kr heildarkostnaði Var þó gerður fjár- mögnunarsamningur i upphafi verks- ins, en ekki hafa verið greiddar verð- bætur. svo að verðbólgan hefur skekkt svona allar áætlanir Á næsta ári myndi svo verða lokið við C-álmu en þar verður vinnuaðstaða lækna og annars sérhæfðs starfsfólks. 0 4. Hafnarbúðir A siðasta hausti náðist sá ánægju- legi árangur að hafið var starf fyrir aldraða Reykvikinga i Hafnarbúðum; eru þar nú 25 aldraðir sjúklingar Þó að þetta hafi tekið lengri tima og verið erfiðara i framkvæmd en búizt var við, er þó fyrir mestu, að starfsemin hefur farið vel af stað og nýtur þegar mikillar hylli allra sem til þekkja. því að starfs- aðstaða hefur reynzt vel og valist hefur til starfa frábært starfslið Á næstunni mun svo, nú eftir sam- þykkt borgarstjórnar, fara af stað rekst- ur dagspitala. en frá þvi hefur nýlega verið skýrt allitarlega Farið mun hægt af stað með þessa nýjung en siðan verður hún aukin og er reiknað með að allt að 16 sjúklingar geti dvalið þar daglangt samtimis. II. Heilsugæzlu- stöðvar 0 A-Árbær: Á fyrri hluta siðasta árs tók til starfa fyrsta heilsugæzlustöðin i Rvik skv nýju heilbrigðislögunum frá 1973. Fer þar fram almenn læknis- þjónusta, mæðravernd. ungbarna- og smábarnaeftirlit og á sviði atvinnusjúk- dómaeftirlits fer nú fram skoðun á sta rfsmönnum Áburðarverksm. rikis- ins. sem er i umdæmi heilsugæzlu- stöðvarinnar 9 B-Asparfell 12: Á siðasta ári hefur verið unnið að innréttingu á húsnæði i Asparfelli 12, sem borgin tók á leigu og er við hlið húsnæðis. sem barnadeild og félagsmálastofnun höfðu þegar til umráða Þar hefur verið sköpuð aðstaða fyrir heilsugæzlustöð. sem getur þjónað 6—8000 manns i Breiðholti. en þar er skortur læknis- þjónustu tilfinnanlegur Húsnæðið er nú tilbúið og verið að ráða starfsfólk. Ætti stöðin þvi að geta hafið starf, þó að nokkurn tima muni taka að fullnýta hana 9 C-Domus Medica: Undanfarin ár hefur verið unnið að þvi að bæta starfsaðstöðu á 3ju hæð Domus Medica fyrir 4 heimilislækna. þannig að samrýmist lögum um heilsugæzlu- stöðvar og viðurkenning heilbrigðis- ráðuneytis fengist Áætlaður kostnaður borgarinnar við þessar 3 stöðvar er 43.4 m. kr. Er sýnilegt að nýju heilbrigðislögin koma til að velta meiri kostnaði af þessari þjónustu yfir á herðar sveitarfélaga en menn ætluðu — og verulega meira en þau hafa áður gert ^ D Breiðholt I: Á fjárlögum rikis- ins er nú fyrsta fjárframlagið til heilsu- Péll Gislason. borgarfulltrúi og for- maður heilbrigðismálaráðs. gæzlustöðvar i Mjóddinni Er þvi á þessu ári tækifæri til að fullhanna verkið og gera fjármögnunarsamning um framkvæmd verksins, sem yrði til þess að hægt yrði að hefja byggingar- framkvæmdir 1979 Stöðinni er ætlað að veita 12.000 manns þjónustu. fjöl- breyttari en nú tiðkast viðast. Þessi fjölhæfa þjónusta, sem veitt verður, gefur möguleika á meiri nýt- ingu starfskrafta og aðstöðu. ef horfið yrði að þvi i framtiðinni að byggja hjúkrunarheimili i tengslum við stöð- ina. því að þarna fengi slikt heimili læknishjálp. sjúkraþjálfun. iðjuþjálfun. rannsóknarþjónustu o.fl. Yrði þarna byggt hjúkrunarheimili fyrir 30—40 sjúklinga. mætti búast við að auðveld- ara yrði að fá nauðsynlegt starfslið úr nágrenninu. ^ E-Heilsugæzlustö8 i Borgarspit- ala. Hún verður á 3ju hæð þjóhustu- álmu og er ætlað að þjóna 12.000 manns i Fossvogi og nágrenni Ætti þessi stöð að geta tekið til starfa á 'árunum 1 980—81. Þegar þessar stöðvar eru komnar i gagnið ættu um 44.000 manns að fá þar heilsugæzlu eða upp undir helm- ingur borgarbúa Þá er að minnast þess að Seltirningar hafa boðið borg- inni samstarf um heilsugæzlu og þarf . borgarstjórn að taka ákvörðun þar um á næstunni. og lækkar þvi fjárþörfin á áætlun- inni um 14,5 milljónir á þeim lið einurn." Endurbætur skipastóls. „Framkvæmdir á vegum B.tí.R. mun ég svo skýra hér og skipta I fjóra flokka þ.e. Togarar, Bakka- skemma, Fiskiðjuver og Fiskverk- unarstöð. 1. Togarar. Áætluð fjárþörf til endurbóta á árinp 1978 er sam- kvæmt fjárhagsáætlun 137 millj- ónir þar áf eigið framlag 54,5 milljónir á árinu 1978. Þegar hef- ur verið samið um kaup á 15.000 fiskikössum frá Noregi og munu þeir koma til landsins nú í janúar- lok C.I.F. verð þeirra er um 56 milljónir. Við afhendingu verður að greiða 14 milljónir, en 42 millj- ónir verða lánaðar til 1 árs. Breyta þarf lestum Spánartogar- anna til þess að þeir geti einvörð- ungu isað aftann i kassa og hefur þeirri breytingu að mestu verið lokið i B.v. Snorra Sturlusyni. Aætlaður kostnaður við breyting- ar á lestum hinna 2ja er alls 4 milljónir. Verða þær breytingar framkvæmdar um leið og véla- hreinsun fer fram. Fiskveiðisjóð- ur lánar 50% af verði kassa, sem skipin nota um borð og kpstnaði við breytingu lesta. Það skal tekið fram að stóru togararnir hafa undanfarið verið með hluta afl- ans i kössum eða 1000—1500 kassa hvert skip, er Hjörleifur alfarinn með kassa siðan i apríl s.l. Tekjuauki við að taka kassa i notkun á þessu ári er áætlaður 35 milljónir, en væri mun meiri ef reiknað væri með heilu ári. Kassauppbót er 12% á fyrsta flokks fisk. Krefjast verður þess að togarar B.Ú.R. skili sama árangri og önn- ur skip, en þar á móti þurfa togar- arnir að vera samkeppnisfærir, hvað veiðibúnað og hagkvæmni snertir. Þess vegna er I áætlun- inni gert ráð fyrir flottrollstroml- um á alla Spánartogarana 45 milljónir. ísvélar ásamt flutning- sniglum og niðursetningu 32 milljónir. Þegar hafa verið settar isvélar í B.V. Snorra Sturluson og reynslan hefur gefið góða raun. Sparnaður við kaup á ís og vinnu- laun við ísun gæti numið 4 millj- ónum á skip miðað við s.l. ár. Löndun á fiski í kössum beint í Bakkaskemmu og notkun isvéla um borð, ætti að hafa i för með sér verulegan sparnað, þar sem reikna verður með að fáanleg verði sambærileg launakjör við afgreiðslu togara í Rvik og gilda annars staðar i lartdinu." Þá rakti RJúl endurbætur, sem gerðar vóru á togaraflotanum á sl. ári, sem kostuðu 61.6 m. kr., m.a. nauðsynlega viðgerð á Þormóði goða (20 m. kr.) til að koma hon- um í verð, en sá togari var seldur á árinu. Um aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir BÚR sagði hann m.a: Bakkaskemma „Framkvæmdir við Bakka- skemmu eru að hefjast, og er nú verið að byrja á einangrun. Arið- andi er að hraða framkvæmdum, þar sem ekki verður hægt að landa fiski i kössum eingöngu, fyrr en hún hefur verið tekin i notkun. Heildarkostnaður er áætlaður 90.3 milljónir, þar af á árinu 1978 74.8 milljónir." Fiskiðjuver „Gjaldfærður kostnaður við framkvæmdir við fiskiðjuverið var 9. des. s.l. 87.8 milljónir og tækjakaup 16.1 milljón, þ.e. bindi vél og Baader flökunarvél. Aætl- uð viðbót út desember er 24.3 milljónir, sem reiknað er með að verði greitt eftir áramót sbr. lið 6 Ragnar Júliusson, borgarfulltrúi og stjórnarformaSur BÚR. hér að framan. Út á þessar fram- kvæmdir hefur Fiskveiðasjóður veitt 47 milljón króna lán auk 7 milljóna lánaloforða, og Fram- kvæmdasjóður 7 milljónir vegna Bakkaskemmu. Aætluð óveitt lán út á ofangreiadar framkvæmdir 1977 eru 26.4 milljónir úr Fisk- veiðasjóii og 10.5 milljónir úr Byggðasjóði. Lokið er framkvæmdum á 3ju hæð og var hið nýja mötuneyti og eldhús tekið i notkun milli jóla og nýárs. Var þá strax byrjað á fram- kvæmdum við stækkun pökkun- arsalar á 2. hæð og innréttingu starfsmannaaðstöðu þar þ.e. fata- herbergjum, snyrtiherbergjum og verkstjóraherbergjum. Þessar framkvæmdir við starfs- mannaaðstöðu hafa reynst mjög kostnaðarsamar, en þær voru óhjákvæmilegar þar sem aðbún- aður starfsfólks var óviðunandi, auk þess sem endurbætur voru skilyrði fyrir áframhaldandi leyf- is til starfrækslu fiskiðjuversins. Þegar þessum framkvæmdum öll- um lýkur, hefur starfsfólki verið búin fyrsta flokks aðstaða og gæti varla verið betri þó um nýbygg- ingu væri að ræða, og mun svo verða á næstu vikum. Unnið hefur verið að smíði fisk- stiga og færibanda fyrir fiskmót- töku og flökunarsal og flökunar- salur stækkaður til norðurs. Vinnsla var stöðvuð 7. jan. s.l. og hófust framkvæmdir við endur- bætur þegar í stað, lagt nýtt slit- lag á gólf flökunarsalar og pökk- unarsalar. Fyrirkomulag véla i flökunarsal er endurskipulagt og komið upp tveim flutningsrásum á hráefni auk fleiri hagræðingar- aðgerða, svo sem stækkun pökk- unarsalar o.fl. Einnig verða allir salir málaðir. AHar raflagnir eru endurnýjaðar og nýtt rafmagns- inntak sett upp ásamt rafmagns- töfluklefa og dreifitöflum." Fullkomið loftræsti- og hita- kerfi. Verið er að tengja- húsið hitaveitu, en fram til þessa hefur verið kynnt með ollu. I lið 2.19 í framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir að innrétta heilfrystiaðstöðu I sildarmóttöku, sem er skúr- bygging sunnan við húsið, þarfn- ast það þó nánari athugunar, þar sem þessi bygging er mjög ófull- komin. Það er þó mjög aðkallandi að útbúa sérstaka aðstöðu fyrir heilfrystingu á 1. hæð, þar sem ekki fer saman að vinna að heil- frystingu i sama sal og snyrting og pökkun flaka fer fram. Fyrir- sjáanleg er stóraukin þörf fyrir heilfrystingu, sem gæti verið starfrækt mest allt árið, loðna i febrúar/ marz, grálúða i april/ júni og að hluta allt árið, sild september/ nóvember og auk þess heilfrysting á smáfiski, flat- fiski og karfa. Áætlaður kostnaður við endur- bætur i fiskiðjuveri er 174.9 millj- ónir, þar er áætlað að vinna fyrir 131.6 milljónir árið 1978. Fiskiðjuverið var upphaflega byggt sem niðursuðuverksmiðja og hefur verið óhagkvæmt til starfrækslu. Leitast hefur verið við að endurbæta hús og skiputag þannig að uppfyllt geti sem best nútima kröfur. Vænta má, að árangur þessara framkvæmda komi fram i auknum afköstum og betri nýtingu hráefnis, vinnuafls, og þar með afkomunum í heild. „Áætlað er að opna húsið að nýju n.k. mánud.“ Fiskverkunarstöð „Heilbrigðiseftirlit Reykjavik- urborgar hefur gert kröfu um endurbætur á starfsmannastöðu i Fiskverkunarstöðinni og hafa verið gerðir uppdrættir að nýjum innréttingum fyrir anddyri, þurrkklefa, snyrtingu og fataher- bergi. Einnig er gert ráð fyrir lagfæringu á núverandi snyrtingu og mötuneyti. Kostnaður við þess- ar framkvæmdir er áætlaður 20 milljónir og til einangrunar á skemmu við síldarsöltun 6 millj- ónir sem frestast til 1979 og kassa- þvottavél 6 milljónir. Betlistafur lagður á hillu RJúl sagði siðan að þegar end- urbótum á skipunum og fiskiðju- veri væri lokið myndu BÚR standa jafnfætis þeim útgerðum, sem mestum verðmætum hefðu skilað á land. Markmiðið væri að gera veiði- og vinnsluaðstöðu BÚR það góða, að fyrirtækið geti staðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.